Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 33 Hafskip: Opnar eigin skrif- stofu 1 Bretlandi HAFSKIP hf. hefur undanfarna mán- uði gert ítarlega úttekt i hagkvæmni þess, að stofnsetja og reka eigin svæð- isskrifstofur erlendis, eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu. Kannanir fé- lagsins hafa sýnt fram á líkur til veru- legs kostnaðaraðhalds auk möguleika á aukinni þjónustu fyrir viðskipta- menn félagsins. Þau lönd, sem úttekt hefur þegar verið gerð í, eru England, Bandarík- in, Svíþjóð og Vestur-Þýzkaland, en fyrsta skrifstofan hefur nú verið opnuð í Ipswich í Englandi, en hún opnaði nánar tiltekið 1. maí sl. Forstöðumaður skrifstofunnar hefur verið ráðinn Gísli Theódórs- son, en auk hans munu starfa á skrifstofunni Reynir Guðmundsson og Deirdre Aldis. Starfsfólkið, sem nú tekur til starfa í Ipswich hefur margra ára reynslu við inn- og út- flutning vöru, auk fjölþættrar ann- arrar viðskiptareynslu s.s. við markaðsöflun og fleira bæði hér á landi og erlendis. Penninn kynnir ný skrifstofuhús- gögn frá Neolt IIÚSGAGNADEILD Pennans hélt ný- verið sýningu á húsgögnum fyrir teiknistofur, en fyrirtækið hefur um nokkurt skeið flutt inn teiknistofu- húsgögn frá ítalska fyrirtækinu Neolt, en að sögn Einars Kr. Jónssonar, markaðsstjóra Pennans, er Neolt stærsti framleiðandi ítala á teikniborð- um, teiknivélum og húsgögnum á teiknistofur, verkfræðistofur og auglýs- ingastofur. „Neolt starfrækir þrjár verk- smiðjur og selur teiknistofuhúsgögn til meira en 70 landa og er í stöðugri markaðssókn," sagði Einar Kr. Jóns- son ennfremur. Sigurður M. Helgason, sölustjóri húsgagnadeildar Pennans, sagði að án efa væri MX-teiknivélin merkasta nýjungin frá Neolt. „Hún þykir traust og hefur innbyggðan stillanlegan núllpunkt og nákvæmn- isstillingu á halla og horn svo eitt- hvað sé nefnt,“ sagði Sigurður enn- fremur. Vélin kostar í dag um 7 þús- und krónur. Önnur nýjung frá Neolt er ljósa- borð, sem hentar hvers konar graf- ískri vinnu. Hægt er að fá þessi ljósaborð í 4 stærðum og gerðum, bæði með og án teiknivéla. Að sögn þeirra félaga er Penninn að hefja kynningu á Ijósritunarvél frá Neolt. Vélar þessar eru ætlaðar til ljósritunar á teikningum hvers konar, hvort sem er pappír eða folí- ur. Sigurður sagði, að hugmyndin væri, að flytja þessar vélar inn eftir pöntunum fyrst um sinn, en Penninn hefur þegar tryggt sér viðgerðar- þjónustu á vélarnar. Auk þessa býður Penninn teikni- borð, skápa, skrifborð, vinnuborð og teikningahirslur hvers konar frá Neolt, en þessar vörur voru sérstak- lega kynntar á sýningunni. Aðspurðir sögðu þeir félagar Ein- ar og Sigurður, að söluaukning væri nú í húsgagnadeild. Stefna fyrirtæk- isins væri að einbeita sér að hús- gögnum fyrir atvinnulífið, einkum skrifstofur og teiknistofur. Þessi stefna fari vel saman við aðra starf- semi fyrirtækisins, t.d. sölu á rit- föngum og teiknivörum ýmiss konar. Að sögn Einars og Sigurðar hefur velta deildarinnar þrefaldast á einu og hálfu ári. Þeir sögðust flytja inn skrifstofu- húsgögn frá Bjerringbro í Dan- mörku undir vöruheitinu System b8. Þá flytur Penninn inn skrifstofu- stóla frá þýzka fyrirtækinu Drabert. Félagarnir Einar Kr. Jónsson, markaðsstjóri, og Sigurður M. Helgason, sölustjóri, í húsgagnadeild Pennans. Ljosmynd Mbl. Emilia. Airlines og verður fram á næsta ár. Hún flýgur daglega út frá Trípólí til staða eins og Napólí, Parísar, Shannon, Ostende, Búkarest, Frankfurt, Mílanó og London svo einhverjir séu nefndir. Auk þess flýgur hún eitthvað leiguflug inn- anlands í Líbýu. Af öðru leiguflugi er það að segja, að við erum með Boeing 737-200-farþegaþotu í leigu hjá brezka flugfélaginu Britannia Airways, en flug fyrir þá byrjaði út frá Gatwich í Bretlandi 1. apríl sl. Við fljúgum aðallega með brezka ferðamenn til Mið-Evrópu og Mið- jarðarhafslanda og má nefna staði eins og Múnchen, Bologna, Feneyj- ar, Tórínó, Ródos, Möltu, Pisa, Róm og Korfú. Samningurinn er mjög hliðstæður þeim samningi, sem við gerðum við Britannia á síðasta ári, en þá flugum við út frá Manchester með brezka sólarlandafarþega. Meðan þessi samningur gildir eru áhafnir okkar búsettar í Bretlandi, sagði Halldór ennfremur. Loks sagði Halldór, að félagið væri með mikið leiguflug fyrir ís- lenzku ferðaskrifstofurnar í sumar og yrði það flug flogið með Boeing 720-þotu félagsins. Með henni verð- ur svo flogið vikulegt leiguflug fyrir þýzkar og svissneskar ferða- skrifstofur til Islands. Halldór Sigurðsson sagði enn- fremur, að félagið hefði nýverið fengið svokallað ABC-leyfi frá kan- adískum flugmálayfirvöldum. — Það gefur okkur rétt til að fljúga í leiguflugi með íslendinga til Kanada og með Kanadamenn frá Kanada til Íslands. í því sam- bandi munum við fljúga leiguflug til Toronto á 10 til 11 daga fresti í sumar, sagði Halldór Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs, að síðustu. Auður Styrfcérwtottlr Kvennaframboðin 1908-ia?6 Bók um kvenna- framboðin 1908—26 Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II AUSTURBÆR Skipholt 1—50 Upplýsingar í síma 35408 Tn Kvennaframboðin 1908—1926 nefnist ný bók eftir Auði Styrkárs- dóttur sem Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hefur sent frá sér. Bókin er áttunda bókin í ritröðinni „fslensk þjóðfélagsfræði“ og fjallar bókin um stjórnmálahreyfingar kvenna á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar, rætur þeirra, megineinkenni, stefnu- mál, fylgi og endalok. Sérkenni kvennahreyfingarinn- ar á íslandi eru leidd í ljós með samanburði við erlendar hreyf- ingar. í bókinni er lýst réttinda- baráttu kvenna, atvinnuþátttöku þeirra, þróun verkakvennafélaga og kvenfélaga sem höfðu áhrif á stjórnmálaþátttöku kvenna. Loka- kafli bókarinnar fjallar um for- vígiskonur framboðshreyfingar- innar, stéttarlega stöðu þeirra, ættir, menntun, félagsstörf og tengsl við valdakerfið í landinu. í formálsorðum höfundar kem- ur m.a. fram að bókin er að stofni til lokaritgerð í félagsfræðum, sem höfundur lagði fram við Há- skóla íslands vorið 1977, en við út- gáfuna hafi ritgerðin þó tekið stakkaskiptum, nýju efni hefði verið safnað og sumir kaflarnir endurskrifaðir. Ritstjóri ritanna „íslensk þjóð- félagsfræði" er Ólafur Ragnar Grímsson en í ritnefnd eru Har- aldur Ólafsson, Svanur Krist- jánsson og Þorbjörn Broddason. Stendur Félagsvísindadeild Há- skóla íslands að útgáfunni með Bókaútgáfunni Erni og Örlygi hf. BUCHTAL Eigum nú fyrirliggandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflisum, fyrsta flokks vara á viöráöanlegu veröi. Ath. að Buchtalflísarnar eru bæöi frostheldar og eldfastar. Ótrúlega hagstæöir greiðsluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö 6 mánaöa. Opið mánud.—fimmtudaga 8—18. Opið föstudaga 8—22. Opið laugaraga 9—12. I BYGGlNGflVÚRURl HRINQBRAUT 119.8.10600/28600 I U-BIX 90 lítil úrvals Ijósritunarvél U-bix 90 er minnsta vélin I U-bix hópnum. Samt sem áður er hún nógu stór og afkastamikil til að full- nægja þörfum flestra meðalstórra fyrirtækja. Vélin skilar afbragðs- góðum Ijósritum á venjulegan pappír, bréfsefni eða löggiltan skjalapapplr í stærð allt að B4. U-bix 90 er úrvals Ijósritunarvél fyrir minniháttar verkefni. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. w Hverfisgðtu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavik Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allarfrekari upp- lýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.