Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 Sextugur: Ólafur E. Stefáns- son nautgriparækt arráðunautur Ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur verður sextugur nú á mánudag 7. júní. Þó að ekki sé það hár aldur og síst sjái á manninum á hann þegar að baki svo lángt og giftudrjúgt starf að vert er þess að minnast. Ólafur er fæddur á Eyvindar- stöðum á Álftanesi, sonur merkis- hjónanna Stefáns Jónssonar frá Flatey og Hrefnu Ólafsdóttur, bónda á Þórustöðum i Bitru á Ströndum, sem lengi bjuggu á Ey- vindarstöðum. Ólafur er alinn upp við búskap en það er mikill styrk- ur fyrir mann í hans starfi. En það sem meira er, hann hefur orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi þrátt fyrir störf fyrir alla bændur landsins, að þurfa nánast ekki að fara að heiman, nema til þess að afla sér menntunar, því að enn býr hann í föðurtúni að Tjörn á Álfta- nesi, þar sem þau hjón byggðu sér fagurt býli á bakka Bessastaða- tjarnar. ólafur stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þar stúdentsprófi árið 1943. Hann lagði einn vetur stund á nám í ensku og þýsku við Háskóla Is- lands og lauk í þeim greinum fyrsta stigsprófi ásamt cand. phil. prófi. Þá fór hann til búnaðar- náms við Edinborgarháskóla og brautskráðist þaðan með B.Sc. prófi í búfræði 1947. Eftir heimkomuna gerðist hann ráðunautur hjá Sambandi naut- griparæktarfélaga í Borgarfirði um tveggja ára skeið og var síðan önnur tvö ár ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Kjalarnesþings. Árið 1952 réðst Ólafur E. Stef- ánsson til Búnaðarfélags íslands sem nautgriparæktarráðunautur og tók við því mikilvæga starfi af Páli Zóphóníassyni, sem þá varð búnaðarmálastjóri um skeið. Árið 1964 gegndi Ólafur starfi búnaðarmálastjóra í forföllum Halldórs Pálssonar. Ólafur hefur gegnt margháttuðum trúnaðar- störfum í þágu landbúnaðarins, hann var í Tilraunaráði búfjár- ræktar um árabil og síðan í Til- raunaráði landbúnaðarins frá stofnun þess árið 1965 og til þessa árs. Hann hefur verið í stjórn Bændahallarinnar sem fulltrúi Búnaðarfélags íslands frá upphafi og er nú formaður hennar. For- maður kynbótanefndar nauta- stöðvar Búnaðarfélags íslands frá stofnun stöðvarinnar og hafði for- ystu um stofnun hennar og síðar formaður kynbótanefndar í nautgriparækt. Þá var hann í und- irbúningsnefnd að stofnun Sótt- varnarstöðvar vegna innflutnings á holdanautastofni frá 1972 er lög- um um innflutning búfjár var breytt og síðan í stjórn Sóttvarn- arstöðvarinnar í Hrísey, enda hef- ur Ólafur, bæði fyrr og síðar, verið ötull baráttumaður fyrir bættri nautakjötsframleiðslu. Nú á þessu ári sá Ólafur árang- ur erfiðis síns í margra ára bar- áttu fyrir því að stofnuð yrði rannsóknastöð mjólkuriðnaðarins, sameiginleg fyrir öll samlögin í landinu. Slík stöð er nú orðin að veruleika og var Ólafur fenginn til að taka að sér formennsku í stjórn hennar og sýnir það með öðru hvers trausts hann nýtur. Ólafur hefur nú um mörg und- anfarin ár verið skrifstofustjóri Búnaðarþings og gegnt því eril- sama starfi með ágætum. Auk þess sem nú hefur verið tal- ið upp hefur Ólafur gegnt fjöl- mörgum nefndar- og stjórnar- störfum, kjörinn af félögum eða skipaður af stjórnvöldum. Öllum sem honum er trúað til gegnir hann af þeirri trúmennsku og nákvæmni sem honum er eðlislæg. Búskapur á íslandi hefur alla tíð verið fyrst og fremst kvikfjár- rækt. Af kvikfjárræktinni hefur nautgriparæktin lengi skilað gild- um helmingi framleiðsluverðmæt- is búfjárafurða. Búnaðarfélag Is- lands hefur nú haft búfjárrækt- arráðunauta i þjónustu sinni í 80 ár eða síðan 1902. Þeir hafa veitt leiðbeiningar um fóðrun, hirðingu og kynbætur búfjárins. En það sem meira er um vert er að þeir hafa haft forystu um að skipu- leggja ræktunar^törfin með fé- lagslegum átökum. Með því að vinna að stofnun og viðgangi hinna fjölmörgu búfjárræktarfé- Engin venjuleg hljómtæki S 105 OPTONIKA Það þarf mörg orð til þess aó lýsa þessari frábæru samstæðu, svo hér verður ein- göngu stiklað á stóru. MAGNARI 2X50w (sínus). Beint tengdur ,,DC" Örtölfustýröur, (engir þræði). Hljóðminni. Rafstýrðir snertirofar. ÚTVARP FM — AM — LW. Örtölvustýrt. Ouartz læst. Sjálfvirkur leitari. Fast stöövaval. Þráðlaus fjarstýring: Með henni nýtur þú þægilegrar tónlistar, þaðan sem þú situr — og stjórnar öllum eiginleikum hennar. — Þægilegt líf, ekki satt? KASETTUTÆKI Örtölvustýrt. Rafstýrðir snertirofar. Dolby/Metal. Lagaleitari FLÖTUSPILARI 2ja mótora. Algerlega sjálfvirkur. Beint drifinn. Rafstýrðir snertirofar. HÁTALARAR 60w hver. 3 hátalarar í boxi. Bassaendurkast. í tilefni SHARP vikunnar bjóðum við S 105 samstæðuna frá OPTONIKA x á greiðslu- kjörum sem flestir ættu að ráöa við: Utborgun kr. 5000.— og eftirst. á 8 mán. HLJÐMBÆR HLJÐM'HEIMIUS'SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 SHARP VIKAN 7.6.-12.6. laga og byggja upp landskerfi þeirra. Ólafur hefur nú veitt nautgripa- ræktinni forystu í rétt 30 ár og lengur en nokkur annar. Árangur- inn sem náðst hefur er mikill. Um 1950 voru færðar skýrslur yfir ná- lega 12.400 kýr hjá nautgripa- ræktarfélögunum. Meðalnyt „árskúa" hjá félagsmönnum var þá um 2760 kg. og mjólkin hafði um 3,7% fitu. Nú eru færðar skýrslur um ná- lega 22.000 kýr og er meðalnyt „árskúa" um 3800 kg. með um 4,2% fitu. Nytin hefur á þessum 30 árum hækkað um 37% og fituein- ingum sem „árskýrin" skilar fjölg- að um nálega 56%. Þetta hefur náðst fyrir dugnað bænda, félagslega samstöðu og síðast en ekki síst vinnu ráðu- nauta og eiga Ólafur og sam- starfsmenn hans bæði hjá Búnað- arfélagi íslands og úr hópi hér- aðsráðunauta og annarra starfs- manna bænda ríkan þátt i þessu. Þegar Ólafur hóf störf voru nautgripasæðingar nýlega hafnar hér á landi. Með þeim sköpuðust aukin tækifæri til skipulegra kynbóta. Með djúpfrystingu sæðis var jfnvel stigið enn stærra skref. Nú nær hið félagslega kynbóta- kerfi til allra bænda hvar sem er á landinu, vilji þeir notfæra sér það. Afkvæmarannsóknir voru þá tæplega hafnar en nú eru þær að öllu leyti byggðar á hinu trausta félagskerfi, sem byggt hefur verið upp með samstilltu átaki fram- sýnna bænda og traustra forystu- manna. Eg hef nú farið allmörgum orð- um um Ólaf E. Stefánsson og nautgriparæktina en færri um manninn sjálfan, sem samt er ekki síður ástæða til. En Ólafur ann starfi sínu og ber ríkt stolt í brjósti fyrir hönd þeirrar atvinnu- greinar, sem hann hefur helgað krafta sína. Þá þykir honum mið- ur ef honum finnst á hana hallað eða hennar hlutur hafður minni en ástæða er til. Kemur mér þá sérstaklega í hug stöðug barátta hans fyrir því að auka rannsóknir í nautgriparækt, en þar hefur óneitanlega hallast á t.d. miðað við rannsóknir í sauðfjárrækt, hvað sem veldur? Ólafur er háttprúður maður, traustur, vel gefinn og samvisku- samur með afbrigðum. Hann er vel menntaður og vel að sér á sínu sviði og öðrum. Hann hefur næmt eyra fyrir góðu málfari og dettur engum í hug að þar þurfi að breyta stafkrók, sem hann hefur skrifað eða farið höndum um. Ólafur er maður skemmtinn í viðræðum og framsögn og sér vel það skoplega í hlutunum, en hátt- vísin ræður (næstum um of) yfir kímninni þannig að hún verður aldrei í háði. Það er rík ástæða til að þakka Ólafi E. Stefánssyni fyrir öll hans margháttuðu störf í þágu Búnað- arfélags Islands og bændastéttar- innar en þeim er engan veginn að ljúka. Ég þakka einnig fyrir öll holl ráð og hjálpsemi sem hann hefur sýnt mér frá fyrstu kynnum. Þar hefur ekki skugga á borið. Ég veit einnig að ég má mæla fyrir munn alls samstarfsfólks hans hjá Búnaðarfélagi íslands með sömu þakkarorðum. Ég sendi Ólafi, Þórunni og Önnu bestu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni þessa merkisafmælis. Jónas Jónsson AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMðTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.