Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 8
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982
Stefiia sjálfetæöismanna
í húsnæðis- og lóðamálum
eftir Gunnar S.
Björnsson
Sjáirstæðismenn hafa stíð haft
það að meginstefnu sinni, að sér-
hverri fjölskyldu sé gert kleift að
eignast og búa i eigin húsnsði. Til
að þetta sé mögulegt, þurfa ýmsar
breytingar að koma til, bsði á lóða-
úthlutun og á þeirri fyrirgreiðslu,
sem fáanleg er varðandi lán frá Hús-
nsðisstofnun. Fljótlegt er að sjá, ef
litið er á þessa tvo þstti, hver reg-
inmunur er á stefnu sjálf-
stsðismanna annars vegar og vinstri
flokkanna hins vegar.
Háirdrættingur á við
sjálfstæðismenn
í tíð vinstri meirihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur hefur verið
haldið þannig á málum, að lóða-
úthlutun hefur minnkað um helm-
ing frá því sem var á árunum
1970—1878. Þessa stefnu höfum
við sjálfstæðismenn gagnrýnt
harðlega. Fulltrúar okkar í borg-
arstjórn hafa lagt fram þá stefnu,
að reynt verði eins og frekast er
kostur, að framboð á lóðum svari
eftirspurn og að lóðirnar og skipu-
lagið bjóði upp á, að byggðar séu á
þeim fjölbreytilegar húsagerðir.
Samhliða auknu lóðaframboði
verður að sjálfsögðu að sinna
þeim, sem ekki hafa af einhverjum
orsökum bolmagn til að eignast
eigið húsnæði á almennum mark-
aði. Þeirra þörf er bæði hægt að
mæta með byggingu leiguíbúða á
vegum borgarinnar og einnig með
byggingu verkamannabústaða.
Við úthlutun íbúða í verka-
mannabústöðum er sjálfsagt, að
þess sé gætt að gefa þeim, sem búa
í leiguhúsnæði borgarinnar, kost á
að kaupa íbúðir. Þannig er hægt
að aðstoða þá við að eignast eigið
húsnæði. Með því móti losnar
einnig leiguhúsnæði borgarinnar,
sem hægt væri að endurleigja til
þeirra, sem minna mega sín. Slíkt
drægi einnig úr þeirri þörf, að
borgin byggði leiguhúsnæði.
Hærri lán og lengri lánstími
Að sjálfsögðu nægir ekki það
eitt, að lóðir séu fyrir hendi til
úthlutunar. Það þarf einnig að
vera til fjármagn, svo hægt sé að
byggja. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur sett fram þá stefnu að stórauka
þurfi lán til þeirra, sem eru að
byggja í fyrsta sinn og til þeirra,
sem þurfa að stækka við sig vegna
fjölgunar í fjölskyldunni. Með
aukinni verðtryggingu og hertum
lánskjörum er nauðsynlegt að
lengja lánstímann svo að greiðslu-
byrðin verði viðráðanleg.
Vinstri menn hafa nú síðustu
árin farið með stjórn húsnæðis-
mála og fjármögnun húsnæðis-
lánakerfisins. Öll þeirra stefnu-
mörkun hefur beinst að því að
flytja sem mest af fjármagni og
framkvæmdum yfir á félagslega
byggðar íbúðir, þar sem einstakl-
ingar eru háðir boðum og bönnum
og stjórnir og ráð ákveða hverjir
fái íbúðir og hverjir ekki. Jafn-
hliða þessu hefur verið dregið úr
lánum til alls þorra fólks, þannig
að almennir húsbyggjendur fá nú
aðeins lánuð um 16—17% af bygg-
ingarkostnaði viðmiðunaríbúðar,
sem er með 90% lánshlutfall í fé-
lagslega kerfinu.
Sýndarmennska
Alþýðubandalagsins
A síðustu vikum Alþingis flutti
fjármálaráðherra frumvarp um
skyldusparnað. Þeim fjármunum,
sem sparnaðurinn gæfi, átti að
sögn ráðherra Alþýðubandalags-
ins að nota til að hækka lán um
fjórðung til þeirra, sem voru að
eignast sína fyrstu íbúð. A sama
tíma og þetta er lagt fram, er ekk-
ert minnst á það, að byggingar-
sjóður skuldar Seðlabanka hærri
upphæð en skyldusparnaði næmi.
Á þennan hátt eru öll þeirra
störf í húsnæðismálum: sýndar-
mennskan ein og lítið annað. Ef
þeir til dæmis tækju nú á næst-
unni ákvörðun um að hækka lánin
um fjórðung, yrði það einungis
gert á kostnað annarra lánaflokka
eða með því að flytja fjármögnun-
arvanda yfir á næsta ár.
Sjálfstæðismenn hafa á hinn
bóginn verið sjálfum sér sam-
kvæmir í stefnu og athöfnum í
húsnæðismálum eins og glöggt
hefur komið í ljós þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur verið í
stjórn. Við viljum auka framlög til
byggingarsjóðs jafnhliða því, sem
lán eru hækkuð og lánstími lengd-
ur. Við teljum einnig óraunhæft
að treysta jafn blint á utanaðkom-
andi lánsfjármagn og nú er gert
varðandi lífeyrissjóðina. Slík fjár-
magnsöflun hlýtur ætíð að vera
háð svo mörgum óvissuþáttum, að
erfitt eða næstum ómögulegt er að
treysta á slíkt fyrir stofnun eins
og Húsnæðisstofnun ríkisins.
Gunnar S. Björnsson
Kaffisala Seltjarnarnessafnaðar
Á kosningadaginn 22. maí mun
sóknarnefnd Seltjarnarness
standa fyrir kaffisölu í veitinga-
tjaldi gegnt Mýrarhúsaskóla til
fjáröflunar fyrir kirkjubygging-
una, sem nú er verið að steypa
grunninn að. Verða góðar veit-
ingar á boðstólum allan daginn al-
veg frá því er kosning hefst og þar
til henni lýkur. Þá verða einnig
óvæntar uppákomur mönnum til
skemmtunar svo og sjónvarp til
þess að gefa fólki kost á að fylgj-
ast með beinu útsendingunni frá
ensku knattspyrnunni. Mikil þörf
er fyrir fé til áframhaldandi bygg-
ingar. Því er það von allra velunn-
ara kirkjunnar að vel til takist.
Gömul helgisaga segir frá því að
Jesús hafi dag einn átt samtal við
nokkra af englum himinsins. Þeir
stóðu og horfðu niður á lærisvein-
ana. Uppstigning Jesú hafði átt
sér stað og lærisveinarnir voru
byrjaðir starf að boðun fangaðar-
erindisins. Englunum fannst þeim
sækjast verkið heldur seint og illa
og einn af þeim segir: Þú lést lífið
til þess að frelsa alla menn. Og
sjáðu nú hversu illa þeir standa að
verki. Væri ekki betra að þú
sendir englahersveit á vettvang?
Við getum jú gert þetta bæði
miklu hraðar og betur. Jesús
hlustaði rólegur á allt, sem engl-
arnir í elskulegum ákafa sínum
höfðu að segja, en segir svo milt
og vingjarnlega: Ég treysti þeim.
Helgisaga er bara helgisaga og
ekkert annað eða meira en hugs-
anir guðhræddra manna. Samt
getur hún geymt djúpan sann-
leika.
I tilefni dagsins bendi ég á orðin
í Fyrra Korintubréfi en þar segir
Páll postuli: „Því að Guðs sam-
verkamenn erum vér, Guðs akur-
lendi, Guðs hús eruð þér! Eftir
þeirri náð Guðs, sem mér er veitt,
hefi ég eins og vitur húsameistari
lagt grundvöll, en annar byggir
ofan á.“
Við, já, einmitt við, sem erum
svo takmörkuð af eigin veikleika
og heft af eigin ófullkomleika, er-
um samverkamenn Guðs. Guð
vinnur með okkur. Hann stendur á
bak við og hefur allt í sinni hendi.
Og hann nær beinu sambandi
fyrir orkugjöf sína við veikbyggða
menn; hann varðar veginn.
Ágætu Seltirningar, gleymið
ekki að við erum öll samverka-
menn Guðs. Hann treystir á ykk-
ur. Komið í tjaldið og kaupið ykk-
ur kaffi og gómsætar kökur og
leggið þar með svolítið af mörkum
til kirkjubyggingarinnar. Þeim
sem að þessari fjáröflun standa
kann ég bestu þakkir fyrir dugnað
og framtakssemi. Guð blessi ykk-
ur öll.
Frank M. Halldórsson
Nemendur á einkaflugmannsnám.skeiði Bjarna Jónassonar ásamt kennurum.
Einkaflugmannsnámskeið í Eyjum
FLl'GSKOLI Bjarna Jónassonar
flugmanns og forstjóra Eyjaflugs
stóð fyrir einkaflugmannanám-
skeiði í vetur í Vestmannaeyjum
og voru 12 nemendur í skólanum.
Bóklegum prófum er nú lokið, en
námskeiðið stóð yfir í 3 mánuði.
Aðalkennari var Bjarni Jónasson.
Þetta er fyrsta flugnámskeið
sem haldið er í Vestmannaeyj-
um, og er áformað að framhald
verði á. Um þessar mundir er
Flugskóli Bjarna að fá til lands-
ins kennsluflugvél og munu
nemendur Flugskólans fá þjálf-
un á þá vél. 11 karlmenn tóku
þátt í námskeiðinu og ein kona,
Valgerður Bjarnadóttir.
Valgerður Bjarnadóttir
Bjarni Jónasson
Hvítabands-
konur með
merkjasölu
í DAG, kosningadaginn, ætla Hvíta-
bandskonur að selja merki til ágóða
fyrir starfsemi sína.
Þessar konur starfa í einu elsta
líknarfélagi landsins, en það er
stofnað 1895. Hafa þær stutt al-
menn líknarmál í sambandi við
heilsugæslu og margoft gefið
rausnargjafir á því sviði, sem ótal
margir hafa notið góðs af. Nú síð-
ast gáfu þær Dagdeild Geðdeildar
Borgarspitalans, sem áður var til
húsa í Hvítabandinu við Skóla-
vörðustíg, en er nú á Eiríksgötu 5,
rausnarlega gjöf. Gáfu þær deild-
inni myndsegulbandstæki ásamt
upptökuvél af vönduðustu gerð og
eru tækin notuð bæði sem með-
ferðar- og kennslutæki. Er deild-
inni mikill fengur að þessari höfð-
inglegu gjöf. Eru borgarbúar
hvattir til að kaupa merki af þess-
um dugmiklu, óeigingjörnu konum
svo þær geti haldið áfram að hlúa
að líknarmálum eins og þær hafa
svo lengi gert.
Páll Eiríksson, deildarlæknir,
Dagdeild Geðdeildar Bsp.
Fugla-
friðun
Á AÐALFUNDI Sambands dýra-
verndunarfélaga sem haldinn var á
dögunum voru gerðar ályktanir
varðandi frv. að nýjum lögum um
fuglafriðun og fuglaveiðar. —
Einnig var rætt um rjúpnaveiðar.
Um þessi mál voru síðan gerðar
svohljóðandi ályktanir:
„Aðalfundur SDÍ, haldinn í
Reykjavík 11. maí 1982, skorar á
Alþingi að taka fyrir strax á
næsta þingi frumvarp að lögum
um fuglaveiðar og fuglafriðun,
sem lagt var fyrir 99. löggjafar-
þing veturinn 1977—1978.
Aðalfundurinn skorar á fugla-
friðunarnefnd að beita sér fyrir
því að rjúpnaveiðitíminn verði
takmarkaður frekar en nú er,
þannig að honum ljúki 22. nóv-
ember í stað 22. desember."