Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 * I minningu skálds Archibald MacLeish — Stutt æviágrip — Archibald MacLeish er nýlega látinn í Banda- ríkjunum. Áttatíu og níu ára gamail — skáldið, leikritahöfundurinn, stjórnmálamaðurinn, emb- ættismaðurinn, ritgerðarhöfundur og þrefaldur Pulitzer-Terðlaunahafi. Archibald MacLeish fæddist í Glencoe í 111- inois-fylki árið 1892. Hann var snemma sett- ur til náms og lauk prófi frá Yale-háskóla árið 1915. Öll var hans æska áfallalaus. Hann var heilbrigður unglingur, stundaði íþróttir, gaf sig að félagsmálum og vann til verðlauna fyrir kveðskap sinn. Árið 1916 kvæntist hann æskuást sinni, Ödu Hitchcock, og ári síðar gaf Yale University Press út fyrsta ljóðakver hans „Tower of Ivory". MacLeish innritaði sig í lagaskóla Harward og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn árið 1919. Næstu þrjú árin praktiseraði hann í Boston, en þá tók hann sig upp með fjölskyldu sína og flutti búferlum til Parísar. Hann gerðist snemma gjaldgengur í bók- menntaklíku enskumælandi manna í París þessara ára, sem er gjarnan kennd við Ger- trude Stein, og þar brá fyrir ekki minni köll- um en T.S. Eliot, Ezra Pound, Sherwood And- erson, Thornton Wilder, Ernest Hemingway og Scott Fitzgerald. MacLeish sneri heim árið 1928 og sendi þá frá sér ljóðabókina „The Hamlet of A. MacLeish", sem fékk hinar ágætustu viðtökur. Nokkrum mánuðum eftir heimkomuna hélt hann í mikið ferðalag um Mexíkó og orti þaðan hinn kunna ljóðabálk Archibald MacLeish árid 1948. Eina kvæðið sem mun hafa verið þýtt eftir Archi- bald MacLeish á íslensku er „>ú, Andrew Marvell“, sem Helgi Hálfdanarson þýddi á sínum tíma og kom út í kver- inu „Undir haustfjöllum“ Andrew Marvell var enskt skáld á 17du öld og að sögn Kristjáns Karlssonar er MacLeish með titlinum „Þú, Andrew Marvell“ að minna á kvæði eftir þetta enska skáld sem heitir „To His Coy Mistress“ og sérílagi tvær frægar línur úr því kvæði, sem hljóða svo: „But at my back I always hear/ Time’s winged chariot hurrying near“. (En að baki heyri ég stöðugt/ vængjaðan vagn tímans nálgast óðfluga.) Kristján Karlsson segir svo um kvæði MacLeish: „Þetta er dýrlegt kvæði og ort af afimröa fimleik. Það er „objective correlative“ fyrir bið, svo notað sé hugtak Eliots, hiutlæg samsvörun eftirvæntingar.“ Og hér fer á eftir þýðing Helga Hálfdan- arsonar á þessu ágæta kvæði: Archibald MacLeish Þú, Andrew Marvell Og undir sól í eyktarstaö hér efst á jaröar hádagsgnúp aö finna aö stööugt fellur aö meö flóösins þunga nóttin djúp aö finna aö hríslast húmiö svalt upp hvelaö austriö jafnt og þétt unz skuggans nepja nístir allt hiö neöra sérhvern jaröarbiett aö kringum lauf af laufi á trjám í lundum Indlands blánar kvöld og írans háfjöll uppaö knjám í ólgumyrkri standa en köld og kynleg dimma krýpur leynt hjá Kermansja á auöri jörö um ferðalanga á ferli seint í fölva dags um vestur-skörð og myrkurs bylgja um Bagdaö fer og brúna þegar kvöldsins rönd um þögult fljótiö þokar sér og þvert um Arabíu lönd svo hjólför dýpka um hruniö grjót úr höllum Palmíru og brátt af Líbanon er máö allt mót og myrkvuö Krít viö skýrof hátt og síöan horfin Sikiley þó sindri á hvítan væng um stund og hilli á sjónum segl og fley er sveipast skugga í næsta mund og yfir Spán leggst auönarnótt og Afríku með gullinn sand er kvöldið slokknar hægt og hljótt unz hvergi skímu slær á land né framar löngu Ijósi á sjó — aö líta sól í hádagsstað og finna hversu hröö og þó svo hyldjúp fellur nóttin aö . . . H«lgi Hálfdanarson þýddi. Og predikari Spjall við Kristján Karlsson um skáldið Archibald MacLeish Mbl. átti stutt spjall við Kristján Karlsson um skáldið Archibald MarLeish og kveðskap þess. Kristján segir: MacLeish var á sinn hátt eins konar púritani, en þeir menn trúa á skyldu sína til að framfylgja og út- breiða hið rétta orð, og fagurfræði- legar hugmyndir hans eru í eðli sínu púritanskar. MacLeish var at- kvæðamikill í andlegu lífi í Banda- ríkjunum á sinni tíð og fulltrúi þeirra lýðræðishugmynda sem hæst bar á tímum Roosevelts. Hann er sjaldan talinn til höfuð- skálda Bandaríkjanna, að ég hygg, en hann hafði til að bera frábæra skáldskapartækni, þó það hafi ef til vill vantað það sem ég vil kalla óbilgjarnan frumleik í verk hans. Lærimeistari hans, skáldið Conrad Aiken, sagði eitt sinn um hann: „MacLeish er afskaplega hefð- bundið skáld — en það eru einvörð- ungu hefðir samtímans sem hann er bundinn." Og það er ekki útséð um hvort þær hefðir hafa lifað af. MacLeish breytti aldrei um stíl. Kvæði hans skiptu hins vegar um innihald og tón um það bil sem hann sneri sér að stjórnmálum. Stíll hans var dálítið skrautlegur og mælskur, en ákaflega fimlegur og sveigjanlegur. Það kom honum að góðu haldi, þegar hann tók að yrkja um ný efni á kreppuárunum. Þá lagði hann sér ekki til nýtt skáldskaparmál, stíllinn þoldi breytingar innihaldsins. Á fyrri ár- um var MacLeish, alveg afsláttar- laus fagurkeri, — hreintrúaður fagurkeri, eins og kemur fram í þessum frægu línum úr kvæðinu Ars Poetica, sem Steinn Steinarr hafði að einkunnarorðum í fyrstu útgáfu að Tímanum og vatninu: A Poem should not mean But be. Með þessum línum virðist Mac- Leish eiga við það, að kvæðiö skuli fela alla merkingu sína í sjálfu sér, standa eins og sjálfstæður veru- leiki, sem við sjáum fyrir okkur, án þess að útskýra sig sjálft. Kvæðið á með öðrum orðum að vera sem and- stæðast ritgerð. Þetta er holl kenn- ing en ekki að sama skapi söguleg staðreynd. MacLeish segir á öðrum stað í þessu kvæði, Ars Poetica, sem birtist í ljóðabókinni Strætin á tunglinu (1926): For all the history of grief An empty doorway and a maple [leaf Það er að segja: í kvæði standa auðar dyr og eitt mösurlauf / í stað sögu allrar sorgar. Þetta er skylt kenningu T.S. Eliot frá 1919 um það sem hann kallaði „objective correlative". Ég hef lengi reynt að þýða það orðasamband, en ekki Conrad Aiken Ezra Pound Gertrade Stein I mál- verki Picassos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.