Morgunblaðið - 19.06.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
13
Undir Jökli I
Eftir Tómas
Einarsson
Ysti hlut Snæfellsness, svæðið
umhverfis Snæfellsjökul, hefur
manna á meðal jafnan verið
nefnt „undir jökli", og vita þá
flestir við hvað er átt. „Undir
jökli" er nú orðið eitt vinsælasta
útivistarsvæði landsins og ber
margt til. Þar eru söguríkir stað-
ir, fjölbreytt landslag og sérstæð
náttúrufegurð, auk margs ann-
ars, sem vekur forvitni manna.
Því er ætlunin að sækja heim
nokkra staði á þessum slóðum og
kynnast þeim nánar. Hver
þeirra hefur sitt svipmót, sem
allir sjá, en að auki er svo fjölda
margt, sem glöggskyggnir ferða-
menn skynja hver með sínum
hætti og aldrei verður fest á
blað.
Fyrsti áningarstaðurinn verð-
ur að Búðum, en þær eru á sunn-
anverðu nesinu í austurjaðri
Búðahrauns við Búðaós, gegnt
Fróðárheiðinni, en um hana
liggur vegurinn norður yfir nesið
til Ólafsvíkur. Saga Búða er
löng, allt frá landnámsöld, en þá
var þar mikil hafskipahöfn og
tíðar siglingar þangað erlendis
frá. Þá hét staðurinn Hraunhöfn
eða Hraunhafnarós og er hans
víða getið í sögum. Síðar hófst
þar mikil útgerð og var búið
stórt, bæði til lands og sjávar
allt fram a 4. tug þessarar aldar.
Nú er þar enginn búskapur en
sumarhótel hefur starfað á Búð-
um frá því um 1950. Er staður-
inn því mörgum kunnur.
Ummerki þessa litríka mann-
lífs eru víða greinileg heima á
Búðum, en þau er einnig að finna
í grenndinni. Því er ekki úr vegi
að bregða sér í tvær stuttar
gönguferðir frá hótelinu og
skoða nokkru nánar ummerki
hins liðna.
Fyrst göngum við út með
ströndinni að Frambúðum. Þar
versluðu Brimakaupmenn á 16.
öld, en síðar varð staðurinn
þekktur fyrir útræði. Frá Búðum
er leiðin um 3 km og liggur með-
fram ströndinni. Hún er for-
vitnileg, þar skiptast á dökkir,
skuggalegir klettar og ljós fjöru-
sandur, sem skapa hin ákjósan-
legustu skilyrði til sjávarbaða á
heitum sólríkum sumardögum.
Á Frambúðum blasa við rústir
af verbúðum, hlaðnir grjótgarð-
ar og fiskreitir þar sem fiskur-
inn var þurrkaður, og ef grannt
er skoðað má finna leifarnar af
lýsis- og lifrargryfjum, en það
voru holur grafnar í jörð, sem
lifrinni var fleygt í. Smátt og
smátt varð jarðvegurinn gegn-
sósa af sjálfrunnu lýsinu og á
endanum hélt hann algjörlega.
Þannig björguðu menn sér, þeg-
ar tunnur skorti undir lýsið. En
sjálfsagt hefur vöruvöndun verið
ábótavant eftir okkar kröfum.
Og frammi við fjöruborðið sést
móta fyrir raufinni, sem rudd
var þegar lendingin var gerð.
Hún segir sína sögu. Frá mörgu
fleira mætti segja, en fara verð-
ur hratt yfir sögu, svo mörgu
verður að sleppa.
Hin leiðin, sem ég vildi benda
mönnum á, liggur á Búðaklett,
sem rís upp úr miðju hrauninu
alllangt fyrir vestan hótelið.
Fræðimenn telja, að Búðahraun
sé 5000—8000 ára gamalt. Það er
runnið frá Búðakletti, en svo
nefnist gígurinn, og hefur dreift
sér þaðan til allra átta. Hraunið
er mjög úfið og illt yfirferðar, en
samt lá alfaraleiðin vestur nesið
þvert yfir það og heitir gatan
Klettsgata. Hún er mjög k'rókótt
og þröng, víða merkt með vörð-
um og sums staðar hafa hesta-
hófarnir markað alldjúpar rauf-
ir í harða hraunhelluna. Er það
til marks um þá miklu umferð
sem var hér fyrr á tímum. Kort-
ið sýnir legu götunnar, en sjálf-
sagt er að bregða sér út fyrir
hana og skoða hinn sérstæða og
Tollar af hljóð-
færum felldir niður
Þýðir 18% til 32% lækkun smásöluverðs
Fjármálaráðuneytið hefur nú fellt
niður tolla af hljóðfærum, en tollar á
þeim voru 30% eða 50% eftir flokk-
um. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unhlaðsins mun smásöluverð á
hljóðfærum lækka um 18% til 32%.
Að sögn Árna Ragnarssonar,
verzlunarstjóra í Hljóðfærahúsi
Reykjavíkur, voru píanó og orgel á
30% tolli en önnur hljóðfæri á
50%. Því yrði lækkun á smásölu-
verði á 30% flokknum 18% en 32%
á 50% flokknum. Sem dæmi um
hærri flokkinn mætti taka góðan
gítar, sem við þetta lækkaði úr
4.000 krónum í 2.720, eða um 1.280
krónur og þverflautu, sem kostaði
fyrir niðurfellingu tolla 2.950 en
lækkaði í 2.006 krónur eða um 944
krónur.
Vegna þessa hefur Morgunblað-
inu borizt eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Félagi íslenzkra tón-
listarmanna:
Félag íslenskra tónlistarmanna
lýsir yfir ánægju sinni með þá
ákvörðun Ragnars Arnalds, fjár-
málaráðherra, að fella niður tolla
af hljóðfærum. Mál þetta er gamalt
baráttumál, sem í mörg ár hefur
verið unnið að á vegum félagsins í
tíð margra ráðherra.
Þetta er einn stærsti stuðningur
til framgangs tónlistarmála um
árabil. Tollar af hljóðfærum námu
30—50% og áður hafði verið fellt
niður vörugjald. Hinir háu tollar
gerðu það iilmögulegt fyrir at-
vinnufólk í tónlist að endurnýja
hljóðfærakost sinn sem æskilegt
væri. Nú með því að fella niður
tolla af öllum hljóðfærum eiga
fleiri þess kost að eignast góð
hljóðfæri á vægara verði. Tveir
fulltrúar Félags íslenskra tónlist-
armanna gengu á fund ráðhérra 2.
júní síðastliðinn og var vel tekið.
Stjórn FÍT vill færa fjármálaráð-
herra sérstakar þakkir fyrir skiln-
ing hans á mikilvægi þessa máls og
skjót viðbrögð.
merkilega gróður, sem vex í
djúpum og skjólgóðum hraun-
kötlum víðs vegar um hraunið.
Alls hafa menn fundið rúmlega
130 teg. íslenskra plantna í
hrauninu. Þar af 11 tegundir
burkna, en þær munu vera 16
talsins á öllu landinu. Sýnir
þetta best hversu skjólgott
hraunið er.
Ekki eru menn á eitt sáttir um
ástæðurnar fyrir þessari miklu
gróðursæld, en á hlýjum sumar-
dögum getur orðið afar heitt í
hraungjótunum og svo er vitað
að í stórstreymi fellur sjór langt
inn undir hraunið. Einkenni á
mörgum þessara plantna er
hversu stórvaxnar þær geta orð-
ið. Hefur það vakið furðu vís-
indamanna.
Gangan á Búðaklett er ekki
neinum erfiðleikum háð. Gígur-
inn er 66 m yfir sjávarmáli og
liggur gatan meðfram honum.
Vestan undir gígnum er Búða-
hellir eða Klettshellir öðru
nafni. Mikiar sagnir hafa mynd-
ast um hann. Tröllkarl átti að
eiga þar heima, sem grandaði
bæði fé og mönnum, en merkast-
ur var hellirinn samt talinn fyrir
það, að frá honum áttu að liggja
göng, sumir sögðu að göngin
næðu alla leið upp í Surtshelli en
aðrir töldu þau ná suður á
Reykjanes og liggja undir Faxa-
flóa. Báðar þessar sagnir til-
greina menn, sem höfðu sann-
reynt þetta. Að lokinni göngu
um undirheima, aftur komnir
upp á yfirborð jarðar, höfðu þeir
gullsand í skónum, sem þeir
fengu einhversstaðar á leiðinni.
Bergið í Búðahrauni er þrídílótt.
í sundurbrotnum steini má sjá
gula, hvíta og svarta díla. Þessir
dílar sjást víða í sandi í Kletts-
götunni og eins út við sjóinn. Þar
er sandurinn kallaður gullsand-
ur og þykir fagur í sólskini.
Á 4. tug aldarinnar vöknuðu
menn til umhugsunar um nauð-
syn þess að friða Búðahraun og
var hraunið girt árið 1944. 1977
var það friðlýst og er nú undir
umsjón Náttúruverndarráðs og
verndað af náttúruverndarlög-
um. Samkvæmt þeim er almenn-
ingi heimil för um hraunið og
dvöl þar, en bannað er að skerða
gróður, trufla dýralíf og skemma
jarðmyndanir. Og auðvitað er
því treyst að allir gestir, sem
koma í Búðahraun, virði þessi
sjálfsögðu ákvæði.
Tómas Kinarsson
Sól og sumar
Mjög atórt v-þýzkt hjólhýai á 2 öxlum.
Svefnpláss fyrir 6. Allur hugsanlegur
búnaóur. Upplagt fyrir starfsmannafélög.
Þessi v-þýzku KNAUS-hús komu ( staaró-
um 12V»—13'A og 15’A fet, vönduó og vel
búin.
Fullinnréttað bílhús. Svefnpléss fyrir 4.
Fullkomið eldhús. Klósett. Koma bæói fyrir
ameríska og japanaka pallbíla.
Traustir tjaldvagnar é mjög góóum undir-
vagni meó 13 dekkjum. Eldhús. Svefnpléss
fyrir 6—7 manns.
H-ad
Óinnréttað álhús fyrir bæði japanska og
ameríska pallbíla.
Amerísk gróöurhús, bæði upp aó vegg og
frístandandi. Húsin eru úr bronsuöu áli,
plasti og gleri.
Fullinnréttaö íbúöarhús é bæði japanska
og ameríska pallbíla. Húsin eru lég é
keyrslu, en vel mannhæó í notkun.
Fólksbílakerrur meó Ijósum, varadekki, en
én krossviös. Einnig fyrirliggjandi notaóar
herjeppakerrur.
Gísli Jónsson & Co. HF
Sundaborg 41. Sími 86644.