Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 37 Forsvarsmenn Njarðar og Borgarspítalans við hið nýja aðgerðar- borð. Borgarspítalan- um færðar gjafir IIINN 30. marz sl. afhenti Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík Borgarspítalanum tvær höfðinglegar gjafir. Annars vegar er um að ræða aðgerðaborð af fullkomnustu gerð, Maquet 1113.00, ásamt fylgihlutum, sem klúbburinn gaf háls-, nef- og eyrnadeild spítal- ans. Hér er um stórgjöf að ræða, en verðmæti gjafar þessarar er um 160.000 kr. Borðið mun deildin nota til aðgerða á göngu- deildarsjúklingum. Hins vegar er um að ræða gjöf á húsbúnaði í áfangaíbúð að Flyðrugranda 20B sem Ör- yrkjabandalag íslands á, en Grensásdeild spítalans hefur umsjón með. íbúðin er ætluð verulega hreyfihömluðum ein- staklingum sem útskrifast af Grensásdeild á meðan þeir eru að aðlaga sig eðlilegu lífi í þjóðfélaginu á ný. Gjöf þessi samanstendur af eftirfarandi: sófasetti, vegghúsgögnum, borðstofuborði og stólum, sjónvarpi, ryksugu og hræri- vél. Klúbburinn naut velvildar ýmissa fyrirtækja við kaup á þessum húsbúnaði, en sér- staka fyrirgreiðslu veitti Radiostofa Vilbergs og Þor- steins við kaup á Hitachi-sjón- varpstæki. Gjafir þessar afhenti for- maður Njarðar, hr. Jóhannes Pálmason, en formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar, frú Adda Bára Sigfúsdóttir, veitti þeim viðtöku. um allan heim annast farbókanir í ferðir Arnarflugs. Söluskrifstofa félagsins matar tölvuna beint á öllum bókunum sem beðið er um á íslandi og einn- ig sér CORDA-tölvan um bókanir í framhaldsflug um allan heim. Arnarflug vinnur nú að samning- um við önnur erlend flugfélög, þ.á m. Lufthansa og Swissair um að þau birti áætlun Arnarflugs í tölvum sínum og taki við bókunum í ferðir félagsins. Á blaðamannafundinum kom ennfremur fram', að á næstunni verða ennfremur opnaðar sölu- skrifstofur Arnarflugs í Zúrich, Amsterdam og Frankfurt, en sú síðastnefnda mun til að byrja með þjóna öllu Vestur-Þýzkalandi. Magnús Oddsson, sem starfað hefur í markaðsdeild félagsins mun taka við starfi svæðisstjóra í Evrópu í byrjun júní nk. og hafa aðsetur í Amsterdam. Þarlendir menn stjórna söluskrifstofunum í Sviss og Vestur-Þýzkalandi, en þeim til aðstoðar verða íslend- ingar. Halldór Sigurðsson sagði, að allar söluskrifstofurnar myndu, auk fyrirgreiðslu við far- þega Arnarflugs, vinna að kynn- ingu íslands og að því að auka ferðamannastrauminn hingað. Loks má geta þess, að fyrsta áætl- unarferðin til Amsterdam verður 20. júní nk. og fyrsta ferðin til Zúrich verður 3. júlí nk. og loks verður fyrsta ferðin til Dússeldorf farin 7. júlí nk. Takiö sumariö snemma, öll fjölskyldan til MALLORKA 29.maí Arnarflug opnar nýja sölu- skrifstofu vegna áætlunar- flugs félagsins milli landa ARNARFLUG opnaði fyrir skömmu nýja söluskrifstofu að Lágmúla 7 í Reykjavík, en þar verða seldir far- seðlar í áætiunarflug félagsins til Amsterdam, Diisseldorf og Ziirich, en eins og kunnugt er hefur félagið nú fengið leyfi til áætlunarflugs milli íslands og Hollands, Vestur-Þýzka- lands og Sviss. í hinni nýju söluskrifstofu verða að sögn Halldórs Sigurðs- sonar, sölu- og markaðsstjóra fé- lagsins, ennfremur seldir farseðl- ar í innanlandsflug félagsins og útsýnisflug, sem verður sífellt stærri þáttur í starfseminni inn- anlands. Innanlands flýgur Arn- arflug til 11 staða í sumar og er það svipað og á síðasta ári. Söluskrifstofan er á jarðhæð hússins við Lágmúla, en aðal- skrifstofur félagsins eru á 5. og 6. hæð. Halldór sagði, að í söluskrif- stofunni yrði ennfremur bókun- armiðstöð fyrir millilandaflugið. — Á söluskrifstofuna höfum við ráðið þrjár stúlkur, sem allar hafa margra ára starfsreynslu í far- miðasölu og ferðaþjónustu hér á landi og erlendis, sagði Halldór ennfremur. Á blaðamannafundi, sem félagið boðaði til vegna opnunar sölu- skrifstofunnar, kom fram, að far- gjöld í millilandaflugi eru háð samþykki stjórnvalda í viðkom- andi löndum og höfðu þau öll verið ákveðin fyrir sumarið 1982 áður en Arnarflug fékk leyfi til flugs- ins. Þá hafa stjórnvöld i þeim löndum, sem Arnarflug flýgur til, lagt á það áherzlu, að félagið haldi fargjöldum i meginþáttum innan þess ramma, sem IÁTA, Alþjóða- samtök flugfélaga, hefur ákveðið. Af þessari ástæðu býður Arnar- flug nú öll sömu fargjöld milli ís- lands og Hollands, Sviss og Vestur-Þýzkalands og hér hafa verið boðin að undanförnu. Þó hafa verið gerðar nokkrar breyt- ingar til lækkunar sérfargjalda eða rýmkunar á fargjaldareglum, m.a. vegna þess að nú er í fyrsta sinn áætlunarflug beint til Sviss og einnig haldið uppi áætlunar- flugi allt árið til Hollands og Á HINNI nýju söluskrifstofu Arnar- flugs í Lágmúla 7, framkvæmda- stjóri, starfsmenn markaðsdeildar og starfsmenn söluskrifstofunnar, f.v. Stefán Halldórsson, Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Halldór Sigurðsson sölu- og mark- aðsstjóri, Kolbrún Einarsdóttir, Helga Sveinbjörnsdóttir, Dröfn Hjaltalín og Magnús Oddsson, ný- ráðinn svæðisstjóri félagsins í Evr- ópu. I.jósm. Mbl. Kristján Örn. Sviss. — Arnarflug mun eftir sem áður vinna að því markmiði að bjóða lág fargjöld í millilanda- flugi, sagði Halldór Sigurðsson. Lægstu fargjöld, en jafnframt þau sem mestum takmörkunum eru háð, eru svokölluð PEX- og APEX-fargjöId, en samkvæmt þeim kostar 4.406 krónur að fljúga til Amsterdam og til baka. Til Dússeldorf kostar 4.472 krónur fram og til baka og loks kostar 5.219 krónur að fljúga til Zúrich og til baka. Arnarflug hefur gert samning við hollenzka flugfélagið KLM um tölvufarbókanir. Samkvæmt því eru öll flug Arnarflugs skráð í CORSA-bókunartölvu KLM og sölu- og bókunarskrifstofur KLM míWHK FERÐASKRIFSTOFA, I&naÖarhúsinu Hallveigarstig 1. Simar 28388 og 28580 Atlantik býður upp á góða aðstöðu á Mallorka, þar sem öll fjölskyldan getur notið sín. Leitið nánari upplýsinga um hótel og afsláttarverð fyrír börnin. Brottfarardagar: 29. maí 15. júní 6. júlí 27. júlí (10 sæti laus) 17. ágúst (uppselt, biðlisti) 7. sept. 28. sept. Nú er komið sumar á Mallorka, gróðurinn í blóma, og allt tilbúið að taka á móti ykkur. Nú fara börnin hér heima að losna úr skólanum, og öll fjölskyldan getur lengt sumarið, og átt sælustundir saman á Mallorka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.