Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK
138. tbl. 69. árg.
LAUGARDAGUR 26. JUNI 1982
Prentsmidja Morgunblaðsins.
„Reikul utanríkisstefha
ástæða fyrir afsögninni“
- sagði Alexander Haig sem í gær sagði af sér
embætti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Washington, 25. júní. AP.
ALEXANDER M. Haig hefur sagt af sér
embætti sem utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og hefur Reagan forseti fallist á afsögn
hans. Reagan tilkynnti þessi tíðindi, sem
komu vægast sagt mjög á óvart, á blaða-
mannafundi í Hvíta húsinu í gærdag og var
til fundarins boðað með aðeins hálftíma
fyrirvara. Forsetinn kvaðst harma afsögn Ha-
igs og greindi jafnframt frá því, að George P.
Schultz, fyrrum fjármálaráðherra og vinnu-
málaráðherra í stjórn Nixons, hefði verið val-
inn eftirmaður hans. Á blaðamannafundi í
kvöld skýrði Haig frá ástæðum afsagnarinn-
ar.
„Það er með miklum trega og
harmi, sem ég segi hér frá afsögn
þessa manns, sem þjónað hefur
landi sínu af skyldurækni í meira
en 40 ár og verið mér stoð og
stytta í starfi. Nú hefur hann
ákveðið að segja af sér og ég hef
fallist á afsögn hans. Eftirmaður
hans hefur verið valinn George P.
Schultz og hefur Haig fallist á
skipan hans.“ Með þessum orðum
greindi Reagan frá afsögn Haigs
og vildi engu svara spurningum
fréttamanna.
A blaðamannafundinum, sem
Haig boðaði til í kvöld, kvaðst
hann hafa sagt af sér vegna
óánægju með reikula stefnu
Bandaríkjastjórnar í utanríkis-
málum, stefnu, sem væri alls ólík
þeirri „samkvæmni, skýrleika og
stefnufestu", sem stefnt hefði ver-
ið að í upphafi. í afsagnarbréfinu
til Reagans segir hann, að þeir
hafi verið „sammála í byrjun um
hlutverk Bandaríkjanna í heimin-
um“ og um „nýja og framsýna
Þota flaug í gosmökk
og féli 25 þúsund fet
London, 26. júní. AP.
JÚMBÓ-þota frá British Airways
missti hreyfilafl af öllum hreyflun-
um fjórum og féll 25 þúsund fet þeg-
ar henni var flogið inn í gosmökk frá
Gallunggung eldfjallinu á Vestur-
Jövu í gær. Flugmönnunum tókst að
koma tveimur hreyflum í gang í dýf-
unni og fljúga þotunni „á tvcimur"
til Jakarta, þar sem nauðlent var.
Enginn 239 farþega eða 16 áhafnar-
lima varð fyrir meiðslum, en mikil
hræðsia greip um sig um borð.
„Þetta virtist aldrei ætla að
enda, og allir voru dauðhræddir,"
sagði farþegi. Hann sagði eldtung-
ur hafa staðið aftan úr hreyflun-
um fjórum og að vélin hefði kast-
ast til og frá. Gosaska og svartar
gosgufur streymdu inn í klefann
um loftræstikerfi þotunnar. Hann
sagði farþega hafa farið með bæn-
ir eftir að eldur kom upp í hreyfl-
unum. „Síðan stöðvuðust hreyfl-
25 slasast
í Belfast
Bcltasl, 25. júní. AP.
TALIÐ er að írski lýðveldisherinn
(IRA) hafi verið að verki þegar bíla-
sprengja sprakk fyrir utan sjúkrahús
við miðborg Bclfast í dag með þeim
afleiðingum að 25 menn, þar af 24
hjúkrunarkonur, liggja slasaðir eftir.
Hins vegar er talið að öfgasinnar
úr röðum mótmælenda beri ábyrgð á
sprengingu, sem varð fyrir utan
stúlknaskóla í hverfi kaþólikka,
Ballyfillan, einnig í miðhluta Bel-
fast. Tjón varð á skólabyggingum.
Að sögn lögreglu urðu flestir
hinna slösuðu fyrir fljúgandi gler-
brotum og slösuðust þeir misjafn-
lega mikið. Sprengjan var falin í bíl,
sem tekinn hafði verið ránshendi í
hverfi kaþólikka í Anderstown.
arnir og við tókum heljardýfu,
sem virtist heil eilífð."
Boeing-747-þotan var á leið frá
London til Perth í Ástralíu og var
í 37 þúsund feta hæð suður af Jak-
arta þegar hún flaug skyndilega
inn í gosöskuna. Eldfjallið tók að
gjósa nokkrum stundum áður en
atvikið átti sér stað, en engin
skýring er á því hvers vegna flug-
mennirnir voru ekki varaðir við
hættunni. Tók það flugmennina 12
mínútur að ná valdi á þotunni eft-
ir að hún flaug inn í mökkinn.
stefnu í utanríkismálum". „Á síð-
ustu mánuðum,“ segir í bréfinu,
„hefur mér orðið ljóst, að stefnan
er ekki sú sama og áður, reikul og
ekki jafn vel mörkuð." Af þessum
sökum kvaðst hann hafa talið sér
skylt að segja af sér.
Haig greindi ekki nánar frá
ástæðum afsagnarinnar en vitað
er, að mikill ágreiningur hefur
verið innan Bandaríkjastjórnar
um afstöðuna til innrásar Israela í
Líbanon. Hann hefur einnig verið
mjög andvígur tilraunum Banda-
ríkjastjórnar til að koma í veg
fyrir samstarf Sovétmanna og
Vestur-Evrópu um gasleiðsluna
frá Síberíu og fyrir skömmu kast-
aðist alvarlega í kekki með honum
og Kirkpatrick, sendiherra Banda-
ríkjanna hjá SÞ, vegna stuðnings
stjórnarinnar við Breta i Falk-
landseyjastríðinu.
Afsögn Haigs kemur á óvart svo
ekki sé meira sagt jafnvel þótt vit-
að hafi verið um þann ágreining,
sem var með honum og sumum
samstarfsmanna hans. Viðbrögð
bandamanna Bandaríkjanna í
Evrópu einkennast af undrun og
mikilli óvissu enda var Haig sá
ráðherra í ríkisstjórn Reagans,
sem best þekkti til og mest sam-
skipti hafði við Evrópumenn. Full-
trúar Austur-Evrópuríkjanna
kváðust undrandi en vildu ekki tjá
sig frekar. Sendimenn Palestínu-
manna og sumra Arabaríkja hjá
SÞ voru hins vegar himinlifandi
en þeir telja Haig mjög hliðhollan
ísraelum og hernaði þeirra í Líb-
Alexander M. Haig þegar hann til-
kynnti ástæður afsagnarinnar á
blaðamannafundi í gær. Eftirmað-
ur hans í embætti utanríkisráð-
herra hefur verið valinn George
Schultz, fyrrum fjármálaráðherra í
stjórn Nixons og Fords. ap.
Úrslit á
HM í gær
^V,
ÞRÍR leikir fóru fram á
HM-keppninni á Spáni í gær,
síðustu leikirnir í riðlakeppn-
inni. Úrslit þeirra urðu sem hér
segir:
2. riðill:
Austurríki — V-Þýskaland 0—1
4. riðill:
England — Kuwait 1—0
5. riðill:
Spánn — N-írland 0—1
Norður-írar komu öllum á
óvart með sigri sínum og halda
í milliriðil, sem sigurvegarar
riðilsins. Spánverjar héldu 2.
sætinu.
Sjá nánar á íþróttasíðum.
Vopnahlé í Líbanon
í kjölfar harðra árása
Beirút, 26. júní. AP.
HABIB sendifulltrúi Bandarikj-
astjórnar tilkynnti í kvöld að náðst
hefði samkomulag um enn eitt vopna-
hlé milli ísraela annars vegar og Sýr-
lendinga og Palestínuskæruliða hins
vegar í kjölfar einna hörðustu árása á
vesturhluta Beirút tii þessa. Vopna-
hléð kom til framkvæmda nánast á
sömu mínútu og tilkynnt var um af-
sögn Alexander Haigs í Washington,
en þó virtist fátt benda til samhengis
þar á milli, þótt sagt sé í Beirút að
Haig hafi verið fylgjandi aðgerðum
ísraela gegn skæruliðum PLO.
Ariel Sharon varnarmálaráð-
herra ísraels sagði í kvöld að ísrael-
ar hefðu unnið meiriháttar sigra í
Líbanon í dag og hefðu þeir náð öll-
um þjóðveginum frá Beirút til Dam-
askus á sitt vald. Hann sagði svæð-
in, sem tekin hefðu verið í dag, það
mikilvæg, að sá, sem drottnaði á
þeim, réði Líbanon. Jafnframt sagði
Sharon Sýrlendinga vera að flytja
sveitir sínar í átt til landamæra
Sýrlands, en Israelar lofuðu að ráð-
ast ekki á þá meðan þessir flutn-
ingar stæðu yfir.
Diplómatar segja ísraela hafa
a.m.k. 560 skriðdreka, 120 sjálfvirk-
ar sprengjuvörpur og 2.400 bryn-
vagna í Beirút og sé það meir en nóg
til að yfirbuga skæruliða. Þá hafi
liðsauki verið fluttur til Beirút síð-
ustu daga frá Gólan-hæðum, og
einnig þungavopn, sem sérstaklega
séu fallin til götubardaga.
Shafik Wazzan forsætisráðherra
Líbanon sagði af sér og kenndi Isra-
elum um það árangursleysi sem orð-
ið hefur af tveggja vikna tilraunum
hans til að koma á friði í Líbanon.
Einnig sagði Walid Jumblatt, leið-
togi vinstri sinnaðra múhameðstrú-
armanna, sig úr sérstöku ráði, sem
sett var á laggirnar til að vinna að
Bandarískir þegnar i Líbanon flykkjast um borð I bát, sem flutti þá um borð í
bandaríska herskipið Nashville, en skipið flutti þá til Kýpur. Þúsundir vestrænna
manna hafa horfið á brott frá Libanon vegna átakanna þar, og sendiráðum verið
lokað. Símamynd-AP.
lausn deilunnar í Líbanon.
Jumblatt sagði á blaðamanna-
fundi að skæruliðar PLO væru
reiðubúnir að gefast upp og viður-
kenna ósigur í átökunum, en ísrael-
ar vildu ekki gefa þeim tækifæri til
þess, ætluðu að útrýma þeim, og líb-
önsku þjóðinni einnig.
Útvarpsstöðin „Rödd Líbanons"
sagði að Israelar hefðu neytt þúsund
manna herlið Sýrlendinga í vestur-
hluta Beirút til uppgjafar, og einnig
hefðu Sýrlendingar hörfað frá borg-
inni Aley, sem er við þjóðveginn til
Damaskus. Þá náðu ísraelar al-
þjóðaflugvellinum í Beirút á sitt
vald að fullu er skæruliðar PLO
hörfuðu þaðan.
Israelar viðurkenndu að hafa
misst 252 menn í átökunum í Líban-
on og 1300 hefðu særst. Sýrlend-
ingar héldu því fram að ísraelar
hefðu beitt taugagasi í innrásinni,
en því var harðlega mótmælt af
hálfu Israela.
Forsætisráðherrar Norðurland-
anna fimm gagnrýndu ísraela í dag
og sögðu innrásina í Líbanon ógnun
við heimsfriðinn.
Sjá „PLO á sér ekki við-
reisnar von“ á bls. 18.