Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982 45 l^L^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI u ir Ljóffln. Mbl. Kristján Einarsson. Ætti samt að prófa krókinn Steinunn Hjálmarsdóttir skrifar á Reykhólum 4. maí: „Það birtast sjaldan fréttir úr næstu byggðum norðan Gilsfjarðar, enda gerist kannski færra í okkar daglega lífi en í fjölmennari byggð. Ekki hefi ég heldur hugsað mér að gerast fréttaritari, til þess er aldur- inn líklega orðinn heldur hár. Það sem kom penna mínum af stað eru fréttir útvarpsins um snjómokstur- inn á Holtavörðuheiði, þar sem stór og dýr tæki vinna marga klukku- tíma í vonskuhríð og sagt er að 30 bílar, kannski fleiri eða lítið eitt færri, bíði í.Staðarskála. Þetta væri réttlætanlegt ef engin önnur leið væri fær. Nú vill svo til að allan þennan tíma er opin leið yfir Laxárdalsheiði og Heydal. Og hafi verið lokuð leiðin út með Hrútafirði, sem alls ekki fylgdi fréttinni, þá hefði sá spotti ekki ver- ið lengi opnaður. Nú vildi ég gera að tillögu minni næst þegar vegagerðin þarf að leggja í svona stórræði að hún láti auglýsa, bæði í Staðarskála og Borgarnesi, hvar leið fyrir bíla sé fær. Að því er virðist er ferðafólki ókunnugt um þessar snjóléttu leiðir eða það heldur að keldan sé betri en krókurinn. En næst þegar einhver af bílstjórunum 30 verður staddur á svipuðum vegamótum eða kannski þeim sömu, ætti hann samt að prófa krókinn. Fleira mætti segja um vegamál á heiðum og ákvarðanir þeirra sem fara með úrslitaorðið í þeim málum. T.d. voru í fyrra sendir menn til að athuga snjóalög á Kollafjarðarheiði, en þeir voru bara komnir yfir hana og norður í Isafjarðarsýslu án þess að finna snjó. En af Steingríms- fjarðarheiði, þar sem á að leggja veg, tók ekki upp snjó síðastliðið sumar, nema að hluta til. Hvers vegna vegamál eru mér svo hugstæð veit ég ekki, nema landa- fræði hefur alla tíð verið mitt uppá- hald. Meðan Björn Pálsson flaug hér fram og aftur vítt og breitt um land- ið, fékk ég nokkrum sinnum að fljúga með honum. Það voru dýrð- legar kennslustundir, þegar bjart var, að fræðast um landið, þó að ein ferð sérstaklega yrði mér ógleym- anleg. Við vorum tvö í vélinni, logn og hásumardýrð. Hann lét sig ekki muna um að fljúga dálitla króka til að sýna mér sem allra mest. Þann dag bættist mér mikill fróðleikur, en Björn var iíka alveg einstakur maður. Að lokum bið ég landi og þjóð blessunar Guðs.“ Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Réttur enskrar tungu og þjóðern- is á eyjunum kenndum við Falkland virðist ómótmælanlegur, en jafnvíst er að með herförum og hersiglingum verður sá réttur ekki sóttur. Hætt er við að margir muni nú miklu síður en áður eftir eyjabúunum átján- hundruð, eftir að flotar og flugflotar fóru að leika listir sínar umhverfis þær eyjar. En um eyjabúa, mál þeirra og rétt er deilt, öllu öðru fremur. Enginn vafi er á því að máttur tungumálsins er mikill. Hershöfð- inginn mikli, sá sem talinn var vera fyrir málum Bandaríkjamanna, hef- ur varla heyrzt nefndur, síðan ís- lenzkan sagði að málfar hans væri ófullkomið. Þannig mætti fara með alla hershöfðingja. Til þess að stilla til friðar þyrfti að rekja ættarsamböndin betur og Vil alls ekki missa jafnréttið S.M. skrifar: „Velvakandi. Kvennaframboð — mikið er ég búin að brjóta heilann um það. Á ég að kjósa kvennalist- ann eða ...? En samkvæmt lögmálinu held ég að ég kjósi hitt kynið frekar. En best lík- ar mér ef þetta blandast eðli- lega. Mér finnst hálft í hvoru, að með kvennaframboði sé verið að ögra karlmönnum, til að þeir komi fram með hreina karlalista, í ætt við kvenna- listann. Þá er nú farið að halla undan fæti fyrir jafnréttinu. Ef svo færi að karlar tækju upp þessa stefnu, þ.e. útilok- uðu okkur konur eins og áður var, þá væri illa komið. Hvort skyldi annars verða ofan á, kvenna- eða karlaframboð? Svari hver fyrir sig. En ein spurning til kvennaframboðs- ins: Er karlmanni ókleift að vinna sig upp í framboðssæti hjá ykkur? Er karlmönnum úthýst? Við erum þó allavega velkomnar í þeirra hóp, eftir því sem ég hef kynnst. Ég vil alls ekki missa jafnréttið, á hvorn veginn sem það yrði.“ rækja þau betur en gert hefur verið. Cervantes drepur á það um 1600 að einhverjar leifar hins gotneska stofns séu enn til á Norður-Spáni, — en það voru þeir sem stofnuðu spánska ríkið í öndverðu. Munu slík- ir hafa komið einna mest við sögu spánska landnámsins í Suður- Ameríku, enda mun þar jafnan hafa verið uppi nokkur tilhneiging til að hafa minningu Gota í heiðri. (Menn héldu á miðöldum að frumstöðvar Gota væru á íslandi.) Rasmus Rask kallaði íslenzkuna gotneskt mál og gerði hana að drottningu tungnanna. Þó eru þar enn meiri efni í, og verður mér hugs- að til himingeimsins. Swedenborg og aðrir, sem spakastir hafa verið, segja að hin ýmsu fyrirbæri í mannheimi eigi sér fyrirmyndir í ríki fuilkomnunarinnar. íslenzka er töluð á öðrum hnöttum. Himingeim- urinn talar íslenzku, segir hann kunningi minn, sem ég vitnaði til um daginn. Falklandseyjar: Um tungumál og þjóð- erni eyjabúa að tefla GÆTUM TUNGUNNAR Ýmist er sagt: tveim og þrem eða tveimur og þremur. Hvorttveggja er rétt. Himingeimurinn fyrirskipar hershöfðingjunum að draga sig í hlé með öllu sínu, um það er varðar eyj- arnar kenndar við Falkland. Það er tungumál eyjabúa og þjóðerni sem um er að tefla, og það er með orðum en ekki með byssum sem því máli verður komið á rétta leið.“ KLIPPINGAR. PERMANENT. LITUN HÁRSNYRTISTOFAN Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Itt Laugavegi 24 II hæð Sími17144 SUPERIOR HÁRTOPPAR ERU: • Byltingarkennd nýj- ung á sviði hártoppa • Má skipta hvar og hve- nær sem er • Má fara með í sund • Eðlilegir, léttir, þægilegir •Auðveldir í hirðingu og notkun • Fyrsta flokks fram- leiðsla sem hæfir islendingum • Leitið upplýsinga og fáið góð ráð án skuldbindingar Ótrúlega hagstætt verð - gerið samanburð Allar nánari upplýsingar í síma 17144 TORFI GEIRMUNDSSON Kynning Akureyri 15. 5. 1982 á rakarastofu Valda, Kaupangi, sími 96-21898. gomsctiv /fmDRETTIR ÍHADROIW Mánudaga til fóstudaga bjóðum við m.a. auk hins fasta matseðils hússins. Súpa og salatfylgir öllum réttum Karrýbladlaukssúpa Forréttur: Fersk grænmetisskál með melónu 35 Eggjaréttur: Eggjakaka með rækjum 55 Fiskréttir: Gufusoðin heil rauðspretta með ostasósu 80 Pönnusteiktur karfi í karrýsoði 88 Smjörsteiktur skötuselur með beikoni og eplum 89 Ristuð smálúðuflök í paprikusósu 81 Kjötréttir: Fylltur lambsbógur með ávöxtum 139 Alikálfasneiðar með karrý og hrísgrjónum 105 Léttsöltuð nautabringa með piparrótarsótu 99 ChePs Special: Gufusoðin svartfuglsbringa með madeirasósu 120 Þjónustugjald og söluskattur innifalinn. ARMARHÓLL á Iwrni Hverfisgötu og Ingólfsstnrtis. Bordapantanir i sitna 18833.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.