Morgunblaðið - 04.05.1982, Page 10

Morgunblaðið - 04.05.1982, Page 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Um daginn voru gúrkur aug- lýstar á niðursettu verði. Is- lenzku gúrkurnar eru kær- komnar á vorborðið, því enn sést ekki mikið af nýju grænmeti eins og eðlilegt er. Gúrkur eru undragóðar, þó þær séu ekki bragðmiklar, og þær bjóða upp á marga möguleika í matseld, ef glöggt er að gáð. Grípið gúrkuna meðan hún gefst. En mannkynið hefur vísast ekki uppgötvað gúrkur og gæði þeirra alveg nýlega. í Burma, rétt við thailenzku landamærin, hafa fornleifafræðingar fundið merki um skipulagða akuryrkju þegar í kringum 9750 fyrir Krist. Þetta er um tvö þúsund árum áður en menn þykjast geta sann- að slíkt meðal gömlu menning- arþjóðanna í Austurlöndum nær og í Mið-Ameríku. Og þarna í Burma hafa fundizt gúrkufræ. Því miður vitum við ekki hvern- ig þessir vítmenn hafa matreitt gúrkur sínar þarna fyrir um ell- efu þúsund árum, en vafalaust hefur þeim dottið eitthvað gott í hug. Ætli við getum ekki slegið því föstu að þeir hafi allavega borðað gúrkurnar hráar ... En líklega hafa þessar gúrkur átt fátt sameiginlegt með gúrkunum sem við kaupum nú frá Sölufé- laginu. Eg hef oft áður verið með gúrkuuppskriftir, og ætla að rifja upp nokkra góða möguleika við matreiðslu á gúrkum. Það liggur nokkuð í augum uppi, að gúrkur eru góðar hráar, rétt eins og þær koma fyrir af plöntunni. Þær eru auðugar af C-vítamíni og innihalda einnig nokkurt A-vítamín. Ef þið hyggist ná af ykkur einhverjum vetrarkílóum, er fyrirtak að narta í gúrkubita, þegar hungrið sverfur að milli mála, þó hraustlegra átak þurfi kannski til að sjá verulegan mun á vigtinni. Og gleymið ekki að bjóða börnum gúrku, þegar þau svengir milli mála, og brauð með gúrku er ljómandi uppistaða í léttri máltíð. Hrökkbrauð með kotasælu, gúrku og nýmöluðum pipar, ó, bragðlaukarnir gráta af hrifningu ... Það er góð og göfug list að útbúa gott, smurt brauð. Auk þess að hafa aðeins gúrku á brauðinu, sem auðvitað á að vera gróft og gott, þá er kalt kjöt ljómandi undir gúrkusneiðarn- ar, ofan á brauðið. Og vonandi hvarflar ekki að neinum að olíu- sósa eða majonessalat sé nauð- synlegt með þessu hnossgæti... Ef þið viljið útbúa sumarleg- an forrétt, er einfalt að skera gúrku niður í um 4 cm bita, hola þá úr líkt og bolla og fylla með einhverju góðgæti. Kotasæla, krydduð með kryddjurtum, nýmöluðum pipar og hvítlauk, er alveg kjörin. Einnig rækjur, e.t.v. með sósu úr sýrðum rjóma á toppinum. Og því sem þið sker- ið úr gúrkunni blandið þið auð- vitað saman við fyllinguna. Og hvers kyns gúrkusalöt geta verið fyrirtak, t.d. með sósu úr hreinni jógúrt, bragðbættri með krydd- jurtum og hvítlauk. En gúrkur eru einnig góðar í heita rétti, gúrkubitar, soðnir Gúrku- tími örstutta stund, og síðan velt upp úr smjöri eru fyrirtaks meðlæti með fiski, t.d. laxi og silungi, og einnig glóðarsteiktu kjöti. Þetta hef ég nefnt áður. Hér á eftir fylgir afbrigði af þessari hug- mynd. Soðnir gúrkubitar bakað- ir undir kryddaðri brauðmylsnu og osti er fyrirtak. Gúrkur soðn- ar í góðu soði og síðan marðar gegnum sigti eða settar í kvörn verða að góðri súpu, fallega fölgrænni á lit. Rjómi í súpuna, eða egg, gerir súpuna matar- meiri. Rækjubitar, eða bitar af reyktum laxi bæta enn við og gefa gott bragð. Einnig krydd- jurtir, ekki sízt nýjar. Gúrkubit- ar í ostasósu eru ljúffeng fylling í pönnukökur, sem eru svo bak- aðar í ofni. Þarna hafið þið úr einhverju að moða. Það er víst alveg ör- uggt, að það er lengi hægt að matreiða úr gúrkum og breyta þó stöðugt til. Hér á eftir fylgja uppskriftir, sem væntanlega gleðja gúrkuvini... Góða skemmtun! Gúrkuræmur í jurtasmjöri (handa fjórum) Þessi réttur er hugsaður sem meðlæti með fiski eða kjöti. Ég nefndi áðan að heitar gúrkur eru ljómandi meðlæti með silungi og laxi. Og þær fara einnig vel með glóðarsteiktu kjöti, t.d. lamba- kjöti, kálfakjöti eða kjúklingum. En rétturinn hentar einnig ljómandi vel sem léttur forrétt- ur á undan matarmikilli máltíð. t.d. ef aðalrétturinn er fremi' þungur. 2 gúrkur 30 gr smjör 1 fínsaxað hvítlauksrif 1 knippi steinselja, söxuð nýmalaður pipar 1. Afhýðið gúrkurnar. Það geng- ur fljótt og vel með ostahníf. Skerið þær nú í þunnar ræmur að endilöngu með ostahnífnum. Skerið ræmurnar í tvennt svo þær styttist. Setjið ræmurnar út í sjóðandi vatnið og látið þær sjóða í um 1 mín. Hellið gúrkun- um í sigti og látið vatnið renna vel af þeim. 2. Bræðið smjörið og látið hvít- laukinn malla þar í. Hann má alls ekki brúnast, því þá kemur af honum rammt og hvimleitt bragð. Dembið gúrkunum í smjörið, veltið þeim í því, svo þær hitni, stráið steinseljunni yfir og berið réttinn fram. Ef gúrkurnar þurfa að bíða, látið þær þá bíða soðnar í sigt- inu. Blandið þeim ekki saman við smjörið, fyrr en rétt áður en þær eru bornar fram. Annars soðna þær um of í smjörinu og safi rennur úr þeim. Steinselju er þægilegt að saxa með því að setja hana í glas og klippa hana þar í. Ef þið hafið rafmagnskvörn við höndina, saxar hún væntanlega steinselj- una fyrir ykkur, að vísu með ykkar hjálp ... Lifur með gúrkum í soja- sósu (handa fjórum) Hugmyndin að þessari upp- skrift er ættuð úr ekki ómerkari stað en Kínaveldi. Þar er væn- legt að leita matarhugmynda, því þarlenzkir hafa verið mjög- eldandi langa lengi. í haust var ég með uppskrift að steiktum fiski með selleríi í sojasósu. Eft- irfarandi uppskrift er afbrigði af henni, eða öllu heldur er hug- myndin komin úr þeirri upp- skrift. Lambalifur og kálfalifur henta vel í uppskriftina. Galdur- inn við matreiðslu á lifur liggur í að hafa lifrina hæfilega bakaða eða steikta, svo hún sé enn safa- rík eftir matseldina, en ekki þurr og skorpin. Fylgist vel með henni í ofninum, því bökunar- tíminn fer eftir því hve sneið- arnar eru þykkar. Ég hef góða reynslu af því, að þeir sem sækjast venjulega lítt eftir lifur eru býsna hrifnir af þessari uppskrift. Ef þið hafið lítið lagt ykkur eftir lifur hingað til er vænlegt að byrja á þessari uppskrift til að kynnast hvað góður lifrarréttur er girnilegur matur. Og gleymum ekki að lifur er íðilholl, t.d. auðug af járni. 800 gr lifur 2 msk. vatn eða þurrt sérrí nýmalaður pipar rifin engiferrót eða tilbúið engi- ferduft 1. Setjið ofninn á 200°. 2. Skerið lifrina í þunnar sneið- ar. Raðið þeim í þurrt form, og reynið helzt að koma þeim þann- ig fyrir að engin sneið liggi ofan á annarri. Dreypið vökva á lifr- ina og stráið svolitlu kryddi yfir. Ef ykkur sýnist svo, er ekki úr vegi að láta lifrina standa svona tilreidda í um 30 mín. og sjúga í sig kryddið. 3. Setjið fatið inn í heitan ofninn og látið hana bakast í um 20—30 mín. eða þar til hún er bökuð í gegn, en ennþá mjúk og safarík. 1 'Æ gúrka 2 msk sólblómaolía, eða maís- eða vínberjasteinaolía 4 msk sojasósa, þ.e. ekta kín- versk sojasósa en ekki matarlit- pr (örlítið af chilisósu eða tabascosósu ef vill). 4. Afhýðið gúrkurnar og skerið þær í um 3 cm þykka bita. Skerið hvern bita í tvennt að endilöngu og þá síðan í mjóar ræmur. Hitið vatn og látið gúrkustrimlana út í sjóðandi vatnið. Látið þá sjóða í um 2 mín. Hellið vatninu af. Blandið sósuna og hellið henni yfir gúrkustrimlana. Gætið ykk- ur á chilisósu eða tabasco. Hvor tveggja er sterk og brennandi á bragðið og ekki að allra smekk. 5. Þegar lifrin er bökuð takið þá fatið úr ofninum og hellið heit- um gúrkustrimlunum og sósunni yfir og berið fram. í stað 'h gúrku getið þið haft um '/2 blaðselleríhöfuð. Skerið stönglana í um 3 cm langa bita og hvern bita í mjóar ræmur. Látið þá í sjóðandi vatn. Þegar þær hafa soðið í um 2 mín. bætið þá gúrkuræmunum í og sjóðið áfram í um 2 mín. Hellið þá vatninu af og blandið sósunni saman við. Haldið áfram eins og áður er lýst. Góð og vel soðin hrísgrjón eru ómissandi með þessum rétti. Sjóðið brún hýðishrísgrjón. Það er hæfilegt að sjóða um 5—6 dl af hrísgrjónum handa fjórum. Hellið þeim í pott ásamt um 6—7 dl af vatni. Setjið á góðan hita, látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann og látið grjón- in rétt malla þar til vatnið er soðið niður. Það getur verið gott að slökkva undir, þegar vatnið er um það bil að gufa upp. Hrærið ekki í grjónunum á meðan þau eru að sjóða. Ef grjónin festast við botninn er auðvelt að losa þau með því að setja um 1 msk af vatni í pottinn og láta hrís- grjónin standa í nokkrar mínút- ur á borði, þ.e. ekki í hita. Þá losna þau léttilega úr pottinum. Þetta á auðvitað ekki við ef grjónin brenna við. Það er önnur og sorglegri saga... En með þessari aðferð fáið þið hæfilega soðin grjón, sem eru þurr, en hvorki of hörð né vatnsósa. Ef þið eruð ekki ánægð með fyrstu tilraun, haldið þá áfram ótrauð. Það þarf e.t.v. einhverja æfingu, en hún ber líka ríkulegan ávöxt. Það er allur munur á hæfilega soðnum og illa soðnum hrís- grjónum. Þau síðarnefndu eru ómeti. Og ekki má gleyma að þessi aðferð á við hýðishrís- grjón, enda sjálfsagt að hafa þau á borðum þar sem þau eru langhollust. Hafa skal það sem hollara reynist... Ekkert kynslóðabil Fiðluleikarinn ungi heitir Heið- rún Heiðarsdóttir og er 12 ára en undirleikarinn er Hólmfríður Árnadóttir, rúmum 60 árum eldri. Þær léku á samkomu í safnaöarheimili Hallgríms- kirkju, sem haldin var sl. fimmtudag, en þar var margt til gamans gert. Samkomur þessar eru fyrir eldra fólkið í nágrenni Hallgrímskirkju og eru þær haldnar með reglulegu millibili og eru allir velkomnir á þær. MorgunblaAiA/Kmilía. Lístasafn ASÍ: Sýning Arnar Þorsteinssonar í LISTASAFNI Alþýðusambands Islands stendur nú yfir sýning Arnar Þorsteinssonar. Á sýning- unni eru rúmlega 70 verk, teikn- ingar, skúlptúrar o.fl. Þá er og sérstök skyggnusýn- ing í skyggnukassa sem til stað- ar er í safninu og gefst fólki þar kostur á að sjá myndir er Orn teiknaði í ljóðabók Thors Vil- hjálmssonar, Ljóðmynd, og hlýða jafnframt á upplestur Thors á ljóðunum af segulbandi. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22 en henni lýkur hinn 9. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.