Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
15
Fylgi Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi
Eftir Gísla
Gunnarsson
í leiðara Morgunblaðsins 19.
júní sl. var m.a. staðhæft að „þrír
af hverjum 10 kjósendum Al-
þýðubandalagsins í Kópavogi
sögðu skilið við það nú.“ (Þ.e. í
sveitarstjórnakosningunum
1982.) í Staksteinum Morgun-
blaðsins 22. júní var staðhæfing-
in endurtekin.
Hlutfallstala þessi er röng.
Hér er sígilt dæmi um gagnrýn-
islausa heimildarnotkun, einhver
hefur reiknað (ranglega) út þessi
30% og síðan hafa aðrir töluna
eftir og aðrir eftir þeim o.s.frv.
En einmitt röng talnanotkun
eins og þessi veldur sívaxandi
tortryggni hjá öllum almenningi
gagnvart öllum tölum.
Kópavogi 1982 og Alþýðubanda-
lagið fékk af þeim 1.620 eða
23,3%. 1978 voru gildu atkvæðin
6.373, af þeim fékk Alþýðubanda-
lagið 1.738 eða 27,3%. Hlut-
fallslegt tap Alþýðubandalagsins
frá 1978 til 1982 var þannig
14,7% og er það helmingur þess
taps sem Morgunblaðið hefur
greint frá.
Fyrir stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins er raunar alger
óþarfi að ýkja breytingarnar á
fylgi Alþýðubandalagsins í
Kópavogi frá 1978 til 1982. Nær-
tækara og viturlegra væri að
benda á þá langtímaþróun sem
orðið hefur í Kópavogi undanfar-
in 20 ár. Þar hefur upprunalegt
vinstra vígi verið að eyðast
smám saman og í staðinn hafa
kosningaúrslitin þar farið að
líkjast úrslitunum í Reykjavík í
vaxandi mæli. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur unnið þar fylgi í
flestum kosningum og Alþýðu-
bandalagið tapað hlutfallslega.
Þannig var Kópavogur eina stóra
kjördæmið þar sem
Alþýðubandalagið bætti ekki
hlutfallslega við sig fylgi 1978.
Úrslit Sjálfstæðisflokksins þá í
Kópavogi eru ekki marktæk til
samanburðar þar sem flokkurinn
gekk þá þríklofinn til leiks en var
í einu lagi bæði á undan og á
eftir.
1974 fékk Sjálfstæðisflokkur-
inn 37,1% atkvæða í Kópavogi en
1982 42,1% eða aukning um 5%
af heildarfjölda kjósenda. Tap
Alþýðubandalagsins af heildar-
fjölda kjósenda á sama tímabili
var 4,6%. Þessi breyting er ein-
stæð á iandsvísu og hana er að-
eins hægt að útskýra að mati
mínu með eflingu „reykvíska
kosningamynstursins" í ná-
grannabyggðinni Kópavogi.
Þetta er raunar ekkert furðulegt
því að Kópavogur er í atvinnu-
málum hluti Reykjavíkur og
horfinn er sá öreigabragur sem
einkenndi bæjarfélagið fyrir
1960 og atvinnu/stéttaskipting
þar er nú lítt frábrugðin því sem
gerist í Reykjavík. Eigi að síður
ætti þróunin í Kópavogi að vera
stuðningsmönnum Alþýðubanda-
lagsins sérstakt áhyggjuefni því
að hún kristallar vangetu flokks-
ins að ná til nýrra kjósendahópa.
Að Austurlandi undanskildu
hafa flestir nýir kjósendur Al-
þýðubandalagsins komið úr röð-
um menntamanna og því hefur
ekki tekist að ná launþegafylgi
frá Alþýðuflokki eða Sjálfstæðis-
flokki. Á sama hátt ætti þróunin
í Kópavogi að vera stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
sérstakt ánægjuefni því að þau
kristalla áframhaldandi styrk
hans í öllum þjóðfélagsstéttum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, svo og
fjölmiðlayfirburði hans.
Reykjavík, 23. júní 1982,
Gísli Gunnarsson.
Ath. ritstj.
I fréttafrásögn Mbl. af heildar-
úrslitum kosninga í kaupstöðum
landsins, bls. 14, 20. maí sl., varð
sú prentvilla, að fylgi Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi var talið
1220 atkvæði í stað 1620.
Hlutfallslegt tap, sem síðar var
vitnað til, byggðist á þessari tölu,
sem reyndist röng. Ábendingar
greinarhöfundar eru því réttar að
þessu leyti. Mbl. biður velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Félag áhugamanna
um íslenskan sjórétt:
Stofnfundur
á mánudag
MÁNUDAGINN 28. júní 1982 verð-
ur haldinn stofnfundur félags
áhugamanna um íslenskan sjórétt.
Verður fundurinn haldinn í Lög-
bergi, húsi Lagadeildar Háskóla ís-
lands, og hefst hann kl. 17.15 sd.
Allir áhugamenn um íslenskan sjó-
rétt, lögfræðingar jafnt sem aðrir,
eru hvattir til að mæta á fundinn og
ganga í félagið. írréuatilkynning)
Svarta perlan á Skólavörðustíg 3 er að
opna. Við bjóðum glæsilegan kvenfatnað
frá Frakklandi og íslandi. Kvenfatnað, sem
hannaðurer af færustu fatahönnuðum og
framleiddur er úr úrvalsefnum.
Svarta perlan býður fatnað á konur sem
þora! Komdu við - ef þú þorir!
5vok1ðí peHöm
Skólavörðustíg 3 Reykjavík Sími: 25240