Morgunblaðið - 19.06.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
19
STUND MILLI STRÍÐA. Ung líbönsk kona meö dóttur sína á handleggnum fyrir framan fyrrum heimili sitt
í Tyros, en þaö var lagt í rúst í loftárás israela á borgina fyrr í mánuöinum. ap.
Líbanonsmálið:
Lausnin felst í að leysa
vanda Palestínumanna
Óþekktur kafbátur
í fínnskri lögsögu
Hel.sinki, 18. júní. AP.
FINNSKT varðskip stuggaði sl. mið-
vikudag við óþekktum kafbáti, sem
vart varð innan lögsögunnar við
Álandseyjar, að því er segir í til-
kynningu frá finnsku strandgæsl-
unni í dag.
í tilkynningunni segir, að kaf-
báturinn hafi komið úr norðri og
stefnt suður innan finnskrar lög-
sögu og „í samræmi við fyrirmæli
hafi báturinn verið hrakinn á
brott með viðvörunarskotum".
Ekki var þess getið hve mörgum
var skotið að kafbátnum.
Vart varð við kafbátinn 16. júní
sl. og er talið að þar hafi verið um
að ræða sama bátinn og sænska
strandgæslan eltist við norðar
fyrir Eystrasaltsbotni.
Dollar upp gull niður
London, 18. júní. AP.
GULLVERÐ er nú lægra en það hef-
ur verið í 34 mánuði, en gengi
bandaríska dollarans er hins vegar
hærra en nokkni sinni fyrr. Gull-
kaupmenn í Ziirich segja gullverslun
mjög óstöðuga og spá því að gullverð
eigi eftir að falla enn frekar en doll-
arinn að hækka vegna hárra vaxta.
Gengi dollarans gagnvart gengi
franska frankans, ítölsku lírunnar
og kanadíska dollarans hefur aldr-
ei verið hærra, en aðrir gjaldmiðl-
ar eiga einnig í vök að verjast
þrátt fyrir að verslun með gjald-
miðla dróst saman í Evrópu vegna
sumarleyfa hjá starfsmönnum á
hinum stóra verðbréfamarkaði í
Frankfurt.
Breska pundið féll í verði eftir
að athygli manna beindist frá
sigrinum á Falklandseyjum að
vaxandi efnahagsvandræðum inn-
anlands, og hefur gengi þess ekki
verið lægra síðan 23. ágúst 1977.
Skæruliðar skjóta þyrlu
— er álit dálka- og leiðarahöfunda í Bandaríkjunum
Krá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. í Washington.
RÍKISSTJORN Bandaríkjanna hefur
harmað átökin i Líbanon en telur að
innrás ísraela hafi verið ill nauðsyn til
að losa Líbanon við hersveitir PLO og
Sýrlendinga. Fræðimenn, dálka- og leið-
arahöfundar. benda nú á að nú sé rétti
timinn fyrir Bandaríkjamenn að leita
varanlegrar lausnar á vandanum fyrir
botni Miðjarðarhafs. Þeir eru sammála
um að lausnin felist fyrst og fremst í að
leysa vanda Palestínumanna sem hafa
misst land siðan ísrael var stofnað.
Leiðarahöfundar Washington Post
og New York Times benda á, að ein-
angrun PLO hafi komið í ljós við inn-
rás ísraela. Sýrlendingar tóku ekki
Veður
víða um heim
Akurayri 13 léttskýjað
Amsterdam 1« skýjað
Aþena 30 heiðskirt
Barcalona 24 heiðskírt
Bangkok vantar
Balgraö vantar
Bairut 3 vantar
Berlín 20 skýjað
BrUssal 24 rigning
Buenos Aires vantar
Chicago 12 alskýjað
Dyflinni 18 skýjað
Feneyjar 24 þokumóða
Franklurt 20 heiðskfrt
Genl 26 heiðskfrt
Havana vantar
Heisinki 13 skýjað
Hong Kong 31 akýjað
Jerúsalem 24 haiðskfrt
Jóhannesarborg 17 haiðskfrt
Kairó 33 haiðakfrt
Kaupmannahöln 14 skýjað
Las Palmas 23 skýjað
Lissabon 23 rigning
London 19 skýjað
Los Angeles vantar
Madrid 31 heiðskfrt
Malaga 31 Mttskýjað
Mallorca 29 léttakýjað
Manila vantar
Mexfkóborg 29 haiðakfrt
Miami vantar
Montreal vantar
Moskva 14 helðekfrt
Nýja Delhi 37 skýjað
New York 21 skýjað
Osló 18 haiðskfrt
Paris 24 skýjað
Peking vantar
Porth 15 rigning
Río de Janeiro 27 skýjað
Reykjavfk 12 léttskýjað
Róm 27 haiðskfrt
San Francisco vantar
Sao Paulo vantar
Singapore vantar
Stokkhólmur 16 heiðakfrt
Sydney 18 hoiðskfrt
upp vopn fyrr en þeim var ógnað, aðr-
ar arabaþjóðir sátu hjá og Sovétríkin
hótuðu ekki Israelum fyrr en verstu
bardagarnir voru yfirstaðnir. New
York Times segir að Bandaríkja-
stjórn eigi nú að reyna að draga aðra
fulltrúa Palestínumanna inn í samn-
ingaviðræðurnar um Líbanon og nota
þær til að semja við Israela um Vest-
urbakkann og Gaza. Blaðið segir að
eina leiðin til að koma í veg fyrir
frekara blóðbað á svæðinu sé að veita
Palestínumönnum sjálfstjórn og
heimaríki. Washington Post segir að
nú sé tími til kominn fyrir Yasser
Arafat að viðurkenna ósigur sinn og
hreyfingar sinnar og sættast á að búa
í friði við Israela.
Stanley Hoffman, prófessor í Har-
vard, var ekki eins vongóður um að
átökin í Libanon geti leitt til friðar á
svæðinu. Hann telur í grein sem birt-
ist í New York Times í morgun að
hætta sé á að mun herskárri sveitir
Palestínumanna en PLO muni nú
koma fram á sjónarsviðið og ráða
stefnunni. Hann óttast að innrás
ísraela muni ekki veita Líbanon aftur
sjálfræði heldur skipta landinu upp í
frekari hluta sem Israelar, herskáir
Palestínumenn og Sýrlendingar,
skipti með sér. Hoffman telur að
staða Bandaríkjamanna á svæðinu sé
nú veikari en áður þar sem Banda-
ríkjastjórn virðist með öllu ófær um
að hafa hemil á aðgerðum ísraela.
Henry Kissinger, fv. utanríkisráð-
herra, telur hins vegar að átökin í
Líbanon hafi opnað leið til jákvæðra
breytinga í Mið-Austurlöndum. Hann
segir í grein sem birtist í Washington
Post í morgun að Bandaríkjamenn
geti unnið sér vini á svæðinu með því
að beita sér fyrir sjálfstæði Líbanon,
með því að styðja kröfur araba á
Vesturbakkanum og stuðla að friði og
jafnvægi á Arabíuskaga. Þetta krefst
hins vegar styrkrar stjórnar, segir
hann. Ekki er enn vitað hvort stjórn
Ronald Reagans býr yfir þeim styrk.
Bandaríkjastjórn hefur lítið að-
hafst síðan ísraelar réðust inn í Líb-
anon. Philip Habib er staddur í Mið-
Austurlöndum og leitar friðar en
Menachem Begin situr nú fund af-
vopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í New York. Meiningin var að
hann hitti Reagan á mánudag en nú
er látið að því liggja að Reagan kunni
að hætta við þann fund þangað til
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að
draga að sinni að tilkynna þinginu
formlega um sölu F-16-orustuflugvéla
að verðmæti 2,5 milljarða dollara til
ísraels. Stjórnin studdi tillögu í Sam-
einuðu þjóðunum á þriðjudag um
frekari útgjöld til friðarsveita í Mið-
Austurlöndum. Sveitirnar verða þar
því áfram þótt þær hafi komið að litlu
gagni á síðustu dögum.
San Salvador, Kl Salvador, 18. júní. AP.
SKÆRULIÐAR vopnaðir sjálfvirk-
um rifflum skutu í dag niður þyrlu
og með henni Adolfo Castillo aðstoð-
arvarnarmálaráðherra er hann var á
leið til að kanna bardagasvæðið í
Morazan-héraði í gær, samkvæmt
heimildum frá hinu leynilega útvarpi
skæruliða.
Þessi frétt var síðan staðfest af
áreiðanlegum heimildum í höfuð-
borginni, en heimildamaðurinn
óskaði nafnleyndar.
Útvarpsstöðin sagði að með
þyrlunni hefði einnig verið Beltr-
an Luna, yfirherforingi á bar-
dagasvæðinu. Nánar var ekki vit-
að um atburðinn í dag, en óstað-
festar heimildir telja að þeir hafi
báðir látist í árásinni.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna:
John Woodward,
aðmíráll og yfirmað-
ur breska flotans á
Suður-Atlantshafi.
Það kom í hlut Jer-
emy Moores, undir-
hershöfðingja og yf-
irmanns landgöngu-
liðanna, að veita við-
töku uppgjöf argent-
ínska herliðsins.
Reagan sakar Rússa um
„einstæðan ofbeldisferil“
Sameinuðu þjóðunum, Moskvu, 18. júní. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, flutti í gær, fimmtudag, ræðu á
allsherjarþingi SÞ og var mjög harð-
orður í garð Sovétmanna, sem hann
sakaði um heimsvaldastefnu og
„einstæðan ofbeldisferil**. Hann
sagði, að Bandaríkjamenn hefðu
barist fyrir eftirliti með vígbúnaði
allt frá dögum síðari heimsstyrjaldar
og að kominn væri tími til að Rússar
sýndu á borði en ekki bara í orði
vilja sinn i þeim efnum. Er litið á
þessi orð hans sem svar við þeirri
yfirlýsingu Gromykos, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, að Rússar
muni ekki verða fyrstir til að beita
kjarnorkuvopnum. Rússar hafa
brugðist mjög ókvæða við ræðu
Reagans.
í ræðu sinni sakaði Reagan
Rússa um að hafa brotið núgild-
andi samþykktir um eftirlit með
vígbúnaði og Genfar-samþykktina
frá 1925 um bann við notkun eit-
urefna í hernaði.
Reagan sagði, að allt frá lokun
síðari heimsstyrjaldar hefði ferill
rússneskra stjórnvalda einkennst
af ofbeldi. Þeir kúguðu Austur-
Evrópuríkin, hefðu komið upp
Berlínarmúrnum, bælt niður
frelsistilraunir Ungverja og Tékka
og staðið að baki herstjórninni í
Póllandi. „Sovétmenn styðja
skæruliða og hryðjuverkamenn
um heim allan og hermdarverk
kommúnista í Suðaustur-Asíu,
Afganistan og annars staðar eru
öllum kunn,“ sagði Reagan.
„Á þeim tíma, sem kenndur er
við slökun spennu, hafa Rússar
Ronald Reagan
vígbúist sem aldrei fyrr en vest-
ræn ríki hins vegar haldið að sér
höndum," sagði Reagan og bætti
því við, að samþykktir um tak-
mörkun vígbúnaðar stuðluðu því
aðeins að friði að þær væru haldn-
ar.
Gromyko, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, sat hljóður undir
ræðu Reagans og klappaði ekki að
henni lokinni eins og aðrir þing-
fulltrúar. í dag, föstudag, réðst
Tass-fréttastofan rússneska, mjög
harkalega á Reagan og sagði hann
hafa „skrumskælt" utanríkis-
stefnu Rússa og farið rangt með
tölur um útgjöld þjóðanna til her-
mála. Sagt var, að ræða Reagans
gæti aðeins „vakið undrun og reiði
almennings um allan heim“.