Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 85 Bára Sigurðardótt- ir — Minningarorð Fædd 1. marz 1928 Dáin 31. maí 1982 „Vér sjáum hvar sumar rennur meA sól yfir dauöans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því óllu sem Drottinn gaf.“ (M. Joch.) Fregnin um slys og andlát Báru kom eins og reiðarslag. Það var svo stutt síðan við höfðum séð hana glaða og káta í okkar hópi, en það var á árshátíð félagsins í febrúar sl. Hún hafði sem svo margar stöll- ur hennar laðast ung að skáta- hreyfingunni, og starfaði þar í fjölda ára, fyrst sem ungur nýliði, þá flokksforingi, sveitaforingi, deildarforingi o.m.fl. í mörg ár hefur hún verið félagi í Félagi eldri kvenskáta. Hún var létt og kát, rösk og dugleg, það munaði um handtökin hennar, þegar mikið lá við. Það var einhver hressandi andblær sem fylgdi henni. Hún var hrein og bein og sagði afdráttarlaust það sem hún meinti, og þar með var það útrætt mál. Hópur okkar minnkar óðum, það er ekki nema ár síðan tvær fóru með stuttu millibili, og nú Bára með svo stuttum fyrirvara, að okkur setur hljóða. Þó er nú þetta það eina sem við vitum, að hópurinn fyrir handan á að stækka, en hópurinn hérna megin að minnka. Við vitum öll að við eigum einhverntíma að deyja, það er lögmál lífsins. En eigum við að hræðast það? Nei. Einn er sá er sigraði dauðann og sagði: „Sá sem trúir á mig skal aldrei að eilífu sjá dauðann. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Við skiljum ekki hinstu rök lífs og dauða. Það er sárt að sakna látins ástvinar, en það er ennþá sárara að horfa upp á kvalastríð hans við erfiðann sjúkdóm. í trú á Guð lærúm við að samgleðjast þeim, sem losna und- an þjáningum og geta „farið heim“. Efst í huga er þakklæti fyrir samferðaspor þau, sem við áttum saman í þessu jarðlífi. Þakklæti fyrir góðar minningar og sam- starf. Við trúum því að saman eigi leiðir eftir að liggja, þar sem kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi og vonin gefur byr undir báða vængi. Trúin myndar þá brú, sem tengir saman heimana. Guð gefur styrk-' inn. Við flytjum eiginmanni Báru, Guðmundi Péturssyni og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Með þökk og skátakveðjum frá Félagi eldri kvenskáta Memento mori — mundu að þú átt að deyja segir orðskviðurinn. Þrátt fyrir það kemur dauðinn alltaf á óvart og sérstaklega þegar manni finnst hann koma alltof fljótt að hrífa þá burt, sem maður elskar. Þannig er því einnig farið nú þegar við kveðjum Báru Sigurð- ardóttur, sem við vissulega höfð- um ætlað lengri lífdaga. Bára „okkar" eins og við kölluðum hana til aðgreiningar frá öllum öðrum Bárum. Framar eigum við þess ekki kost að lífga upp á hversdagsleikann með gamanlátum við Báru eins og okkur var svo tamt þegar við hitt- umst. Þó Bára væri í árum talið eldri en við þá varð þess aldrei vart að í andanum væri hún hóti eldri. Ef eitthvað var þá voru ung- æðislæti henni jafnvel tamari en okkur hinum. Bára var um margra ára skeið samstarfsmaður okkar í Vöru- markaðinum. Þar ávann hún sér traust og vináttu jafnt sam- starfsmanna og vinnuveitenda. Hún vann störf sín af samvizku- semi og vinnugleði og bar í öllu ekki síður hag fyrirtækisins fyrir brjósti en að væri það hennar eig- ið. Þannig fólk er gott að hafa í vinnu og slíku fólki er létt að vinna með. Björtu hliðarnar á til- verunni og hnyttileg tilsvör voru henni jafnan tiltæk og eru sum þeirra ennþá orðtök okkar. Hvern- ig getum við lifað betur en með því að létta hver öðrum lífið. Það gat Bára og gerði. Fjölskyldan var henni einkar kær, það fundum við glöggt. Eig- inmaður, börn, tengdabörn og ekki sízt barnabörn sjá nú á bak góðri eiginkonu, mömmu og ömmu, sem sannarlega unni þeim af heilum hug. Hún átti barnaláni að fagna og var hún mjög stolt af börnum sínum. Uppátæki barnabarnanna urðu tilefni margra skemmtilegra ömmusagna sem sagðar voru af þeirri græskulausu frásagnarlist sem henni var lagið. Við þökkum að hafa orðið þess aðnjótandi að kynnast góðri konu. Þakklátssemin er minning hjart- ans. A sorgarstundum eru orð svo ósköp lítil. Vissulega vildum við + KRISTJÁN KRISTINSSON fré Hrísay, Skúlagötu 58, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. júní, kl. 2.30. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Sigrún Þorléksdóttir. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR frá Leiðólfsstööum. Jófriöur Guðmundsdóttir, Kjartan Guömundsson, Ingiríður Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnar Guömundsson, barnabörn Valdimar Aöalstemsson, Ingibjörg Árnadóttir, Siguröur Björnsson, Friðgeröur Þóröardóttir, og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 eiga þau orð, sem sefað gætu sorg þeirra sem nú þjást vegna fráfalls Báru. Bænir okkar fylgja þeim og vinkonu okkar sem við nú kveðjum hinstu kveðju í þeirri fullvissu að þar sem góðir menn fara eru Guðsvegir. Ragnheiður Ebenezerdóttir, Stefán Friðfinnsson. Þáttaskil getum við kallað það, eða eitthvað annað, þegar dauðinn fer með engri miskunn um mann- lífið. Við vitum þó, að þar sem er líf, þar fer einnig dauði. Við vitum líka, að það er engin upphugsuð vizka eða speki, að dauðinn fylgi lífinu eins og nóttin deginum. Það er lögmál, sem við komumst ekki framhjá. Það er inntak þess lífs, sem við lifum og allir þekkja af eigin raun. Okkar tiltækasta vörn gegn þeim aðskilnaði og sársauka, sem dauðinn veldur, er gjarnan sú, að við vefjum hugblæ minn- inganna þétt saman og reynum þannig að standast sviptingarnar í klökkum barmi, svo okkur beri ekki af leið í nepjunni, sem fylgir því, að dauðinn tekur lífið. Hið mannlega í fari okkar ber okkur stundum ofurliði. Þá kemur í ljós að við höfum ekki lært þá lexíu, sem til var ætlazt, eins og lífið kveður á um. Við þurfum þess vegna að læra betur á meðan enn- þá vinnst tími til. Ef til vill hefir Bára komið auga á það á sínum tíma, að það er hverju ungmenni örlagarík stund, þegar það stendur andspænis ómótuðum lífsferli sínum og kemst ekki hjá því að velja sér leið inní mannlífið. Ungmennið á aldr- ei annan kost en þann einan að stíga inní framtíðina, móta líf sitt og taka sér stöðu í þeim reit, sem það telur sér við hæfi. Bára hlaut þá fögru dyggð í vöggugjöf, að vilja jafnan láta gott af sér leiða. Ef til vill var það líka þess vegna, sem hún ung að árum tók mið af skátahreyfingunni, sem þá stóð með miklum blóma á íslandi. Hver sem ástæðan var fyrir því, þá varð hún skáti. Starfaði mikið og vel nær allt sitt líf sem slík, beint og óbeint. Hún var skátahreyfing- unni hinn mesti styrkur. Innan hennar spann hún sína örlaga- þræði. Þar fann hún æsku sinni farveg í farsælu starfi og ljúfum leik. Hún var tápmikil stúlka, djörf í framkomu og með afbrigð- um úrræðagóð. Henni féllust aldr- ei hendur á stórum mótum eða í erfiðum útilegum, þó að allt væri komið í harðan hnút, vegna óveð- urs eða annarrar uppákomu. Hún gat furðu lengi tínt upp byrði af veikbyggðari herðum og lagt á eig- ið bak í áfallasömum útilegum. í skátafélagsskapnum fann Bára eiginmann sinn, Guðmund G. Pét- ursson. Guðmundur var ekki bara „hjálp í viðlögum", þótt hann kenndi það vítt og breitt um land- ið sem erindreki Slysavarnafé- lagsins. Hann var traustur og góð- ur skáti á þeirri tíð, og var oftast læknir á stærri eða smærri skáta- mótum, ef við höfðum ekki alvöru- lækni. Auðvitað var gert gys að hómópatanum. Öðruvísi gat það ekki verið. Enginn sjúklingur þorði að nota lyfin hans, fyrr en hann var meðvitundarlaus, var t.d. sagt, og síðan önnur álíka vizka. Þau voru bæði mjög glað- vær, Mummi og Bára. Það var ekki alltaf hljótt í tjaldinu þeirra og margir þóttust eiga þangað erindi. Það jók á gleðina. Þá mátti heyra það um langan veg, hvar í tjaldi þau voru. Þetta voru dýrðarinnar dagar, dagar æskufólks með vonir og fögur fyrirheit í barmi. Brauð- stritið víðs fjarri. Hver daguc rann upp með bros á vör og nóttin næstum engin. — En allir dagar eiga kvöld og mannsævin einnig. „Allt er hljótt./ Guð er nær.“ — Við kveðjum kæra skátasystur, með heilli þökk fyrir það sem hún var hverju og einu okkar. Döpur í huga signum við nú gröf hennar og biðjum öll guðdóminn, af alhug, að taka mildum tökum særða sál hennar og veita henni brautar- gengi á ókunnri vegferð. Með skátakveðju. Skarphéðinn Össurarson Legsteinn er varanlegt minnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Aliskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEG! 48 SM 76677 ÞAÐ BYÐUR ENGINN BETRA VERÐ! Fl ■ ■■^Ódýrasti feröamátinn ^ J^SÉRGREIN ÚRVALS u > O DO < O c J3 m z o DD m H JJ > < m 33 O Odýrasti ferðamátinn SÉRGREIN ÚRVALS 3ILL LUXEMBORG Brottför: 7., 14., 21. maí og siöan alla miövikudaga frá og með 26. maí til og með 29. sept. Heimkoma: Eftir 1, 2, 3 eöa 4 vikur aö vild farþega. Ath.: Bifreiöar veröa einungis stað- festar eftir flokkum, ekki eftir tegund- um. verö pr. mann 1 vika: 2 vikur: ) vikur 4 vikur Flokkur A: 1 i bifr. 4.517 5.693 6 870 8.045 Fiat 127 2 í m 3.930 4 517 5.105 5 693 Fiat 126 3 í 3.733 4.125 4.517 4.910 4 i • 3.635 3.930 4.223 4 517 Flokkur B: 1 i bifr. 4 650 5.957 7.265 8 573 Ford Fiesta 2 í 3.995 4.650 5.303 5.957 VW Polo 3 í 3.777 4 213 4 650 5.085 4 i 3.668 3.995 4 322 4.650 Flokkur C: 2 i bifr. 4.298 5.255 6.212 7.170 Ford Escort 3 í m 3.980 4.617 5.255 5.893 Opel Kadett 4 í » 3 820 4.298 4.777 5.255 Flokkur 0: 2 í bifr. 4 490 5.640 6.788 7.937 Ford Taunus 3 i 4.110 4.873 5.640 6.405 Opel Ascona 4 I - 3.916 4 490 5.065 5.640 Flokkur E: 2 í bifr. 4 617 5.893 7 170 8 455 Station bílar 3 í n 4 192 5043 5.893 6 744 4 i 3.980 4 617 5.255 5.893 5 í » 3.852 4 362 4.873 5.283 Flokkur F: 2 í bifr. 4.810 6.280 7.744 9.210 Ford Granada 3 i m 4.320 5.298 6.280 7.255 Opel Record 4 i „ 4.075 4.810 5.543 6.280 5 i . 3 928 4.515 5.102 5.690 Flokkur G: 5 í bifr. 3.910 4.477 5.045 5.613 Ford Transit 6 í 3.815 4.288 4.760 5.235 7 i 3.747 4 153 4.560 4.964 8 i m 3 696 4 051 4.406 4.760 9 i 3 657 3.973 4.288 4.604 GLASGOW Brottför: Alla miövikudaga frá 19. mai til og meö 16. september. 1—4 vikur að vild. Hagstætt verö og ótakmark- aður akstur um Bretlandseyjar. Bíln- um má skila í London eöa aftur í Glas- gow. I tengslum viö „Flug og bíl“ býö- ur Urval gistingu um allar Bretlands- eyjar er greiða má hér heima. Varö pr. mann: 1 vika 2 vikur 3 vikur 4 vikur Flokkur 2: 1 í bifr. 4.548 6.092 7.636 8.562 Ford Escort 2 í , 3.776 4 548 5.320 5.783 3 dyra 3 í . 3.510 4.034 4.548 4.857 4 í . 3.390 3.776 4.162 4 394 Flokkur 3: 1 í bifr. 4.768 6.532 8.296 9.354 Ford Escort 2 i . 3.886 4.768 5.650 6.179 5 dyra 3 í . 3.592 4 180 4.768 5.121 4 i . 3.445 3.886 4.327 4 592 Flokkur 7: 2 i bifr. 4.180 5 356 6.532 7.238 Vauxhall 3 í . 3788 4.572 5.356 5.827 Cavalier 4 i . 3.592 4.180 4 768 5.121 5 i . 3.474 3.945 4.415 4.698 Flokkur 8: 2 i bifr. 4.291 5.577 6.864 7 636 Triumph 3 í . 3.862 4.719 5 577 6 092 Acclaim 4 í . 3.647 4.291 4.934 5.320 sjálfsk. 5 í . 3.519 4.034 4 548 4.857 FERÐASKRIFSTOFAN URVAL URVAL við Austurvöll. S.: 26900 — Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.