Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 35 Hin algera uppgjöf eftir Pál V. Daníelsson Hvað vill Alþýðubandalagið í Hafnarfirði? Jú, upp eru talin ým- is mál, sem flokkurinn vilji vinna að, en eru nokkur heilindi þar að baki? Þegar fjárhagsáætlun er af- greidd mótast sú stefna, sem fylgja skal hvert ár. Þannig er fjármagn veitt til þeirra hluta, sem gera á og framkvæma skal. En hvað gerði Alþýðubandalag- ið í Hafnarfirði í því sambandi? Ekki neitt. Já, það er ótrúlegt en satt samt. Þegar bornar voru fram tillögur um að auka fjármagn til rekstrar skólanna greiddu bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins ekki atkvæði. Þegar borin var fram tillaga um að hækka framlag til Jafnréttis- nefndar sátu sömu fulltrúar hjá. Ekki vildu þeir heldur styðja hækkun til Fulltrúaráðs sjó- mannadagsins. Þá voru hendur bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins svo þungar að þær komust ekki upp fyrir borðröndina, þegar hækkunartil- lögur til Lúðrasveitar Hafnar- fjarðar, Karlakórsins Þrestir, Nemendafélags Flensborgarskóla, byggingar Víðistaðakirkju og að- stoð við þroskahefta voru af- Styrkir til rannsókna í Svíþjóð ÍSLANDSNEFND Letterstedtska sjóðsins hefur ákveðið að veita tvo ferðastyrki á árinu 1982 handa ís- lenzkum fræði- eða vísindamönnum, sem ferðast vilja til Svíþjóðar á því ári í rannsóknarskyni. Styrkfjárhæð verður 5—10 þús- und sænskar krónur til hvors styrkþega. Tekið skal fram, að ekki er um eiginlega námsferða- styrki að ræða, heldur koma þeir einir tl greina, sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rann- sóknir á sínu sviði. Umsóknir skal senda til ís- landsnefndar Letterstedtska sjóðsins, c/o Þór Magnússon, Þjóðminjasafni íslands, Reykja- vík, fyrir 15. maí 1982. -1----------- Formanna- skipti hjá verkstjórum VERKSTJÓRAFÉLAG Reykjavíkur hélt sinn 62. aðalfund sunnudaginn 2. maí og var fjölmenni á fundinum. Félagsmenn eru um 600 úr öllum starfsgreinum. Formaður félagsins var kjörinn Högni Jónsson, verkstjóri hjá Brauðgerð Mjólkursamsölunnar. Haukur Guðjónsson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 13 ára for- mennsku og samtals 15 ára stjórn- arsetu. Hauki voru þökkuð mikil og góð störf og var hann útnefnd- ur heiðursfélagi Verkstjórafélags Reykjavíkur. Þá var Kristinn Sím- onarson sæmdur gullmerki Verk- stjórafélags Reykjavíkur. greiddar. Og enn voru hendur sömu bæjarfulltrúa þungar sem blý, þegar afgreidd var tillaga um stóraukið framlag til æskulýðs- starfsemi og því fórst fyrir að Al- þýðubandalagið léði þeim málum lið. Ekki vildi Alþýðubandalagið leggja eina einustu krónu til skólabygginga, þannig mátti íþróttahúsið við Víðistaðaskóla standa óinnréttað þeirra vegna. Og að fara að leggja fé í viðbót- arbyggingu við öldutúnsskóla átti nú aldeilis ekki upp á pallborðið hjá fyrrnefndum bæjarfulltrúum, og alger óþarfi var að leggja fram fé til endurbóta á húsnæði Flens- borgarskólans að þeirra mati. Þegar kom að því að veita fjár- magni til leikskóla var setið sem fastast, það var svo sem óþarfi að koma slíkum stofnunum upp, hvort heldur var i Suðurbæ eða annars staðar, hendur alþýðu- bandalagsmanna bifuðust ekki. Og læknamiðstöð mátti fara lönd og leið þeirra vegna. Já, það var sama hvaða tillaga var fram borin, Al- þýðubandalagið vildi ekki veita fé til eins eða neins. Þó var ekki talið að öll von væri úti og bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins mundu greiða atkvæði með stór- hækkuðu framlagi til þess að leysa úr fjárhagsvanda Bæjarútgerðar- innar. Nei og aftur nei. Ekkert atkvæði frá Alþýðubandalaginu. Hjásetan var alger. Engu máli skyldi leggja lið með fjárveitingu. Þannig er hægt að halda áfram að telja ý mál. Alþýðubandalagið greiddi engri fjárveitingu atkvæði, ekki fjárhagsáætluninni í heild og bar enga tillögu fram um fjárveitingu á bæjarstjórnarfundinum. Svo leyfir Alþýðubandalagið sér að bjóða fram í kosningum til bæjarstjórnar og biður bæjarbúa að greiða sér atkvæði. Atkvæði til að gera hvað? Sitja hjá við af- greiðslu mála. Nei, fólk lætur ekki hafa sig að slíkum kjánum. Held- ur launar það Alþýðubandalaginu hjásetuna og lofar því að sitja heima hjá sér næsta kjörtímabil, í bæjarstjórnarsalinn hafa full- trúar frá Alþýðubandalaginu ekk- ert að gera. HTH iimréttmgar eru ódýrar og vandaðar 1. HAGSTÆTT VERÐ Nýleg verðkönnun sýnir að okkar verð er allt að 30% lægra en sambærilegar innréttingar frá okkar keppinautum. 2. GÆÐAVIÐUR- KENNINGAR HTH innréttingarnar eru þær einu hérlendis, sem hafa hlotið bæði ,,VAREFAKTA“ og „MOBELFAKTA" viður- kenningu. Það er ákveðin trygging fyrir viðskiptavini okkar. 3. FULLKOMIN ÞJÓNUSTA Ef þér óskið, sendum við fagmenn til að mæla fyrir innréttingum (á stór- Reykj avíkur s væðinu) gerum síðan tilboð ykkur að kostnaðarlausu og án skuldbindingar. Við erum einnig með fagmenn á okkar snærum til að annast uppsetningar fyrir viðskiptavini okkar. .f _ — Hringið og biðjið um bækling. HTH ELDHÚS, BAÐ OG FATASKÁPAR Innréttingahúsið Háteigsvegi 3. Sími 27344.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.