Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Björn Björnsson og Hulda, kona hans, koma til veislu í Downing Street 10, bústað breska forsætisráðherrans. lætinu og smækkaði ekki i mót- lætinu. Við kynntumst fólki sem átti víðan sjóndeildarhring og unnu jafnframt engu meir en litlu landi norður í heimshöfum. III Björn og Hulda eiga nú sextíu ára brúðkaupsafmæli. Þau geta horft yfir víðáttur mikillar sögu, sjálfs sín, dætra sinna og fjölskyldna þeirra, og síðast en ekki síst þjóðanna tveggja sem þau hafa bæði unnið og unnað, eigin þjóðar, íslendinga, og hinnar er skóp þeim forlög og bauð þeim fyrirheit, Breta. Þau hjón eru að mörgu leyti mjög ólík. Björn er úthverfur maður með þrá samskiptanna og félagshneigðarinnar, hefur enda verið einna mikilvirkastur í öllu félags- og menningarlífi Islendinga í London. Hulda er innhverf, leitar dýptarinnar og þráir það heitast að skilja, þekkja og meta, enda hefur hún verið sá aðilinn er gerði sér gleggsta grein fyrir undrum til- verunnar og hinum óleystu gát- um. Bæði skildu þau Hulda og Björn að það er ekki hlutskipti mannsins aðeins að vera til. Stærra er hitt að vera með öðr- ura, fyrir aðra. En mest að vera til í leit og þrÁ, að finna lífi sínu fyllingu í því sem aldrei fyrnist, vináttu, tryggð og trú. Sextíu ára brúðkaupsafmæli hjónanna Björns og Huldu Björnsson í London á morgun, 27. júní ólíkustu málefnum. Og það sem best var, þau voru aðlaðandi og reiðubúin að hjálpa og aðstoða í hverjum vanda. Þeir urðu margir samfundirn- ir sem ég og fjölskylda mín átt- um með Birni og Huldu þetta eftirminnilega ár í lífi okkar. Þá var margt rætt, hreinskilin skoðanaskipti fóru fram og sköpuð sú vinátta sem aldrei hefur skuggi á fallið síðan. Við vorum svo sannarlega þiggjend- ur í meira en einum skilningi. Við kynntumst fólki sem sam- einaði það besta úr hugarheimi íslendingsins og lífsafstöðu Bretans. Það var ekki auðvelt á þessum tíma þorskastríðsins að vera í senn íslenskur og breskur, skilja og túlka ósættanlega viðhorf. Við kynntumst fólki sem þekkti allsnægtir og íburð en ekki síður mótlæti og hörðum kostum, miklaðist ekki í með- Margir hafa átt leið til 29, Vandon Court, Petty France, London S.W.l. Allir hafa farið þaðan ríkari af bjartsýni, lífstrú og fögrum minningum. Það er eins og gamla rómverska yfir- skriftin standi letruð yfir dyrum heimkynna hjónanna íslensku er þar búa: „Gakk inn góður, farðu betri út.“ Guðmundur Sveinsson skólameistari. Þess skal getið, að þau Hulda og Björn Björnsson, ættingjar þeirra og vinir, koma saman í tilefni af demantsbrúðkaupi þeirra hjóna á morgun í Wel- land House, Woodcote Park Avenue. Purley í Surrey. Óskað heilla á hamingjudegi Sextíu ára brúðkaupsafmæli hjónanna Björns og Huldu Björnsson í London 27. júní 1982. I Það er sagt að sérhver mann- vera þrái þrennt í lífinu: Gleði, árangur og tilgang. Gleðiþráin einkennir upphaf ævigöngunn- ar, árangur og skyldur taka síð- an að gerast fyrirferðarmeiri, en fullum þroska nær maðurinn ekki fyrr en hann hefur fundið tilgang og takmark í lífsstríði sínu. Þessar alþekktu fullyrðingar koma mér í hug er ég hugsa til vina minna í London, Björns Björnssonar stórkaupmanns og konu hans, frú Huldu Björnsson. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að kynnast þeim hjónum mjög náið er ég dvaldi við framhaldsnám í London á Bretlandi um eins árs skeið, 1959-1960. Það leyndi sér ekki að þar fóru manneskjur sem þekkt höfðu gleði lífsins og notið hennar í ríkum mæli við marg- breytilegar aðstæður í meira en einu þjóðlandi, þótt ísland og Bretland ættu hug þeirra öðrum frcmur. Það var líka augljóst, að þau hjónin höfðu á lífsleiðinni náð sérstæðum árangri og gert sér fyllstu grein fyrir skyldum sínum, rækt þær á ólíkum svið- um, sigrað og beðið ósigra eins og alltaf verður þegar tekist er á við vanda og aldrei hopað þótt móti blási. Það var líka hverjum manni auðsætt er þeim hjónum kynntist að þau höfðu fundið lífi tilgang og markmið, að þau áttu sterka trú og ríka samúð og var glæstasta uppskera lífs þeirra. II Sunnudaginn 27. júní 1982 eiga þessi heiðurshjón sextíu ára brúðkaupsafmæli. Þá verður mörgum til þeirra hugsað með þakklæti, þá beinast heillaóskir til þeirra, þá verða þau umvafin vináttu og tryggðum. Það var á heimili íslensku sendiherrahjónanna í London, dr. Kristins Guðmundssonar, er þá var ambassador íslands á Bretlandi, og konu hans, frú Elsu, að leiðir fjölskyldu minnar og þeirra Björns og Huldu lágu saman. Hin mikla reisn sendi- herraheimilisins varð til að tengja alla íslendinga í London saman bæði þá er áttu þar fastan samastað svo og hina er komnir voru til dvalar um tak- markaðan tíma. Með okkur aðkomufólkinu og þeim Birni og Huldu tókust fljótt allnáin samskipti. Kom þar margt til. Þau hjón voru mjög aðgengileg að ekki sé fastar kveðið að orði. Þau höfðu fas og framkomu heimsborgar- anna með allri þeirri virðingu og ástúð sem slíku getur fylgt, þeg- ar best tekst til. Þau höfðu þekkingu og áhuga á hinum Þessi mynd var tekin við heimíli Huldu og Björns Björnssonar, Allerford, Purley, Surrey, þegar Olympíuleikarnir voru haldnir í London 1948, en þá komu allir íslensku keppendurnir og ýmsir aðrir gestir saman á heimili þeirra hjóna. Fjórir ættliðir. Til hægri á myndinni er Hulda Björnsson, þá dóttir hennar Ingunn Crocker, þá dóttir Ingunnar, Júlía Kristín Kdmonds, og sonur henn- ar, James Björn Edmonds. Talsvert hefur áunnist í orkusparnaðarmálum Á SÍDASTLIÐNUM áratug hækkaði verð á olíuvörum mun meira en á öðrum vörum. Hækkanirnar urðu einkum milli áranna 1973 og 1974 og 1978 og 1979. Sala á eldsneyti hefur aukist lítillega á áratugnum, en verðmæti þess í innflutningi hefur vaxið frá um 6,7% 1972 í 18,5% 1979 og 15,3% 1981. Við þessum verðhækkunum hef- ur verið brugðist með þrennum hætti. í fyrsta lagi með aukinni nýtingu innlendra orkugjafa, einkum jarðhita til húshitunar. Á árinu 1973 voru seld tæplega 160 þúsundir tonna af gasolíu tii hús- hitunar, en salan var komin niður í tæplega 50 þúsundir tonna á ár- inu 1981. Hún hefur því dregist saman um 69%. í öðru lagi með notkun á svart- olíu í stað gasolíu. í árslok 1980 brenndu 99 fiski- og flutningaskip svartolíu. Sala á svartolíu hefur liðlega tvöfaldast frá árinu 1970 til 1980. I þriðja lagi með orkusparnaði. Hann má m.a. sjá í mun minni bensínnotkun á hverja bifreið. 1973 var hún um 1800 lítrar á ári á hverja bifreið, en 1981 tæplega 1400 lítrar, og hafði þvi minnkað um fjórðung. Orkusparnaðarnefnd telur, að talsvert hafi áunnist með fyrr- nefndum aðgerðum til að bregðast við hækkandi olíuverði. Nefndin vill þó leggja áherslu á eftirfar- andi: I fyrsta lagi að hraðað verði framkvæmdum til nýtingar inn- lendra orkugjafa til húshitunar, með hitaveitum, fjarvarmaveitum og beinni rafhitun. í öðru lagi að nýting innlendra orkugjafa í at- vinnugreinum verði aukin. í þriðja lagi verði lögð áhersla á hag- kvæmari orkunýtingu. Víða má bæta orkunýtingu. Sem dæmi má nefna, að allt að helm- ings munur er í olíunotkun á hrá- efnistonn milli bestu og verstu fiskimjölsverksmiðjanna. í hús- hitun hefur nokkuð áunnist, strangari kröfur eru gerðar um einangrun o.fl. í reglugerð frá 1979. Á árinu 1981 hóf Húsnæð- isstofnun ríkisins lánveitingar til orkusparandi breytinga á íbúð- arhúsnæði. Lánin eru veitt til ein- angrunar þaka og veggja, ísetn- ingar tvöfalds glers í stað ein- falds, til að skipta á lágþrýstum olíubrennara í hraðgengan eða í rafalshitun. Þrátt fyrir háværar raddir um hækkun olíustyrks hef- ur eftirspurn eftir orkusparandi lánum verið mun minni en áætlað var. Þó er ljóst, að mikill munur er á milli olíunotkunar einstakra húsa og að munurinn stafar fyrst og fremst af lélegri einangrun, vanstilltum hitakerfum, olíukynditækjum, o.s.frv., segir í frétt frá Orkusparnaðarnefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.