Morgunblaðið - 19.06.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
11
Zoltan Kocsis
Tónlíst
Jón Asgeirsson
Píanósnillingurinn Zoltán
Kocsis leikur óhugnaniega vel en
oft án þess að vera hrífandi, því
enn ríkir í túlkun hans meðvituð
skilgreining á því sem hann er að
gera. Öllu er raðað og má auð-
veldlega merkja skynsamlega at-
hugun flytjanda, sem að nokkru
hindrar hann í sterkri lifun. Með
öðrum orðum, leikur hans hallast
nær vitrænni skilgreiningu
verkanna en tilfinningalegri túlk-
un. í tæknilegri útfærslu sinni er
Kocsis við mörk hins fullkomna
og í dálítið einhliða mótun blæ-
brigða er hann meistari meðal
meistara.
Efnisskráin var of einhliða og
hefði mátt t.d. sleppa Umritun pí-
anóleikarans á Wagner. Slikar
umritanir voru mjög vinsælar
fyrir hundrað árum, þegar það
var mikið tíðkað að raða saman
því vinsælasta úr vinsælum óper-
um og leika það með yfirflúraðri
píanótækni og bókstaflega æra
vitglóruna úr hlustendum, sem
samkvæmt frásögnum mun hafa
komið fram í svipaðri „hysteríu"
og síðar hefur verið kennd við
Bítlana.
Það sem hallast á í efnisvalinu,
er sú staðreynd, að flest öll
verkin, svo góð sem þau annars
eru einstök, eru að innihaldi meiri
sýnisverk en skáldverk og í efn-
isskrána vantar verk þar sem
glímt er við fleira en tækni. Það
hefði t.d. mátt leika öll sjö verkin
úr ópus 11, eftir Kodaly, eða
eitthvað eftir Mozart eða Beet-
Zoltán Kocsis
hoven. Tólf valsar (og vals sem
aukalag) hversu glæsilega sem
þeir eru leiknir, er nokkuð mikið
af því góða. Eitt hefur dofnað
fyrir yfirmáta mikla fágun í leik
Kocsis og það er hljóðfallið. Það
er orðið svo slípað að verkin eru
nær alveg hrynlaus. Þó Valsarnir
og Polonesan (opus 61) sé ekki
ætluð til notkunar i danshúsum
er uppruni þessara verka í gam-
alli og nýrri danstónlist á þeim
tíma er verkin voru samin. Yfir-
gengilegur hraði i leik og ótrúleg-
ur léttleiki kallar fram undrun en
hlustandinn hefur aftur á móti
verið sviptur dansinum og gleði
hans. Á þann hátt er tónlistin að
nokkru látin víkja fyrir markmið-
um flytjandans og meðvituð sýn-
ing hans farin að skipta meira
máli en tónlistin sem flutt er.
Þetta er sú hætta er margir
leiksnillingar hafa lent í og ekki
kunnað að forðast, þ.e. þann voða
að brenna upp í aðdáun á eigin
hæfni.
Jón Ásgeirsson.
r litskrúðuga og skemmtilega sýn-
ingu. Bæði litur og lína eru not-
uð hér á þann hátt, sem flestir
vildu beita, en fáir valda.
Feiknalega fallegt auglýsinga-
plakat fylgir þessari sýningu, og
mér er sagt, að það hafi selst upp
á fyrstu mínútum sýningarinn-
ar. Þar er hestur á rauðum
grunni, og enn er hægt að sjá
það við inngang sýningarinnar.
Einnig eru til sölu á þessari sýn-
ingu bækur og kortaseríur, svo
að eitt og annað ætti að ílendast
að sýningu þessari lokinni. En
auðvitað eru áhrif hennar það,
sem máli skiptir, og ég vonast til
að sjá þau hjá okkar lista-
mönnum áður en langt um líður.
Frábær sýning.
Westinghouse
hitavatnsdunkar
Höfum fyrirliggjandi Westinghouse
hitavatnsdunka í 4 stæröum:
TR 221 20 gallon - 80 lítrar
TL 522 52 gallon - 200 lítrar
TL 622 66 gallon - 250 lítrar
TL 822 82 gallon - 300 lítrar
Vandlátir velja Westinghouse
KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ
viö veitum allar nánari upplýsingar.
Kaupfélögin um allt land
1/éladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
Aldrei höfum við boðió eins glæsilegt úrval og núna af notuðum
Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgó.
Nú þurfið þid ekki lengur ad vera sérfræðingar i þvi að velja og
kaupa notaðan bil, þvi að þið athugið útlit bilsins, ástand hjólbarða
og annars sem sést og við ábyrgjumst þaö sem ekki sést.
Athugið sérstaklega að verð notaðra bila hefur lækkað eins og
nýrra.
Komió því á sýninguna í dag og tryggið ykkur úrvals Mazda bíl fyrir
sumarið, meóan lága verðið helst.
BILABORG HF
Smiðshöfða 23. sirni 812 99