Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
Hér hefja þau Fálmi Gíslason, formaður UMFÍ, Kristín Gísladóttir úr Gerplu og Víglundur i’orsteinsson.
formaður FII, hjólreiðafórina.
*
Ungmennafélag Islands:
Hjólreiðaför til efling-
ar íslenskum iðnaði
KLUKKAN 6 í gærdag stigu þau Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ,
Víglundur Porsteinsson, formaður FÍI, og Kristin Gísladóttir úr Gerplu á
reiöhjólin, sem eiga eftir að fara 3.181 kílómetra hringinn í kringum
landið í herferð Ungmennafélags Islands til eflingar íslenskum iðnaði, en
þessi þrjú fara fyrsta spölinn. Ungmennafélag Islands, sem er 75 ára á
þessu ári, ákvað aö tileinka þessu málefni krafta sína undir kjörorðinu
„Eflum íslenskt“. Til að vekja athygli á málefninu er ráðgert að hjóla í
kringum landið eins og áður segir og væntanlega munu um 6.000
hjólreiðamenn úr hinum ýmsu ungmennafélögum vítt og breitt um landið
skiptast á að hjóla þessa leið. Á Lækjartorgi, þar sem hjólreiðin hófst, var
saman kominn nokkur fjöldi fólks, til að fylgja hjólreiðafólkinu úr hlaði
og voru haldnar ræður af þessu tilefni.
Fyrstur talaði Sigurður Geir- hygli á að lakari tímar væru
dal, framkvæmdastjóri UMFl,
og sagði hann msðal annars, að
ungmennafélaginu hefði fundist
við hæfi á þessum tímamótum
að skipuleggja hátíðarhöld, sem
kæmu allri þjóðinni til góða, og
búa þannig unga fólkinu betri
framtíð.
Næstur tók til máls Pálmi
Gíslason og sagði hann í ræðu
sinni, að ungmennafélögin vildu
með þessum aðgerðum vekja at-
framundan. Nú tækju sjávarút-
vegur og landbúnaður ekki við
fleirum til starfa og í framtíð-
inni hlyti það að vera iðnaður-
inn, sem tæki við megninu af því
fólki, sem kæmi á vinnumarkað-
inn. Að iðnaðinum þyrfti því að
hlúa, til að komist yrði hjá at-
vinnuleysi, sem hrjáir mörg
nágrannalönd okkar. Sagði hann
efnnfremur að brýn nauðsyn
væri á að við Islendingar létum
af þeim ósið að kaupa erlenda
vöru, þegar við gætum keypt
jafn góða innlenda vöru.
Að lokum tók Friðjón Þórð-
arson ráðherra til máls og talaði
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Gat hann í upphafi ræðu sinnar
þess góða hlutverks, sem ung-
mennafélögin í landinu hefðu
gegnt í gegnum tíðina og þeirra
hugsjóna, sem þau hefðu ávallt
haft að markmiði. Hvatti hann
að lokum alla landsmenn til að
taka undir með ungmennafé-
lagsmönnum, „íslandi allt“.
I tilefni af þessu verkefni
Ungmennafélags íslands, hefur
það gefið út blað, sem heitir
„Eflum íslenskt" og dreift því
um allt land. Blaðið er gefið út í
50 þúsund eintökum og er til að
vekja athygli á þessu átaki
ungmennafélaganna til að fá
fólk til að styðja íslenska fram-
leiðslu.
r
Þorsteinn Pálsson um samningaviðræður ASI og VMSS:
Gera ekkert annað en að
tefja fyrir samningum
„ÞAÐ er augljóst, að þessar síend-
urteknu uppákomur, sem Alþýðu-
sambandiö stofnar til, fyrst með
byggingamönnum og siðan með
SÍS-mönnum, gera ekkert annað en
að tefja fyrir samningum. Því þrátt
fyrir þessar uppákomur á Alþýðu-
sambandið eftir að semja fyrir 85%
af sínum félagsmönnum,“ sagði
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, t samtali við MbL, er
hann var inntur álits á samningavið-
ræðum ASÍ og VMSS.
— Það má öllum vera ljóst
hvaða afleiðingar bygginga-
mannasamningauppákoman
hafði, sem Alþýðusambandið
óneitanlega ber ábyrgð á. Hún
bæði tafði og flækti málið mjög.
Þessi uppákoma, sem Alþýðu-
sambandið hefur stofnað til núna
með SÍS-mönnum, hlýtur að hafa
sömu afleiðingar. Ég hef því ekki
mikið álit á svona vinnubrögðum,
sem hljóta að vera sízt til fram-
dráttar hagsmunum umbjóðenda
Alþýðusambandsins, sagði Þor-
steinn Pálsson ennfremur.
— Varðandi það, að SÍS telur
sig geta samið án svona fyrirvara,
þá geta ekki verið nema tvær for-
sendur fyrir því. Annars vegar
óhemjuhagnaður af rekstri SIS-
fyrirtækjanna, að þau þoli að lofa
óbreyttum kaupmætti þrátt fyrir
4,5—7% samdrátt þjóðartekna á
mann. Hins vegar hlýtur hin for-
sendan þá að vera einhver fyrir-
heit frá stjórnvöldum, sem okkur
er ekki kunnugt um, um að stjórn-
ÞORVALDUR Guðmundsson, eig-
andi Hótels Holts, hefur opnað
nýjan sýningarsal, sem ber heitið
Háholt, að Dalshrauni 9b, Hafnar-
firði og er salurinn 450 fermetrar
að stærð.
Þorvaldur sagðist opna þenn-
an sal vegna þess að enginn slík-
ur salur væri til í Hafnarfirði og
hann ætti þetta húsnæði ónotað
Hann sagði ennfremur að vand-
að hefði verið mjög til saiarins
bæði í sambandi við lýsingu og
annað. Eftir salnum eru súlurað-
völd muni niðurtelja vísitöluna
með lögum. Því ekki dettur mér í
hug, að SÍS-forystan fari í þessar
viðræður af ábyrgðarleysi, sagði
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ að síðustu.
ir, þannig að mjög auðvelt er að
setja upp skilrúm bæði til að
auka sýningarrúm og breyta
uppröðuninni í salnum, og hann
hentaði því vel, bæði til vöru- og
mál verkasýn i nga.
í fordyri salarins er einnig að-
staða til að sýna myndir og þar
hefur Þorvaldur m.a. komið fyrir
eina flosteppinu sem til er eftir
Asger Jorn.
I sama húsi er einnig geymt
Lífshlaup Kjarvals í traustri
geymslu. Þorvaldur er sem
Þorvaldur Guðmundsson opnar nýjan
sýningarsal í Hafnarfirði:
Margar skoðanir á lofti
um hvað eigi að gera við
Lífshlaup Kjarvals
Japanir íhuga
kaup á kindakjöti
VEGNA örðugleika á sölu kindakjöts erlendis hafa íslensk stjórnvöld falið
einkaaðila að eiga viðræður við aðila í Japan um hugsanlega sölu þangað. Þetta
kom fram í samtali Mbl. viö Pálma Jónsson, landbúnaðarráöherra, i gær.
Pálmi staðfesti að frumviðræður
hefðu þegar farið fram og hann
gerði ráð fyrir að Japanir sendu
fulltrúa hingað til lands í sumar til
að ræða málin frekar og ganga úr
skugga um hvort þessi möguleiki
væri raunhæfur. Ráðherra sagði:
„Ef þarna opnast markaður, er ljóst
að framleiðsla okkar íslendinga er
ekki nema dropi í það haf.“
Ingi Tryggvason, formaður Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, kvaðst
ekkert hafa heyrt um þennan hugs-
anlega sölumöguleika nema af af-
spurn. Hann sagði, að ef ekkert nýtt
gerðist í sölumálum væri ljóst að við
upphaf sláturtíðar í haust yrðu á
milli 1 og 2 þúsund tonn af kinda-
kjöti óseld.
Að sögn Inga Tryggvasonar eru
ástæður vandans nú fyrst og síðast
breytt viðhorf Norðmanna, en þeir
hafa á undanförnum árum keypt
rösklega helming þess kjöts sem við
höfum haft til útflutnings. í stað
þeirra 2 til 3 þúsund tonna, sem þeir
hafa jafnan keypt, kaupa þeir nú
aðeins 600 tonn. Ástæður þessa eru
hvort tveggja minnkandi niður-
greiðslur þar í landi og framleiðslu-
aukning samfara minnkandi sölu.
Ingi Tryggvason sagði, að útflutn-
ingsuppbætur hefðu farið hækkandi
að undanförnu og næmu nú 60 til
70% af heildsöluverði. Þessu vlli
dræm sala, verðbólga, auk vaxta- og
geymslukostnaðar.
Dr. Finnur Sigmundsson fyrr-
verandi landsbókavörður látinn
DR.FINNUR Sigmundsson, fyrrver-
andi landsbókavörður, lézt í Reykja-
vík síðastliðinn fimmtudag, 88 ára
að aldri.
Finnur fæddist 17. febrúar 1894
að Ytra-Hóli í Kaupangssveit í
Eyjafirði. Foreldrar hans voru
Sigmundur Björnsson bóndi þar
og kona hans, Friðdóra Guð-
laugsdóttir. Finnur lauk gagn-
fræðaprófi frá Akureyri 1917 og
stúdentsprófi utanskóla frá
Menntaskólanum í Reykjavík
Jón Gunnarsson
opnar sýningu
í Hafnarfirði
I DAG, laugardaginn 26. júní, opnar
Jón Gunnarsson, málverkasýningu í
nýjum sýningarsal „Háholti",
Dalshrauni 9b, Hafnarfirði.
Á þessari sýningu sýnir Jón um
70 verk, bæði olíumyndir og vatns-
litamyndir, og eru flestar mynd-
irnar frá sjávarsíðunni. Þetta er
15. einkasýning Jóns, en hann hef-
ur auk þess tekið þátt í fjölda
samsýninga. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14—22 og lýkur
henni 11. júlí nk.
Finnur Sigmundsson
1922. Hann lauk magistersprófi í
íslenzkum fræðum frá Háskóla ís-
lands 1928 og árið eftir varð hann
aðstoðarbókavörður við Lands-
bókasafnið í Reykjavík, fyrsti
bókavörður þess 1943 og lands-
bókavörður frá 1944 til 1964. Hann
var sæmdur hinni íslenzku Fálka-
orðu og Dannebrogsorðunni fyrir
fræðistörf sín og gerður að heið-
ursdoktor við heimspekideild Há-
skóla íslands fyrir fræðistörf á
hálfrar aldar afmæli Háskólans
1961. Finnur var afkastamikill út-
gefandi og rithöfundur á sviði
þjóðlegra fræða og gaf út fjölda
rita.
Finnur kvæntist Kristínu Aðal-
björgu Magnúsdóttur frá Bitru í
Eyjafirði 1924 og varð þeim
tveggja barna auðið, Ernu, sem
gift er Geir Hallgrímssyni, alþing-
ismanni, og Birgi, sem er forstöðu-
maður Tjaldanessheimilisins og er
kvæntur Hildi Knútsdóttur, kenn-
ara. Kona Finns lézt síðastliðinn
vetur.
kunnugt er eigandi þessa verks
og sagði hann „að vel færi um
verkið, hann hefði engin kaup-
tilboð fengið í það, en hefði sagt
á sínum tíma að það ætti hvergi
heima nema á Kjarvalsstöðum,
en á því máli væru margar skoð-
anir.“ Þorvaldur sagði ennfrem-
ur að um núverandi söluverð
verksins gæti hann ekkert sagt,
en staðan væri sú „að þeir sem
ekki vilja þegar þeir fá, fá ekki
alltaf það sem þeir vilja, þegar
þeir vilja". Hann vildi undir-
strika það, að það væri sín skoð-
un að Lífshlaup Kjarvals, ætti
hvergi heima nema á Kjarvalsst-
öðum og á 100 ára afmæli Kjarv-
als, sem væri nú á næstunni,
væri ekki víst að Lífshlaupið
yrði í Reykjavík, það gæti allt
eins orðið í Hafnarfirði.