Morgunblaðið - 04.05.1982, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.05.1982, Qupperneq 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 Mynd nr. 3 — Haust. Hugmynd 81 IVIyndlist Valtýr Pétursson Á vesturgangi á Kjarvalsstöð- um er nú ljósmyndasýning, sem gefið hefur verið nafni Hugmynd 81, og er afrakstur af starfsemi ljósmyndaklúbbs, sem nokkrir ungir menn hafa stofnað. Klúbb- ur þessi mun hafa starfað í rúmt ár, og áhugi þessa fólks leynir sér ekki. Þarna eru 60 ljósmynd- ir, bæði svart/hvítar og litmynd- ir, og munu höfundar vera 30 talsins. Ekki veit ég deili á þessu fólki, og engar frekari upplýs- ingar er að fá í sýningarskrá, sem fylgir þessari sýningu. Þarna kennir margra grasa, og ekki veit ég, hvort nokkurt af þeim verkum, sem þarna eru, getur kallast stórkostlegt, en þau eru afar snotur og gefa til kynna, að þetta fólk allt gerir sér far um að vinna eftir bestu getu. Þarna var að finna nokkrar myndir, sem urðu mér eftir- minnilegri en aðrar: Nr. 3, 6, 11, 22, 41, 49 og 52 — allt verk, sem ég hafði ánægju af að kynnast. Þarna voru reyndar fleiri mynd- ir, sem minnast hefði mátt á, en ég læt þetta nægja. Hér er um fyrstu sýningu hópsins að ræða, og verður skemmtilegt að sjá, hverju fram vindur og hvort áhuginn helst sá sami, er þessi hópur fólk kemur fram öðru sinni. Það er myndarlegt hjá þessu unga fólki að taka til hendi og stofna til sýningar á verkum sínum. Það sýnir áræði og djörfung, sem maður tekur ofan fyrir. Þegar ég gekk út af þessari sýningu, hugsaði ég sem svo, að ekki væru allir unglingar á glapstigum í þessu þjóðfélagi. Af þessu 60 þátttakendur eru aðeins tvær konur. Ekki er því jafnræði milli kynja hér, en lát- um það kyrt liggja. Enda kemur það ekki málinu við. Þessi sýning er góður vitnisburður um, hvað orðið getur, þegar vilji og áræði er fyrir hendi. Ekkert má láta ógert til að örva framtak sem það, sem hér er á ferð, og hver veit nema meira jafnvægi verði milli kynja, þegar klúbburinn efnir til næstu sýningar. Ég óska þessu unga fólki allra heilla í starfi og vona, að klúbb- ur þess fái að dafna og veiti því ánægju og góðan félagsskap. Sýningin var skemmtileg hjá ykkur. Hættið ekki þar með, heldur haldið á brattann og sýn- ið, að enn er tápmikið æskufólk á þessu landi, sem iðkar sín áhugamál og getur meira en margur heldur. Til hamingju! Pottþétt stuö Valli og vikingarnir. Úti alla nóttina/ Til í allt Steinar ST 15112. Skotið hefur upp kollinum flokkur manna sem kallar sig Valli og víkingarnir. Enginn veit hver þessi Valli er, en nokkur grunur leikur á hverjir vík- ingarnir eru. Þessi flokkur lagði leið sína inn í Hljóðrita í byrjun þessa árs og tók upp tvö lög og hafa þau nú verið gefin út á lít- illi plötu. Á hlið A er lagið „Úti alla nóttina" sem sænska hljómsveit- in Attack gerði óhemju vinsælt í Svíþjóð fyrir nokkru. Það er vel til fundið að snúa þessu lagi yfir á ylhýra málið vegna þess að það er mörgum kunnugt og einnig gott, létt og umfram allt gríp- andi. Þeir eru eflaust margir sem eiga eftir að dilla sér með þessu lagi fram á vor og ef ekki lengur. Öm lagið á B-hlið „Til í allt“ er best að hafa sem fæst orð, en það gerir lítið annað en að fylla hliðina. I því lagi opin- beraðist það fyrir mér hverjir víkingarnir væru. Um það ber að þegja og skal hver fá að halda sitt. Ekki þurfti langa íhugun til að þekkja þann á bakvið Valla- grímuna, svo þekkt er rödd hans. Valli sýnir skemmtileg tilþrif í fyrra laginu en eitthvað förlast honum í því seinna. Hljómsveit- in er að gera það sem henni fell- ur best og útkoman er eftir því. Bráðskemmtileg plata sem all- ir ættu að hafa gaman af. KM. Aðföng og frumleiki Bókmenntir Erlendur Jonsson Kirikur Jónsson: Rætur íslands- klukkunnar. 409 bls. Hið islenska bókmenntafélag. Rvík 1981. Islandsklukkan mun alltaf telj- ast með mestu og bestu verkum Halldórs Laxness. Sumir skipa henni þeirra fremst. Slíkt mat er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Að einu leyti er það þó á algildum rökum reist: Höfundurinn mun hafa lagt í verkið meiri og marg- víslegri vinnu en flest ef ekki öll önnur skáldverk sín. Þó ekki sé beint um sagnfræðilegt skáldverk að ræða er mjög stuðst við sögur af fólki og atburðum frá sautj- ándu og átjándu öld. Sum nöfn standa óbreytt, t.d. Jón Hregg- viðsson, öðrum hefur verið lítil- lega breytt — t.d. er Jón Grunn- víkingur látinn vera Grindvíking- ur — enn öðrum er gerbreytt, svo sem að Þórdís Jónsdóttir raunveruleikans er látin heita Snæfríður íslandssól í sögunni. Allir vissu að Laxness studdist við margs konar heimildir frá um- ræddum tímum. Hitt hygg ég hafi verið flestum hulið þar til Eiríkur Jónsson tók að birta sínar ná- kvæmu heimilda- og textarann- sóknir hvernig höfundurinn í raun vann verk sitt, hversu víða hann leitaði fanga og á hvern hátt þetta gamla efni umskapaðist í mikils háttar samtímaskáldskap í hönd- um hans. Nú varð íslandsklukkan ekki fyrsta skáldverkið þar sem efni var sótt til sautjándu aldar. Torf- hildur Hólm og Guðmundur Kamban höfðu háð sér efni í skáldsögur og Þorsteinn Erlings- son í ljóðaflokk frá sömu öld. Eigi að síður var svo mikið nýjabrum á Islandsklukkunni, þegar hún kom út, að hún hefði allt eins getað verið fyrsta íslenska skáldverkið sem reist var á sögulegum grunni, þar var ekki nema þá að óverulegu leyti stuðst við reynslu annarra höfunda. Margt greindi Islandsklukkuna frá fyrrnefndum skáldverkum, en þó fyrst og fremst stíllinn. Lax- ness studdist meðal annars við kansellístílinn gamla, latínu- slettur lærðra manna og frásagnir sem skráðar voru á fyrri öldum. Ekki er fyrning málsins þó svo gagngerð að íslandsklukkan líkist skáldverki sem ætla mætti að skrifað hefði verið um sautján hundruð ef skáldsögur hefðu þá á annað borð verið færðar hér í let- ur. Lausamálstextar frá sautj- ándu og átjándu öld eru sem heild allt öðru vísi. Islandsklukkan er að sjálfsögðu tuttugustu aldar verk og í hvívetna reist á skoðunum og hugmyndum okkar tíðar. Þetta orðar Eiríkur Jónsson svo: »íslandsklukkan er að nokkru táknleg saga um hugmyndir og viðhorf skáldsins á ritunartíma hennar enda speglar verkið ýmsa þætti úr samfélagsveruleik sköp- unartíma síns sem agaðir eru und- ir markmið verksins.« Og um stílinn á íslandsklukk- unni segir Eiríkur Jónsson: »Stíll sögunnar ber í sér vissa líkingu stíls sautjándu aldar en þræðir hans liggja allt frá frásagnar- hætti fornsagna til nútímasögu.« Sumar fyrirmyndir, sem Eirík- ur tiltekur, kunna að koma á óvart. Svo er t.d. um áhrif þau, sem hann telur Laxness hafa orðið fyrir af skáldsögunni Gone with the Wind eftir Margaret Mitchell (þýð. Arnór Sigurjónsson) sem hér Feðgin á ferð Myndlist Valtýr Pétursson í Norræna húsinu eru þau Sig- rún Steinþórsdóttir Eggen og faðir hennar, Steinþór Marinó Gunnarsson, með sýningu á verkum sínum. Þetta er í annað sinn, sem þau feðgin sýna hér í borg á tveim árum, en fyrri sýn- in^ þeirra var í hinum sáluga FIM-sal. Þá, eins og nú, voru sýnd teppi frá hendi Sigrúnar og málverk eftir Steinþór. Það er auðvitað engin þörf á að kynna Steinþór Marinó, hann hefur haldið um tvo tugi einkasýninga, en dóttir hans er búsett í Noregi, þar sem hún stundar teppagerð sína, jafnt því að kenna fag sitt. Sigrún er félagi í Textilfélaginu í Reykjavík og hefur haldið marg- ar sýningar á verkum sínum bæði hér á landi og í Noregi. Það eru kraftmikil teppi, sem Sigrún hefur á boðstólum sem stendur. Hún er ákveðin og nú- tímaleg í vefnaði sínum, sem er á stundum gerður úr jurt, er vex í Bangladesh, en ekki þori ég að fara með heiti hennar. Ég held þó, að hún sé dálítið í ætt við hampinn. Sigrún notfærir sér þá eiginleika, sem þessi þróttmikla jurt hefur til að bera, og hún gerir sér lítið fyrir og litar hana, eftir því hvað hún ætlar sér hverju sinni. Það eru lifandi og magnaðir straumar í þessum teppum, eitthvað, sem ekki sést á hverjum degi á sýningum. Sá íslenskur vefari, sem vinnur í sama dúr, er, að ég held, Nína Gautadóttir, en hún sýndi verk sín á Kjarvalsstöðum ekki fyrir löngu. Það er annars mikið líf í íslenskum vefnaði um þessar mundir, og virðist vera um nokk- urs konar vakningu að ræða. Eru það góðar fréttir, og vonandi er hér aðeins um byrjun að ræða á merkilegu tímabili. Sigrún sýnir að sinni 27 teppi, og hafa aðeins tvö þeirra komið áður fyrir al- mennings sjónir. Það er því mik- ill afrakstur, ef tekið er tillit til, að aðeins tvö ár eru síðan hún sýndi síðast. Steinþór Marinó sýnir 21 olíu- málverk og 33 monotýpur. Þarna er um gerólík verk að ræða. Olíu- málverkin eru í miklu fastari skorðum hjá Steinþóri en mono- týpur þær, sem hann sýnir. Má án nokkurs efa rekja þessa stað- reynd til sjálfrar myndgerðar- innar, sem er miklu ferskari í monotýpunni, en meira unnin og útfærð í málverkinu. Persónú- lega fannst mér myndir eins og nr. 1, 8 og 11 bera af hjá Stein- þóri. í þeim verkum er hann miklu léttari en í mörgum öðrum olíumálverkum, og hann nær meiri stemmningu í landslagið en þegar hann á við abstraktari hluti. Þetta á hins vegar ekki við um monotýpurnar, sem eru ferskar og hafa litatón, sem er Steinþóri mjög eiginlegur. Stein- þór er af hinni þekktu „lista- mannafjölskyldu á Suðureyri", og tvö börn hans fást við mynd- list. Svo mætti halda, að þegar þannig hagaði til, væri visst ætt- armót að finna í verkunum. Að mínum dómi er það ekki sterkt, en samt finnanlegt, og er það í sjálfu sér mikið hól. Þessi fjöl- skylda er sannarlega skemmti- legt fyrirbæri í svo litlu þjóðfé- lagi sem okkar, en það skemmti- legasta við hana er, hve ólíkar stefnur hafa verið teknar á mið- in. Það sjáum við á verkum Steinþórs Marinós Gunnarsson- ar og barna hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.