Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 21 Lóðaraunir Alþýðuflokksins til umræðu í borgarstjórn: Siðlaus úthlutun u - sagði Markús Örn Antonsson um lóð til SUJ fyrir neðan Sjómannaskólann I>AÐ VAR einkennilegt að sitja fundinn í borgarráði á þriðjudaginn, þegar fulltrúar vinstri meirihlutans tóku til við að skipta upp leifum búsins og úthluta lóðum eftir einhvers konar vinstri reglum — þá var ekki verið að hugsa um punktakerfið, sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn. En þriðjudaginn 4. mai kom borgarráð saman og tók ákvaröanir fyrir síðasta borgarstjórnarfund á kjörtímabilinu, þ.e. fundinn 6. maí. Af fundargerð borgarráðs má ráða, að þar hafi verið afgreidd ýmis bréf lóðanefndar með hjásetu þeirra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Daviðs Oddssonar og Markúsar Arnar Antonssonar. Kallaði Markús Örn eina af þessum ákvörðunum „siðlausa úthlutun" á borgarstjórnarfundinum. Þessi ákvörðun er færð þannig í fundargerð borgarráðs: „Lagt fram bréf forstöðumanns borg- arskipulags, dags. i dag, varðandi fyrirheit um lóð til Sambands ungra jafnaðarmanna og Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur á svæði neðan við Sjómannaskólann, sunnan Skipholts. — Kl. 16.45 var gert fundarhlé. Kl. 16.50 var fundi fram haldið. — Borgarráð sam- þykkir með 3 atkv. gegn 2 að vísa málinu til borgarstjórnar. (D.O og M.Ö.A. greiddu atkv. á móti.)“ Þegar umrædd fundargerð borgarráðs kom til meðferðar í borgarstjórn á fimmtudag kom fram beiðni frá Sigurði E. Guð- mundssyni, borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins, um að afgreiðslu ofangreinds liðar yrði frestað. Var faliist á þá tillögu, hins vegar minntust þeir Davíð Oddsson og Markús Örn Antonsson báðir á þessa úthlutun borgarráðs í ræð- um á borgarstjórnarfundinum. Kom fram, að það vekti undrun, að Sigurður E. Guðmundsson færi nú fram á frestun á afgreiðslu málsins, þar sem sérstakt hlé hefði verið gert á fundi borgarráðs til að flokkssystir hans Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir gæti talið þá Sigur- jón Pétursson og Kristján Bene- diktsson á að samþykkja úthlutun á þessari lóð til SUJ og Alþýðu- flokksins. Markús Örn Antonsson var mjög harðorður í garð vinstri meirihlutans fyrir afgreiðslu hans á þessu máli í borgarráði. Hér væri um lóð að ræða, sem ætluð hefði verið til atvinnu- og iðn- fyrirtækja, hins vegar hefði ekki Pfl/VKBSTBIK----------- “MER SKIUoT HRNN HflFI ENGU flP LEVNP" Skipað í Þjóðhátíðarsjóð Forsætisráðherra hefur endurskipað Björn Bjarnason, lögfræðing, formann stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs. Varamaður hans er I>ór Magnússon, þjóðminja- vörður. Alþingi kaus í sjóðsstjórnina Gísla Jónsson, menntaskólakenn- ara, Eystein Jónsson, fyrrverandi ráðherra, og Gils Guðmundsson, fyrrverandi alþingismann, en varamenn þau Ernu Ragnarsdótt- ur, innanhússarkitekt, Ásgeir Bjarnason, fyrrverandi alþing- ismann, og Árna Björnsson, þjóð- háttafræðing. Seðlabanki íslands tilnefndi í stjórn sjóðsins Jóhann- es Nordal, seðlabankastjóra, og varamann Guðmund Hjartarson, seðlabankastjóra. verið unnt að fá um það upplýs- ingar í borgarráði hverjir aðrir en alþýðuflokksmenn hefðu sótt um hana. Hins vegar sagðist Markús Örn hafa verið á fundi í heilbrigð- isráði daginn eftir borgarráðs- fundinn. Þar hefði komið fram, að lengi hafi verið leitað eftir lóð undir heilsugæslustöð í hverfinu umhverfis Sjómannaskólann og ekki enn tekist að finna stöðinni stað. Sagðist Markús Örn þá hafa spurt, hvort ekki hefði verið kann- að svæðið fyrir neðan Sjómanna- skólann. Þeirri spurningu var svarað á þann veg, að ekki væri vitað um neina lausa lóð á þeim stað. Taldi Markús Örn einsýnt af öllum málavöxtum, að um „sið- lausa úthlutun" hefði verið að ræða, þegar Alþýðuflokknum var gefið vilyrði um þessa lóð. Markús Örn Antonsson Sigurður E. Guðmundsson tók næstur til máls og sagði, að fyrir- heit um lóð til SUJ mætti rekja ailt til 1959, en 5. maí það ár hefði þáverandi borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, lofað ungum alþýðu- flokksmönnum lóð. Ekkert hefði þó orðið úr framkvæmdum en um efndir á fyrirheitinu hefði síðan verið rætt við þá borgarstjórana Geir Hallgrímsson og Birgi ísl. Gunnarsson og hefðu þeir tekið fulltrúum Alþýðuflokksins af ljúf- mennsku. „Eru þessir menn sið- lausir að mati Markúsar Arnar?" spurði Sigurður E. Guðmundsson. Taldi hann það eiga djúpar rætur, að sjálfstæðismenn vildu nú koma í veg fyrir úthlutun lóðar til SUJ, þeim væri það ósárt að gera lítið úr ákvörðunum Gunnars Thorodd- sens. Markús Örn Antonsson sagði Sigurð E. Guðmundsson hafa sneitt hjá aðalatriðum málsins í ræðu sinni. Mestu skipti hvaða lóð væri verið að láta SUJ í té, þennan stað fyrir neðan Sjómannaskólann væri unnt að nýta á mun skyn- samlegri hátt. Þá væri gagnrýni Sigurðar E. á Sjálfstæðisflokkinn furðuleg, þegar til þess væri litið, að í borgarráði hefði vinstri meiri- hlutinn samþykkt óskir alþýðu- flokksmanna og enn hefðu vinstri menn meirihluta í borgarstjórn. Hvers vegna bað Sigurður E. Guð- mundsson um frestun málsins hér? spurði Markús Örn að lokum, en fékk ekkert svar. Notar þú Ijósmynd þeqar þú Ijósritar? Ef svarið er JÁ muntu án efa viðurkenna, aö gæðin verða oftast lóleg. Dökku og svörtu fletirnir í mynd- inni renna saman og útkoman verður þrælsvört, en Ijósu og hvítu fletirnir hverfa alveg. Sem sagt, andstæöurnar verða alltof miklar. Til þess að geta náð góðum árangri, þarf Ijósmyndin að innihalda rasta, þ.e. vera sam- ansett af svörtum punktum eins og í dagblaöa- prentun. Polaroid hefur leyst vandann og býður nú Ijósmyndir til Ijósritunar með frá- bærum gæðum. Allur galdurinn er fólginn í því að nota sérstaka rastafolíu við augnabliksmyndatökur á s/h Polaroid-filmu. Þannig verður myndin til- búin til fjölföldunar 60 sekúndum eftir að hún er tekin. Rastafolían og Polaroidfilman notast í myndavélar af gerðinni 600 SE, full- komin, handheld myndavél, einföld í notkun, vél sem getur leyst allar þínar Ijósmyndaþarfir, bæði til fjölritunar og annars, bæði í s/h positiv, negativ og í litum, allt á svipstundu. Ef svarið er NEI ættirðu strax að huga að notkun Ijósmynda i vörulistum þinum, skýrslum o.fl. Kynningar- gögn þin hafa mun sterkari áhrif, ef þau eru myndskreytt. Ef þú hefur utilokað notkun mynda i einföldum fjölrituðum gögnum, hlýtur það að vera vegna þess hversu léleg útkoman hefur veriö hingaö til. Polaroid EINKAUMBOD LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI8581 1 □ Sendiö mér upplýsingar um rasta- myndatökur □ Ég vil gjarnan sjá hvernig rasta- mynd lítur út úr okkar Ijósritunar- vél. □ Vinsamlegast sendið mér upplýs- ingar um aðrar Ijósmyndavélar, tæki og vinnsluaðferðir sem létta störfin og spara tíma og kostnað í atvinnulífinu. Nafn: ................................. Fyrirtæki: ............................ Heimilisfang: ......................... ....................... Sími: Polaroid-vörur fást í flestum Ijósmynda- vöruverslunum landsins. Hafðu samband við þína verslun. Það er hagur ykkar beggja!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.