Morgunblaðið - 04.05.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982
55
Athyglisverðar niðurstöð-
ur rannsóknar á áhættu-
þáttum hjartasjúkdóma
NORSKU hjartasérfræðingarnir
dr. Paul Leren og dr. Ingvar
Hjermann eru nú staddir hér á
landi í boði Hjartaverndar og
Landspitalans. Þeir eru báðir
læknar við Ulleváll-sjúkrahúsið í
Osló. Þar hafa þeir veitt forstöðu,
ásamt fleiri læknum, víðtækri
rannsókn á hjartasjúkdómum í
Oslóarborg. Hafa þeir báðir flutt
erindi um rannsóknir sínar á
áhættuþáttum hjartasjúkdóma og
niðurstöður þeirra hér á landi, dr.
Hjermann á fundi í Manneldisfé-
lagi íslands að Hótel Esju sl.
fimmtudag og dr. Leren í fundar-
sal Hjúkrunarskóla íslands á
föstudag.
Dr. Hjermann ræddi um áhrif
breytts mataræðis og minnkun
reykinga á kransæðasjúkdóma.
Vissir áhættuþættir stuðla að
kransæðasjúkdómum og beind-
ist rannsóknin að því hvernig
unnt sé að lækka tíðni þessara
sjúkdóma og fækka dauðsföllum
af þeirra völdum með fyrir-
byggjandi aðgerðum. Tveir
áhættuþættir kransæðasjúk-
dóma eru reykingar og of mikið
kólesteról í blóði. Reynt var að
komast að raun um hvernig
minnkun reykinga og lækkun
blóðfitu meðal heilbrigðra
karlmanna á aldrinum 40—49
ára, sem hafa alvarlega áhættu-
þætti kransæðastíflu, hamlaði
gegn sjúkdómum og fækkaði
þannig dauðsföllum. Þátttak-
endur í rannsókn þessari voru
1232. Var hópnum skipt í tvennt
og fékk annar helmingurinn
reglulega ráðgjöf hjá læknum
um mataræði og skaðsemi reyk-
inga, en hinn helmingurinn fékk
engar slíkar leiðbeiningar.
Að rannsóknartíma loknum
kom í ljós að kransæðastíflutil-
felli, bæði banvæn og þau sem
ekki leiddu til dauða, voru 47 %
fátíðari meðal þeirra sem tóku
þátt í varnaraðgerðum en hinna
sem ekki breyttu um lifnaðarh-
ætti. Niðurstöður urðu þannig
þær, að heilbrigðir karlmenn
með alvarlega áhættuþætti
kransæðasjúkdóma sem minnk-
uðu reykingar og breyttu neyslu-
venjum urðu sjúkdóminum síður
að bráð.
Erindi dr. Paul Leren fjallaði
um blóðfitu og lyf gegn of háum
blóðþrýstingi. Talið er að mikil
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
blóðfita og háþrýstingur séu
helztu áhættuþættir kransæða-
sjúkdóma. Dr. Leren sagði að í
Oslóarrannsókninni hefði komið
í ljós að a.m.k. sum lyf gegn há-
þrýstingi virtust ekki minnka
líkur á kransæðasjúkdómum, en
drógu hins vegar marktækt úr
heilablóðfallstilfellum. Lyfin
virðast hafa þau áhrif á blóðfitu
að hún verður ekki í því jafnvægi
sem æskilegt er. Dr. Leren kvað
þetta rannsóknarefni mjög þýð-
ingarmikið og mikil þörf væri á
frekari könnunum. Þá ræddi
hann um Oslóarrannsóknina al-
mennt og ýmsa aðra áhættu-
þætti kransæðasjúkdóma, og
hvaða varnir væru helztar gegn
þessum sjúkdómi, sem af öílum
sjúkdómum leggur flesta að
velli.
Dr. Ingvar Hjermann og dr. Paul Leren.
NoithStar'
North Star eru á meðal leiðandi framleiðenda í Bandaríkjunum á sviði smátölva til atvinnunotkunar.
Rafrás býður HORIZON tölvurfyrir þá sem vilja eiga möguleika á fjölvinnslu
(Multi-User) og ADVANTAGE handa einstaklingum og smáum fyrirtækjum sem ekki þurfa á
margnotendakerfi að halda.
Rafrás býður þér vandaðan og áreiðanlegan
búnað sem búið er að laga fyrir íslenskar
aðstæðurs.s. lyklaborð, skjáir og prentarar.
Hugbúnaðarvalkostir (forrit) eru margir:
Rafrás getur afgreitt strax forrit fyrir Rit-
vinnslu (íslenska), Upplýsingaskrá, Fjárhalds-
bókhald og Fjárhaldsskýrslugerð. Fljótlega
verða fáanleg fleiri forrit s.s. Tollskýrslugerð,
Viðskiptamannabókhald, Pantanir- og sölu-
afgreiðsla, Birgðakerfi og Launavinnsla.
Hagtala hf. býður einnig forrit fyrir HORI-
ZON, sem tilheyra svo nefndum „FYRIR-
TÆKJAPAKKA". Auk þess eru margvísleg er-
lend forrit/forritunarmál fáanleg (CP/M).
GEFÐU PÉR TÍMA TIL AÐ LÍTA VÐ OG RÆÐA VIÐ SÖLUMENN OKKAR
FYLGDU LEIÐARSTJÖRNUNNI. . . NORTH STAR . . . FRÁ RAFRÁS
/BapjBás
Hreyfilshúsinu v/Grensásveg. Símar: 82980 eða 82055.
Norskir hjartasérfræðingar flytja fyrirlestra: