Morgunblaðið - 19.06.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
Náttúruverndarráð veit-
ir leyfi til Eldeyjar-
leiðangurs Arna Johnsen
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur
samþykkl beiðni Áma Johnsen um
leyfi fyrir leiðangur til þess að klífa
Eldey um miðjan ágúst til þess að
vinna að gerð kvikmyndar um Eldey
og til náttúrufræðilegra athugana.
Eldey hefur löngum verið talin eitt
af náttúruundrum íslands, en þar er
ein sta rsta súlubyggð í heimi og búa
tugþúsundir af súlum í eynni um
varptímann. Eldey var fyrst klifin á
ofanverðri síðustu öld af Eldeyjar-
Hjalta og tveimur Vestmannaeying-
um.
Leiðangur Árna Johnsen í Eldey
fer í eyna um miðjan ágúst, en auk
kvikmyndunar verður unnið að
könnun á náttúrufari Eldeyjar,
bergfræði undir stjórn dr. Sveins
Jakobssonar, gróðri og fuglalífi
m.a. merkingu á súlu sem Ragnar
Jónsson læknir mun stjórna, en
bjargmenn úr Vestmannaeyjum
munu aðstoða við merkinguna.
Náttúruverndarráð leitaði um-
sagnar Náttúrufræðistofnunar ís-
lands vegna beiðni um landgöngu í
Eldey og mælti dr. Ævar Petersen
fuglafræðingur sérstaklega með
merkingum á súlu. Dr. Sveinn
Jakobsson jarðfræðingur, for-
stöðumaður Náttúrufræðistofnun-
ar íslands, mun taka þátt í Eldeyj-
arferðinni til þess að taka bergs-
ýni. Á liðlega 40 ára tímabili hefur
aðeins einu sinni verið farið í Eld-
ey, en auk þess að eyjan er þver-
hnípt er sjór oft mjög ókyrr við
hana og erfitt um vik að komast
upp í bergið. Leiðangurinn mun
telja á annan tug manna, en engin
kvikmynd er til um þessa sérstæðu
eyju, sem er um 13 mílur frá landi
út af Reykjanesi.
tx'-' “ . ■ ff ■
S}
Fundað fram á nótt í kjaradeilu ASÍ
og vinnuveitenda:
Engar formlegar til-
lögur komnar fram
Samninganefndir ASÍ,
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaga og VSÍ sátu enn
á fundi í gærkvöldi, þegar
Morgunblaðiö fór í prentun
og höfðu þá engar formlegar
tillögur verið lagðar fram af
aðilum, en fundurinn hófst
klukkan 16.00 í gærdag.
Rætt hefur verið um samkomu-
lag, sem gengi í átt að samning
byggingamanna á dögunum, en sá
samningur var gerður til þriggja
ára og fá byggingamenn sam-
kvæmt honum liðlega 20% hækk-
un. Samkvæmt upplýsingum Mbl.
er verið að ræða um langtíma-
samning, en þó virðist ekki vera
grundvöllur fyrir samningi til
þriggja ára eins og hjá bygginga-
mönnum.
Hvað prósentuhækkunina varð-
ar hefur engin ákveðin tala komið
upp á yfirborðið, en þó hafa full-
trúar ASÍ gert kröfu um hækkanir
í svipuðum dúr og þær hækkanir
sem byggingamenn fengu, gegn
lengri samningi. Á móti hefur það
komið fram af hálfu vinnuveit-
enda, að nauðsynlegt sé, að til
komi vísitöluskerðing í einhverju
formi.
„Hell-DriyersM á Seyðisfírði
Ökuþórarnir í bandaríska hópn-
um „Hell Drivers“ léku listir sínar
á Seyðisfirði 16. júní sl.
Voru þeir ýmist á tveggja- eða
fjögurra hjóla farartækjum og
frömdu þeir kúnstir í lofti og á
láði og einnig kom eldur nokkuð
við sögu í sýningaratriðunum.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar á sýningunni á Seyðis-
firði.
Ljósm. Kjartan Adalsteinsson
Aðalfundur SÍS haldinn á Húsavík:
Tekjuafgangur lið-
lega 3 millj. í fyrra
HEILDARVELTA Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga, SÍS, nam
rúmlega 2.383 milljónum króna á síð-
asta ári, samanborið við rúmlega
1.613 milljónir króna á árinu 1980.
Aukningin milli ára nemur þvi 770
milljónum krónum, eða 47,7%. Þessar
upplýsingar komu fram í skýrslu Er-
lendar Einarssonar, forstjóra SÍS, á
aðalfundi fyrirtækisins, sem hófst á
Húsavík í gærdag, en honum lýkur i
dag.
Tekjuafgangur Sambandsins
fyrir lokafærslur á rekstrarreikn-
ingi er 6.837 þúsund krónur. Þar frá
dragast endurgreiðslur til frysti-
húsa, 3.756 þúsund krónur, og er þá
endanlegur tekjuafgangur rekstr-
arreiknings til ráðstöfunar 3.081
þúsund krónur. Til samanburðar
má geta þess, að árið 1980 var
tekjuafgangur fyrir lokafærslur
9.265 þúsund krónur, endurgreiðsl-
ur til frystihúsa voru 3.604 þúsund
krónur, aukaniðurfærslur vöru-
birgða 3.000 þúsund krónur og end-
anlegur tekjuafgangur á rekstrar-
reikningi því 2.611 þúsund krónur.
Brúttótekjur á rekstrarreikningi
eru um 450 milljónir króna og hafa
aukizt um nær 46% frá árinu á
undan. Rekstrargjöld eru tæpar 339
milljónir króna og hafa hækkað um
56%.
Launakostnaður Sambandsins á
árinu nam 181 milljón króna og
hækkaði um 56%. Er launakostnað-
ur um 53% af heildarrekstrargjöld-
um 1981. Starfsmenn Sambandsins
í árslok 1981 voru 1.778, en voru
1.824 í ársbyrjun. Fækkun starfs-
manna hefur fyrst og fremst orðið í
Fékk 11,33 krónur
fyrir kílóið í Hull
SKUTTOGARINN Björgvin frá
Dalvík seldi 144,6 tonn af fiski í
Hull á fimmtudag fyrir 1.637.800
krónur og var meðalverð á kíló
krónur 11,33. Þetta var síðasta sal-
an í Englandi í þessari viku, en í
næstu viku munu fjölmörg skip
selja á enska markaðnum.
Iðnaðardeild.
Félagsmenn Sambandskaupfé-
laganna voru 41.792 í ársbyrjun, en
hafði fjölgað í 42.882 í árslok 1981.
Fjölmennasta kaupfélagið er eins
og fyrri ár Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis með 14.003 félags-
menn í árslok. Næst í röðinni er
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri
með 7.459 félagsmenn. Samkvæmt
skýrslum Hagdeildar Sambandsins
var 31 félag gert upp með hagnaði
samtals að upphæð 15.388 þúsund
krónur, en 9 félög voru gerð upp
með halla að upphæð 6.218 þúsund
krónur. Hagnaður umfram halla
hjá félögunum er því 9.170 þúsund
krónur.
Guðmundur Jósa-
fatsson er látinn
GUÐMUNDUR Jósafatsson , fyrr-
verandi starfsmaður Búnaðarfélags
íslands, lézt sl. miðvikudag í Hér-
aðshælinu á Blönduósi, 87 ára að
aldri. Guðmundur var fæddur aö
Nautabúi 30. október 1894. Foreldr-
ar hans voru Jósafat Jónsson, bóndi
að Brandsstöðum, og Sæunn Jóns-
dóttir.
Guðmundur var bóndi að Aust-
Flutningaskipið Saga:
Tók íslenzk fyrirtæki aðeins
10 daga að breyta lestunum
Erlend fyrirtæki gerðu ráð fyrir 3 vikum
urhlíð á árunum 1931—1961, en
réðst síðan til starfa hjá Búnaðar-
félagi Islands, en hann var lengst
af fulltrúi og forstöðumaður
Ráðningarstofu landbúnaðarins,
auk annarra starfa á skrifstofu fé-
lagsins.
Guðmundur hefur verið vist-
maður að Héraðshælinu á Blöndu-
ósi frá því að hann lét af störfum
hjá Búnaðarfélagi íslands. Guð-
mundur Jósafatsson var heiðurs-
félagi í Búnaðarfélagi íslands og
Húnvetningafélaginu í Reykjavík.
Kona Guðmundar var Sigurlaug
Þorláksdóttir, en hún lézt á árinu
1961.
NÝLOKIÐ er breytingum á lestum
flutningaskipsins Sögu, sem er í eigu
Sjóleiða hf. Breytingarnar voru
framkvæmdar af íslenzkum aðilum
og tók það íslenzku fyrirtækin mun
styttri tíma að framkvæma verkið en
erlend tilboð höfðu gefið til kynna,
auk þess sem íslenzku tilboðin voru
lægri en þau erlendu.
Guðmundur Karlsson hjá Sjó-
leiðum sagði þegar Mbl. ræddi við
hann, að lestar Sögu hefðu verið
einangraðar og kælibúnaði komið
fyrir. Alls hefðu liðið 15 dagar frá
því að hafizt var handa við verkið,
þar til skipið var lagt af stað til
Portúgals með saltfiskfarm. Tíu
dagar fóru í sjálft verkið.
Að sögn Guðmundar, þá voru
það fyrirtækin Stálvík hf., Volti
hf. og Nökkvi hf., sem önnuðust
breytingarnar á lestum skipsins,
og stóðst öll áætlun upp á dag og
ríflega það. Áður en Sjóleiðir
sömdu við íslenzku fyrirtækin um
breytingarnar, þá var leitað til-
boða erlendis og bæði voru þau
hærri og eins var gert ráð fyrir
lengri tíma í verkið, en íslenzku
fyrirtækin þurftu.