Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 17

Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 17 15. Evrópuþing Kiwanishreyfingarinnar: 550 manns sitja þingið — íslend- ingur næsti forseti 15. EVRÓPUÞING Kiwanishreyf- ingarinnar stendur nú yfir í Háskóla- bíói i Reykjavík og lýkur þinginu þann 20. júní næstkomandi. Slík þing eru haldin annað hvert ár til skiptis í að- ildarlöndum hreyfingarinnar. Gestir á þinginu eru um 550, þar af um helm- ingur erlendir gestir. Kiwanishreyfingin var stofnuð 21. janúar 1915 í Detroit í Bandaríkjun- um og hefur hreyfingin breiðst ört út að sögn forráðamanna hennar. í Evrópu er hreyfingunni skipt upp í sérstök umdæmi og er Island eina umdæmið sem aðeins er skipað einu aðildarlandi innan Evrópusam- bandsins og mótast það meðal ann- ars af landfræðilegri legu landsins. Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar hefur hvert umdæmi sjálfstæða stjórn og sérstaka starfsemi en forseti hreyf- ingarinnar getur þó haft áhrif á markmið og stefnu umdæmanna. Hann sagði ennfremur að nú væri farið að leggja meiri áherslu á að taka fyrir þjónustustörf í stað skipulagsstarfsemi áður og á næsta ári myndi hreyfingin taka fyrir málefni blindra barna. Heiðursgestur þingsins er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og sagði Eyjólfur að hún myndi taka við sérstökum verðlaunum Kiwan- ishreyfingarinnar fyrir að vera fyrsta konan sem kjörin er í æðsta embætti þjóðar sinnar í lýðræðis- legum kosningum. Ávörp á þinginu flytja þeir Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri. Á þinginu verður kjörinn nýr for- seti Evrópusambandsins en hver forseti situr aðeins eitt ár í senn og verður næsti forseti Eyjólfur Sig- urðsson. í tilefni af þinginu verður gefinn út sérstakur minnispeningur, úr bronsi og silfri, einnig verður opið sérstakt pósthús í Háskólabíói. Póst- og símamálastjórnin hefur látið gera sérstakan póststimpil í tilefni af þinginu og verða umslög merkt þinginu til sölu á staðnum. Listahátíð að Kjarvalsstöðum: Kammerverk eftir Hafliða og Guðmund á tónleikum 1 dag Guðmundur Hafsteinsson og Haf- liði Hallgrimsson eru þau íslenzku tónskáld sem eiga kammerverk sín á tónleikum að Kjarvalsstöðum i dag. Þetta eru næstsíðustu tónleikarnir í kynningu íslenzkrar kammertónlistar að Kjarvalsstöðum á Listahátíð. Verk Guðmundar Hafsteinsson- ar heitir „Brunnu beggja kinna björt ljós“, en það er tríó fyrir klar- ínett, selló og píanó, og flutt af Noru Kornblue, Óskari Ingólfssyni og Snorra Sigfúsi Birgissyni. Verkið er samið að frumkvæði Musica Nova og tileinkað Óskari lladidi (lUÓmundur MallgrímssGn llafsteinsson Ingólfssyni. Það er að formi til ein- þáttungur í fjórum atriðum sem eru skýrt afmörkuð. Titillinn er tekinn úr vísu eftir Kormák Ög- mundsson. „Fimm stykki fyrir píanó“ heitir verk Hafliða Hallgrímssonar en pí- anóleikarinn er Halldór Haralds- son. I efnisskrá segir tónskáldið um verkið: „Þessi stuttu verk fyrir píanó eru upphaflega samin sem æfingar eða undirbúningur fyrir stærra píanóverk. Ég hafði til hliðsjónar nokkur eigin ljóð meðan unnið var að þessum stykkjum, ráða ljóðin því nokkru um stemmn- ingu og efnismeðferð hverju sinni. Einnig var ég að kanna vinnubrögð sem felast í því að lýsa atburðum með nótum. Stykki nr. 1, 2, 3 og 5 eru nátengd, þau eru öll unnin úr sama efnivið. Stykki nr. 4 er aftur á móti eldra og lítið sem ekkert í ætt við undantalin verk.“ Tónleikarnir að Kjarvalsstöðum í dag hefjast kl. 17, og er aðgangur að þeim ókeypis, svo sem að öðrum atriðum sem fram fara að Kjar- valsstöðum á Listahátíð. Tvær forsýningar verða á leikritinu Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson, í kvöid og svo aftur á sunnudagskvöld, í tilefni Listahátíðar. „Skilnaður er mjög töff leikrit“ AÐ UNDANFÖRNU hafa sUðið yfir í Leikfélagi Reykjavíkur æf- ingar á leikritinu Skilnaður. Höf- undur og leikstjóri er Kjartan Ragnarsson en leikendur eru Guðrún Ásmundsdóttir, Jón lljartarson, Valgerður Dan, Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Edda Björns- dóttir. Tónlist er í umsjá Áskels Mássonar, Steinþór Sigurðsson sér um leikmynd og búninga, lýs- ing er í höndum Daníels Will- iamsson. Á undanförnum 7 árum hafa verið leikin eftir Kjartan 7 verk. Skilnaður er það 8. í röð- inni. Áður hafa verið sýnd: Saumastofan, Týnda teskeiðin, Blessað barnalán, Snjór, Ofvit- inn, Jói og Peysufatadagurinn. Leikritið Skilnaður fjallar, eins og nafnið ber með sér, um skilnað hjóna. Verkið gerist í Reykjavík nú á dögum og spannar nokkra mánuði í lífi konu, eftir að maki hennar hef- ur yfirgefið hana. Tekist er á við að túlka innri og ytri ótta hennar þar sem hún leitar að — segir Kjartan Ragnarsson sem færir upp sitt átt- unda leikrit á jafn mörgum árum nýjum leiðum og berst fyrir því að lifa eins og manneskja. Tvær forsýningar verða á verkinu á Listahátíð en leikritið verður formlega frumsýnt nú í haust. Aðspurður kvaðst Kjartan með þessu leikriti vera að gera tilraun með að breyta forminu á leiksviðinu i Iðnó. Sett hefur verið upp hringsvið, þar sem áhorfendur sitja allt í kring. „Við erum að sýna fram á þörf okkar fyrir Borgarleikhús- ið og þörf á breyttu leikrými. Leiklistin hefur svo mikið upp á að bjóða í rými sem gefur mikla möguleika. Á þessu leiksviði getum við vanið okkur við þann leikmáta sem í Borgarleikhús- inu mun tíðkast," sagði Kjartan er blaðamaður Morgunblaðsins leit inn á æfingu á Skilnaði á miðvikudag. „Skilnaður er mjög töff leik- rit, ekki beinlínis alvarlegt verk, en í því er mikil spenna og nokkuð af ofbeldi eins og stund- um vill verða í mannlegum samskiptum. Ég er kannski þekktari fyrir grínleikrit, en af þessum átta leikritum sem ég hef gert eru a.m.k. þrjú þeirra alvarlegs eðlis. Leikrit geta kannski komið fyrir sjónir manna sem góðlátlegt grín, en oft leynist undir andstyggileg alvara. I þessu verki höfum við valið þá leið að notast við til- tölulega einfalt leiksvið, en þess í stað notum við 4 rása hátalarakerfi, sem segja má að komi í stað tilfæringa á leik- sviði, þannig að áhorfandinn skynjar breytingar á umhverfi. Auðvitað er ég alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum og uppfullur af hugmyndum, en ég er þó ekki byrjaður að skrifa neitt nýtt,“ sagði Kjartan Ragnarsson. OPIÐIDAG10-14 HEIMSMEISTARAKEPPNIN IKNATTSPYRNU Á SRÁN11982 i FERÐAMIÐSTÖOIIM SSSi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.