Morgunblaðið - 19.06.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982
3
Fjölmenni í 25 ára afmælis-
hófi Barnaspítala Hringsins
„ÞESSI stofnun er dýrasti hlekkurinn
í heilbrigðisþjónustukeðju landsins,"
sagði Davíð Gunnarsson, forstjóri rík-
isspítalanna, í rteðu sem hann flutti í
gsr, er þess var minnst að 25 ár eru
liðin frá því að Barnaspítali Hringsins
var stofnsettur. „Það er dýrt að reka
fullkomið sjúkrahús allan sólarhring-
inn, en við erum alltaf reiðubúin til að
taka á móti sjúklingum alls staðar að
af landinu. Við erum ófeimin við að
bera okkur saman við hliðstæðar
stofnanir, því barnadauði hér er með
því allra minnsta sem gerist," bstti
hann við.
Lét Davíð þess getið, að þegar
deildin var sett á laggirnar fyrir 25
árum hefðu starfandi læknar við
hana verið 2 og sjúkrarúmin 30. Nú
eru starfandi 7 læknar, 31 hjúkrun-
arfræðingur og 14 sjúkraliðar, auk
annars starfsfólks, og rúm nær 70
talsins. Þetta væri tákn um breytta
tíma í heilbrigðisþjónustu, sagði
Davíð. Hann lét þess sérstaklega
getið, að án ómetanlegrar aðstoðar
Hrings-kvenna, sem safnað hefðu
óhemju miklu fé undanfarin ár,
væri allsendis óvist að barnadeildin
væri stödd þar sem hún væri nú og
tækjabúnaður hennar ekki sá, sem
hann er í dag.
Mikið fjölmenni var í gærdag
saman komið í matsal Landspítal-
ans til að minnast þessa merkisaf-
mælis. Lætur nærri að hátt á annað
hundrað manns hafi verið þar sam-
an komið, jafnt Hrings-konur sem
læknar, annað starfsfólk sjúkra-
hússins og velunnarar. Reyndar er
afmæli barnaspítalans í dag, 19.
júní.
Svavar Gestsson, heilbrigðis- og
tryggingarmálaráðherra, tók næst-
ur til máls og minnti viðstadda á
nauðsyn þess að standa saman í svo
litlu þjóðfélagi sem okkar. „Þjóðin
verður að gera kröfur, en á móti
þurfa að koma fórnir," sagði ráð-
herra.
Lagði hann áherslu á, að börn
ættu að vera miðpunktur félagslegr-
ar þjónustu. „Þjónusta við börn á að
vera sú besta, sem völ er á hverju
sinni,“ sagði Svavar. Sagði hann '
ennfremur að hann tæki ekki undir
þær kröfur, sem fram hefðu komið
um að draga úr gæðum heilbrigðis-
þjónustu.
Síðan sagði hann: „Við stöndum
frammi fyrir efnahagsvandamálum
og þau mega ekki gleymast í fögnuði
dagsins." Benti hann ennfremur á,
að þrátt fyrir raddir um að skera
bæri niður fjárútlát til heilbrigð-
ismála í þeim efnahagsvanda, sem
nú steðjaði að þjóðinni, væri ekki
annars að vænta en leið fyndist út
úr honum ef fólk stæði saman eins
og verið hefði.
Að því loknu rakti Víkingur Arn-
órsson, prófessor, sögu spítalans í
grófum dráttum. Sagði hann, að það
hefðu verið konur, sem vakið hefðu
máts á nauðsyn byggingar Lands-
spítalans fyrir hartnær sex áratug-
um og það hefðu einnig verið konur,
sem sáu fyrstar nauðsyn þess að
reisa sérstakan barnaspítala.
í fundargerð Kvenfélags Hrings-
ins frá árinu 1942 er bókað að stefnt
skuli að fjársöfnun vegna barna-
sjúkrahúss. Var það síðan upp úr
1950, er ekkert hafði gengið né rekið
í þeim efnum, að samkomulag tókst
á milli byggingarnefndar Landspít-
alans og Hringsins að sjóður þeirra
rynni til nýbyggingar, sem hefjast
átti handa við, geg i því að stofnuð
yrði barnadeild innan sjúkrahúss-
ins.
Deildin var síðan formlega opnuð
í bráðabirgðahúsnæði 19. júní 1957
og komu 11 sjúklingar fyrsta dag-
inn. Átta árum síðar var deildin
flutt í núverandi húsnæði í nýbygg-
ingu Landspítalans. Vegna einstaks
áhuga og elju Hrings-kvenna var
ákveðið að kenna deildina við Kven-
félagið. Er nú alla jafna talað um
Barnadeild Hringsins.
Frá því deildin var stofnuð hafa
orðið miklar breytingar og allt at-
hafnasvæði sjúklinga, jafnt sem
starfsfólks, aukist að miklum mun.
Rúmafjöldi hefur tvöfaldast, eru
þau nú 67 talsins, voru 30 við stofn-
un deildarinnar.
Skýrði Víkingur frá því að árið
1970 hefðu komið 1338 sjúklingar
inn á deildina og dvalið að meðaltali
13,3 daga. Tíu árum síðar, 1980,
hefðu 2134 sjúklingar komið inn en
ekki dvalið nema 8,2 daga að meðal-
tali. Á þessum tölum mætti glöggt
sjá aukna þörf fyrir barnaspítala,
en um leið að með aukinni tækni og
meiri þekkingu styttist legutími
verulega.
1 lok erindis síns lagði Víkingur á
það þunga áherslu, að þó húsnæði
deildarinnar væri í sjálfu sér viðun-
andi í dag, þótt ekki væri það hann-
að sérstaklega fyrir börn, þýddi ekki
að horfa framhjá þeiri staðreynd að
barnasjúkrahús væri það sem þyrfti
og koma skyldi. „Við höfum til þessa
talað fyrir daufum eyrum allra
nema Hrings-kvenna,“ sagði Víking-
ur. „Ég veit að þær eru ávallt reiðu-
búnar til hjálpar um leið og merki
er gefið."
Þá tók frú Sigríður Johnsen, for-
maður Kvenfélagsins Hringsins, til
máls. Flutti hún stutt yfirlit um að-
dragandann að stofnun barnadeild-
arinnar. Lauk hún máli sínu með
því að leggja áherslu á, að vonandi
væri þess ekki langt að bíða að nýtt
barnasjúkrahús risi af grunni.
„Margar hendur Hrings-kvenna
munu styðja þar við,“ sagði hún.
Samkomunni lauk með stuttu
ávarpi Högna Óskarssonar, for-
manns læknaráðs Landspítalans,
þar sem hann færði Hrings-konum
blómvönd, sem þakklætisvott fyrir
frábært samstarf og stuðning und-
anfarin 25 ár. Kvaðst Högni vonast
til að þetta samstarf mætti endast
um ókomna framtíð. Var því næst
boðið til kaffidrykkju.
I lokin var öllum þeim, er áhuga
höfðu á, gefinn kostur á að skoða
barnadeildina undir leiðsögn for-
stöðumanna Landspitalans og
lækna. Nýttu fjölmargir sér það boð
og skoðuðu um leið tæki það sem
Hringskonur gáfu í tilefni dagsins.
Er um að ræða klefa, sem notaður
er til lyfja- og eiturefnablöndunar.
Er þannig gengið frá hnútum að úti-
lokað á að vera, að viðkomandi kom-
ist í snertingu við efnin. Hefur slík-
ur klefi ekki verið í notkun hér-
lendis áður.
Stjórn Skallagríms ásamt framkvæmdastjóra. Talið frá vinstri: Arnmund-
ur Baekman og Gústaf B. Einarsson, Reykjavík, Magnús Kristjánsson,
Norðtungu, Elís Jónsson, Borgarnesi, Guðmundur Vésteinsson og Helgi
Ibsen, Akranesi. Ljósm. Mbl.: Júlíus Þóróarson.
Nýja Akraborgin kom 17. júní
Akranesi, 18. júni.
MIKILL fjöldi Akurnesinga tók á
móti nýju Akraborginni er hún
kom til heimahafnar að morgni
þjóðhátíðardagsins, 17. júní, eftir
átta og hálfs sólarhrings siglingu
frá Kanaríeyjum, en þaðan er skip-
ið keypt. Viðkoma var höfð i Vigo á
Spáni, þar sem tekin var olía.
Akraborg er 887 tonn að stærð,
smíðuð í Noregi árið 1974.
Heimsigiing skipsins gekk
mjög vel og haggaðist skipið
varla, að sögn skipverja. Skipið
er búið stöðugleikauggum sem
koma í veg fyrir velting í mis-
jöfnum veðrum og er Akraborg-
in eina íslenzka skipið, sem hef-
ur slíkan útbúnað. Akraborg
getur flutt á milli 70 og 75 bíla í
ferð, en gamla Akraborgin flytur
40—42 bíla. Allur búnaður fyrir
farþega er hinn glæsilegasti,
meðal annars eru farþegasalir
þrír.
Menn geta haldið áfram að
stilla klukkur sínar eftir ferðum
nýja skipsins, eins og þess
gamla, en sjóferðin milli Reykja-
víkur og Akraness tekur eina
klukkustund. Ef skipinu væri
siglt á fullri ferð, gæti það farið
á milli staðanna á 40 mínútum,
en siglt verður hægar til að
spara eldsneyti.
Aðalvélar eru tvær, sænskar
af Nohab-gerð, 1155 hestöfl
hvor. Hjálparvélar eru af gerð-
inni Mercedes Benz, 147 hestöfl
hver, 120 kílówatta raflar eru
tengdir við vélarnar. Bógskrúfa
er vökvaknúin, 300 hestöfl af
Ulstein-gerð. Einnig er í skipinu
90 hestafla hafnarljósavél.
Áætlun Akraborgar helst
óbreytt, þ.e. 4 ferðir á dag auk
kvöldferða á föstudögum og
sunnudögum í júní, en í júlí og
ágúst verða kvöldferðir alla daga
vikunnar nema laugardaga.
Gamla Akraborg hefur nú
þjónað Akurnesingum og raunar
öllum landsmönnum um 8 ára
skeið og hefur sú þjónusta verið
til mikillar fyrirmyndar. Það er
von hlutaðeigandi að með til-
komu nýja skipsins muni sam-
göngur milli Reykjavíkur og
Vestur-og Norðurlands enn fara
batnandi.
Skipstjóri á Akraborg er Þor-
valdur Guðmundsson og fram-
kvæmdastjóri hf. Skallagríms er
Helgi Ibsen. júiíus.