Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982
3
Grillveisla í Kofa-
borg í Hafnarfirði
í GÆR var haldin mikil grillveisla
í Kofaborg við Álfaskeið í Hafnar-
firði og voru þar á boðstólunum
grillaðar pylsur. Að sögn Gunnar,
starfsstúlku Æskulýðsráðs Hafn-
arfjarðar sem sér um þessa tóm-
stundaiðju fyrir krakkana, voru til-
drög veislunnar að reynt var að
bjóða krökkunum upp á eitthvað
annað en bara að byggja kofana.
Hún sagði ennfremur að kofarnir
hefður verið skemmdir sl. föstudag
og krökkunum hefði verið boðið
upp á að hjálpa til við að gera við
kofana, fengu þau í staðinn þessa
pylsuveislu sem var vel þegin.
Krakkarnir í Kofaborg sögðu að
talsvert væri um stuld á spýtum á
kvöldin og að kofarnir væru eyði-
lagðir á kvöldin.
Við hittum að máli Snædísi
Björnsdóttur og sagði hún
okkur, að Þorsteinn bróðir sinn,
sem væri 5 ára, hefði boðið sér í
þessa veislu. Hún sagðist vinna í
skólagörðunum og væri bara í
heimsókn, og sér þætti mjög
gaman.
Aron Halldórsson, 9 ára, sagð-
ist hafa byrjað í Kofaborg 1.
júní. Hann sagði, að þetta væri
mjöggaman. Byrjað væri kl. 8.30
á morgnana, farið í hádegismat
kl. 11.30 og komið svo aftur kl.
1.00. Unnið væri til kl. 4.30.
Hann sagði „að á daginn væru
krakkarnir að smíða og mála
„Ég er nú bara gestur hérna“
sagði Sigrún.
kofana. Einu sinni hefðu þau
fengið að fara í bíó og svo væri
þessi pylsuveisla núna, og þau
fengju meira að segja tvær“.
Sigrún Viðarsdóttir, 11 ára
gömul sagði, að hún væri gestur
á svæðinu, bróðir sinn sem væri
9 ára hefði boðið sér. Hún sagði,
að sér „líkaði veislan mjög vel og
sér þættu pylsur mjög góðar".
VSI um verðlagsþróun á næstu misserum:
I ágúst 1983 yrði verðbólgan
um 10 prósentustigum meiri
en að óbreyttum samningum
- verði niðurstaða samninga í takt við hugmyndir ASÍ
Vinnuveitendasamband íslands
hefur metið hver líklegasta verðlags-
þróun yrði á næstu misserum út frá
þeim hugmyndum, sem uppi hafa
verið í samningaviðræðum að und-
anförnu.
verðlags frá einu tímabili til ann-
ars. Niðurstaða þessara dæma er
sú, að með óbreyttum samningum
verði verðbólga á seinni hluta
þessa árs heldur meiri en framan
af árinu og 12 mánaða hækkun til
febrúar 1983 verði um 58%. Næsta
69%. í ágúst 1983 yrði verðbólgan
um 10 prósentustigum meiri en að
óbreyttum samningum.
Sé reiknað með magnfrádrætti í
tilboði VSÍ hefur það fyrst áhrif á
verðlagsþróun á næsta ári, þar
í öllum dæmunum er tekið mið
af þeim samdrætti þjóðartekna í
ár, sem þegar er ljós og miðað við
bjartsýnna mat Þjóðhagsstofn-
unnar frá 16. júní, en það felur í
sér um 4,5% minnkun þjóðartekna
á mann. I skýrslu stofnunarinnar
frá því í mars sl. var gert ráð fyrir
2% minnkun þjóðartekna á mann.
Þessi samdráttur kemur m.a.
fram í auknu gengissigi, sem
nauðsynlegt er, ef hindra á aukinn
viðskiptahalla og halda útflutn-
ingsframleiðslu gangandi. Þá er á
því byggt að aðrar forsendur hald-
ist óbreyttar og ekki komi til að-
gerða af hálfu stjórnvalda sem
áhrif hafi á vísitölu. Hér er því
fyrst og fremst um að ræða mat á
verðbólguáhrifum mismunandi
þróunar kaupgjalds.
I töflunni er annar vegar um að
ræða árshækkun framfærsluvísi-
tölu á útreikningsdögum hennar,
en svigatölur sýna ársfjórðungs-
legar hækkanir færðar til heils
árs. Þær tölur sýna því þróun
haust hafi hins vegar heldur hægt
á verðlagsþróuninni og verðbólgan
þá komin á svipað stig og nú er.
Verði niðurstaða samninga í
takt við hugmyndir ASI eykst
verðbólga verulega á næstu mán-
uðum og í maí 1983 er hækkun
vísitölu á síðustu 12 mánuðum um
sem hann hefur fyrst áhrif í des-
ember nk. Arshækkun vísitölu
yrði mest 62% um áramót, en í
ágúst 1983 yrði verðbólga orðin
svipuð og að óbreyttum samning-
um.
Annars fer tafla VSÍ um þróun-
ina hér á eftir.
Dæmi um líklega þróun vísitölu framfærslukostnaðar
miðaö við mismunandi niðurstöðu kjarasamninga.
Óbreytíur Leið ASl Tilboð VSl áti Tilboð VSÍ með
samn. magnfrádf. magnfrádr.
Maí 1981 — maí 1982 46% 46% 46% 46%
Ágúst 1981 — ágúst 1982 52% (69%) 56% (90%) 56% (90%) 56% (90%)
Nóv. 1981 — nóv. 1982 57% (60%) 63% (68%) 62% (62%) 62% (62%)
Febr. 1982 - febr. 1983 58% (51%) 67% (59%) 63% (50%) 62% (46%)
Maí 1982 - maí 1983 57% (48%) 69% (60%) 64% (55%) 60% (45%)
Ágúst 1982 - ágúst 1983 Gengi dollars: 50% (43%) 61% (57%) 54% (50%) 49% (43%)
September 1982 12.50 13.10 13.10 13.10
Desember 1982 13.80 14.50 14.35 14.35
Mars 1983 15.00 15.95 15.60 15.45
Júní1983 16.15 17.60 17.05 ' 16.50
September 1983 17.30 19.35 18.60 17.75
Aðalfundur ÍSAL í gær:
Sölutekjur námu liðlega
698,7 milljónum króna
Heildarsala fyrirtækisins nam 69.900 tonnum
AÐALFUNDUR íslenzka álfélagsins hf. fyrir árið 1981 var haldinn í gærdag
og kom þar fram, að liðlega 208 milijóna króna tap varð á rekstri fyrirtækis-
ins á árinu 1981 og eru það 28,7% af veltu, sem var 726 milljónir króna.
Mesta tap áður var 1975, en þá nam það 12% af veltu. Afskriftir námu 81,7
milljónum króna og launakostnaður fyrirtækisins var á síðasta ári liðlega
125,1 milljónir króna.
A árinu voru 74.600 tonn af fljót-
andi áli framleidd í kerskálunum,
en það er 86% af afkastagetu.
Steypuskálinn framleiddi 41.100
tonn af hleifum og 32.500 af börr-
um eða samtals 73.600 af sölu-
framleiðslu.
Heildarsala áls nam 69.900 tonn-
um. Útskipað var 64.100 tonnum,
þar af voru 73,8% flutt út til Efna-
hagsbandalagslanda, 17,5% til
EFTA-landa og 8,7% til annarra
landa. Hreinar sölutekjur námu
liðlega 698,7 milljónum króna.
Verðlækkun og sölutregða á áli,
er fram kom á síðasta ársfjórðungi
1980, jókst á árinu 1981 þrátt fyrir
verulegan samdrátt í álframleiðslu
í helztu framleiðslulöndum.
Ástæður fyrir tapi ÍSAL árið
1981 eru margar. í fyrsta lagi hrun
álmarkaðarins, sem bezt sést á því,
Listdans í
Norræna húsinu
Listdanskonurnar Stephanie
Woodard og Patricia Giovenco eru
nú staddar hér á landi ásamt tón-
skáldinu og trombone-leikaranum
Peter Zummo. Þær eru hér á sýn-
ingarferð frá New York til Parísar
og Reykjavíkur. Þriðjudaginn 29.
júní kl. 20.30 sýna þær ný verk sín
í Norræna húsinu í Reykjavík.
Einnig eru þær með danskennslu
á kvöldin í Jazzballettskóla Báru
frá 28. júní til 4 júlí. Stephanie
Woodard og Patricia Giovenco eru
meðal helstu „tilraunalista-
manna“ í New York.
að markaðsverð er nú 45% lægra
en það var fyrir 20 niánuðum.
Verðið fór hæst í um 2.000 dollara
á tonn, en er nú um 1.100 dollarar.
Orkuskömmtun 1979 og 1980
minnkaði framleiðslu fyrirtækisins
þegar markaðurinn var góður og
skömmtun 1981 og 1982 dró úr
framleiðslu, þegar hægt var að
selja með jákvæðri framlegð. Þá
má nefna styrkingu dollarans, sem
minnkaði tekjur ÍSAL af sölu á
Evrópumarkaði.
Gengishækkun erlendra mynta á
síðastliðnu ári nam um 20% á
sama tíma og kauphækkanir voru
um 40%. Síðast en ekki sízt fóru
vextir á dollaralánum yfir 20% á
síðasta ári, en flest lán ÍSAL voru í
dollurunt. Þetta skapaði gífurlegan
fjármagnskostnað, sent nemur
raunar um 3/t af tapi fyrirtækisins.
Um þessa helgi verður Seglagerðin Ægir í Örfirisey með sýningu á ýmiss
konar viðlegubúnaði. Á sýnjngunni verður bæði framleiðsla Ægis og innflutt-
ur varningur. Á þessari mynd Olafs K. Magnússonar, Ijósmyndara Morgun-
blaðsins, sést starfsfólk Seglagerðarinnar vinna að uppsetningu sýningarinn-
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblaði, þurfa
framvegis að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 á
föstudögum.
I^lor^imhlahih