Morgunblaðið - 19.06.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
15
Til að þroskast sem
listamaður þarf
að gefa sér tíma“
— segir Boris Christoff sem syngur á tónleikum
Listahátíðar í Laugardalshöll á morgun
„MaAurinn er stórkostlegur.
Hann er aðsópsmikill og afar sér-
stæður persónuleiki, listamaður
fram í fingurgóma," sagði Gilbert
Levine hljómsveitarstjóri þegar við
hittum hann á hlaupum í anddyri
Hótel Sögu á leið í viðtal við bassa-
söngvarann heimskunna, Boris
('hristoff, en tónleikar hans og Sin-
fóníuhljómsveitar íslands undir
stjórn Levines i Laugardalshöllinni
á morgun eru lokaatriðið á Lista-
hátíð að þessu sinni. „Ég lít á það
sem sérstök forréttindi að fá að
starfa með Boris Christoff," bætti
Gilbert við.
Þegar á hólminn var komið
hafði Boris Christoff meiri
áhuga á því að spyrja blm. um
land og þjóð en að svara spurn-
ingum um sjálfan sig og söng-
listina, og sérstaklega lék honum
hugur á að fræðast um íslenzka
tungu, hvernig nöfn væru staf-
sett og fram borin og hvaða mál-
um íslenzkan væri skyldust.
„Ég er ekki búinn að vera hér
nema dagpart, en mér finnst allt
sem ég hef séð svo óumræðilega
fagurt. Landslagið, fólkið, sér-
staklega litlu börnin, og borgin
sjálf, þetta er ævintýri líkast.
Allt er svo fallegt, hreint og fínt
að ég minnist þess varla að hafa
orðið fyrir svo sterkum áhrifum
þegar ég hef komið á nýjan stað.
Hér er einhver hrífandi og mjög
sterk útgeislun."
Það er rétt hjá Levine að hann
er aðsópsmikill, en um leið er
hann ljúfur, einlægur og eilítið
barnslegur í ákefðinni og ekki
laust við að hann minni á Pál
heitinn Isólfsson.
Boris Christoff er Búlgari,
fæddur í Sofíu árið 1919. Hann
lauk lögfræðinámi og starfaði
sem slíkur í ættlandi sínu í
nokkur ár, en fluttist síðan til
Ítalíu árið 1941 þar sem hann
hóf söngnám hjá Stracchiari.
Einnig nam hann í Salzburg um
tíma en „debúteraði" í Róm árið
1946 og var ráðinn til Scala-
óperunnar í Milano árið eftir.
Síðan hefur frægðarferill hans
verið óslitinn og þótt maðurinn
sé kominn á sjötugsaldur segir
Gilbert að hann haldi fullum
raddstyrk.
Boris Christoff er búsettur í
Toscana á Italíu, í grennd við
borgina Piza.
„Ég lít á Ítalíu sem heima-
byggð. Ég hef aldrei sungið
opinberlega í Búlgaríu. Nei, nei,
það er ekki af pólitiskum ástæð-
um. Ég er ópólitískur maður. Ég
fer oft til Búlgaríu til að heim-
sækja þá sem ég þekki þar en
aldrei til að syngja," segir hann
og vill ekki ræða það mál frekar.
„Eftirlætishlutverk á óperu-
sviði. Það er eitt í dag og annað á
morgun, allt eftir því hvað ég er
að fást við hverju sinni. En
kannski hafa hlutverk mín í Don
Carlo, Don Giovanni og Boris
Godunov orðið mér einna hug-
stæðust."
Talið berst að þróun óperunn-
ar. „Það er mikill áhugi á óperu,
en hún er víðast hvar á niðurleið.
Að mínum dómi er bezta óperu-
húsið nú um stundir Covent
Garden í Lundúnum. Það er af
því að þeir sem þar ráða ríkjum
halda sér við gömlu itölsku
óperuhefðina sem ekki virðist í
miklum metum víðast hvar ann-
ars staðar. A Italíu er óperan á
niðurleið. Óperan í Parma er eig-
inlega eina óperuhúsið þar um
slóðir sem heldur sínu og það er
af því að þar er byggt á gömlu
hefðinni. I sambandi við óperu
hef ég áhyggjur af öðru og það
eru ungu söngvararnir sem mest
eru á ferðinni um þessar mundir.
Þetta er ný kynslóð sem hefur
hlotið ákaflega góða menntun.
Samkeppnin harðnar stöðugt og
nú er meira um frábærar raddir
en áður var, einfaldlega af því að
fleiri komast á framfæri. En
þessir ungu söngvarar vinna
alltof mikið. Þeim liggur svo
mikið á. Þeir sjást ekki fyrir.
Þeir eru fíknir í fé og frama og
því miður er alltof algengt að
þeir ofreyni sig og fari með
röddina á skömmum tíma. Til að
þroskast sem listamaður þarf að
gefa sér tíma og fara vel með
það sem manni er gefið."
í lok spjallsins lýsti söngvar-
inn enn hrifningu sinni á land-
inu. „Það var mér sérstakt
ánægjuefni að fá tækifæri til að
hitta Sigurð Demetz. Við kynnt-
umst í Feneyjum fyrir mörgum
árum þegar við vorum þar báðir
við nám.“
Tónleikarnir í Laugardalshöll
á morgun hefjast kl. 5 síðdegis.
A efnisskránni eru verk eftir
Beethoven, Mozart, Verdi,
Glinka, Tsjaikovsky og Muss-
orgsky.
Nýstúdentar frá MA.
116 slúdentar útskrifaðir firá MA
Mæðgurnar Sigrún Helgadóttir og dóttir hennar, Ólöf Jónsdóttir, báðar í
hópi stúdenta. I.jósmynd Mbt.: Sv.P.
Selma Hauksdóttir, dúx frá MA.
Ljótmiynd Mbl.: Sv.F.
Akureyri, 18. júní.
MENNTASKÓLANUM á Akur-
eyri var slitið í Akureyrarkirkju að
morgni 17. júní. Athöfnin hófst
með píanóleik Arnar Magnússon-
ar, en Tryggvi Gíslason, skóla-
meistari, skýrði siðan frá skólast-
arfinu í vetur í stórum dráttum og
þakkaði hann öllum starfs-
mönnum skólans vel unnin störf.
Að þessu sinni brautskráðust
116 stúdentar, þar af 3 úr öld-
ungadeild. í stúdentahópnum
voru mæðgur, Sigrún Helgadóttir
og dóttir hennar Ólöf Jónsdóttir.
Hin fyrrnefnda er úr öldunga-
deild. Meðal nýstúdenta var 3500.
stúdentinn frá MA, Kristinn
Arnarson frá Ólafsvík. Hæstu
einkunnina á þessu vori hlaut
Selja Hauksdóttir úr máladeild,
9,55. Margir nýstúdentar hlutu
verðlaun fyrir námsárangur, fé-
lagsstörf og framkomu.
Af hálfu 50 ára stúdenta
(„doktorabekkjarins") talaði
Kristín Þorláksdóttir, kennari.
Séra Bjarni Sigurðsson talaði
fyrir hönd 40 ára stúdenta, sem
gáfu sjóð til styrktar félagslífi
nemenda. Fulltrúi 25 ára stúd-
enta var séra Heimir Steinsson
og afhenti hann myndsegul-
bandstæki að gjöf. Fyrir 10 ára
stúdenta talaði Benedikt Sigurð-
arson, kennari, en þeir höfðu
gróðursett á annað hundrað
trjáplöntur á lóð skólans daginn
áður.
Eftir að skólameistari hafði af-
hent nýstúdentum prófskírteinin
ávarpaði hann þá nokkrum orð-
um og sleit síðan skólanum. Loks
var skólasöngurinn sunginn við
undirleik Jakobs Trvggvasonar.
— Sv.P.