Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Jttoröimt>Iní>ií>
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1982
Fjölskylduhátíðin í kvöld
FjölskylduhátíA á vegum ungra sjálfstæðismanna verður í Laugardals-
höllinni í kvöld og verður þar margt til skemmtunar. Þessir ungu
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins munu að sjálfsögðu mæta á hátíð-
ina, en þeir eru íklæddir skyrtubolum sem þar verða seldir.
Sjá miðopnu. l.jósmrDd: Krisljín Örn Klíasson
Landspítali, Landakot og Vífilsstaðir:
Reynt að útskrifa um 320
sjúklinga fyrir verkfall
„ÆTLUNIN er að reyna að komast eins nálægt neyðaráætl-
un hjúkrunarfræðinga og mögulegt er,“ sagöi Pétur Jónsson,
aöstoðarframkvæmdastjóri ríkisspítalanna í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagðist buast við því að
um 200 sjúklingar yrðu útskrif-
aðir af Landspítala og Vífils-
staðaspítala áður en uppsagnir
hjúkrunarfræðinga gengju í gildi
og ekki yrði tekið fólk af biðlist-
um inn á spítalann. Pétur sagði
að allt stefndi í það að hjúkrun-
arfræðingar gengju út þann 15.
maí. Þá benti hann á að Sókn-
arstarfsmenn boðuðu verkfall 19.
maí, sjúkraliðar myndu hætta
störfum þann 1. júní, ljósmæður
20. júlí og meinatæknar þann 1.
september.
Guðrún Marteinsson, hjúkrun-
arforstjóri á Landakotsspítala,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að erfitt væri að segja til um
hversu marga sjúklinga tækist
að útskrifa, en hún bjóst við út-
skrifa þyrfti um 120 sjúklinga af
spítalanum. Sagði hún að á
Landakotsspítala væru rúmlega
180 sjúkrarúm og þau öll full-
nýtt, en nú væri unnið að því að
athuga hve margir sjúklingar
kæmust heim. Guðrún sagði að
til stæði að halda tveimur deild-
um spítalans opnum, en ljóst
væri að þær yrðu mjög þétt setn-
ar. „Það er því mjög alvarlegt
ástand framundan," sagði Guð-
rún Marteinsson.
Samið við Svía um sölu á
40—50 þús. tunnum af síld
„KINS OG ártur hefur komið fram í
fjölmiðlum vorum við svo til alveg
flæmdir út af sænska síldarmark-
aðnum, elzta síldarmarkaði okkar, í
fyrra eftir að söluverð okkar hafði
hækkað um 60% í sænskum krónum
á aðeins þremur árum,“ sagði Gunn-
ar Flóvenz, framkvæmdastjóri Síld-
arútvegsnefndar, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Samtök sænsku síldarkaupend-
anna tilkynntu okkur í vor, að ef
íslendingar hefðu áhuga á að
reyna að ná aftur fyrri stöðu sinni
á sænska markaðnum, yrði að fást
úr því skorið í síðasta lagi í maí-
mánuði, hvort grundvöliur fyndist
fyrir samkomulagi, vegna fyrir-
hugaðra innkaupa Svía frá öðrum
framleiðslulöndum, sem keppa við
okkur um markaðinn og geta boð-
ið langtum lægra verð.
Viðræður við sænsku samtökin
hófust um síðustu helgi og sam-
komulag hefur nú verið undirritað
um fyrirframsölu á 40—50 þúsund
tunnum. Þetta er svipað magn og
við seldum til Svíþjóðar á árunum
fyrir 1981, þannig að segja má, að
við höfum náð fyrri stöðu okkar á
sænska markaðnum," sagði Gunn-
ar Flóvenz ennfremur. Samninga-
viðræðurnar fóru fram í Svíþjóð.
Heimilað hefur verið að veiða 50
þúsund lestir af Suðurlandssíld á
vertíðinni næsta haust. Vegna
óvissunnar á sölumörkuðum voru
menn jafnvel farnir að óttast, að
eitthvert magn síldar færi í
bræðslu á vertíðinni.
Milljón á mánuði
til styrktar BÚR
„AÐ MINNSTA kosti milljón
krónum á mánuði er nú varið til
styrktar Bæjarútgerð Keykjavík-
ur. í ár renna 16,5 milljónir kr.
úr Framkvæmdasjóði Reykja-
víkur til BUR, en framlag úr
sjóðnum hefur hingað til ekki
verið endurgreitt," sagði Ragnar
Júlíusson, sem á sæti í útgerð-
arráði BÚR í samtali við Mbl.
A vinnustaðafundi, sem Ragn-
ar Júlíusson og Guðmundur Hall-
varðsson voru á, kom fram að of
Katrín Fjeldsted læknir:
Afar mikiil kosningablær
á yfirlýsingu ráðherrans
Ekki hafin bygging neinnar nýrrar heilsugæslustöðvar á þessu kjortímabili
„ÞKSSI tilkynning heilbrigðisráö-
herra um að nú skuli leggja áherslu
á uppbyggingu heilsugæslustöðva á
höruðborgarsvæðinu, er ekki hans
uppfinning og það er afar mikill
kosningablær yfír þessari yfirlýs-
ingu ráðherrans, enda kemur hún
aöeins 10 dögum fyrir kosningar,"
sagði Katrín Fjeldsted læknir, 11.
maður á lista Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
Keykjavík, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Á þessu kjörtímabili hefur
ekki verið hafin bygging neinnar
nýrrar heilsugæslustöðvar í
Reykjavík, en þær þrjár heilsu-
gæslustöðvar sem teknar hafa
verið í notkun í Reykjavík síðustu
ár, í Árbæ 1977, í Breiðholti 1978
og í Fossvogi 1981, eru allar runn-
ar undan rifjum sjálfstæðis-
manna. Að vísu fengu vinstri-
menn að mæta við opnun stöðv-
anna í Breiðholti og Fossvogi, en
hönnun og bygging stöðvanna var
unnin af sjálfstæðismönnum í
borgarstjórn. Heilsugæslustöðin
á Seltjarnarnesi er byggð af
sveitarfélagi þar sem sjálfstæð-
ismenn eru í meirihluta. Á þessu
kjörtímabili hefur ekki verið
keypt neitt húsnæði undir heilsu-
gæslustöð, en á fjárlögum þessa
árs eru aðeins 900.000 krónur ætl-
aðar til uppbyggingar heilsu-
gæslu í Reykjavík og ég á eftir að
sjá að mikið verði gert fyrir það
fé,“ sagði Katrín.
„Þessi væntanlega uppbygging
heilsugæslustöðva, sem ráðherr-
ann nefnir, er samkvæmt tillög-
um borgarlæknis og þeirra heil-
brigðisráða sem setið hafa á und-
an því ráði sem nú situr. Þó unnið
hafi verið áfram að þessu verk-
efni af núverandi heilbrigðisráði,
þá er upphaflega tillagan löngu
fra.n komin. Svavar Gestsson
tekur ekki einhliða ákvörðun um
þetta mál. Það stendur á samn-
ingum við heimilislækna í
Reykjavík, sem ekki hafa verið
gerðir, en þeir vinna samkvæmt
svokölluðu númerakerfi. Eg
fagna því að stofnsetja eigi þess-
ar heilsugæslustöðvar, en tíma-
setningin á þessari yfirlýsingu
ráðherrans er greinileg, þetta er
kosningabomba," sagði Katrín.
Varðandi frestun borgarstjórn-
ar á þessu máli, þá er ástæðan sú
að númerasamningurinn við
Katrin Fjeldsted
heimilislækna er enn í gikli og
ekki hefur verið gengið frá nýjum
samningi. Einnig er kostnaðar-
hlið þessa máls í athugun hjá
borgarráði og deildarstjóra fjár-
máladeildar borgarinnar. Þess
vegna voru sjálfstæðismenn, al-
þýðuflokksmenn og framsókn-
armenn sammála um að fresta
þessu máli,“ sagði Katrín
Fjeldsted. Sji bls. 27
mikill hluti þessa fjár fer í að
greiða rekstrartap. Féð rennur
ekki til framkvæmda heldur í
reksturinn. Reikningar BÚR
verða lagðir fram í dag.
„Bæjarútgerð verður að standa
á eigin fótum og þessari þróun
verður að snúa við. Það dugir
ekki endalaust að sækja fé í vasa
skattborgaranna. Með breyting-
um sem gerðar voru á rekstri
BÚR á síðasta kjörtímabili, hefði
fyrirtækið skilað ágóða.
Það er markmið mitt og Sjálf-
stæðisflokksins að BÚR skili
hagnaði en til þess að svo megi
verða, verður að auka verðmæti
aflans. Breyta aflasamsetningu,
úr karfa í verðmætari tegundir,
auka fjölbreytni í vinnslu, auka
hagkvæmni og gæta þess að allt-
af sé fullt samræmi milli veiða og
vinnslu. Jafnframt, að þess sé
gætt, að aðbúnaður starfsfólks
fylgi kröfum tímans," sagði
Ragnar Júlíusson.
Engir togarar
að veiðum á
úthafskarfa
KNGIK íslenzkir togarar munu nú
vera að veiðum um 225 milur suð-
vestur af Reykjanesi, þar sem sov-
czkir togarar voru að veiðum á út-
hafskarfa.
Tveir íslenzkir togarar fóru á
miðin, en vegna þess hve karfinn
var lélegur hafa aðrir íslenzkir
togarar ekki farið til veiða á svæð-
inu. „Við höfum ekki nýtt þennan
stofn vegna þess, að karfinn full-
nægir ekki þeim gæðakröfum, sem
við gerum," sagði Ágúst Einarsson
hjá Landssambandi íslenzkra út-
vegsmanna í samtali við Mbl.