Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 12

Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1982 Vantar þig? Húsgögn á allt heimilið fást hjá KM- húsgögn, I.angholtsvegí 111, símar 37010—37144 Dokaf lex m loftaundirsláttur. Kynnist hagkvæmu kerf- ismótunum frá 0 cdczilo BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitid nánari upplýsinga aÓ Sigtúni 7 Simii29022 ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU u glvsiv; SIMINN KR: 22480 Flytjendur í lok tónleika Tónskóla. Egilsstaðir: Vortónleikar Tónskólans Egilastödum, 23. apríl. í GÆR, sumardaginn fyrsta, hélt Tónskóli Fljótsdalshér- aðs sína árvissu nemendatónleika í Egilsstaðakirkju fyrir fullu húsi og við fögnuð áheyrenda — en skólinn er nú að Ijúka sínu 11. starfsári. Tónskóli Fljótsdalshéraðs var stofnaður haustið 1971. Nemendur voru þá um 30 talsins og skólastjórinn, Magnús Magnússon, eini kennari skólans. Að 5 árum liðnum hafði nemendatalan tvöfaldast og þá var annar kennari ráðinn að skólanum, Árni ísleifsson. Nú er nem- endatalan komin í 97 og ætl- unin er að ráða þriðja kenn- arann að skólanum í haust. Alls komu 53 nemendur fram á nemendatónleikunum í gær, fluttu einleiksverk á píanó og gítar og samleiks- verk á gítar og mandólín. Þá kom fram nemendahljóm- sveit og blokkflautukórar. Tónleikarnir báru skýran vott um áhuga og natni kennara og nemenda í starfi. Þá gaf að heyra flutning nemenda, sem óneitanlega vakti væntingar, og var skól- anum til hins mesta sóma. .Að sögn skólastjórans, Magnúsar Magnússonar, býr skólinn nú við allgóðan kost og búnað, en þó kann svo að fara — ef fram heldur sem horfir varðandi aðsókn að skólanum — að húsnæðisekl- an hér á Egilsstöðum reynist skólanum fjötur um fót. Skólinn er nú til húsa í grunnskólanum — sem ekki er aflögufær um frekara hús- næði nema síður væri. Ólafur Rut Magnúsdóttir, 16 ára, leilnir í píanó. Snorri Hergill, 7 ára, leikur i blokkflautu. Árni Isleifsson, kennari, og Magnús Magnússon, skólastjóri. Garðveizla í góðu veðri er ætíð vinsæl, jafnt meðal ungra sem eldri. Þetta unga fólk nýtur bæði sólar og veitinga í sumarblíðunni austur í Neskaupstaö í síðustu viku. Ljósmynd Mbl. Krwtján. V atnsleysuströnd: Vilja reisa tvö refabú Vojjum, 18. maí. TVEIR aðilar vilja reisa refabú á Vatnslejsuströnd og hafa þeir sótt um stuðning til hreppsnefndar f þeim tilgangi. í öðru tilvikinu er um að ræða samstarf heimamanna og aðkomumanns, en í hinu er um að- komumenn að ræða. Munu refabú þessi væntanlega verða staðsett i landi Auðna og Breiðagerðis. Kúabúskapur er úr sögunni hér, en sauðfjárbúskapur er nokkur, að vísu á undanhaldi. Mikil aukning hefur orðið á öðrum sviðum, þ.e.a.s. stórt svínabú að Minni- Vatnsleysu og stórt hænsnabú að Hlöðversnesi. Þessi tvö fyrirtæki veita nokkra atvinnu, en sauð- fjárbúskapur er svo til eingöngu stundaður með annarri vinnu. Refabú munu eflaust skapa aukna atvinnu. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.