Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 17 „Rauðavatnssvæðið er mun dýrara í uppbygg- ingu og rekstri heldur en svæðið meðfram strönd- inni, enda veður þar og náttúrufar erfiðara. Til að hægt sé að hefja ein- hverjar framkvæmdir á því svæði þarf að leggja mikið holræsi til sjávar og gera auk þess ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir mengun Rauða- vatns. I>ær framkvæmdir kosta mikið fé. Munu þær kosta meira en helming af fjárveitingu til allrar gatna- og hol- ræsagerðar á einu ári...“ segir Birgir Isl. Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, í þessari grein. hverfa. 2. Umferðarkerfi í borg- inni. 3. Ný byggðasvæði. Áður hafði verið samþykkt ítarleg skipulagsáætlun um umhverfi og útivist þar sem afmörkuð voru framtíðarútivistarsvæði borgar- innar og gerð grein fyrir notkun þeirra. Varðandi ný byggðasvæði var sú stefna mörkuð að næstu bygg- ingarsvæði í Reykjavík skyldu verða svæðin meðfram strönd- inni í átt til Korpúlfsstaða og Úlfarsfells. Frá þessari stefnu hefur núverandi meirihluti horf- ið og lagt til að byggt skyldi á svonefndum Rauðavatnssvæðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið mjög andvígur því, enda sú ákvörðun byggð á mjög veikum grunni. Margs konar rannsóknir vantaði til að hægt væri að taka svo afdrifaríka ákvörðun, t.d. að því er snertir jarðfræði svæðis- ins o.fl. Nýjustu rannsóknir sýna að sprungumyndun á þessu svæði er svo mikil að það verður erfitt til byggingar. Þá er gert ráð fyrir því að leggja þurfi niður sem neysluvatnsból Bullaugun, sem er mjög mikilvægt vatnsból fyrir Reykvíkinga í dag. Rauðavatnssvæðið er mun dýr- ara í uppbyggingu og rekstri heldur en svæðið meðfram ströndinni, enda verður þar og náttúrufar erfiðara. Til að hægt sé að hefja einhverjar fram- kvæmdir á því svæði þarf að leggja mikið holræsi til sjávar og gera auk þess ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun Rauða- vatns. Þær framkvæmdir munu kosta gífurlega mikið fé. Munu þær kosta meira en helming af fjárveitingu til allra gatna og holræsagerðar á einu ári. Af þessu má því ljóst vera að borgin er að baka sér fjárskuldbind- ingar, sem erfitt er að sjá hvern- ig hún ætlar við að standa. Aðrir þættir hins endurskoð- aða skipulags þ.e. endurnýjun eldri hverfa og umferðarkerfi borgarinnar hafa setið á hakan- um og ekki enn verið fullmótuð stefna um það, hvernig grípa eigi á þessum mikilvægu þáttum skipulagsmálanna og hvað eigi að koma í staðinn fyrir þær sam- þykktir, sem borgarstjórn gerði í þeim efnum árið 1977. Vegna óhóflegs dráttar í skipulagningu nýrra byggða- svæða hefur vinstri meirihlutinn gripið til þess ráðs að taka til byggingar ýmis auð svæði innan núverandi byggðar. Sum þessi svæði hafa ávallt verið ætluð til byggingar eins og Suðurhlíðar og svæði í Fossvogi. Önnur voru ætluð til útivistar, eins og Laug- ardalur og svæðið við Sogamýri. Hafa sjálfstæðismenn lagst ein- dregið gegn byggð á þeim svæð- um og hefur um það efni verið mikill ágreiningur. Hér hafa verið raktir helstu þættir í tveimur fyrstu köflum stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins um skipulagsmál þ.e. megin- markmið flokksins og um hvað helst hefur verið deilt á þessu kjörtímabili. í þriðja kafla þess- arar stefnuskrár er birt megin- stefna flokksins í skipulagsmál- um og verður um hana fjallað í annarri grein. Góðir tónleikar á Seltjarnarnesi VORTÓNLEIKAR Selkórsins á Scltjarnarnesi voru haldnir í tón- leikasal Tónlistarskóla Seltjarnar- ness dagana 29. apríl og 4. maí sl. fyrir fullu húsi áheyrenda. Tónleikar kórsins eru árviss at- burður í tónlistarlífi bæjarins og er þeirra alltaf beðið með eftir- væntingu af bæjarbúum. Efnisskrá kórsins var að þessu sinni mjög skemmtileg og virðist kórinn vera í stöðugri framför. Stjórnandi Selkórsins er nú Ágústa Ágústsdóttir og fórst henni það verk vel úr hendi. Und- irleikari var Lára Rafnsdóttir. Einsöng og tvísöng með kórn- um sungu þau Svala Nielsen, óperusöngkona, Ágústa Ágústs- dóttir og Þórður Búason, bassi. Ennfremur sungu þau Svala og Þórður „Bátssönginn úr ævintýr- um Hoffmans" við góðar undir- tektir áheyrenda. Áheyrendur kunnu greinilega vel að meta tónleikana og urðu kórinn og einsöngvararnir að syngja mörg aukalög. Með þökk fyrir góða skemmt- un, Sigurgeir Sigurðsson IJ 2715 sendibifreið. Verð kr. 51.500.-. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Reykjavík VID HOFUM fon n SEM FARA ÞER VEL Mikið úrval af ljósum sumarjökkum úr þunnum efnum, einhnepptir og tvíhnepptir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.