Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 14
\ 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 Suðurland Fréttaskýring Stórsigur í Vestmannaeyjum — Meirihluti í Hveragerði SjálfstKðisflokkurinn hlaut 6 af 9 bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum, vann einn af Alþýðubandalagi og einn af Alþýðuflokki. Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í Hveragerði, hlaut 4 af 7 fulltrúum kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn jók atkvæðamagn sitt um 44,34% á Selfossi, hlaut 4 af 9 bæjarfulltrúum. Á Suðurlandi bjuggu 17% lands- manna um sl. aldamót — en 8,6% árið 1980. Fram undir 1950 var þar veruleg fækkun í strjálbýli, en síðan hefur dregið mjög úr henni. Eyrar- bakki og Stokkseyri vóru mikilvægir verzlunarstaðir um aldamótin, en eftir að vöruflutningar hófust á landi um Ölfusárbrú smækkaði gildi þeirra sem verzlunarstaða. Þar var fólksfækkun fram til 1960, en síðan hefur ibúatala beggja staðanna vax- ið nokkuð. Mest hefur fólksfjölgun orðið á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Hveragerði og Þorlákshöfn. Vík i Mýrdal hefur vaxið mun hægar. Þá er ótalihn stærsti þéttbýlisstaðurinn í kjördæminu, Vestmannaeyjar. Þar óx byggð stöðugt fram til ársins 1972, en þá bjuggu þar 5.300 manns. íbúatala Eyjanna í dag er nálægt 4.740, en hún hefur ekki enn komizt í það sem hún var fyrir gosið í Heimaey. Hafnleysa — sveitaþéttbýli Suðurland hefur það sérkenni að búa við nær algjört hafnleysi, ef Þorlákshöfn er undanskilin (og að sjálfsögðu sjávarperlan: Vest- mannaeyjar). Þessvegna hefur at- vinnulíf þróazt þar með öðrum hætti en víðast á landinu. Annað sérkenni Suðurlands er það, að þar eru allar stórvirkjanir Orkuver en enginn orku- iðnaður landsmanna staðsettar, þó engin finnist þar stóriðjan. Þar hefur og orðið til sérhæfður vinnuhópur við stórvirkjanir, sem kann að verða vant verkefna áður en langir tím- ar líða, ef ekki verður við brugðið skjótlega. Þriðja sérkennið er sveitaþétt- býlið, kauptún fjarri sjó, s.s. Sel- foss, sem reyndar er kaupstaður, Hveragerði, Hella og Hvolsvöllur, en allir eru þessir staðir talandi dæmi um starfsvettvang, sem ís- lenzkur landbúnaður skapar til hliðar við bústörfin sjálf. Svipuðu máli gegnir raunar um Vík í Mýrdal, þó þar leiki sjávarloft um byggðina. A Suðurlandi búa nú nálægt 20 þúsund manns, rúml. 13 þús. í þéttbýli, tæpl. 7 þús. í strjálbýli. Þar af eru um 8.200 taldir starf- andi. Tæplega 1.900 (23,2%) starfa beint við landbúnað; rúmlega 1.800 (22,1%) við fiskveiðar og fiskvinnslu; við ýmsar iðngreinar 1.870 (23,9%) og við þjónustustörf (verzlun, opinber þjónusta) 2.610 (31,9%). Jafnari gat skiptingin naumast verið. Framtaldar brúttótekjur fram- teljendanna á Suðurlandi vóru mjög nálægt landsmeðaltali allan sl. áratug. Atvinnuöryggi í kjör- dæminu þykir þó ekki traust, m.a. vegna breytinga í virkjunarmál- um. Stórsigur í Vestmannaeyjum Sigur Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum í sveitarstjórnar- kosningunum 22. maí sl. á vart sinn líka í íslenzkri stjórnmála- sögu. Flokkurinn hlaut 58,9% at- kvæða, jók atkvæðatölu sína um rúmlega 63% og hlaut 6 bæjar- fulltrúa kjörna af 9. Hægri sveifla í þjóðfélaginu nægir ekki ein til skýringar á þessum úrslitum. Hér hlýtur, auk hennar, að fara saman óvenju sterkur framboðslisti og frábært kosningastarf. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 891 atkvæði og 4 fulltrúa í bæjarstjórn Vestmanna- eyja 1978 en 1453 atkvæði og 6 fulltrúa nú. Alþýðuflokkurinn hlaut 22,3% atkvæða 1978 og 2 fulltrúa en nú 14,1% atkvæða og aðeins 1 full- trúa. Tapaði fulltrúa til Sjálfstæð- isflokks. Alþýðubandalag hlaut 26% at- kvæða 1978 og 2 fulltrúa en 15,5% 1982 og 1 fulltrúa nú. Tapaði einn- ig fulltrúa til Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkur hlaut 11,5% atkvæða nú — hafði 13,3% 1978 — og 1 fulltrúa. Hægri sveifla á Selfossi Sjálfstæðisflokkurinn vann um- talsverðan sigur á Selfossi, jók at- kvæðamagn sitt úr 469 atkvæðum (28,1%) 1978 í 677 atkvæði (36,5%) nú — og hlaut 4 bæjarfulltrúa af 9. Fylgisaukning frá 1978 er 44,34%. Framsóknarflokkurinn fékk 559 atkvæði — 30,1% (571 atkvæði og 29,2% 1978). Flokkurinn tapaði bæjarfulltrúa til Sjálfstæðis- flokksins. þéttbýliskjarn- ar í landbún- aöarhéruðum Alþýðuflokkurinn fékk 203 at- kvæði (10,9%) og 1 fulltrúa og Al- þýðubandalag 249 atkvæði (13,4%) og 1 fulltrúa. Óháðir fengu 168 at- kvæði (9,1%) en engan fulltrúa kjörinn. Hreinn meirihluti í Hveragerði í Hveragerði var fulltrúum fjölg- að úr 5 í 7. Þar hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn 339 atkvæði og hreinan meirihluta, 4 fulltrúa kjörna. Framsóknarflokkurinn kom næst- ur að atkvæðamagni með 184 kjós- endur og 2 fulltrúa. Alþýðubanda- lagið hlaut 108 atkvæði og 1 full- trúa. Fleiri framboð vóru ekki. 1978 hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn 257 atkvæði og 2 fulltrúa, Jafnaðar- og samvinnumenmn 186 atkvæði og 2 fulltrúa, Alþýðu- bandalag 116 atkvæði og 1. Fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði er 24,2%. Önnur kosninga- úrslit Sjálfstæðisflokkurinn vann hreppsnefndarfulltrúa í Þorláks- höfn, hlaut 147 atkvæði (24,9%) og 2 fulltrúa (hafði 1), Framsóknar- flokkurinn hlaut 158 atkvæði (26,8%) og 2 fulltrúa. Alþýðu- flokkur 134 atkvæði (22,7%) og 1 fulltrúa og Óháðir 151 atkvæði (25,6%) og 2 fulltrúa. Atkvæða- hlutfall framboðsaðila er því mjög svipað. í Þorlákshöfn var sveitar- stjórnarfulltrúum nú fjölgað úr 5 í 7. Á Eyrarbakka hlaut óháður listi, I-listi, hreinan meirihluta — 148 atkvæði og 4 fulltrúa. Sjálfstæð- ismenn fengu 91 atkvæði og 2 full- trúa og Framsóknarflokkur 46 at- kvæði og 1 fulltrúa. A Eyrarbakka var óhlutbundin kosning 1978. Á Hvolsvelli hlaut H-listi áhugamanna 213 atkvæði (56,2%) og 3 menn kjörna. I-listi sjálf- stæðismanna og frjálslyndra 166 atkvæði (43,8%) og 2 fulltrúa. Þar var óhlutbundin kosning 1978. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fulltrúa bæði á Stokkseyri og Vík í Mýrdal. Alþýðubandalag hlaut flest atkvæði á Stokkseyri, 87 (28,7%) og 2 fulltrúa, sameiginleg- ur listi Framsóknarflokks og Al-, þýðuflokks 81 atkvæði (26,7%) og 2 fulltrúa, H-listi óháðra 76 (25,1%) og 2 fulltrúa og Sjálfstæð- isflokkur 59 atkvæði (19,5%) og 1 fulltrúa. í Vík í Mýrdal hlaut Framsóknarflokkur flest atkvæði, 108 (40,4%) og 2 fulltrúa, Z-listi umbótasinna 81 (30,3%) og 2 full- trúa og Sjálfstæðisflokkur 78 at- kvæði (29,2%) og 1 fulltrúa. Horft um öxl — og fram á við Sú atkvæðaaukning, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut í kaupstöð- um Suðurlandskjördæmis, Vest- mannaeyjum og Selfossi, og kaup- túnahreppunum Hveragerði og Þorlákshöfn, bendir ótvírætt til þess, að fylgi hans fari vaxandi í kjördæminu. Hinsvegar varð flokkurinn fyrir nokkru áfalli á bæði Stokkseyri og í Vík í Mýrdal. Á heildina litið eru úrslitin þó mjög jákvæð. I síðustu Alþingiskosningum buðu sjálfstæðismenn í Suður- landskjördæmi fram tvo fram- boðslista: flokkslista, sem fékk 2.428 atkvæði, og hliðarlista, sem fékk 1484 atkvæði. Af flokkslista hlaut kosningu Steinþór Gestsson, bóndi, en Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri, varð uppbót- arþingmaður. Af L-lista hlaut kosningu Eggert Haukdal, bóndi. Meginástæða þess að framboðin urðu tvö mun hafa verið sú að ágreiningur var milli svæða í kjör- dæminu, en víða um land hugsar fólk enn í „gömlu kjördæmaskip- aninni", ef svo má að orði komast. Steinþór Gestsson hefur verið einn helzti talsmaður landbúnaðar á Alþingi, en Guðmundur Karls- son skeleggur málsvari sjávarút- vegs. Það hefur lengi verið einn meginstyrkur Alþingis, að mínum dómi að þar hafa setið fulltrúar sem eru sprottnir svo að segja úr kviku hinna ýmsu atvinnugreina, og því í jarðsambandi bæði við fólk og framtak í þjóðfélaginu. Megi slík tengsl vara sem lengst. Eggert Haukdal, sem kjörinn var af L-lista, tók sæti í þingflokki sjálfstæðismanna. m.a. fyrir til- stilli þeirra Steinþórs og Guð- mundar. Hann telst til þeirra þingmanna flokksins sem styðja núverandi ríkisstjórn, en hefur oftlega greitt atkvæði með málum sem þingflokkurinn hefur borið fram. í Suðurlandskjördæmi, eins og í Norðurlandskjördæmi vestra og Vesturlandskjördæmi fara þingmenn flokksins því ekki sama veg í afstöðu til ríkisstjórnarinn- ar. Eftir því sem næst verður kom- izt mun það ofarlega í hugum fólks, að framboðsmál flokksins á Suðurlandi verði að leysa með prófkjöri. Jafnframt mun sú skoð- un almenn, að í því prófkjöri verði að taka tillit til hinnar gömlu kjördæmaskipunar; þann veg, að í fjögur efstu sætin í prófkjöri nú megi ekki setja nema einn úr hverju hinna gömlu kjördæma (Vestmannaeyjar, Árnessýsla, Rangárvallasýsla, V-Skaftafells- sýsla). Þá mun og hafa borizt í tal að hafa eins konar forprófkjör í hverju þessara gömlu kjördæma til að velja frambjóðendur í aðal- prófkjörið, væntanlega þá 3 frá hverju svæði, en 12 menn alls skipa framboðslistann. Engar formlegar viðræður munu hafa fa- rið fram, enn sem komið er, um þetta efni, en fullur hugur er í sjálfstæðisfólki í Suðurlands- kjördæmi, eins og annars staðar, að standa og sigra saman í næstu Alþingiskosningum, hvenær sem þær ber að garði. I síðustu þingkosningum féllu atkvæði svo í kjördæminu: Sam- eiginlegt atkvæðamagn D- og L-Iista var 3.912 atkvæði, B-listi 3.357, G-listi 1.544 og A-listi 1.535. Ef sjálfstæðismenn í Suðurlands- kjördæmi nýta sér vel þann byr, sem þeir fengu frá fólki í nýliðn- um sveitarstjórnarkosningum, ætti siglingin til samátaks og sig- urhafnar að verða þeim möguleg. — sf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.