Morgunblaðið - 19.06.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
25
Bætiefiiaskortur
Eftir dr. Jón Óttar
Ragnarsson dósent
Bætiefnaskortur
Hvernig geturðu komist að því
hvort þig vantar einhver bætiefni?
I fyrri greinum var fjallað um
það hvernig þú getur metið eigið
fæði og þannig reynt að komast
að því hvort mataræðinu eru á
einhvern hátt ábótavant og
hvernig þú getur bætt það.
Önnur aðferð, sem einnig get-
ur verið gagnleg, er að reyna að
komast að því hvort þú hefur
einhver líkamleg einkenni um
vægan bætiefnaskort (um alvar-
legan bætiefnaskort er tæplega
að ræða).
En áður en fjallað er um þau
skortseinkenni sem koma fram
vegna vöntunar á tilteknum
bætiefnum er rétt að fjalla
stuttlega um hvert hlutverk
hinna ýmsu bætiefna er í lík-
amsstarfseminni.
Hlutverk bætiefna
Bætiefnum má skipta í fjóra
undirflokka: vítamín, nauðsynleg
steinefni, nauðsynlegar amínósýr-
ur (í hvítu — próteini) og nauð-
synlegar fitusýrur (í mjúkri og
fljótandi fitu).
Þessum undirflokkum er
stundum skipt enn frekar, t.d.
vítamínum í fituleysin vítamín
(A, D, E og K-vítamín) og vatns-
leysin vítamin (B og C-vítamín)
og steinefnum í aðal- og snefil-
steinefni.
Taflan hér á síðunni sýnir í
mjög grófum dráttum helstu
hlutverk sem hin ýmsu bætiefni
gegna í líkamanum. Eru þó alls
ekki talin upp öll bætiefni, t.d.
ekki ýmis snefilsteinefni sem lít-
ið er enn vitað um.
Eins og sjá má eru hlutverk
þessara efna margvísleg. Ekki
bætir úr skák að sama efnið getur
gegnt mörgum og óiíkum hlutverk-
um. Þannig er t.d. zink hluti af
a.m.k. 20 mismundandi lífhvöt-
um (ensímum) frumunnar.
Á hinn bóginn er ljóst að tvö
eða fleiri bætiefni geta gegnt svip-
uðu hlutverki, þ.e. verkun þeirra
skarast. Þannig eru t.d. járn,
kopar, fólasín og B12-vítamín
nauðsynleg fyrir myndun blóð-
korna.
Á vissan hátt getum við litið á
bætiefnin sem leikflokk þar sem
sum fara með aðalhlutverk, en
önnur með aukahlutverk. En til
þess að sýningin takist vel þurfa
allir að vera með og samspil að
nást.
Líkamleg skortseinkenni
Eins og hlutverk bætiefnanna
eru ólík innbyrðis eru þau ein-
kenni sem koma fram vegna
skorts á þessum efnum mismun-
andi.
Hvaða einkenni koma fram við
skort á tilteknu bætiefni fer m.a.
eftir því hvort um samhliða
skort á öðrum bætiefnum er að
Jón Ottar Kagnarsson
Fæða
heilbrigði
ræða. Jafnframt geta margir
aðrir þættir haft hér áhrif.
Bætiefni, sem einkum hafa áhrif á
blóðið og myndun rauðra blóð-
korna eru m.a. járn, fólasín,
B12-vítamín, kopar og B6-vítamín.
Skortur veldur blóðleysi, þreytu og
örum hjartsiætti.
Algengastur er járnskortur og
veldur hann járnskortsblóðleysi
(smákornótt). Margfalt hættu-
legri og fátíðari sjúkdómur
(vegna erfðagalla) er illkynjað
blóðleysi (stórkornótt) vegna
B12-vítamínskorts.
Bætiefni sem hafa áhrif á mynd-
un beina og tanna eru m.a. D-víta-
mín, kalk, fosfór, magnium, flúor,
A-vítamín og C-vítamín. Skortur
veldur afbrigöilegum beinvexti.
Alvarlegur D-vítamínskortur
er nær alveg úr sögunni, en sé
hann fyrir hendi veldur hann
beinkröm (börn) og beinmeyru
(fullorðnir). Var þessi sjúkdóm-
ur ekki óalgengur í stórborgum
áður fyrr.
Mun algengari sjúkdómur nú
til dags er beinþynning. Leggst
hann einkum á eldri konur og
veldur því að bein verða stökk og
brotna auðveldlega. Talinn eiga
m.a. rætur að rekja til kalk-
skorts.
Bætiefni sem hafa áhrif á heil-
brigöi tungu, húðar og slímhúðar
eru m.a. ýmis B-vítamín (m.a.
B2-vítamín, niasín, fólasín, B12-
vítamín og pantóþensýra), A- og
C-vítamín og nauösynlegar fitusýr-
ur.
Alvarlegur B-vítamínskortur
getur leitt til ýmissa hörgul-
sjúkdóma. Skortur á Bl-vítamíni
veldur beriberi og skortur á nía-
síni húðkröm (pellagra). Skortur
á fólasíni og B12-vítamíni veldur
blóðleysi.
Alvarlegur C-vítaminskortur
veldur skyrhjúgi, en hann er nær
alveg úr sögunni. Vægur C-víta-
mínskortur stuðlar að sárum í
munni og tannholdi, blæðingum
úr gómum og auknu næmi fyrir
smitsjúkdómum.
Alvarlegur A-vítamínskortur
er að mestu úr sögunni, en veld-
ur augnþurrki og (vægari skort-
ur) náttblindu. Vægur skortur
stuðlar að þurrum slímhúðum og
kann að auka næmi gegn smit-
sjúkdómum.
Bætiefni sem stuöla að eðlilegu
salt- og vökvajafnvægi eru m.a.
natrium, kalíum, magníum og klór-
íð. Talið er að ofneysla á natríum
(matarsalti) geti stuölað að of há-
um blóðþrýstingi. Kalium virðist
hafa gagnstæð áhrif.
Bætiefni sem verja frumurnar
fyrir eituráhrifum súrefnis og ann-
arra efna með mikla efnavirkni
eru m.a. K-vítamín, C-vítamín, sel-
en, kopar, zink og vissar amínósýr-
ur.
Hlutverk þessara efna er nú
mikið rannsakað. Halda sumir
því fram að þessi efni geti stuðl-
að að varðveislu æskublómans.
Aðrir benda á að rannsóknir séu
enn á byrjunarstigi.
Afar brýnt er að vara fólk við því
að skilja þennan boðskap á þann
veg, að því stærri skammta sem
það fær af hinum ýmsu bætiefhum
því betur sé þaö í stakk búið til að
fyrirbyggja sjúkdóma.
Málið er alls ekki svona ein-
falt. Um mörg þessara bætiefna
gildir, að þau gera gagn upp að
vissu marki, en sé farið langt yf-
ir ráðlagðan dagskammt (RDS)
getur verið hætta á ferðum.
Þau bætiefni sem mest ber að
varast að taka í of stórum skömmt-
um eru þau sem safnast fyrir í lík-
amanum. Eru það einkum ýmis
snefilstcinefni á borð við járn, kop-
ar og selen og fituleysin vítamín
(D og A).
Að öllu samanlögðu er Ijóst hve
brýnt það er, að borða hollan mat
og að fá öll þau bætiefni sem við
þurfum á að halda, en um leið aö
gæta þess að forðast ofneyslu, þ.e.
gæta hófs á þessu sviði sem öðr-
um.
En hver eru hlutverk bætiefnanna? f grófum dráttum eru þau nauð- synleg m.a. fyrir:
A-vitamín heilbrigöi húðar og slímhúðar og myndun litar- efna í auga.
D-vítamín upptöku kalks og fosfórs í meltingarvegi og nýt- ingu þeirra við myndun beina.
E-vítamín verndun frumunnar gegn skaðlegum áhrifum súrefnis.
K-vítamín myndun nokkurra efna sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega storknun blóðs.
(-vítamín myndun bandvefs og verndun frumunnar gegn súrefni.
Bl-vitamín efnaskipti (bruna) kolvetna.
B2-vitamín efnaskipti allra orkuefna (kolvetna, fitu og hvítu).
Niasin efnaskipti allra orkuefna (kolvetna, fitu og hvítu).
B6-vitamín efnaskipti hvítu (amínósýrna).
Fólasin myndun blóðkorna, kjarnasýrna og kólíns svo og fyrir efnaskipti hvítu.
B12-vítamin vöxt, myndun blóðkorna, kjarnasýrna og kólíns og fyrir efnaskipti hvítu.
l’antóþensýra efnaskipti allra orkuefna (kolvetna, fitu og hvítu).
Biotín myndun fitusýrna.
Kalk myndun beina og tanna, blóðstorknun, taugaboð og vöðvasamdrátt.
Fosfór myndun beina og tanna, efnaskipti orkuefna.
Magnium bein og tennur, efnaskipti orkuefna, taugaboð og vöðvasamdrátt.
Natríum stjórn vökva- og saltjafnvægis líkamans og taugaboð.
Kalíum stjórn vökva- og saltjafnvægis líkamans og taugaboð.
Klóríö myndun magasýru, stjórn vökva- og saltjafnvæg- is líkamans.
Brennisteinn myndun allra vefja líkamans og margra lífrænna efna.
Járn myndun blóðrauða (hemoglóbins), vöðvarauða (myoglobíns) og líkamsfruma.
Kopar myndun blóðrauða o.fl.
Zink starfsemi margra lífhvata (ensíma).
Joð myndun skjaldkirtilshormóna.
Selen verndun frumunnar gegn skaðlegum áhrifum súrefnis.
Naudsynlegar amínósýrur myndun allra vefja líkamans, viðhald holdvefja.
Nauðsynlegar eðlilega myndun frumuhimna og myndun horm-
fitusýrur óna (prostaglandíns o.fl.).
4,2 milljóna kr. hagnaður
hjá Sjóvá á síðasta ári
AÐALFUNDUR Sjóvátryggingafé-
lags íslands hf var haldinn 28. maí
síðastliðinn. Fundarstjóri var Bene-
dikt Blöndal hæstaréttarlögmaður,
en fundarritari Hannes Þ. Sigurðs-
son deildarstjóri.
Félagið var stofnað 1918 og var
þetta 63. aðalfundur þess.
Hagnaður varð af starfsemi fé-
lagsins í heild og nam 4,2 milljón-
um króna. Af þeirri fjárhæð greið-
ir félagið 2 milljónir króna í tekju-
og eignarskatta, en auk þess greið-
ir félagið aðstöðugjald, 1,1 milljón
krónur. Þó að hagnaður hafi orðið
á starfsemi félagsins í heild varð
tap á reglulegri vátrygginga-
starfsemi 22,4 milljónir króna og
stafar að mestu af slæmri afkomu
ábyrgðartrygginga ökutækja og
erlendra endurtrygginga. Árið
1980 nam tap á reglulegri vátr>'gg-
ingastarfsemi 13 milljónum
króna.
Iðgjöld ársins námu 79,2 millj-
ónum króna. Þar af voru frum-
tryggingariðgjöld 67,1 milljón
krónur, eða um 85% af heildar-
iðgjaldatekjum félagsins, og höfðu
hækkað um 52% frá fyrra ári.
Iðgjöld af erlendum endurtrygg-
ingum námu hins vegar 5,5 millj-
ónum króna og lækkuðu um 47%
frá 1980 og hefur enda markvisst
verið dregið úr þeirri starfsemi
undanfarin ár vegna slæmrar af-
komu þessarar vátryggingagreinar.
Fjármunatekjur árið 1981 námu
28,6 milljónum króna, en 17,1
milljón króna árið 1980.
Tjón ársins 1981 námu 83,2
milljónum króna og skiptust
þannig, að tjón vegna frumtrygg-
inga námu 63,3 milljónum króna,
en tjón vegna endurtrygginga 19,9
milljónum króna.
Skrifstofu- og stjórnunarkostn-
aður var 11,8 milljónir króna og
hafði hækkað um 55% frá 1980. A
árinu 1981 störfuðu að jafnaði 50
manns á skrifstofu félagsins og
námu laun og launatengd gjöld 7,2
milljónum króna.
Hlutafé félagsins var í árslok
1981 7.440.000 krónur og samþykkt
að greiða hluthöfum 10% arð. Eig-
ið fé var alls 16,6 milljónir króna.
Þá var einnig haldinn aðalfund-
ur Líftryggingafélags Sjóvá hf.
Hagnaður af starfsemi þess varð
197,7 þúsund krónur. Tekju- og
eignarskattar nema 104 þúsund-
um króna og aðstöðugjald 38,5
þúsundum króna. Iðgjöld ársins
námu 2 milljónum króna, en bæt-
ur 0,8 milljónum króna.
Framkvæmdastjóri beggja fé:
laganna er Sigurður Jónsson. í
stjórn þeirra eru Benedikt
Sveinsson hrl., formaður, Ágúst
Fjeldsted hrl., Björn Hallgríms-
son forstjóri, Teitur Finnbogason
fulltrúi og Ingvar Vilhjálmsson
forstjóri.
WISAPANEL
Rásaður krossviöur
til inni- og útinotkunar
Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm.
Finnsk gæöavara á hagstæöu veröi
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl AIG1.YSIR I M ALLT LAND ÞEGAR
Þl AIGLYSIR 1 MORGLNBLAÐINL