Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 ást er... ... að vona að hann sé brosandi r og hamingjusam- ur. TM Rag U.S. Pat. Off -1« rlghts reserved •1M2 Loe Angete* Tkrwe Syndtcate !> Maðurinn í símanum er að biðja um að fi aftur sýnishornið af fata- efnunum, sem þú hafðir fengið beim með þér um daginn? Siðan þú hiettir að slá öskuna af vindlunum þínum út um allt, er bara ekkert umræðuefni lengur til á þessu heimili? HÖGNI HREKKVÍSI „ZJÁPU, ÞARNA Ef? LEyNHÓLF/P HANS." ..Alltaf fjölgar verkamönn- I víngarði Bakkusaru Uppbygging — niðurrif Eitrið er sterkt. Þeim fjölgar alltaf verkamönnunum í víngarði Bakkusar. Þar er ekki atvinnuleysi. Og ekki hótað verkföllum þótt kaupið sé lágt. Ótrúlegasta fólk er þar að verki. Jafnvel ritstjóri Vísis & Co. tek- ur sér skóflu í hönd og gerir lítið úr ábendingum heilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna og ræðst að fjármálaráðherra fyrir að stöðva einn dag brennivíns- baðið meðal þjóðarinnar og létta um leið stórum áhyggjum af foreldrum og lögreglu um allt land. Það er ekkert tiltökumál, þótt allskonar ólæti og uppi- vaðsla sé í gróðurreitum fagurra sveita, sbr. Húsafell. Nei, þá lok- ast augun. Það er bara þessi nýja „áfengismenning" sem nú þegar tröllríður heilbrigðri hugsun á hverjum bæ, sem „menningarvitar" okkar vilja efla. Og þó er verið að auglýsa eftir reglusömum mönnum í störf um leið og allt stefnir í áttina að fækka þeim. Hver tal- ar um reglusemi þegar áfengið er annars vegar. Hver treystir þeim sem byggir tilveru sína á flöskunni? Óg svo hamast menn í víngarðinum, jafnvel minni spámennirnir fá birta af sér mynd í blöðunum til að ávíta fjármálaráðherra fyrir að reyna að hafa vit fyrir fólkinu. Það duga engin bönn segja sumir. En ég spyr, hvað dugar? Vilja Megi friður og frelsi hvar- vetna ríkja Kæri Velvakandi! „Ég hlusta oft á „Morgunorð" á morgnana. Þar koma margir fram og segja margt fallegt og athyglisvert, það eru oft orð í tíma töluð. Eitt er það sem mér finnst mikið á skorta, þar er aldrei beðið fyrir friði, þó ætti friðarhugsjónin að vera ofarlega í hugum okkar allra, og sér- staklega þegar svo víða í heim- inum er barist og börn jafnvel drepin. Ég vona að það fólk sem talar í „Morgunorði", taki nú upp málstað friðarins í heimin- um og biðji þess að friður og frelsi megi hvervetna ríkja í veröldinni." þessir góðu menn svara því. Ef þessir verkamenn Bakkusar ynnu jafn vel í framtíðargarði þjóðfélagsins og byggðu þar upp græðireiti til varanlegrar gæfu, þá væri vel, en það er nú eitt- hvað annað, því þeir sem þar leggja drjúgan skerf mega ham- ast við að tína þar upp flösku- brot eftir umgengni sem alltaf er afsökuð, jafnvel af þeim sem eiga að vera fyrirmyndir. Og svo er talað um menningu, og enn spyr ég, hvar er hún? Uppeldisáhrif vínveitingahús- anna, sem eru vöggustofur margra ógæfumanna, koma greinilega í ljós þegar lokað er fyrir áfengisveituna og þá kem- ur hljóð úr horni, en þeim finnst minni þörf að kvarta þó lokað sé fyrir vatnið um stundarsakir. Brennivín brjálar minni, segir Hallgrímur Pétursson. Þetta vita verkamenn í víngarði Bakk- usar og hamast við að moka — gróðursetja á sína vísu. — Hvernig verður svo afrakstur- inn t.d. um næstu aldamót. Við vitum að svo sem menn sá svo uppskera þeir. Það er lögmál lífsins. Við vitum líka að óþörf eyðsla eykst eftir því sem áfeng- isdrykkja vex. Og á þessu á þjóðfélagið að springa. Ein- hvern tímann verður mælirinn fullur. Og drottinn minn að varða þannig veg framtíðarinn- ar fyrir næstu kynslóðir. Hvílík- ur arfur. Mér verður hugsað til Akra- ness. Þessa síupprennandi bæj- ar að mannfjölda. Þar var nú talið nauðsynlegra að koma upp brennivínsbúð en öðru því sem sönn menning væntir. Talið nauðsynlegra að leggja gildrur fyrir veikbyggða samferðamenn en bæta ýmislegt sem betur mætti fara. Ósjálfrátt renna um hugann nöfn sem í fararbroddi stóðu fyrir nokkru um grósku- samt menningar- og skemmtanalíf, fegri bæ, ég sé í huganum menn eins og Bjarna Ólafsson skipstjóra, Pétur Ottesen, Ólaf B. Björnsson, Jón Árnason, Sveinbjörn Oddsson, Jón Sigmundsson og ótal fleiri. Hvað skyldu þessir menn segja ef þeir mættu nú horfa yfir. Mér detta í hug orð Jónasar Hall- grímssonar: „Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá.“ En eigum við nú ekki að snúa við blaðinu og fara verulega að hugsa fyrir framtíðinni? Þetta niðurrif gengur aldrei til lang- frama. Það vita allir og ekki síst ráðamenn þjóðarinnar að í dag þarf allt annað en áfengisflóð og eiturefna til að baða þjóðina í. Þeir vita að stuðla þarf að holl- ari hugsunarhætti og byggja upp hvern einstakling, þannig að hann verði virkur í uppbygg- ingu þjóðarinnar á hverjum vettvangi. Kröfugerðin er orðin slík að þjóðfélagið skelfur í dag og sú sorglega staðreynd er að allt er notað bæði neyðin og annað til að koma „sínurn" mál- um fram, þ.e. fá meira fé í alla þessa eyðslu. „ísland allt“ var kjörorð vakandi þjóðar eftir aldamót. Er ekki kominn tími til að endurvekja þetta hugarfar og árangurinn lætur ekki bíða eftir sér. Og fyrsta skrefið er að fækka öllum þessum sjálfboða- liðum í víngarði Bakkusar, láta þá hætta að moka þarna sjálfum sér til tjóns og þjóðinni til vansa. Eftirleikurinn verður þá léttari. Þjóðfélagið fær þann lífskraft sem það vanhagar mest um í dag og þá mun aftur morgna. Árni Helgason V ísa vikunnar afur R. Grímsson í Þjóðvjljagrein: leð slíka bresti lifir igin ríkisstjórn lengi Á stjórninni greinum mikinn mun, hún missti kinnaroða, því kommar fengu fylgishrun og framsókn er með doða. Hákur Sigríður G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.