Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982
Einkennileg
dánarorsök
l»ndon, 18. júní. AP.
KNGIN önnur skýring finnst á láti
konu sem fannst i garöi í London
önnur cn sú aö eldingu hafi slegiö
niður í málmþráö i brjóstahaldara
hennar, segir í niðurstöðu líkskoö-
ara í London.
Lík konunnar fannst undir tré í
almenningsgarði í norðvestur
Ix>ndon fyrir tveimur vikum, en
þá hafði gengið á með stormum
og rigningu. Við rannsókn á
dauða hennar sl. miðvikudag
vottaði dr. Iain sjúkdómafræð-
ingur, sem og líkskoðarinn, að
brunasár á bringu hennar liti
nákvæmlega eins út og það
mynstur sem á brjóstahaldaran-
um var og í var málmþráður.
Hann taldi mjög líklegt að eld-
ingunni hefði slegið niður í
málmþráðinn.
Leikarinn Curt
Jiirgens látinn
Vín, 18. júní. AP.
('IJRI) Jiirgens, þýski leikarinn, sem
gat sér mikinn oröstír og heims-
frægð fyrir leik í meira en IGO
kvikmyndum, lést í dag í Vín, 66 ára
aö aldri. Var banameinið hjartabilun
aö sögn lækna.
Júrgens hóf feril sinn í kvik-
myndunum árið 1936 en það var
þó ekki fyrr en 20 árum síðar að
hann varð verulega þekktur og þá
fyrir leik sinn í kvikmyndinni
„Hershöfðingi kölska", sem gerð
var eftir sögu Carl Zuckmayers.
Eftir það lék hann í mörgum
kunnum myndum, sem margar
voru gerðar í Bandaríkjunum, og
fékk margvíslega viðurkenningu
fyrir leik sinn. Hann tók mikinn
þátt í hinu ljúfa lífi, var fimm-
kvær.tur og vinsælt umræðuefni í
slúðurdálkum dagblaðanna.
Maðurinn með ljáinn hefur látið
skammt stórra högga á milli í
þýskri ieikara- og leikstjórastétt
Schmidt hlýtur
annað skipbrot
Darmstadl, Vestur l*ýskalandi, 18. júní. AP.
HELMUT Schmidt kanslari Vest-
ur býskalands hlaut í gær sitt ann-
aö skipbrot, þegar frjálsir demó-
kratar sem eru með honum í stjórn
tilkynntu aö þeir hefðu ákveðið að
styðja kristilega demókrata í fylkis-
þingkosningunum í Hcssen 26.
september í haust. Áður hafði hann
beðið ósigur í Hamborg, heimafylki
sínu, þann 6. júní síðastliðinn.
Á sérstöku flokksþingi sem
haldið var í háskólaborginni Hess-
en voru 169 frjálsir demókratar
Dánarorsök
Fassbinders
Múnchen, 18. júní. AP.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Rain-
er Werner Kassbinder, sem fannst
látinn í síðustu viku, dó vegna of
stórs skammLs af svefntöflum og
kókaíni, samkvæmt upplýsingum frá
saksóknara í Miinchen í dag.
Hann sagði fréttamönnum að
fyrstu eiturlyfjarannsóknir á líki
Fassbinders við Múnchenarhá-
skóla sýndu að hann hefði sam-
tímis tekið inn svefntöflurnar og
kókaínið. Dauði hans gæti því ver-
ið útskýrður læknisfræðilega sem
afleiðing af þessari efnasamsetn-
ingu. Þó að þetta séu einungis
fyrstu rannsóknir og frekari
niðurstaðna sé að vænta, telur
saksóknarinn ólíklegt að niður-
stöðurnar eigi eftir að breytast
sem einhverju nemur.
Fyrri niðurstöður höfðu sýnt að
Fassbinder hafði ekki neitt áfeng-
is fyrir andlátið, en lík hans var
krufið sl. miðvikudag.
fylgjandi því að slíta tveggja ára
samstarfi við jafnaðarmenn, en
129 voru því mótfallnir. Einn full-
trúi var fjarverandi.
Þeir sem vilja slíta samstarfinu
og hin íhaldssama stjórnarand-
staða telja að hin frjálslyndari öfl
séu búin að missa traust fólks og
hafi ekki nægilega sterkar lausnir
á hinum erfiðu efnahags- og fé-
lagslegu vandamálum sem steðji
að nú á níunda áratugnum.
I heimafylki Schmidts kanslara,
Hamborg, hafa jafnaðarmenn
misst meirihluta í fyrsta skipti í
tvo áratugi. Það voru íhaldsmenn
sem komu sterkastir út úr kosn-
ingunum þar og ef þeim tekst að
mynda fylkisstjórn munu þeir
hafa % hluta atkvæða í efri deild
þingsins og gætu ,þar af leiðandi
staðið í vegi fyrir öllum meiri
háttar ákvörðunum sem meiri-
hluti Schmidts kæmi í gegn í neðri
deild.
I Hessen, þar sem fylgi jafnað-
armanna hefur farið stöðugt
minnkandi, segir Dregger, leiðtogi
kristilegra demókrata, að þeir séu
bjartsýnir á að vinna fylkið í
kosningunum í september. Ef svo
fer, munu frjálslyndir demókratar
undir stjórn Schmidts einungis
hafa meirihluta í tveimur af ellefu
fylkisstjórnum Vestur-Þýska-
lands: í Ruhr-héraði og hina litlu
fylkisstjórn í Bremen.
„For he’s a jolly good fellow“
— sungu íbúar Port Stanley er þeir fögnuðu Moore, yfirmanni breska herliðsins á Falklandseyjum
Kambódía:
Andspyrnuhreyfíngar
semja um ríkisstjórn
Singapore, 18. júní. AP.
Andspyrnuhreyfingarnar þrjár í
Kambódíu, sem berjast gegn yfir-
ráðum Víetnama, hafa komist að
samkomulagi um myndun ríkis-
stjórnar að því er segir í fréttum
frá Singapore, en þar fer nú fram
utanríkisráðherrafundur Suð-
austur-Asíubandalagsins.
Fulltrúar andspyrnuhreyf-
inganna, sem eru Rauðir khmer-
ar, Þjóðlega frelsisfylkingin
undir forystu Son Sann og fylg-
ismenn Norodom Sihanouks
prins, munu hittast í næsta
mánuði til að ganga endanlega
frá samkomulaginu. Síðast
hyggjast þeir setjast að í Kam-
bódíu á þeim svæðum, sem eru í
höndum skæruliða. Ekki er vit-
að hvenær af því mun verða.
Samkvæmt samkomulaginu
mun Sihanouk verða forseti,
Kieu Samphan, leiðtogi Rauðra
khmera, varaforseti, og Son
Sann forsætisráðherra. Annað
varaforsetaembætti stendur
Heng Samrin til boða ef hann
vill en hann veitir nú forstöðu
leppstjórn Víetnama í Kambód-
íu. Ekki eru þó taldar miklar
líkur á að hann þiggi boðið.
Oboðinn gestur í
Buckingham-höll
lx>ndon, 18. júní. AP.
MAÐUR, vopnaður hnífi, braust i
gær gegnum öryggisgæslu Buck-
ingham-hallar og var handtekinn í
garöinum framan við höllina, sam-
kvæmt upplýsingum frá Scotland
Yard.
Lögreglan segir manninn hafa
verið ákærðan fyrir að hafa með
höndum vopn og hann komi fyrir
rétt í dag. Hann mun hafa komist
inn í hallargarðinn með því að
klifra yfir girðingu, en til hans
sást af varðmanni sem hljóp strax
til og hélt honum föstum þar til
hjálp barst. Hnífurinn fannst hins
vegar ekki fyrr en við leit á mann-
inum.
Enginn meðlimur hinnar kon-
unglegu fjölskyldu mun hafa verið
í höllinni þegar þetta gerðist.
l*ort Stanley, 14. júní. AP.
ADEINN nokkrum stundum eftir að
viðræður hófust á milli Jeremy
Moore, yfirmanns herafla Breta á
Kalklandseyjum, og yfirmanns arg-
entínska herliðsins á eyjunum, var
uppgjöf þeirra síðarnefndu alger.
Moore talaði við féttamanninn Rob-
ert Kox frá BBC og skýrði honum frá
gleði sinni yfir uppgjöfinni, en lét
þess jafnframt getið að hún hefði
komið honum mjög á óvart.
„Hermenn mínir hafa verið
stórkostlegir. Þetta eru úrvals-
menn,“ sagði hann. „Þeir mættu
harðri andstöðu óvinarins og þeim
var gert mjög erfitt fyrir. Þeir
urðu að ganga þvert yfir eyjuna og
unnu þar mikið þrekvirki."
Fréttamaðurinn fór síðan í fylgd
Moore til Port Stanley. Var honum
þar fagnað sem frelsari væri og
fólk hópaðist að honum og söng
„For he’s a jolly good fellow" og
skáluðu fyrir Bretadrottningu í
bjór við kertaljós.
Fox skýrði frá því að um eitt
hundrað manns hefði leitað skjóls í
verzlunarhúsi í vesturhluta bæjar-
ins. Argentínskir hermenn voru á
víð og dreif um bæinn og virðist,
sem vonleysi hafi gripið um sig á
meðal þeirra. Vitni segist hafa séð
hermenn Argentinumanna fara á
bak við yfirmenn sína og skjóta af
vélbyssum á hús í austurhluta bæj-
arins.
Curd Jiirgens
að undanförnu. Fyrir nokkrum
vikum fannst leikkonan Romy
Schneider látin í íbúð sinni og svo
var einnig um kvikmyndaleik-
stjórann Rainer Werner Fass-
binder litlu síðar.
Metropolitan-safn
með eftirlíkingar
New York. AP.
METROPOLITAN-listasafnið hefur
tilkynnt að 17 gullmunir, sem áður
var talið að hefðu verið grafnir fyrir
3500 árum í egypska gröf, væru 20.
aldar eftiriíkingar.
Upp komst um eftirlíkingarnar
þegar farið var í saumana á um
40.000 munum í hinni egypsku
deild safnsins, samkvæmt upplýs-
ingum frá talsmanni þess. Safnið
keypti munina af evrópskum lista-
verkasölum milli 1919 og 1920, en
talið var að þeir væru komnir úr
dýrgripasafni prinsessanna
þriggja sem fannst 1916 nálægt
Luxor í Egyptalandi.
Doktor Christine Lilyquist, um-
sjónarmaður egypsku deildarinn-
ar í safninu, sagði að nýjustu
rannsóknir sýndu að munirnir
væru allir gerðir milli 1916 og
1918, en á þeim tíma hefðu ekki
verið til nein efni til að sanna
hvort um var að ræða falsaða
muni eða ekta. Það eru listmunir
sem hafa verið grafnir úr jörðu
síðan þá og geymdir eru í Kaíró og
Metropolitan-safninu sem hjálp-
uðu rannsakendunum við að koma
upp um hinn rétta aldur þeirra.
Þegar farið var að athuga mun-
ina nánar kom margt í ljós sem
ekki reyndist sannfærandi fyrir
þann tíma sem þeir áttu að hafa
verið gerðir á og listamenn þess
tíma hefðu aldrei látið frá sér
fara.
Ástæðan fyrir því að nú var ver-
ið að yfirfara muni egypsku deild-
arinnar er sú að nú er í undirbún-
ingi stofnun nýrrar egypskrar
deildar við safnið.
Jeremy Moore, undirhershöfðingi og yfirmaður landgönguliðanna bresku á Falklandseyjum, heilsar hér upp á
einn af yngstu Falklendingunum í Port Stanley eftir að hafa neytt argenínska innrásarliðið til uppgjafar. ap