Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Sómi Háskólans Eftir Einar Pálsson HINN 16. maí sl. flutti Kinar Páls- son erindi í útvarp, sem hann nefndi I>ögn sem baráttuaðferö. Af þessu tilefni flutti Gunnar Karlsson, for- seti heimspekideildar, síðan erindi 6. júní sl. Einar Pálsson fór þess á leit að fá að svara ásökunum sem frara komu í erindi Gunnars, en var synjað um leyfið á fundi Útvarpsráðs 15. júní sl. Morgunblaðið hefur boö- ið Einari að birta svar sitt hér. Er það óbreytt, að öðru leyti en því, að settar eru millifyrirsagnir til hægðar- auka fyrir lesendur. Hinn 16. maí sl. flutti sá sem hér talar útvarpserindi um Þögn sem baráttuaðferð. Tilefnið var það, að í dagblöðum höfðu birzt fyrirspurnir um þögn háskólans við fræðiritum, og sá sem hér tal- ar sérstaklega við þá þögn orð- aður. I erindi þessu var notkun Þagnar í vísindalegri umræðu at- huguð, einkum hver áhrif það hefði, ef Þögn væri beitt sem vopni. Niðurstaðan var sú, að þeg- ar háskóli beitti Þögn sem bar- áttuaðferð, flokkaðist það undir það athæfi sem nefnt er „Lie by Omission" við brezka háskóla, þ.e. þagnarlygi. I tilefni af þessu flutti Gunnar Karlsson, forseti heimspekideild- ar, erindi hinn 6. júní sl. Lítt svar- aði hann þó sjálfu umræðuefni fyrra erindisins, sniðgekk eigin- lega með öllu þann vanda sem felst í Þögn sem baráttuaðferð. I stað þess flutti hann langa tölu, þar sem vegið er að mér sem ein- staklingi. Eftir um hálftíma af slíku útvarpsefni lauk hann orðum sínum svo, að hann kynni illa við það að þurfa að munnhöggvast við mann sem hann fyndi ekki að hann gæti „náð neinu vitrænu sambandi við“. „Mér þykir bölvað að þurfa að saka mann um ósann- indi og róg opinberlega," segir hann, og hefur þá ásakað mig fyrir ósannindi og rógburð á marggang. En Gunnar kveðst hafa skyldum að gegna við heimspeki- deild: „Það er afskaplega erfitt að benda á afraksturinn af störfum okkar heimspekideildarmanna fyrir þjóðarbúið og þess vegna verðum við oft fyrir árásum lít- ilmenna, sem reyna að læða því að almenningi, að við tökum laun fyrir enga vinnu, eða eitthvað enn verra kannski." í upphafi erindis síns hafði Gunnar Karlsson lýst því yfir, að ég hefði flutt „óvenjulega rætna árás á starfsmenn heimspekideildar háskólans" hinn 16. maí. Lítilmennið Ekkert fer milli mála um það, að sá sem hér talar er lítilmennið „par excellence" í erindi forseta heimspekideildar. Var raunar óþarft að geta þessa á opinberum vettvangi, svo augljóst sem það má vera gjörvöllum landslýð. Maður sem vinnur fyrir sér með erilsömum störfum og notar frí- stundir sínar til að iðka vísinda- rannsóknir er víst ekki hátt skrifaður víða, og greinilega ekki við háskólann. Hitt mun einhverj- um þykja frétt, ef ég er að auki rætinn lygari og rógberi, eins og segir í erindinu. En nú hafa menn sem sagt orð sjálfs forseta heim- spekideildar háskólans fyrir þessu. Þótt ég hafi sannarlega strítt heimspekideild með erindi mínu, og það hafi beinlínis verið yfir- lýstur tilgangur erindisins að „sprengja upp miðborðið", eins og þetta er orðað á skákmáli, þá var þar hvergi vegið að einstaklingi. Allur vandinn var ræddur efnis- lega. Heimatökin voru hæg: Rakið var, hvað háskólaprófessor í lög- um hefði sjálfur ritað um skyldur háskólakennara — og fram- kvæmdin á skyldum háskóla borin saman við forskriftina. Þessu stóð háskólanum opið að svara. Forseti heimspekideildar valdi aðra leið: að bera þungar sakir á einstakling og ata hann auri í stað þess að halda sér að efnisatriðum. Akademískt siðferði Hugsanlega hefur einhverjum háskólamanninum þótt forseti heimspekideildar skeleggur. A þessu er aöeins einn hængur: við háskóla gilda mjög strangar regl- ur um siðferði í málflutningi. Samkvæmt beinni skilgreiningu á vísindalegri framkomu er forboðið að ætla persónu illt, þegar verk hans eru krufin. Forseti heim- spekideildar brýtur þannig ekki einasta reglur Ríkisútvarpsins um prúðmannlegan málflutning, held- ur og þá meginhugsjón háskóla, að akademísk umræða skuli ætíð vera efnisleg, aldrei persónuleg. Með framhaldi rökleiðslu sinnar gengur hann þó skrefi lengra. Hann neyðir beinlínis viðmælanda sinn til að sýna fram á vinnuað- ferðir einstaklings, sem helzt skyldi hlíft, því að gjörvöll gagn- rýni Gunnars Karlssonar snýst um það, hvort tiltekið vitni er trú- verðugt. En að því komum við á eftir. Þögn og ábyrgð Það er ekkert leyndarmál, að undanfarinn áratug hafa oft heyrzt háðsglósur og svívirðingar um rannsóknir þess sem hér talar af vörum þeirra, sem jafnan eru kenndir við heimspekideild og af- sprengi hennar. Þetta vakti um- ræðuefnið — spurninguna um það, hvort sæmandi væri háskóla að láta niðrandi dóma ganga staf- laust um sali íslenzkra mennta- stofnana, þótt enginn tæki ábyrgð á ummælunum. En athyglisvert er, að frá fróðleiksfúsum almenn- ingi hafa slíkar raddir aldrei heyrzt. Það ósæmilega við Þögn í aka- demískri umræðu er, að fræði- manni er bannað að verja sig. Beinni lygi má verjast: Ef sagt er, að þú hafir gert þig sekan um til- tekið athæfi, til dæmis „að ausa heimspekideild og allt hennar starfslið svívirðingum" — eins og Gunnar Karlsson kemst að orði um þann sem hér talar — og að þar hafi „enginn (verið) undan- skilinn“, þá getur þú leiðrétt þetta með því að vitna í ummæli þín. í fyrsta lagi jós ég engan sví- virðingum, og í öðru lagi bað ég einmitt þá fræðimenn sérstaklega afsökunar á hispursleysinu, sem skiluðu fullu vísindalegu verki. Ef Gunnar Karlsson segir mig hafa skorið þá alla 40 niður við trog, þá er það HANN en ekki ég, sem kveður engan þeirra skila fullu vísindalegu verki. Augljóslega var þetta ekki ætlan hans — sem sýn- ir, að verjast má rangri fullyrð- ingu. Rógur og spéspegill Þegar tekið er tillit til þess, að í erindinu um Þögnina eru nær ein- ungis rakin ummæli háskóla- manna sjálfra, eru viðbrögð Gunnars Karlssonar lærdómsrík. Hann á vart orð til að lýsa „sjálf- um rógburði Einars Pálssonar", þegar orð háskólamanna eru í opinni umræðu borin saman við gjörðirnar. Þarna notar forseti heimspekideildar skakka skil- greiningu: þótt fast sé skotið, er hvergi um rógburð að ræða. Róg- burður felst einmitt í hinu, að læða niðrandi ummælum með veggjum og sjá til þess, að enginn beri ábyrgðina. Þarna var um beina sjálfsvörn að ræða, og að- ferðin sem notuð var — aldagömul — sú, að segja satt. Gengið var hreint til verks, full ábyrgð tekin á orðunum, og enginn einstaklingur rógborinn. Hins vegar var spé- Kinar Pálsson spegli brugðið upp fyrir ásýnd há- skólans, og þann veg talað, að vart mætti undir búa. Ólíklegustu mönnum skyldi gert skiljanlegt, að harka í viðskiptum þyrfti ekki að vera einstefnuakstur — þjóðin ætti sér vörn meðan fjölmiðlar stæðu opnir. Augu manna lukust upp fyrir vanda þeirra í þjóðfélag- inu, sem hvorki eiga sér völd né málsvara á réttum stað, og stofn- anir geta traðkað á, ef þeim svo sýnist. Hvernig á að verjast Þögn í aka- demískri umræðu — hvernig á að bregðast við þeim ummælum, sem ekki verða festar á hendur? Svarið er, samkvæmt prófessor í lögum við háskóla Íslands, að slík staða eigi ekki að geta komið upp, því að það sé bein skylda þeirra háskóla- prófessora, sem málið varðar, að taka til þess opinbera og ábyrga afstöðu — afstöðu, sem unnt er rökræða. Sú skyida hefur ekki verið rækt. Tilefnið Forseti heimspekideildar kemst svo að orði, að fyrirspurnir í dagblöðum séu augljóst „tylli- ástæða“ mín til að svívirða há- skólann, „handónýtar forsendur". Spyrji hver sjálfan sig, hvernig honum þætti, ef þrjátíu ára starf hans væri túlkað sem sambland af grillum og geðveiki, af þeirri ástæðu, að svo skildu menn við- brögð háskólans. Augljóst er til dæmis, að innan kennarastéttar- innar er Þögn háskólans skilin sem bein fyrirlitning á því verki sem um ræðir. Og eins og heyra mátti á Gunnari Karlssyni, var það rétt mat. Þegar slík mál eru viðruð í blöðum, og menn taka áframhaldandi þögn sem áfram- haldandi fyrirlitningu, fer víst ýmsum að þykja ærið tilefnið. Spurningin var því brýn: hvernig átti að taka á því, sem aldrei var sagt, þannig, að einhver bæri á því ábyrgð. Forseti heimspekideildar telur deild sína „leggjast lágt“ með því að svara erindinu um Þögnina. Ræðir hann það sem einstakt veg- lyndi að eyða orðum í smámenni það, sem hann telur fara með „rangfærslur". Segir hann, að í rauninni hefði verið sjálfsagt af háskólanum að sækja „Einar Pálsson til saka fyrir atvinnuróg". Þarna sjá menn sjálfan kjarna vandans í spéspeglinum: maður sem sprengir upp stöðu til að knýja fram ákveðin ummæli, sem unnt sé að verjast — í stað þeirra órökstuddu sleggjudóma, sem eng- inn var ábyrgur fyrir — er nú orð- inn sökudólgur, ekki sá sem brotið er gegn. Það er HANN sem gerir árás, það er HANN sem sakaður er um atvinnuróg, þótt ástæðan til erindisins hafi einmitt verið sú, að hann hafði sjálfur orðið að búa við hrottafenginn atvinnuróg árum saman. Breyting á umræðuefni Alltaf er eitthvað hlýlegt við það, þegar mikilmenni sýna hin- um minni háttar veglyndi. Ekki er þó veglyndið sérstaklega áberandi, þegar Gunnar Karlsson breytir efnisatriðinu í spurningu um per- sónu andmælanda síns og skipti hans við háskólann. A þessum stað er ekki tími til að rekja þau mál, en ég tilkynni hér með, að ég skal með ánægju flytja um þau er- indi í útvarp, ef heimspekideildin óskar þess og Útvarpsráð leyfir. Sama máli gegnir um hvert ein- asta smáatriði, sem Gunnar Karlsson álasar mér fyrir í erindi sínu, og hér gefst ekki kostur að ræða. Það skal aðeins endurtekið, að þótt eigin reynsla hafi skapað tilefnið, þá varðaði erindið um Þögnina EKKI hagsmuni tiltekins einstaklings, heldur hina almennu reglu siðferðis og mannréttinda. Hver maður getur sagt sér sjálfur, að sá sem tekur þá ákvörðun að tala eins og gert var í erindinu um Þögnina, hefur gjörsamlega sagt skilið við baráttu fyrir eigin hags- munum. Slíkur maður ertir ekki einasta gegn sér þá sem beitt hafa Þögn sem vopni, vikizt undan skyldum sínum við rannsóknar- störf og beitt einstaklinga vald- níðslu, heldur einnig ágæta fræði- menn og vammlausa, sem þykir að sér vegið með hispurslausu tali um vinnuaðferðir heimspekideild- ar. Hlutlaus rannsókn á verki slíks manns við heimspekideild verður nær óhugsandi á eftir. En hvort aðferðin var réttlætanleg — það mun hlustandinn geta dæmt um af því sem nú verður rætt. Sprengingin Ein aðalástæðan til að Gunnar Karlsson telur réttmætt að sækja „Einar Pálsson til saka fyrir róg- burð í stað þess að eyða orðum í hann (í útvarpi)" er sú, að Sigur- jón Björnsson prófessor lýsti því yfir árið 1979, að samkvæmt könn- un, sem hann hefði gert, væru meðalafköst hvers háskólakenn- ara tiltekið árabil um hálf ritgerð á ári. Það voru einmitt þessi um- mæli, sem beitt var til að sprengja upp miðborðið; sprengingunni var yfir lýst fyrirfram, og orð þessa fyrrverandi forseta heimspeki- deildar sett fram svo sem í skop- mynd. Tilgangurinn var að sjálf- sögðu sá, að þeir heimspekideild- armenn teldu sig nauðbeygða til andsvara. Leikurinn hafði tilætluð áhrif, Gunnar Karlsson telur mig fara „gróflega rangt með orð Sig- urjóns Björnssonar" — og heitist beinlínis við mig, ef ég vitni eftir minni eða orðspori. Er mikilfenglegt að sjá svo miklu púðri eytt af jafnlitlu efni. Og ætla má, að einhver hefði talið upp að tíu, áður en hann lék þess- um leik. Erindinu um þögnina má líkja við mannsfórn í lokaðri stöðu; spurningin er einungis, hvort fórnin stenzt. Gín mótherj- inn við agninu, ef honum er sýnd- ur eins konar karikatúr af sjálfum sér? Það er frægt, að danskur heimspekingur þoldi ekki, að önn- ur buxnaskálm hans var sýnd styttri en hin; sagt er að hann hafi spurt teiknarann, hvort hann gæti sannað þetta. Að neita ummælum Sigurjóns Björnssonar um hálfu ritgerðina með því að kveða hann hafa ætlað að segja annað, ellegar hjálpa háskólanum til að afla fjár til vísindarann- sókna, verður aðeins til að undir- strika hina kátbroslegu hlið þessa máls. Og að andmæla skopmynd af sjálfum sér í útvarpi er svona álíka og ef formaður Sjálfstæðis- flokksins andmælti Sigmund teiknara fyrir að gera nef hans of höfðinglegt — og heitast við hann, ef teiknað væri eftir orðspori eða minni. Eða gæti Sigmund sannað þetta? Þegar öllu er á botninn hvolft, líta önundarfæri Geirs Hallgrímssonar svolítið öðruvísi út en Sigmund teiknar þau. Ritgerðin hálfa Kjarni málsins er þannig ekki, hvort teiknuð er skopmynd með broddi, í þeim yfirlýsta tilgangi að sprengja upp sálarró vissra kenn- ara við heimspekideild, heldur hitt, hvort skopmyndin byggist á réttum forsendum. Og ef slík um- mæli hafa aldrei birzt á prenti, eins og ætla má af ummælum Gunnars Karlssonar, hvað var þá Dagblaðið að gera 30. marz 1979? Eg leyfi mér að tilfæra fregnina orðrétta af s. 15: „Á fundi sem haldinn var í fyrradag í Háskóia íslands um málefni skólans kom fram í máli Sigurjóns Björnssonar prófessors að hann hefði gert úttekt á vís- indalegri framleiðslu kennara við HÍ og borið saman við meöaltals- framleiðslu kennara í hundrað bandarískum háskólum. Könnun þessi, sem náði til áranna 1966—1970, reyndist HÍ mjög í óhag. Meðalfjöldi ritgerða á hvern háskólakennara hér á landi reynd- ist aðeins 0,65 eða rúmlega hálf rit- gerð á ári á hvern kennara en með- alfjöldinn reyndist 1,04. Þetta hlutfall væri HÍ í raun enn óhag- stsðara þar sem 21% íslenzku rit- gerðanna væru samdar af mönn- um sem ynnu við rannsóknar- stofnanir Háskólans en væru ekki kennarar. Sagðist Sigurjón einnig hafa metið það mjög rúmt hvað teldust ritgerðir faglegs eðlis þannig að þessi óhagstæða út- koma væri ekki að kenna ströngu mati hans á hvað teldist vísindaleg framleiðsla. Taldi Sigurjón að þetta segði mjög dapurlega sögu um stöðu Háskólans, og markverðustu rannsóknirnar í raunvísindum og heilbrigðismálum kæmu ekki frá HÍ.“ (Lbr. E.P.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.