Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 17
« MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 65 vinsæl, að ég hef hitt á það sem fólk hefur viljað segja." Búinn að gleyma vínbragðinu „Annars er ég ekki einn í þessu. Asi í Bæ hefur til dæmis gert margt gott, enda hefur hann verið mikið til sjós og veit hvað hann syngur. Svo finnst mér margt sniðugt á nýju plöt- unni hans Guðmundar Rúnars, sem mér finnst ekki hafa fengið nógu mikla athygli. Persónulega fagna ég allri samkeppni í þess- ari íþrótt. Ég hef oft verið að hugsa um að fara einn góðan túr með hressri áhöfn til að semja lög á ekta sjómannaplötu og fá svo kannski áhöfnina með mér í stúdíó á eftir. Margir bestu kór- arnir okkar eru nefnilega úti á sjó þar sem enginn heyrir í þeim. Heldurðu að það yrðu bakraddir, maður?" — I sjómannasöngvum þínum kemur brennivínið mikið við sögu. Þykir sjómanninum gott í staupinu? „Það hefur alltaf verið sagt að sjómenn séu blautir. Persónu- lega held ég að fólk í landi drekki miklu meira. Sjómenn eru kannski hálfan mánuð á sjó og stoppa svo í landi einn eða tvo daga og fá sér þá neðan í því. Það er þá sem fólk sér þá, en ekki þegar þeir eru að vinna á sjónum. Annars hef ég sjálfur ekki verið neitt sýnishorn af fyrirmyndar lifnaðarháttum um dagana. Fyrir þremur árum hætti ég að drekka og hef ekki smakkað það siðan. Satt að segja er ég búinn að gleyma hvernig það bragðaðist og langar ekki að rifja það upp. Mitt fyrra líf var eins og eyðimerkurganga í myrkri. Það er eins og hvítt og svart hvað mér líður miklu betur í dag. Þessi ömurleiki var næst- um búinn að drepa alla mína lífslöngun. Nú finn ég loksins aftur hvað það getur verið gott að lifa lífinu." Bádum faðirvoriö frammi í lúkar — Hvað olli þessum sinna- skiptum? „Ég var eins og svo oft illa haldinn eftir drykkju og hringdi í lækni. Hann var ekki við, en gamall prestur sem svaraði í símann bað svo kröftuglega fyrir mér að ég hætti að drekka. Svo hefur konan mín, hún Þóra, styrkt mig mikið í baráttunni við brennivínið. Trúin hefur allt- af verið mér nauðsynleg, en samt aldrei eins og þegar ég lagði hann Bakkus að velli. Mamma kenndi mér að trúa í gamla daga og líklega væri ég dauður ef ég hefði ekki kynnst trúnni. Eitt atvik líður mér seint úr minni. Það var vetur og ég var á nafna mínum, Gylfa frá ísafirði. Þegar við tókum baujuna var ágætis veður, en hálftíma seinna var veðrið orðið svo brjálað og ísingin svo mikil að Oli skip- stjóri skipaði okkur að draga allt í haug inn á dekk og fara í björg- unarbelti. Freyja frá Súðavík sökk þarna á svipuðum slóðum og öll áhöfnin fórst með henni. Við hásetarnir fórum allir frammí lúkar og báðum Faðir- vorið á heimleiðinni. Trúin skað- aði okkur ekki í þetta sinn, svo mikið er víst.“ Þegar við höfum spjallað sam- an góða stund og tæmt kaffi- krúsirnar, sýnir Gylfi okkur olíumyndir af hinum ýmsu skip- um og bátum: „Þetta mála ég fyrir skipstjóra og útgerðar- menn á Suðurnesjum. Ég mála svona mynd og mynd af bátun- um þeirra. Ég hef ofsalega gam- an af þessu og þeir svíkja mig ekki, kallarnir, enda hafa þeir gaman af að eiga mynd af bátn- um sínum." Gylfi gengur með okkur um íbúðina og sýnir okkur m.a. eitt forláta orgel útí horni stofunnar: „Hérna í horninu sem ég nú lög- in mín og biðst fyrir. Þetta er gott horn. Og þessa mynd málaði ég þegar ég hætti að drekka," segir hann og bendir á mynd af frelsaranum sem hangir yfir orgelinu góða. Gylfi er maður hreinskilinn og blátt áfram. Áð- ur en við kveðjum sýnir hann okkur þann heiður að leika fyrir okkur Bach á orgelið um leið og hann tottar pípuna af innilegri áfergju: „Þessa pípu gaf hann Þórir Baldurs mér. Hún er nú full þung, blessunin, og það tek- ur í að hafa hana um borð. En hún er góð, það getið þið reitt ykkur á.“ - G.Sv. „Báturinn er gerður út frá Stykkis- hólmi en við komum frá Grundar- firði. Við erum bara að leika okkur á þessum báti.“ Ég held ég vildi ekki skipta á þessu og einhverju starfi í landi, mér finnst ég ekki vera að missa af neinu þegar ég er úti á sjó.“ — Hvernig verður sjómanna- dagurinn? „Ég fer yfirleitt í sjómanna- messu á þessum degi. Ég held að presturinn ætlist beinlínis til þess af okkur, við komum svo sjaldan. Það er ekki af því að við séum trúlausir. Nei, það er langt frá því. Þetta á nú að vera hátíðisdagur og ég hef alltaf litið á sjómannadag- inn sem hátíð. Það er verst að þetta skuli alltaf vera á sunnu- degi, því Islendingar eru nú þann- ig að þeir grípa í Bakkus þegar eitthvað stendur til. Hvernig er það, eigið þið blaðamenn nokkurn frídag, eða helgi eins og verslun- armenn?" — Ertu frá þér, maður? „Nú, þá held ég bara að það færi best á að við kæmum okkur upp einni góðri helgi í sameiningu. Það mætti slá þessu fríaveseni öllu saman og gera eina allsherjar vit- lausumannahelgi úr því.“ — Ætlar þú að stunda sjóinn lengi enn? „Enginn veit sína ævina ..., laxi minn. Ég stefni bara að því að vera á sjó á meðan ég stend í fæt- urna.“ — g.sv. Feröaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavík, Sími: 28633 Fullyröa má, aö þetta sé einhver sú glæsilegasta glstiaöstaöa sem islendingum stendur til boöa í ár. BROTT- FARAR- DAGAR: 15. júní, lau* sæti, greiöslukjör. 6. júlí, örfá sæti laus. 27. júlí, fullbókaö, biölisti. 17. ágúst, fullbókaö, biölisti. 7. september, örfá sæti laus. 28. september, laus sæti. Nánari upplýsingar ásamt myndbandi (videó) á skrifstofu okkar. AMSTERDAM Viö bjóöum sérstaklega ódýrar feröir til þessarar faliegu og glaöværu borg- ar. Amsterdam er oft kölluö Feneyjar norðursins, vegna hinna ótal síkja, en hún er einnig þekkt sem blómapara- dís og mikil verslunarborg. Hafið samband viö skrifstofu okkar og fáiö nánari upplýsingar um verö. PARÍS Einstaklega ódýrar vikuferöir til Parísar 19. maí og 26. maí. Dvaliö veröur á Hótel St. Jaques, sem er mjög gott fjögurra stjörnu hótel, staösett rétt viö Latínuhverfiö. Fararstjóri er Emil Eyjólfsson, en hann bjó lengi í París og er borginni þaulkunnugur og reyndur leiösögumaöur. Verö kr. 6.800.-. (gengi 4/6). Innifaliö í veröi: Flug, akstur frá flugvelli til hótels og til baka, gisting meö morgunveröi og íslenskur fararstjóri. Nánari áætlun meö kynnis- og skoöunar- feröum á skrifstofu okkar. MALLORCA Viö bjóöum lúxusvillur og íbúöir viö paradísarstaöinn Puerto de Andraitx á Mallorca. Þetta litla þorp heitir Mini-Folies og býöur uppá allt þaö sem hugur feröamannsins girnist, svo sem tvær sundlaugar og eina barnalaug, diskótek og næturklúbb, frábæra útvistar- og sólbaösaöstööu, veitingastaöi og bari, fjóra tennisvelli, leikfimisali og sjónvarpssal, ein- staklega góöa útvistar- og leikaöstööu fyrir börn á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.