Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
Umferð á Bústaðavegi
Fækka má umferðarslysum og stórminnka kostn-
að þjóðfélagsins með fyrirbyggjandi aðgerðum
Að undanförnu hefur Bústaða-
vegur verið mikið til umraeðu
manna á milli í hverfinu við hann.
Þessu veldur mikill og vaxandi
umferðarþungi og mikil fjöigun
umferðarslysa á veginum. Veru-
legur hluti umferðar til og frá
Breiðholti fer þarna um og hraður
akstur hefur lengi viðgengist á
þessari götu.
Fastur umferðarteljari hefur
verið staðsettur við Grímsbæ frá
árinu 1977, og hefur verið fylgst
með uniferðarmagninu allar götur
siðan. í nóvember sl. fóru 12.000
bílar framhjá teljaranum á sól-
arhring, 6.400 í austur en 5.600 í
vestur á venjulegum vinnudegi. A
morgnana myndast umferðar-
toppar og liggur þá umferðar-
straumurinn aðallega í vestur, en
á tímabilinu milli kl. 16.00 og 19.00
er um tvöfalt meiri umferð til
austurs en til vesturs. Búast má
við, að gegnumumferð aukist mjög
þegar Bústaðavegur hefur verið
framlengdur til vesturs á brú yfir
Kringlumýrarbraut, og einnig
með uppbyggingu nýja miðbæjar-
ins í Kringlumýri, og þegar teng-
ing hans við Bústaðaveg kemst í
gagnið.
I aðalskipulagi Reykjavíkur
1962—1983 er Bústaðavegur fjög-
urra akreina tengibraut á kaflan-
um milli Kringlumýrarbrautar og
Reykjanesbrautar. I núverandi
mynd er vegurinn hins vegar ekki
fær um að taka við aukinni um-
ferð, og hæpið að hann þoli núver-
andi umferð með tilliti til íbúða-
hverfanna sitt hvorum megin veg-
arins og umferðaröryggis. Bú-
staðavegurinn liggur í gegnum
byggð sem hefur ýmsar þjónustu-
miðstöðvar sitt hvorum megin
vegar, má þar t.d. nefna Réttar-
holtsskóla og sundlaug Breiða-
gerðisskóla, félagsmiðstöðina í
Bústöðum, bókasafnið, kirkjuna,
verslunarmiðstöðina í Grímsbæ
og tvær sjoppur, svo eitthvað sé
nefnt. Af þessari upptalningu sést,
að umferð gangandi vegfarenda er
mjög mikil um Bústaðaveg og má
öllum ljóst vera, að ófært er að
ætla þessari götu að bera þá
hraðbrautarumferð sem þarna er.
Eru menn í íbúðahverfunum
beggja megin Bústaðavegar mjög
áhyggjufullir vegna hinna mörgu
umferðarslysa og vaxandi umferð-
ar.
Eins og sjá má, hefur umferð-
arslysum á Bústaðavegi fjölgað
mjög að undanförnu. Á árinu 1981
slösuðust þar 10 manns í 9 um-
ferðaróhöppum, þar af 4 gangandi
börn á aldrinum 7 til 11 ára.
Á árinu 1970 gekk slysaalda yfir
Bústaðaveg. Slösuðust þá 7 gang-
andi vegfarendur, flest börn. Var
þá tekin upp gangbrautarvarsla
við Grímsbæ, og síðan sett þar
upp gangbrautarljós 9. september
1971, þau fyrstu á íslandi. Þá hafa
verið merktar sebra-gangbrautir
yfir Bústaðaveg, RéttarJioltsveg,
Ásgarð og Ósland. Söðulsteinn
Eftir Jónu Gróu
Sigurðardóttur
skrifstofumann
austan Réttarholtsvegar var flutt-
ur, en hann var talinn skyggja á
yfirsýn inn á veginn til austurs,
strætisvagnabiðstöðvar hafa verið
fluttar og fleira mætti nefna.
Foreldra- og kennara-
félög hverfisins láta
málið til sín taka
Foreldrafélög Réttarholtsskóla,
Fossvogsskóla og Breiðagerðis-
eftirfarandi ályktun var samþykkt
og send borgarráði:
„Sameiginlegur fundur for-
eldra- og kennarafélags Breiða-
gerðisskóla, Fossvogsskóla og
Réttarholtsskóla um umferðarmál
í skólahverfinu, haldinn í Réttar-
holtsskóla mánudaginn 15. mars
1982, ályktar að takmarka beri
umferð um Bústaðaveg við inn-
anhverfisumferð. Sömuleiðis um-
ferð um Réttarholtsveg og Soga-
veg, sem skipta núverandi skóla-
hverfi Breiðagerðisskóla. Gera
verður ráðstafanir til þess að sú
umferð sem fer um skólahverfið,
einkum Bústaðaveg, á leið milli
borgarhluta og bæjarfélaga, verði
flutt inn á leiðir sem geta annað
samgönguþörfum með minni
slysatíðni. Þar sem umferð og um-
ferðarslys eru nú mjög vaxandi á
Frá gangbrautarljósunum fyrir ofan Grímsbæ á Bústaðavegi.
skóla rituðu umferðarnefnd bréf í
vetur, þar sem ástandi umferðar-
mála á Bústaðavegi er lýst og bent
á leiðir til úrbóta. Þær miða að því
að draga úr umferð, minnka öku-
hraða, bæta aðstöðu gangandi
fólks og stýrá umferð á gatnamót-
um. í framhaldi af þessu bréfi
héldu stjórnir félaganna fund með
þeim Óskari Ólasyni yfirlögreglu-
þjóni og Guttormi Þormar, fram-
kvæmdastjóra umferðarnefndar,
þar sem skipst var á skoðunum og
upplýsingum. Þá héldu félögin al-
mennan fund um málið þar sem
Bústaðavegi, álítur fundurinn um-
ferðatakmarkanir nauðsynlegar.
Þær eru m.a. forsenda þess að
áfram verði unnt að samnýta með
viðunandi umferðaröryggi þær
skólastofnanir sem eru í skóla-
hverfinu.
Tillögur til úrbóta
Hinn 16. mars sl. samþykkti
borgarráð eftirfarandi tillögur
Guttorms Þormar, framkvæmda-
stjóra umferðarnefndar, um
ráðstafanir á Bústaðavegi:
1. Sett verði upp umferðarljós á
gatnamótum Bústaðavegar og
Réttarholtsvegar-Hörglands.
2. Sett verði upp gangbrautarljós
á Bústaðavegi og var Guttormi
Þormar falið að gera sérstaka
athugun á því hvar hentugast
væri að staðsetja þau.
3. Götulýsing á Bústaðavegi verði
endurbætt og sett upp gul
natríum-lýsing.
4. Malbikuðu útskoti að sunnan-
verðu við Bústaðaveg, skammt
vestan Hörglands, verði lokað.
5. Aðstaða strætisvagnafarþega á
biðstöð við Grímsbæ verði lag-
færð og aðstaða gangandi fólks
við bifreiðastæðin verði bætt.
6. Sebra-gangbraut verði merkt á
Bústaðavegi nálægt Stjörnu-
gróf.
Nú þegar hafa umferðarljósin á
gatnamótum Bústaðavegar og
Réttarholtsvegar-Hörglands verið
sett upp, og er þess að vænta að
aðrar samþykktir Borgarráðs
þessu máli viðkomandi komi til
framkvæmda sem allra fyrst til að
tryggja frekara öryggi íbúanna í
hverfinu.
Tollur umferðaslysa er hár
Hér á landi er tollur af um-
ferðarslysum hár, hann er greidd-
ur í mannslífum, andlegri, félags-
legri og líkamlegri þjáningu. Árið
1980 urðu 7.205 umferðaróhöpp,
þar af sluppu 6.494 án teljandi
meiðsla en 711 slösuðust, og þar af
dóu 25.
Það er einfalt að meta efna-
hagslegt tjón til fjár, en þegar
meta á kostnað vegna alvarlegra
slysa eða dauða verður dæmið erf-
iðara. Kostnað þjóðfélagsins
vegna dauða einstaklings má e.t.v.
áætla sem núvirði þeirra tekna
sem hann hefði aflað hefði hann
lifað. Á sama hátt má meta tekju-
tap vegna slasaðra, en þar kemur
til viðbótarkostnaður þjóðfélags-
ins við meðferð og endurhæfingu.
Þessu til viðbótar koma greiðslur
tryggingafélaganna vegna bóta á
munum.
Ut frá þessum forsendum hefur
kostnaður þjóðfélagsins vegna
umferðarslysa árið 1980 verið
áætlaður:
Vegna sjúkrahúsa- og
stofnanavistar kr. 51 milljón
Tekjutap kr. 74 milljónir
kr. 125 milljónir
Heildarkostnaður muna-
tjóns vegna umferðar-
slysa kr. 71 milljón
Samtals kr. 196 milljónir
Til samanburðar má geta þess
að rekstrarkostnaður Landspítal-
ans árið 1980 var 133 milljónir
króna. Af þessum tölum er ljóst að
hér er ekki um neinar smáupp-
hæðir að ræða.
Þær tölur sem hér eru birtar
eru fengnar hjá Davíð A. Gunn-
arssyni, forstjóra ríkisspítalanna,
en hann hefur sýnt fyrirbyggjandi
aðgerðum í umferðarmálum sér-
stakan áhuga, og vakið athygli á
þeim bæði í ræðu og riti. Hann
leggur áherslu á að áætlanir sem
Umferðarslys á Bústaðavegi
Fyrri talning eru óhöpp án meiðsla, en hin síðari óhöpp með meiðslum.
9 a> M .22 'Z hm a V 1 s íj J "3 -n E s Lm 9 m fi m ka 9 «o fi g k. & 0> > & ■o s •Q Im & V > m «8 Lm ta fi s 12*
•s E 'J ■3 SÉ ■ ■ s 3 H ■o 1 &■ sc
1975 4+0 1+0 7+3 3+3 7+0 0 0 1+0 0 i+i 0 0 2+0 0 7+3 0+1 11+2 44+13
1976 3+0 4+0 11+1 4+0 6+0 0 0 2+0 0 0 1+0 0 0 2+0 3+0 0 8+0 44+2
1977 2+0 1+0 9+2 .5+2 12+1 0 0 0 0 1+0 0 2+0 0 0 7+2 3+0 9+1 51+8
1978 1+0 0 8+1 3+0 4+0 0 2+0 0 8+1 8+1 ■ 0 0 0+1 0 4+4 2+0 24+2 48+10
1979 .5+0 0 5+0 0 7+2 0+1 0 0 0 0 0 1+0 2+0 1+0 8+1 0 13+1 42+5
1980 2+0 1+0 .5+0 3+1 9+1 0 1+0 0 3+0 0 0 3+0 0 0 4+2 2+0 9+0 42+4
1981 6+1 0 10+1 3+2 12+3 0 0 2+1 0 0 4+0 0 0 1+1 10+0 1+0 9+0 58+9
Jóna Gróa Sigurðardóttir
„Slysasaga Bústaðaveg-
arins er aðeins sýnishorn
af því hvernig málum er
háttað annars staðar í
þjóðfélaginu, en um leið
lýsandi dæmi um það, að
einhverju verður að kosta
til svo að þróuninni verði
snúið við. Þegar til lengd-
ar lætur, koma slíkar að-
gerðir til með að marg-
borga sig,“ segir Jóna
Gróa Sigurðardóttir
skrifstofumaður, sem er í
13. sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
þessar séu ekki öruggar þar sem
óvissuþættir séu mjög margir, en
þær gefi vísbendingu um stað-
reyndir málsins.
Gildi umferðarfræðslu
Árið 1968 var gerð umferðar-
breyting úr vinstri í hægri um-
ferð. í sambandi við þessar breyt-
ingar fór fram mikil kynningar-
og fræðslustarfsemi í umferðar-
málum ásamt áróðri fyrir aukinni
umferðarmenningu. Ætla má að
þessar aðgerðir og umræðan sem
fylgdi í kjölfarið, hafi dregið mjög
úr umferðarslysum þetta ár, en þá
fóru dauðaslys niður í 6, en til
samanburðar eru hér birtar tölur
yfir dauðaslys á 15 ára tímabili.
Fjöldi dauðaslysa í
umferðinni á árunum
1966—1980
1966 - 19 1971 - 21 1976 - 19
1967 - 20 1972 - 23 1977 - 37
1968 - 6 1973 - 25 1978 - 27
1969 - 12 1974 - 20 1979 - 27
1970 - 20 1975 - 33 1980 - 25
Við sjáum að samfara mikilli
umferðarfræðslu- og áróðri, eins
og var 1968, fækkar slysum til
muna. Áframhald umferðar-
fræðslu á hinum síðari árum hef-
ur síðan gert það að verkum að
hlutfallslega hefur umferðar-
óhöppum ekki fjölgað jafn mikið
og umferðarþungi hefur aukist.
En betur má ef duga skal, og
tölurnar sýna að þjóðfélagið græð-
ir á aukinni umferðarfræðslu.
Umferðarbreytingin og fræðslan
sem henni fylgdi árið 1968 kostaði
26 milljónir nýkróna, reiknað til
núvirðis. Til samanburðar má
benda á að heildartap þjóðfélags-
ins vegna umferðarslysa árið 1981
var 196 milljónir króna.
Á Bústaðaveginum hefur slys-
um fjölgað jafnt og þétt undanfar-
in ár, enda hefur umferð um hann
farið sívaxandi. En með fyrir-
byggjandi aðgerðum á borð við
þær sem nú hafa verið fram-
kvæmdar, eða eru í bígerð, ætti áð
takast að stemma stigu við þessari
þróun. Slysasaga Bústaðavegarins
er aðeins sýnishorn af því hvernig
málum er háttað annars staðar í
þjóðfélaginu, en um leið lýsandi
dæmi um það að einhverju verður
að kosta til svo að þróuninni sé
snúið við. Þegar til lengdar lætur
koma slíkar aðgerðir til með að
margborga sig.