Morgunblaðið - 04.05.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982
53
Vildi halda alþjóðlegt
mót unglinga hér
Rætt við Jim
Huzzey æsku-
lýðsleiðtoga
aðventista
JIM HUZZEY er æskulýðsleiðtogi
aöventista í Norður-Evrópu og hefur
dvalið hér á landi i nokkurn tíma.
Hann hefur ferðast um landið og
haldið fundi með ungum aðventist-
um í Vestmannaeyjum, Keflavík,
Hlíðardalsskóla og í Reykjavík.
Hann hefur verið að kynna sér
æskulýðsstarf aðventista hér á landi.
Huzzey hefur starfað sem æskulýðs-
leiðtogi aðventista í Norður- og
Suður-Englandi.
Hann hefur þrisvar áður komið
til Islands, en þegar hann hverfur
héðan, Iiggur leið hans til Pól-
lands og Finnlands og seinna til
Svíþjóðar. Blm. Morgunblaðsins
hitti Huzzey að máli skömmu áður
en hann fór af landi brott og innti
hann í fyrstu eftir því hvernig
honum hafi litist á dvöl sína hér
og unga fólkið, sem hann hefur
hitt á ferðalagi sínu.
„Mér hefur litist mjög vel á mig
hér og ég hef hitt mikið af ungu og
hressu, duglegu fólki, fullu af fjöri
með stórar hugmyndir um hvað
það ætlar sér að verða þegar það
verður fullorðið. Kynni mín af ís-
lendingum eru mjög góð. Margir
af íslandi hafa farið til útlanda og
starfað á vegum Aðventkirkjunn-
ar.
Ég, sem æskulýðsleiðtogi að-
ventista í Norður-Evrópu, verð að
ferðast mikið, því ég vil vera í
sambandi við unga fólkið sjálfur.
Ég hefði mikinn áhuga á að halda
hér á íslandi alþjóðlegt æsku-
lýðsmót aðventista. Fyrir þremur
árum var ég hér með 35 manna
hóp frá Englandi og við ferðuð-
umst um landið og kynntumst
mörgu fólki, og ég veit, að margir
úr þessum hópi hafa mikinn
áhuga á að koma hér aftur. Eins
Jim Huzzey: „Kynni min af íslend-
ingum eru mjög góð.“
hef ég hitt ungt fólk í Noregi og
víðar, sem hefur mikinn áhuga á
að koma hingað til lands. Það get-
ur því vel verið, að það yrði af
þessu móti einhvern tíma,“ sagði
Jim Huzzey í lokin.
Dansað fyrir aldraða
Félag aldraðra í Hafnarfirði heldur skemmtisamkomur á hálfsmánaðar fresti, þar sem ýmis félagasamtök sjá um
skemmtiatriðin. Á fimmtudaginn siðasta var ein slik samkoma og sá Kiwanisklúbburinn Eldborg um skemmtiatriðin.
Meðal skemmtiatriða í þetta sinnið voru stúlkur úr Dansskóla Hermanns Ragnars, sem dönsuðu fyrir gesti og raargt
annað var til gamans gert. Samkoman var haldin i félagsheimili Hafnrirðinga, sem er við iþróttahúsið þeirra og hlotið
hefur nýverið nafnið Fjarðarsel.
Morgunblaðið KAX
Gaf Blindrafé-
laginu af-
rakstur ævi-
starfs síns
ÞANN 16. mars 1978 andaðist frú
Guðrún Finnsdóttir, fyrrum formað-
ur ASB, félags afgreiðslustúlkna í
brauð- og mjólkurbúðum.
Guðrún var fædd 23. apríl 1928
og hefði þvi orðið 90 ára á þessu
ári. Guðrún bar hag blindra mjög
fyrir brjósti og er hún lést að
loknum löngum ævidegi, ánafnaði
hún Blindrafélaginu íbúð sína að
Stórholti 27 í Reykjavík.
Frú Guðrún Finnsdóttir
Gítartónleik-
ar á Kjarvals-
stöðum
Gítarnemendur á efri stig-
um úr Tónskóla Sigursveins og
Tónlistarskólanum í Reykja-
vík halda tónleika í kvöld,
þriðjudag 4. maí, á Kjarvals-
stöðum og hefjast þeir klukk-
an 20.30. Á efnisskránni eru
m.a. verk eftir Albeniz, Bach,
Barrios og Sor. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Fyrir malarvegi
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone
diagonal (ekki radial) hjólbarðar meó eöa án hvlts hrings. 25 ára
reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerið
samanburð á verói og gæðum.