Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 Leikið á grqsi í Kópavogi en á möl á ísafirði Óvíst er ennþá með Laugardalsvöllinn VÖLLURINN hjá okkur er alls ekki nægilega góður enn þá. Frosta- kaflinn sem kom um daginn á sinn þátt í því. En þrátt fyrir það Ktlum við að taka áhættu og láta leika á vellinum á sunnudag er UBK mætir ÍA, sagði Jónas Guðmundsson vall- arstjóri í Kópavogi.er hann var innt- ur eftir því hvort leikið yrði á gras- vellinum í Kópavogi á sunnudag, í íslandsmótinu. Jónas sagði að vor- leikirnir væru alltaf hættulegir fyrir vellina, sérstaklega ef bleyta væri. A Isafirði var formaður knattspyrnuráðs fyrir svörum. Jón Axel Steindórsson sagði, að það væri alveg ljóst að þrír fyrstu heimaleikir Isfirðinga yrðu á mal- arvellinum, en þessir leikir væru allir í maímánuði. Hinsvegar gerðu menn sér vonir um að hægt yrði að leika á grasvellinum snemma í júnímánuði, yrði tíðin góð. Starfsmenn Laugardalsvallar- ins treystu sér ekki til þess í gær- dag að segja til um hvort leikið yrði á grasi um helgina. Ljóst var á svörum þeirra að það stæði mjög glöggt hvort knattspyrnumönnun- um yrði hleypt á grasvellina um helgina. Það munar um hvern dag sem vellirnir fá, sagði einn vall- arstarfsmaðurinn. En eins og skýrt hefur verið frá hefst ís- landsmótið í knattspyrnu á laug- ardag. Hér á eftir má sjá hvaða lið leika saman í fyrstu fjórum um- ferðum mótsins, í 1. deild og 2. deild. En fjórar umferðir í 1. deild fara fram í maímánuði þannig að Coe ætlar ekki að tapa keppni Sebastian Coe, heimsmethafi í 800, 1000 metrum og míluhlaupi, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að stefna að því að tapa ekki neinni hlaupakeppni á keppnistímabilinu. Það þýðir að hann verður að sigra mesta keppinaut sinn, stórhlaupar- ann Steve Owett, í það minnsta þrí- vegis. Því að aldrei þessu vant munu hlaupagarparnir mætast þrisvar í keppni í sumar. í London, Frakk- landi og í Bandaríkjunum. Coe sagði aðaltakmark sitt vera að sigra í 800 metrunum á Evrópumeistaramótinu i Aþenu í haust. Jafnframt hefur Coe lýst því yfir að hann ætli að stefna að því að keppa á næsta ári á lengri vegalengdum eins og 5 km. Það verður sú vegalengd sem ég keppi í á Ol-leikunum í Los Angeles 1984. Fiorentina náði í Pasarella ítölsku félögin voru enn að ráða erlenda leikmenn i gríð og ergi síð- ast er fréttist og markverðasti samn- ingurinn af þvi tagi var er Fiorentina festi kaup á argentinska landsliðs- fyrirliðanum Daniel Pasarella og borgaði slika fjárupphæð að félagið neitaði að gefa hana upp. Þá var Napólí búið að ganga frá lausum endum í sambandi við kaup á arg- entínska miðherjanum Kamon Diaz, en snurða hljóp á þráðinn nýlega. Þá var félaginu gert að leggja fram 900.000 dollara i reiðufé til þess að sanna að peningar væru til fyrir kappanum. Ekki er víst að það dæmi gangi upp, enda mun félagið hafa ætlað að slá slatta af lánum. knattspyrnumenn hafa í nógu að snúast. I Vestmannaeyjum verður leikið á grasvellinum við Hástein. Keppnistímabiliö 1982 1. deild 1. umferð: 15. maí ÍBÍ:KR 15. maí ÍBV:ÍBK 15. maí Valur:KA 16. mai Víkingur:Fram 16. maí 2. umferð: UBK:ÍA 19. maí KR:KA 19. maí ÍBÍ:ÍBV 19. maí ÍBK:Víkingur 20. maí Fram:UBK 20. maí 3. umferð: ÍA:Valur 23. maí ÍBV:KR 23. maí Vikingur:ÍBf 23. maí UBK:ÍBK 23. mai KA:ÍA 24. mai 4. umferð: Valur:Fram 26. mai KR:ÍA 27. maí Fram.-KA 29. maí ÍBÍ:UBK 29. maí ÍBV:Víkingur 29. maí ÍBK:Valur 2. deild 1. umferð: 15. maí FH:Fylkir 15. maí Einherji:Þróttur N 15. maí Þór A.:Njarðvík 16. maí Reynir:Vö!sungur 17. maí 2. umferð: Þróttur R.:Skallagr. 21. maí Fylkir:Skallagrímur 21. maí Njarðvík:Þróttur R. 23. mai FH:Reynir S. 23. maí Völsungur:Einherji 23. maí 3. umferð: Þróttur N.:Þór 29. maí Reynir S.:Fylkir 29. maí Einherji:FH 29. maí Þróttur R.:Þróttur N. 29. maí Skallagrímur:Njarðvík 29. maí 4. umferð: Þór A.:Völsungur 5. júní Fylkir:Njarðvík 5. júní FH.ÞÓr A. 5. júní Reynir S.:Einherji 5. júní Völsungur:Þróttur R. 5. júní Þróttur N.:Skallagr. ÞR. Það er ekki gott að átta sig á því hvor þessara kappa er hinn raunverulegi John McEnroe og hvor er vaxbrúða af tennisleikaranum fræga. En þegar það er upplýst að myndin er tekin í vaxbrúðusafni Madame Tussauds í Lundúnum rennur upp fyrir mönnum að sá til vinstri er McEnroe af holdi og blóði, en sá til hægri er McEnroe í vaxi. Þegar McEnroe leit á brúðuna hafði hann á orði að hún væri heldur stillt til að geta verið af hinum raunverulega McEnroe! Annars er helsta slúðrið varðandi McEnroe þessa dagana, að hann var að flytja í nýja 7 herbergja ibúð í Manhattan. Svefnherbergið eitt er um 100 fermetrar!! Ragnar og Björgvin á stórmót í Frakklandi Tveir íslenskir kylfingar, þeir Björgvin Þorsteinsson og Ragnar Olafsson, héldu utan í fyrradag áleiðis til Luxemborgar, en þaðan liggur leiðin svo til Frakklands þar sem þeir taka þátt í opna franska golfmótinu fyrir áhugamenn, en það er annað af tveimur stærstu golfmót- um af því tagi sem fram fara ár hvert í Evrópu. Þeir félagarnir hyggjast æfa sig fyrir keppnina á ágætum golfvöll- um Luxemborgar þar til að mótið hefst í Frakklandi 19. maí. Það stendur síðan til 23. maí. Fyrri hluta mótsins verða leiknar 36 holur og er það jafnframt lands- keppni þar sem skor tveggja bestu keppenda hverrar þjóðar gildir. Þar sem íslendingarnir eru aðeins tveir gildir auðvitað árangur beggja. 32 bestu komast síðan áfram í framhaldskeppni að um- ræddum 36 holum leiknum. Góö meðalaðsókn að leikjum 1. deildar í knattspyrnu á síðasta ári Það er jafnan mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvernig aðsóknin að knattspyrnuleikjum í íslandsmótinu er. Þegar litið er til baka og áhorfenda- fjöldinn skoðaður kemur í Ijós að besta meðalaðsókn í 1. deild var á síðasta keppnistímabili í Reykjavík. Kom það til af því, að mótið var mjög jafnt og úrslit fengust ekki fyrr en í síðasta leik. Aðsóknin á Akranesi var hins vegar minni en áður, en betri i Vestmannaeyjum, Kópavogi og Hafnarfirði. Hér er átt við meðalaðsókn. En taflan hér að neðan sýnir okkur meðalaðsókn áhorfenda að leikjum í 1. deild frá árinu 1976. 1976 1977 1978 1979 1980 1981 Reykjavík 969 866 784 1037 1137 1282 Akranes 867 915 819 1062 990 778 Akureyri 861 790 834 959 Keflavík 672 866 645 821 827 Vestmannaeyjar 604 490 730 654 738 Kópavogur 520 645 560 795 936 Hafnarfjörður 299 445 361 425 604 Ragnheiður setti íslandsmet 4. STJÖRNUHLAUP FH fór fram síðasta þriðjudag á Kaplakrika. Keppt var í 3 flokkum karla og 2 flokkum kvenna. í karlaflokki var keppt I 2 milum og í kvennaflokkun- um var keppt í 1 mílu. AN-tE-iei z r*rc~ ^£>6. PEL.E 'i H&i s-'ISf^, k-íCP»Ptoí. .... .... t s., 5TAPFASW A - feNDueHOMTA 6LN* Bfe^SlLlUMfcLjKi NA|SST ÉTCteiA MenJi^ ÍTILHA'e, BELÚW, 0ír' WALMA TSAJJTE5 .OCi HlkJKJ UKJCil vis i ^ i_»e> t 6ACLOJ To. TOSCAO 2AC»ALÖ vJifO STFaxv, k>MONJTÍ \j\^ ™ H IKsiKJ VOLOOL-,, - F^-TL-IKjtwj^T Ragnheiður Ólafsdóttir FH sigr- aði í kvcnnaflokki og setti íslands- met, hljóp á 5:10,3 mín. f telpna- flokki sigraði Linda B. Ólafsdóttir FH á 6:08,9 mín. sem er telpnamet. 4. varð (íuðrún Eysteinsdóttir FH, hljóp hún á 6:21,6 min. sem er stelpnamet. í karlaflokki sigraði Gunnar P. Jóakimsson ÍR örugglega og hljóp hann 2 mílurnar á 10:00,9 mín. f svcinaflokki sigraði Ómar Hólm FH, hljóp hann á 10:46,6 mín. f pilta- flokki sigraði Jón Björn Björnsson UBK, hljóp hann á 11:55,9 min. Ann- ar var Finnhogi Gylfason FH á 12.-01,5 mín. sem er strákamet. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.