Morgunblaðið - 22.05.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.05.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 61 Móri sigraði nokkuð örugglega í 800 metrunum, knapi á honum er Arna Rúnarsdóttir. Á eftir Móra kemur Sindri en knapi á Sindra er Jón Ólafur Jóhannesson. Rúnarsdóttir. Annar varð Sindri Jóhannesar J. Jónssonar á 65,5 sek. Knapi var Jón ó. Jóhannes- son. Það er athyglisvert að báðir þessir hestar hafa ekki verið í fremstu röð áður á þessari vega- lengd og verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera í sumar. í þriðja saeti varð svo Reykur Harðar G. Albertssonar á 65,6 sek. Knapi á honum var Kolbrún Jónsdóttir. í 350 m stökki sigraði Túrbína eftir frábæran endasprett og er greinilegt að hún verður í fremstu röð í sumar. Tími Túrb- ínu var 25,6. Eigandi er Örn Kjærnested en knapi var Kol- brún Jónsdóttir. í öðru sæti á sama tíma, en sjónarmun á eftir, varð Örvar en eigendur hans eru Halldór Guðmundsson og Róbert Jónsson. Knapi var Anna Dóra Markúsdóttir. í þriðja sæti varð svo Blakkur Róberts Jónssonar á 25,9 sek. í folahlaupinu sigraði Hylling á 18,8 sek. Eigandi og knapi Jón Ó. Jóhannesson. Annar varð Skúli Arngríms Magnússonar á 19,2 sek. en knapi á honum var Jón Ó. Jóhannesson og í þriðja sæti varð svo Grettir á 19,3 sek. Eigandi og knapi var Arna Rún- arsdóttir. Allt eru þetta ung og óþekkt hross sem kepptu í fola- hlaupinu og lítið hægt um þau að segja svona í upphafi keppnis- tímabilsins. Að lokum er rétt að fara nokkrum orðum um framkvæmd kappreiðanna, en þeir Fáksmenn eru búnir að sanna það, að hægt er að halda hestamót með öllum dagskrárliðum tímasettum og láta allar tímasetningar stand- ast, en það var einmitt það sem þeir gerðu núna og vel það því oft náðu þeir því að vera á undan áætlun. Mættu fleiri taka upp vinnubrögð sem þessi. VK. FITUBANINN KIAS Adeins 2-3 töflur 1/2 tíma fyrir máltið, gefur fyllmgu þannig ad þu borðar ekki meira en þu þarft. INNIHELDUR einmg, Prótein og jurtaefni Nú fáanlegt í Apótekum og matvöruverslunum um mest allt landid Verö kr. 107,25 Fæst í Hagkaup, Skeifunni 15. Sýning í Listasafni Alþýðu: „Hvíta stríðið“ — at- burðirnir í Reykja- vík í nóvember 1921 Pétur Pétursson. 10. sp. Hvaða forsendur voru þeim gefnar, sem unnu þessar athuganir? Það skiptir að sjálsögðu megin- máli hvaða forsendur þessir aðilar gefa sér við vinnslu slíkra athug- ana. Því var það hálfkátbroslegt, þegar fyrirsvarsmaður forstjóra M.B.F. lýsti því fjálglega yfir á að- alfundi Sambands sunnlenzkra sveitarfélaga um daginn, að það væri mun hagkvæmara að keyra alla mjólkina beint vestur yfir heiði, vinna hana og pakka þar, og flytja hana síðan aftur austur, í stað þess að framkvæma þetta hér og senda síðan mjólkina beint í dreifingu á Stór-Reykjavíkur- svæðið. Slíkar niðurstöður má ef til vill fá, gefi maður sér vissar forsendur. Þá sagði þessi sami maður einnig, að hjá M.B.F. yrði engin atvinnuaukning á næstunni, þeir gætu rétt haldið í horfinu. Mér varð á að hugsa hvort næsta kreppa væri skollin á. Hvað varðar Sláturfélag Suður- lands, þá er sjálfsagt að þakka það, sem þau samtök bænda hafa gert til aukinnar atvinnu hér á Selfossi, en betur má ef duga skal. Það er sama upp á teningnum hjá S.S. og hinum, stórframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Reykjavíkur- svæðinu, því flytja á alla full- vinnslu kjöt- og sláturafurða fyrirtækisins inn i Laugarnes í Reykjavík og byggja yfir þetta allt þar. Þar eru þeir nú að byrja að byggja mjög stórt frystihús, en óákveðið er með frekari fram- kvæmdir á næstunni, eftir því sem Jón H. Bergs forstjóri S.S. upp- lýsti á aðalfundi Sambands sunn- lenzkra sveitarfélaga fyrir stuttu. Ennfremur sagði hann að til stæði að endurnýja og flytja sútunar- verksmiðju félagsins. Hvert hún yrði flutt væri ennþá ekki ákveðið en til greina kæmi að flytja hana hingað austur, ef fjármagn og að- staða fengist. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar bæjarráð Sel- foss samþykkti að bjóða aðstöðu hér. Og auðvitað er það sjálfsagt að tilskildri nauðsynlegri athugun á vörnum gegn mengun, sem slík- um iðnaði er samfara. En geta stjórnendur Selfossbæjar aldrei átt frumkvæðið að aukningu at- vinnutækifæra á staðnum? Núna fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar eru því allir stjórnmála- flokkarnir með sútunarverk- smiðju á stefnuskrá sinni. Hvað nýtt hefðu þeir getað boðið í at- vinnumálum, ef Jón H. Bergs hefði ekki komið á aðalfund Sam- bands sunnlenzkra sveitarfélaga? Þeir hefðu engum stórfyrirsögn- um getað slegið upp um möguleika á sútunarverksmiðju, kjötúr- gangsverksmiðju né fóðurmeltu- framleiðslu. En takið eftir, allt er þetta úrgangsvinnsla nema sútun- in. Og mikið er þetta nú sláandi dæmi um hve lítið frumkvæði bæjaryfirvöld hafa í atvinnumál- um. Allt væri þetta nú gott og bless- að ef fengist, en gætum við ekki einnig fengið hingað á Selfoss eitthvað af fínni kjötvinnslunni svo sem pðkkun á neytendaum- búðir, pylsu- og sláturgerð. Það er allt til umræðu sagði Jón H. Bergs, ef hægt væri að útvega fjármagn og aðstöðu fyrir fram- kvæmdirnar. Því ekki að láta Jón H. Bergs standa við ummæli sín, með því að hjálpa honum að útvega fjármagn og aðstöðu fyrir kjötvinnslustöð- ina hér á Selfossi. Því eins og hann sagði um rekstur fyrirtækis eins og S.S., þá væri „sentraliser- ing“ nauðsynleg, með öðrum orð- um að sem stærstur hluti rekstr- arins sé á sama stað. Með þessu fengi S.S. tækifæri til að byggja yfir alla sína starfsemi kjöt- vinnslu, dreifingu og annað á Sel- fossi, í næsta nágrenni við stærstu sláturhús sín. Er það ekki einmitt „sentralisering", Jón? ÖIl starf- semin á einum stað, þið ætlið hvort eð er að endurnýja þetta allt og byggja nýtt inni í Laugarnesi í Reykjavík. Annað eins tækifæri fæst ekki aftur fyrir S.S. til eins stórkostlegrar „sentraliseringar" í rekstri sínum. Ef við í samtökum óháðra kjósenda á Selfossi fáum brautargengi í komandi kosning- um munum við beita okkur fyrir því að hefja strax viðræður við S.S. um slíka framkvæmd mála og ennfremur að athuga hvort ekki er möguleiki á að breyta fyrirhuguð- um framkvæmdum við mjólkur- stöð Mjólkursamsölunnar Selfossi í hag, þannig að M.B.F. fái a.m.k. hluta þeirrar vinnslu sem þar á að vera. Selfossi, 18. maí 1982, í DAG, laugardaginn 22. maí, verður opnuð í Listasafni Alþýðu, sýning á vegum Sögusafns verkalýðshreyf- ingarinnar. Nefnist hún „Hvita stríðið — atburðirnir í Reykjavík, nóvember ’21“. En nú nýlega hefur Pétur Pét- ursson verið með þætti í útvarpinu um mál þetta og hafa þeir vakið mikla athygli. Hefur Pétur viðað að sér miklu efni um þessa atburði og er sýningin byggð á þeim gögn- um. Hvíta stríðið kallast atburðir þeir, er áttu sér stað í Reykjavík í nóvembermánuði 1921 þegar vísa átti úr landi rússneskum dreng vegna augnsjúkdóms. En Ólafur Friðriksson, helsti forystumaður reykvískrar alþýðu á þessum ár- um, hafði komið með drenginn frá Rússlandi. Neitaði Ólafur að verða við kröfum yfirvalda og urðu átök mikil milli stuðningsmanna Ólafs og lögregluyfirvalda sem höfðu boðið út mikið lið sér til aðstoðar. Mikil eftirmál urðu af máli þessu, fangelsanir og málaferli. Sýningin sýnir í myndum og texta gang mála, aðdraganda þeirra og eftirmála. Sýningin verður opin alla daga frá 14—22 til og með 30. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.