Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
Heimsókn páfa í Portúgal:
Flytur þakkargjörð fyrir
lífgjöfina í Fatima í dag
Jóhannes Páll páfi II varð fyrir skotárás þann 13. mái 1981 og þakkar
kraftinum frá Fatima að hann lifði af. Þar flytur hann þakkargerð i dag.
í BRENNIDEPLI heimsóknar
Jóhannesar Páls páfa annars til
Portúgal verður Fatima, einn
heilagastur staður rómversk-
kaþólskum mönnum og hefur á
síðustu sextíu og fimm árum
dregið til sín hundruð, þúsundir
og reyndar milljónir pílagríma
víðs vegar að. Það er upphaf
málsins að í heimsstyrjöldinni
fyrri, nánar tiltekið þann 13.
maí 1917, voru þrjú ung börn,
Lucia dos Santos og Jacinta og
Francisco Marto að gæta hjarð-
ar foreldra sinna úti í haganum,
þegar þeim birtist hvítklædd
vera, sem sagði þeim, að hún
væri hin heilaga jómfrú. Börnin
voru þá sjö, átta og tíu ára göm-
ul og þau sögðu foreldrum sím
um frá þessu hið sama kvöld. I
fyrstu var ekki tekið mark á
þeim og talið að um ímyndun
væri að ræða ellegar þau væru
að reyna að vekja á sér athygli.
Börnin staðhæfðu að guðsmóðir
birtist þeim 13. hvers mánaðar
og þann 13. júni og júlí kváðust
þau hafa séð hana á ný. Þann
13. ágúst beittu máttarstólpar
litla þorpsins sér fyrir því að
börnin fengu ekki að fara á
þessar slóðir, en sex dögum síð-
ar sögðu þau að hún hefði birzt
þeim á ný. Hópar fólks tóku nú
að flykkjast á staðinn þar sem
börnin sögðust hafa séð sýnina
og þann 13. september og 13.
Litlu börnin þrjú sem sáu Maríu
guósmóður á völlunum við Fatima
sex sinnum árið 1917.
október voru tugþúsundir
manna samankomnir í Fatima
og kváðust hafa séð Maríu guðs-
móður birtast og kom lýsingin
heim við það sem börnin höfðu
sagt. Sögur herma að krafta-
verk hafi gerzt þann dag sem
hún birtist síðast þ.e. 13. októ-
ber 1917 og sjónarvottar sögðu
einnig að „sólin hefði dansað
fyrir augunum á fólkinu" um
svipað leyti eða rétt áður en
María birtist.
Börnin sögðu að María hefði
sagt þeim þrjú leyndarmál, eitt
hefði verið varðandi lok heims-
styrjaldarinnar fyrri, annað var
spádómur um seinni heims-
styrjöldina, en hið þriðja leynd-
armál hefur aldrei verið birt, en
var skráð og er varðveitt í Páfa-
garði. Eitt barnanna, Lucia, er
enn á lífi. Hún gerðist nunna og
er í klaustri skammt frá Fat-
ima.
Kapella var reist skömmu
eftir heimsstyrjöldina fyrri, en
í trúarofsóknaöldu sem reið yfir
landið 1922 var hún eyðilögð.
Þremur árum síðar höfðu íbúar
þorpsins endurreist hana og
stendur hún enn. Sömuleiðis
var gert grindverk um tréð sem
guðsmóðir birtist við.
Portúgalska kirkjan lýsti því
yfir 1930, að opinberunin við
Fatima væri trúanleg tekin og
viðurkennd og Píus páfi XII
helgaði staðinn 1953. Páll páfi
VI kom til Fatima 13. maí 1967
og söng þar messu yfir milljón
manns og vígði kirkju sem reist
hefur verið skammt frá litlu
kapellunni.
Jóhannes Páll páfi II hefur
sagt að verndarmátturinn frá
Fatima hafi bjargað sér þegar
skotið var á hann 13. maí í
fyrra. Hann ákvað þá, að næði
hann sér af meini sínu myndi
hann fara þangað í pílagríms-
ferð. Búizt er við, að hátt í tvær
milljónir manna verði í Fatima
á morgun, fimmtudag og hlýði á
boðskap páfa og gangi á hnján-
um yfir gríðarstórt torgið að
kirkjunni. Sú er trú manna, að
þó svo að fólk gangi á hnjánum
þá drjúgu vegalengd, fái það
engin sár og megi þakka það
vernd guðsmóður. Þegar ég kom
til Fatima fyrir nokkrum árum,
bar það að vísu ekki upp á 13.
dag mánaðar, en hópur svart-
klæddra kvenna var að skríða á
hjnánum yfir torgið og fór með
bænir fyrir munni sér. Þær
voru allar með sérstakar um-
búðir um hnén, sem fást í sölu-
búðinni við klaustrið. Ég verð
að játa að þá fannst mér dálítið
af ljómanum fara af.
h.k.
“1—| 1 liHIVILLUU
■ . - ... . LAUN
f BÓNUS L
BÓKHALD
FRAMLEGÐ
VIÐSKIPTAM.BÓKH.
GÆÐAEFTIRLIT ^
LAGER |
FISKUPPGJOR
ÁSKRIFT
Ru Rekstrí ingu í r Á þess fátt er ( Runuv fólk Re fyrirtæ Hafðu Markm nuvinnsla 3rtækni hefur áratugs reynslu í aukinni hagræð- ekstri fyrirtækja, bæði stórra og þeirra minni. um áratug eru verkefnin oröin það fjölbreytt að 3kkur óþekkt. nnsla er samheiti þeirra tölvuverkefna sem starfs- kstrartækni vinnur aö staðaldri fyrir rúmlega 200 ki. samband. ið okkar er að auka afkomu þína. ] rekstrartækni sf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. | Siðumúli 37, 105 fíeyk/avík, sími 85311 Hafnargötu 37A, 230 Keflavík, simi 92-1277
íransher þrengir
að Khorramshahr
Beirut, 12. mai. AF.
ÍRANIR segja að herlið þeirra hafi sótt til staðar innan við fimm kílómetra
frá hafnarborginni Khorramshahr, sem írakar hafa á valdi sínu, en írakar
segja að iranska sóknin hafi verið sti
Iranir segja að herlið þeirra
þrengi að norður- og austurút-
hverfum Khorramshahr á 13. degi
sóknarinnar sem miðar að endur-
heimt olíuhéraðsins Khuzistan.
írakar, sem hafa hörfað frá
nokkrum hlutum Khuzistans og
endurskipulagt lið sitt umhverfis
Khorramshahr, segja að tilraun-
um óvinarins til að setjast um
borgina hafi verið hrundið.
Ritstjóri blaðsins „Kayhan" í
Teheran segir að íranska herliðið
hafi tekið vörugeymslusvæði
hafnarinnar í Khorramshahr og
lokað öllum birgðaleiðum íranska
hersins á landi i borginni.
Umrætt svæði er um fimm kíló-
metra frá norðurútjaðri borgar-
innar, þar sem einhverjir hörð-
nð austan borgarinnar.
ustu bardagar stríðsins hafa geis-
að, um 670 km suðvestur af Teh-
eran og 483 km suðaustur af
Baghdad.
Loftbardagar hafa geisað í
Khuzistan-stríðinu við suðurenda
víglínunnar, sem er 483 km löng.
Iranir sögðu að þotur þeirra
hefðu skotið niður þrjár íraskar
þotur og þar með hefðu þeir
grandað 33 íröskum herflugvélum
alls síðan sókn þeirra — sem þeir
kalla „sókn hinnar helgu borgar
Jerúsalem" — hófst 30. apríl.
írakar sögðu að flugvélar þeirra
hefðu snúið heilu og höldnu aftur
til stöðva sinna eftir tugi árásar-
leiðangra og héldu því fram að
þeir hefðu grandað einni íranskri
herflugvél.
Faðir Hinckleys
ásakar sjálfan sig
W ashington, 12. maí. AF.
JOHN HINCKLEY eldri sagði fyrir rétti í dag, miðvikudag, að hann vaeri
„valdur að harmleik Johns“ sonar síns, þar sem hann meinaði honum að
koma heim þegar hann þurfti nauðsynlega á hjálp að halda, þremur vikum
áður en John yngri er sakaður um að hafa skotið að Ronald Reagan forseta.
Faðir John W. Hinckley yngra
bugaðist og brast í grát þegar hann
sagði frá því þegar sonur hans kom
til Denver-flugvallar 7. marz 1981,
mjög illa á sig kominn. Hinckley
yngri kom frá New York og var
svangur og félaus.
John eldri, sem er auðugur fram-
kvæmdastjóri olíufyrirtækis í Den-
ver, kvaðst hafa sagt yngsta syni
sínum að hann gæti ekki komið aftur
heim þá, þar sem honum hefði ennþá
einu sinni mistekizt að finna lífi sínu
einhvern tilgang. Geðlæknir, sem
John yngri hafði verið hjá í Denver,
hafði ráðlagt foreldrum hans að láta
hann standa á eigin fótum.
„Þegar ég hugsa um þetta núna er
ég viss um að þetta voru mestu mis-
tök ævi minnar," sagði Hinckley
eldri. „Ég var valdur að harmleik
Johns. Við rákum hann burt einmitt
þegar hann gat ekki staðið á eigin
fótum. Ég vildi að guð gæfi að við
gætum haft hlutverkaskipti núna,“
sagði Hinckley eldri grátandi.
Sakborningurinn hlustaði svip-
brigðalaus á föður sinn. Móðir hans,
Joann, grét.