Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 fttmgttitÞIitfeifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Hver höndin upp á móti annarri Talsmenn vinstri framboða til borgarstjórnar í Reykjavík, sem þátt tóku í framboðsfundi í sjónvarpssal sl. sunnudag, sönnuðu kjósendum svo rækilega að ekki verður um villzt, að hver höndin er upp á móti annarri í þessu svokallaða vinstra samstarfi. Það var ekki aðeins að frambjóðendur þessara „samstarfsflokka" veittust harka- lega hver að öðrum heldur greindi frambjóðendur sama flokksins verulega á innbyrðis. Þannig sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, að Al- þýðuflokkurinn myndi lækka fasteignaskatta eftir kosningar. Annar frambjóðandi flokksins, Guðríður Þorsteinsdóttir, sagði hinsvegar 20 mínútum síðar, að engu slíku væri til að dreifa á þeim bæ. Skatta- lækkun stæði síður en svo til! Frambjóðendur Framsóknarflokksins tuggðu það hver upp eftir öðrum, að flokkurinn myndi standa að 20% lækkun fasteignaskatta eftir kosningar. Sigurjón Pétursson, oddviti vinstra samstarfsins, upplýsti hinsvegar, að Framsóknarflokkurinn hefði greitt atkvæði með öllum skattahækkunum vinstri manna í borgarstjórn síðan 1978. Hér væri um dæmigert lýðskrum að ræða. Hann sagði síður en svo ofgert í fasteignasköttum, að hans mati, sem þó eru hærri í Reykjavík en í nágrannabyggðum. Sjálfstæðismenn veittu 20% afslátt af fasteignagjöldum meðan þeir stjórnuðu borginni. Síðan hefur tvennt gerzt, að fasteignamat — sem gjaldstofn — hefur hækkað mun meir í Reykjavík en víðast annars staðar og að vinstri meirihlutinn, framsóknarmenn meðtaldir, stóðu að verulegri hækkun skattstigans ofan á hinn stórhækkaða gjaldstofn! Bragi Jósepsson, frambjóðandi Alþýðuflokks, hafði það helzt fram að færa til stuðnings áframhaldandi vinstra samstarfi, undir forystu Alþýðubandalagsins, að þetta sama Alþýðubandalag væri haldið „þvermóðsku" og „þvergirðingshætti" í fræðslu- og skólamálum. Sigurjón Pétursson lét sér ekki nægja að saka framsóknarmenn um lýðskrum heldur hjó jafnframt að forystumönnum eigin flokks í iðnaðarráðuneytinu. Hann kvað Reykvíkinga hafa verið afskipta við mótun orku- og stóriðjustefnu stjórnvalda, þrátt fyrir það, að á höfuðborgarsvæðinu væri bæði ódýrast að virkja og skynsamlegast að reisa stór orkunýtingarfyrirtæki. Hér er fyrst og fremst veitzt að Hjörleifi Guttormssyni, orku- og iðnaðarráðherra, sem er stefnuviti stjórnvalda í þessum málaflokki. Það kom og fram á þessum sjónvarpsfundi, að vinstri meirihlutinn hefur ekki byggt eina einustu nýja leiguíbúð á líðandi kjörtímabili, þótt á annað þúsund manns séu á biðlista eftir leiguhúsnæði í Reykja- vík. Vinstri flokkarnir geta því nýtt óbreytt þau kosningaloforð um þetta efni, sem viðruð vóru 1978, en síðan svikin. Vinstri meirihlutinn hefur heldur ekki byggt eina einustu heilsugæzlustöð í Reykjavík á kjörtímabilinu. Þessvegna boðar félagsmálaráðherra, sem — ásamt fjármálaráðherra — hefur torveldað framgang þessa máls í þrjú ár, til fréttamannafundar á dögunum, þar sem gömlu kosningaloforðin frá 1978 eru endurflutt. Svipaða sögu má segja um dagvistarmál og húsnæðismál aldraðra, en á þessum vettvangi var lítið sem ekkert gert umfram það sem komið var vel á veg, eða framkvæmd tryggð á, áður en meirihluti sjálfstæðismanna glataðist, m.a. með ákvörðun um að verja ákveðnu híutfalli af útsvarstekjum borgarinnar til öldrun- armála. Framboðsfundur í sjónvarpssal sýndi vinstri framboðin, sem nú eru reyndar einu fleiri en 1978, í þeim glundroðahlutverkum, sem reynt hefur verið að fela. Það er meir en tímabært að söðla yfir og gefa Alþýðubandalaginu og taglhnýtingum þess frí frá stjórnsýslu- störfum í höfuðborginni. „Kaþólskari en páfinnu Efstu menn á framboðslistum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík hafa báðir lýst því yfir að þeir stefni að áframhaldandi vinstra samstarfi, þ.e. áframhaldandi borgarstjórnarforystu Alþýðubandalagsins, eftir kosningar. Sigurður E. Guðmundsson gekk raunar feti framar en Sigurjón Pétursson á framboðsfundi í sjónvarpssal í árásum á Sjálfstæðisflokkinn og há- stemmdum lýsingum á ágæti hásetahlutverks Alþýðuflokksins hjá Alþýðubandalaginu. Hann reyndist „kaþólskari en páfinn"! Borgarstjórnarkosningarnar, sem framundan eru, verða einvígi á milli Sjálfstæðisflokksins annarsvegar og fjögurra annarra framboða hinsvegar, sem öll leiða að sama marki: áframhaldandi vinstra sam- starfi undir forystu kommúnista. Það er þakkarvert að Sigurður E. Guðmundsson og Kristján Benediktsson hafa í raun gert Reykvíking- um þessa tvo kosti ljósa. Og það er mikilsvert, að Reykvíkingar, sem forða vilja höfuðborginni frá áframhaldandi borgarstjórnarforystu Alþýðubandalagsins, snúi bökum saman um framboðslista Sjálfstæð- isflokksins og tryggi Katrínu Fjeldsted, lækni, örugga kosningu laug- ardaginn 22. maí nk. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982 25 Fjölskylduhátíðin 1 Laugardalshöll í kvöld Þorgeir og Magnús láta brandarana fjúka. UNGT FÓLK í Sjálfstæðisflokknum gengst fyrir fjölbreyttri skemmti- dagskrá á fjölskylduhátíð sem haldin verður i Laugardalshöllinni í kvöld og hefst hátíðin klukkan 20.00, en Laugardalshöllin verður opnuð kl. 19.30. Meðal skemmtiatriða má nefna að 10 manna fimleikahópur, þar á meðal íslandsmeistarinn í fimleik- um, Heimir Gunnarsson, leikur listir sínar fyrir áhorfendur, Jón Páll Sigmarsson lyftingakappi reynir við heimsmetið í réttstöðu- lyftu annarrar handar og einnig mun hann sýna á sér nýjar hliðar. Þá verður áhorfendum gefinn kost- ur á að reyna sig við lóðin. Ómar Ragnarsson mætir með stjörnulið sitt, en af liðsmönnum hans má nefna Jón bróður hans, Rúnar Júlí- usson, Bessa Bjarnason, Hermann Gunnarsson og Magnús Ólafsson, en Þorgeir Ástvaldsson mun að lík- indum verma varamannabekkinn. Stjörnuliðið keppir við úrval úr borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna, en af stjörnum úr þeim herbúðum má meðal annarra nefna Albert Guðmundsson, Kolbein Pálsson og Júlíus Hafstein, en einnig mun Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson keppa þrátt fyrir meiðsli. Leikur þessi verður án efa tvísýnn, ekki síst vegna þess að Ómar mun að sögn ekki láta sér nægja að stjórna spili stjörnuliðs- ins, heldur mun hann lýsa leiknum líka. Þá munu Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson mæta á staðinn og sýna hvað í þeim býr, fjölda- söngur verður á dagskránni og munu nokkrar áður óþekktar úr- valsraddir úr borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna láta frá sér heyra. Þá munu Magnús Kjart- ansson hljómlistarmaður og félag- ar leika nokkur Reykjavíkurlög. Þrír frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson, Ingi- björg Rafnar og Katrín Fjeldsted, munu flytja stutt ávörp. Kynnir á hátíðinni verður Hermann Gunn- arsson íþróttafréttamaður. I samtali við Morgunblaðið sagði Árni Sigfússon formaður Heim- dallar, að hann hvetti allt stuðn- ingsfólk Sjálfstæðisflokksins á öll- um aldri til að mæta á hátíðina og taka þátt í skemmtuninni. Jón Páll ætlar að reyna við heims- met og hver veit nema það lukkist hjá honum. Davíð Oddsson, Ingibjörg Rafnar og Katrín Fjeldsted flytja ávörp. Ómar og stjörnulið hans bregða á leik gegn frambjóðendum. Hermann Gunnarsson er kynnir kvöldsins. Enginn ágreiningur nema um hafréttarsáttmálann og viðnámsþrótti sínum og hernað- arlegu jafnvægi í Evrópu, auk þess sem við erum sammála um að á grundvelli þessa valdajafnvægis beri báðum þjóðunum skylda til að stuðla að samningum austurs og vesturs um afvopnun. Þá höfum við fagnað nýjustu yf- irlýsingum Reagans forseta um fyrirhugaðar samningaviðræður við Sovétríkin um langdrægan vopnabúnað, en þær viðræður hefj- - segir Helmut Schmidt um viöræöur hans og Gunnars Thoroddsen Á BLAÐAMANNAFUNDI að loknum viðræðum Gunnars Thoroddsen og Helmut Schmidt í fyrradag sagði kanzlarinn m.a. að þvi er segir í fréttatil- kynningu frá v-þýzka sendiráðinu í Reykjavík: „Tilgangurinn með þessum fundi er að stuðla enn að samheldni ríkja Vestur-Evrópu. Frá mínum bæjar- dyrum séð eru viðræður af þessu tagi nauðsynleg viðbót við reglulega fundi með bandamönnum okkar, á sama hátt og við ræðum við aðra nágranna okkar i Evrópu. Að þessu sinni eiga viðræður sér stað undir sérlega erfiðum kring- umstæðum að því er varðar efna- hagsástandið í heiminum og stjórnmál á alþjóðavettvangi. Við höfum lagt niður fyrir okkur hvað rætt verður á fyrirhuguðum fundi um efnahagsmál, en sá fundur verður haldinn í Rambouileéw, og einnig höfum við lagt drög að við- ræðum þjóðarleiðtoga og utanrík- isráðherra NATO-ríkjanna sem fram eiga að fara í Bonn. Við síðarnefnda tækifærið verð- ur Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra aftur gestur okkar hér í Bonn, auk þess sem afráðið er að ræðast við í þriðja skiptið á Kiel- ar-vikunni, sem haldin verður í Kiel í lok næsta mánaðar, en þar verða einnig forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna. Við höfum hér rætt um Pólland og í stórum dráttum fara skoðanir okkar saman í því efni. Við erum algjörlega sammála um þær kröfur sem hafa verið gerðar til pólsku stjórnarinnar, þ.e. að aftur verði tekinn upp sá háttur er á var hafð- ur áður en herlög voru sett, föngum skuli sleppt, og frelsi verkalýðsfé- laga endurreist um leið og viðræð- ur hefjist á ný milli þessara tveggja eða þriggja áhrifaaðila. Pá höfum við rætt um Falk- landseyjadeiluna og erum þar sam- mála í mati okkar um leið og við vonum að unnt reynist að finna skjóta og friðsamlega lausn. Við höfum rætt um samskipti austurs og vesturs. Af hálfu Þjóð- verja er sérstök áherzla lögð á hernaðarlegt mikilvægi íslands og aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu. Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen og meirihluti íslendinga eru fylgjandi áframhaldandi aðild að NATO. Við erum sammála um að NATO þurfi að viðhalda varnar- ast í lok næsta mánaðar og grund- vallast á því að slíkum vopnum verði fækkað verulega. Einnig höfum við rætt um vandamál varðandi greiðslujöfnuð og fiskveiðar. Með tilliti til fisk- veiða hafa tvær tillögur komið fram af hálfu íslendinga en þær verða að ræðast í tengslum við samninga milli EBE og íslendinga. Varðandi gagnkvæm tengsl örl- aði ekki á ágreiningi. Þvert á móti teljum við ástæðu til að fagna sér- staklega hinu frábæra sambandi milli íslendinga og Þjóðverja. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra vakti sérstaka athygli á því hve margir íslendingar stunda nám við þýzka háskóla, en ég lagði áherzlu á þær miklu mætur sem við Þjóðverjar höfum í íslenzkum bókmenntum. Að einu leyti hefur stjórnir ríkja okkar greint á nýlega, þ.e. um hinn nýja hafréttarsáttmála þar sem Sambandslýðveldið Þýzkaland sat hjá við atkvæðagreiðslu. íslend- ingar greiddu atkvæði með sátt- málanum, en sú afstaða á sína skýringu í því að þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta varðandi við- hald fiskistofna á N-Atlantshafs- svæðinu. Strandlengja íslands er löng, strandlengja Sambandslýð- veldisins er mjög stutt og að þessu leyti virtust hagsmunir í máli þessu stangast mjög á. Þrátt fyrir þetta leiddi ágreiningur ekki af sér nein vandamál. Af þessum fundi er ekki fleira að segja en það að hann fór fram í miklu samlyndi og ágætu andrúmslofti sem ríkir á milli vina.“ l.jósm. Mbl. Ka\. Albert Guðmundsson og Hulda Valtýsdóttir á vinnustaðarfundi í Hörpu. Albert Guömundsson á vinnustaðarfundi: Stefnum að lækkun skatta á borgarbúa „ÞETTA var mjög ánægjulegur fundur, það var tekið frábærlega vel á móti okkur, mikið var spurt og létt og kátt yflr hópnum, þó margar spurningarnar hafi verið beinskeyttar. Þetta var fjörugur fundur,“ sgði Albert Guðmunds- son borgarfulltrúi og þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í samtali við Morg- unblaðið, en i gær voru þau Hulda Valtýsdóttir á vinnustaðarfundi í Málningarverksmiðjunni Hörpu. „Við Hulda héldum stutt inn- gangserindi en síðan svöruðum við fyrirspurnum. I erindi mínu ræddi ég stuttlega fjárhagsstöðu borgarinnar og benti á að auðséð væri að mörg skref hefðu verið stigin aftur á bak í fjármálum borgarinnar á þessu kjörtíma- bili. Ég lagði áherslu á að með auknum skattaálögum hefði vinstri meirihlutinn aflað sér 30 milljarða gamalla króna um- fram það sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefði haft yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Þar fyrir utan hefði vinstri meirihlutinn bæði tekið erlend og innlend lán til þess að geta sett saman fjár- hagsáætlun. Ég sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn stefndi að því að lækka skattana á borgarbúa til samræmis við það sem þeir voru í meirihlutatíð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, en for- senda þess er auðvitað sú að staða borgarsjóðs sé jafn góð og var þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í Reykja- vík,“ sagði Albert. Albert benti á að þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór frá völdum í Reykjavík árið 1978 hefði verið gerð úttekt á stöðu borgarsjóðs og niðurstaða hennar hefði verið góð, slíka úttekt þyrfti að gera nú í vor, ynni Sjálfstæðisflokk- urinn meirihlutann. Albert sagði að ef það væri rétt sem talsmenn meirihlutans segðu um stöðu borgarsjóðs, að staðan væri góð, þá yrðu skattar lækkaðir. Albert sagði ennfremur að hægt væri að lækka skattana, ef marka mætti loforð tveggja núverandi meirihlutaflokka sem skatta- lækkanir á stefnuskrá sinm. „Þetta er staðfesting á því sem við höfum verið að segja, að skattarnir eru hærri en þeir eiga að vera og þurfa að vera,“ sagði Albert. Albert sagði ennfremur að vinstri meirihlutinn skildi eftir sig slóð af sviknum kosningalof- orðum frá 1978, og benti Albert því til staðfestingar á upptaln- ingu Álfheiðar Ingadóttur í sjónvarpinu á dögunum, þar sem hún gat þeirra mörgu mála sem frestað hefði verið í tíð þessa meirihluta. Benti Albert á að það væri meirihlutinn sem tæki ákvarðanir um frestanir, en ekki minnhluti Sjálfstæðisflokksins. „Kosningaloforðin fyrir þessar kosningar eru þau sömu og fyrir síðustu kosningar," sagði Albert. Albert sagði að margar spurn- ingar hefðu komið fram á fund- inum, spurningar um skipulags- mál, uppbyggingu eldri borgar- hverfa, uppbyggingu flugvallar- svæðisins, dagvistarmál, barna- leikvelli og fjölmörg mál önnur. Ræddi við Carstens Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, sem nú er í þriggja daga opinberri heimsókn í V-Þýzkalandi ásamt Völu konu sinni, átti í gær viðræður við Carl Carstens, forseta V-Þýzkalands í Bonn. Síðar í gær var á dagskrá forsætisráðherra að leggja blómsveig á leiði Jóns „Nonna" Sveinssonar í Köln. símamynd ap. Halldór Torfajson, jaröfræðingur: Tíu ár minnst til að fá hug- mynd um sprunguhreyf- ingar á Rauðavatnssvæði Þjóðviljafyrirsögn ekki mín MENN hafa greinilega vanmetið hættuna og vandann, sem er því samfara að byggja á svona svæði, sem hlýtur að vera bæði erfitt og dýrt. Fyrirsögnin á greininni í Þjóðviljanum er ekki í samræmi við það sem ég hefl sagt, eins og raunar mátti lesa út úr textanum, sagði Halldór Torfason, jarðfræðingur, er blaðamaður Mbl. bar undir hann ummælin, sem Þjóðviljinn hefur eftir honum um byggingar- svæði norðan Kauðavatns undir fyrirsögninni: „Ekki meiri hætta en á sprungulausu svæði. Halldór Torfason segir niðurstöður um Rauðavatnssvæðið hafa verið mistúlkaðar.“ Vi m sig — Ummerki um ungar hreyf- ingar á Rauðavatnssvæðinu eru fá, enda erfitt að greina hreyf- ingar í jökulruðningi, segir Hall- dór. En í holu fimm, sem við gróf- um núna, er greinilegt að bæði jökulruðningurinn og jarðvegur- inn ofan á honum höfðu hreyfst um 40—50 sm. Þarna er öskulagið frá því um 1500 og greinilegt mis- gengi í því. Aðra vitneskju hefi ég ekki um hreyfingar á sprungunum nema mælingar Eysteins Tryggvasonar í Búrfellshrauni, þar sem hann hefur mælt hreyf- ingar á 2ja km prófíl og fengið 11 mm sig á suðurendanum á honum miðað við norðurendann á árunum 1970—80. En aftur á móti engár hreyfingar á árunum 1966—70 á sama stað, sem sýnir að ekki dugir að mæla bara eitt ár og finna enga hreyfingu. Ef hreyfingar yrðu á sprungusveiminum á Reykjanes- skaga, gæti það orðið eftir 100 ár og eftir eitt ár. Og þá væru að Halldór kvaðst aldrei hafa látið eftir sér hafa að þetta væri vel byggingarhæft svæði. — Þetta er ekki gott byggingarsvæði, segir hann, en ef ekki er annarra kosta völ undir byggingar, þá verður að kortleggja vel sprungur og mis- gengi og skipuleggja út frá því. En Ijóst er að lagnir og götur hljóta að lenda yfir sprungum, þvert eða langs á þær, og verður þá að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég veit raunar ekki hvort til eru rör, sem þola hugsanlegar hreyfingar af þessu tagi. Og ekki er enn vitað hvort eða hver hreyfing er á sprungum á þessum stað. Halldór kvaðst i greinargerð sinni frá 30.3. 1981 hafa bent á að þarna við Rauðavatn væru sprungur og líklegt að þar fælust minni sprungur undir. En þá hafði hann aðeins verið beðinn um að gefa almenna umsögn um jarðveg og yfirborð, og taldi að með þessu væri hann að vara við. Það var svo ekki fyrr en í vetur að borgarverk- fræðingur tilkynnti Borgarskipu- lagi Reykjavíkur að hann hefði heðið Halldór um að fara að huga nánar að sprungusvæðinu þarna. Svo vel vildi til að auð jörð var fram undir jól, loftmyndir voru til, sem hægt var að byrja að skoða, og svo var hægt að grafa sex prufuholur á mismunandi stöðum á svæðinu í vor. Og þarna er sprungusvæði og misgengi, fer niður í 50 metra milli sprungna, og það er framhald af sprungu- sveiminum á Krýsuvíkursvæðinu. Sprungukort teiknað eftir korti Halldórs Torfasonar jarðfræðings af Rauða- vatnssvæðinu. sjálfsögðu þau hús, sem á sprung- um stæðu, í hættu. Þegar Halldór Torfason var spurður hve langan tíma mundi þurfa til að fá einhverja vitneskju um það hvort sprungurnar á þessu hugsanlega byggingarsvæði væru á hreyfingu, sagði hann að lág- mark væri 10 ár, ef maður vildi fá hugmynd um hreyfingar á svæð- inu. Korpúlfsstaða- og Keldna- land kortlögð Þá sagði Halldór það rangt að nákvæm kortlagning á svona svæði hefði ekki farið fram áður. 1974—75 vann hann að slíkri kortlagningu á vegum borgarverk- fræðings á svæði Korpúlfsstaða, Geldinganesi og Keldnalandi og gerði þrjú kort af þessum svæðum, þ.e. berggrunnskort, jarðgrunns- kort og yfirborðskort. Of dýrt þótti að gefa þau út þá, en til eru tvö eintök, annað á að vera hjá borgarskipulagi og hitt hefur hann sjálfur, og hafa þau því verið tiltæk til notkunar. Kortlagningin á sprungunum var að vísu gróf, en við þessa athugun sá hann engar sprungur í Keldnalandi. Hins veg- ar voru á þessum svæðum gömul misgengi, sem hann kvaðst telja óvirk, enda talin utan við Krýsu- víkursveiminn. Sama var að segja um Korpúlfsstaðaland og á Ulf- arsfellssvæðinu var mikið af gömlum misgengjum. I Geld- inganesi kvaðst hann ekki muna eftir neinu slíku. Að lokum sagði Halldór að hann hefði beðið um og fengið heimild til að grafa á svæðinu suðvestan við Rauðavatn á fyrirhuguðu byggingarsvæði í Selásnum og yrði það gert nú alveg á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.