Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNI1982
Þótt einhver kynni að nefna það
prakkarastrik, að minna valds-
menn þessa heims á ýkta ásjónu
sína, mætti hver maður nú spyrja
sjálfan sig, hvort of sterkt hafi
verið til orða tekið. Ef nefið á há-
skólanum er ekki svona í laginu,
sýnist hin rétta leið ekki að sækja
þann sem hér talar til saka fyrir
atvinnuróg, heldur Jónas Krist-
jánsson ritstjóra. Fengi þá ein-
hver væntanlega hvassari fjöð-
urstaf en hér er mundaður til að
klóra sér undir iljum.
Raunar kemur annar möguleiki
sterklega til greina — sá, að sækja
Sigurjón Björnsson, fyrrum for-
seta heimspekideildar, sjálfan til
saka. Dagblaðið gefur þær upplýs-
ingar, að Sigurjón hafi aldrei mót-
mælt greininni um ritgerðina
hálfu, en til þess bar honum
skylda, ef háskólinn taldi þar
rógburð á ferðinni, og ef rangt var
eftir honum haft.
Lýkur svo að segja frá ritgerð-
inni hálfu — ætti raunar að gera
henni minnismerki í anddyri há-
skólans.
Fjandskapurinn
Með einna mestum ólíkindum er
þó að heyra forseta heimspeki-
deildar lýsa því yfir, að ég hafi
sýnt háskólanum fjandskap.
Mesta virðing sem fræðimaður
getur sýnt háskóla er að gefa svo
út verk sín, að háskólinn eigi að
þeim forgang. Þetta á ekki einung-
is við um stórmennin heldur og
smámennin. Enginn á annað verð-
mætara að gefa en hluta af sjálf-
um sér. Með því að gefa út ritsafn-
ið Rætur íslenzkrar menningar á ís-
lenzku — í stað ensku — og haga
orðum svo, að allir mættu skilja,
var háskóla Islands sýnd sú virð-
ing, sem mest er talin í akadem-
ísku umhverfi. En nú vitum við,
hvernig svarað var þar í efra:
samkvæmt Gunnari Karlssyni „er
hvergi lögð á háskólakennara nein
skylda til að standa hvaða fræði-
ritahöfundi sem er nein reikn-
ingsskil fyrir því hvað honum
finnst um verk hans“.
Þannig var virðingarvottinum
heilsað.
Að stytta sér leið
Og sú yfirlýsing Gunnars, að ég
hafi ætlað að stytta mér leið að
ræðupúlti háskólans, verður víst
einhverjum umhugsunarefni. 1140
rannsóknargreinar höfðu verið
ritaðar áður en fyrsta bindið kom
út í ritsafninu Rætur íslenzkrar
menningar Þetta hafði háskólan-
um verið tilkynnt, og því verið far-
ið fram á fund með þeim heim-
spekideildarmönnum. Frá árinu
1969 hafa svo birzt á prenti sex
umfangsmikil og ítarleg bindi, þar
sem ráðizt er beint að örðugustu
gátum íslenzkrar menningarsögu.
Væri fróðlegt að heyra frá heim-
spekideild, hverjar hliðstæður
bent er á þar í sveit.
Rannsóknargreinar eru að
sjálfsögðu alls ekki frágengin verk
— ætluð til útgáfu — þeim má
líkja við fornleifauppgröft eða
hugmyndabanka, þar sem mál eru
skoðuð frá öllum hliðum. En um-
fangið getur hver maður skilið,
þarna er um að ræða ævistarf eins
manns. Sá hlutinn einn, sem
EKKI hefur verið gefinn út og
EKKI er ætlaður til útgáfu, —
1140 rannsóknargreinar — svarar
til þess, að ef tekið væri að birta
greinarnar í Lesbók Morgunblaðs-
ins á sunnudaginn kemur, og ein
grein birt í hverju einasta tölu-
blaði, mundi síðasta greinin ekki
birtast fyrr en eftir tuttugu og tvö
ár. Ummæli forseta heimspeki-
deildar þess efnis, að ég hafi ætlað
að stytta mér leið með þessu, eru
svona álíka og að halda því fram,
að maður sem ætlar frá Reykjavík
til Hafnarfjarðar „stytti sér leið"
með því að fara Norðurleiðina og
hringveginn um Austfirði allt til
Hornafjarðar — og þaðan suður.
Skopmyndin
Þó tekur fyrst steininn úr, þeg-
ar forseti heimspekideildar lýsir
því yfir, að ég hafi ekki „sérstakan
áhuga á að fá rökstutt álit frá sér-
fræðingum heimspekideildar um
verk (mín)“.
Hver maður, sem lætur sig
fræðin nokkru skipta, veit, að það
er þetta sem ég óskaði eftir í 15 ár.
Og hugsið ykkur nú taflstöðuna:
fyrrum forseti heimspekideildar
lýsti því opinberlega yfir í Morg-
unblaðinu 20. febrúar 1979 — ein-
mitt sem svari við slíkri ósk — að
í þeim fræðum sem um ræðir væri
„enginn sérfræðingur við Háskóla
Islands". Þetta var beinlínis eitt
tilefni þess karíkatúrs sem dreg-
inn var — og Gunnar Karlsson
nefnir mig rógbera fyrir. Þótt það
sé margyfirlýst, að það hafi ein-
mitt verið þetta sem ég óskaði —
miðborðið hafi m.a. verið sprengt
upp — þá ásakar forseti heim-
spekideildar mig nú fyrir að hafa
ekki áhuga á að ræða við þá sér-
fræðinga háskólans — sem annar
forseti heimspekideildar hefur
opinberlega lýst yfir í fjölmiðlum,
að ekki séu til!!!
Segi menn svo, að skopmyndin
hafi verið ýkt.
Bann við fundi
En hvers vegna er það nú eigin-
lega óhugsandi, að maður, sem
unnið hefur árum saman að rann-
sóknum, geti fengið að tala við þá
heimspekideildarmenn, til dæmis
rætt við þá á deildarfundi?
Þessu svarar forsetinn skil-
merkilega: slíkt er „auðvitað ...
fjarstæða, því að þeir fundir
fjalla um stjórn deildarinnar, ekki
fræðimennsku í einstökum grein-
um.“
Frá þessu er sagt eins og það sé
hið sjálfsagðasta í heimi. Aldrei
hefur fengizt nein skýring á þessu
fyrr, og ég verð að viðurkenna, að
slík hugkvæmni hefði aldrei
hvarflað að mér. Þetta verður vart
öðruvísi skilið en þannig, að það sé
óendanlega miklu mikilvægara að
nota fundi heimspekideildar til að
ákveða, hvort danska eigi að vera í
stofu A og enska í stofu B heldur
en hitt, hvort eitthvert vit sé í
fræðunum. Og sá maður er af-
greiddur sem kjáni, sem ekki skil-
ur þetta. Hefðu þeir bara greint
frá þessu fyrir 15 árum hefðu þeir
sparað mikil óþægindi og heila-
brot.
Svarið var svo einfalt, að engum
datt það í hug.
Mat á ritsafni
Hámarki nær málflutningur
Gunnars Karlssonar þó í mati á
ritsafninu Rætur íslenzkrar menn-
ingar. Hann gefur okkur formlegt
álit sitt á því, „hvers vegna enginn
kennara við deildina hefur fundið
ástæðu hjá sér til að fjalla um
(verkið)“. Er þá ekki borið við
rökstuddum ályktunum þeirra
heimspekideildarmanna á því, hví
sex viðamikil bindi athugana, sem
varða grundvallarrannsóknir í ís-
lenzkri menningarsögu, séu dysjuð
utangarðs?
Síður en svo.
Hvað gerir forsetinn þá?
Hann vitnar í mann.
Svo háttar til, að í tímariti ís-
lenzkra sagnfræðinga, Sögu, birt-
ist árið 1974 (eftir að þrjú fyrstu
bindin voru komin út) einhver
skrýtnasta ritsmíð sem um getur í
gjörvöllum bókmenntum Islend-
inga. Er ritsmíð þessi eftir síra
Kolbein Þorleifsson, fyrrverandi
sóknarprest á Eskifirði. En svo
heppilega vill til, að íslenzkir
blaðalesendur fengu að kynnast
vinnubrögðum síra Kolbeins 16.
maí sl. — einmitt sama dag og
erindið um Þögnina var flutt í
Ríkisútvarpið. Birtist þann dag
grein eftir síra Kolbein í Morgun-
blaðinu, og fylgdi mynd af fræði-
manninum. Er grein síra Kolbeins
rituð í því skyni að benda á, að
íslenzkur fræðimaður, Jón Krist-
vin Margeirsson fil. lic. hafi boðið
tímaritinu Skírni (auk Sögu) dóm
um doktorsritgerð Ólafíu Einars-
dóttur (sem varðar ár kristnitök-
unnar á íslandi), en Ólafía hafi
varið þessa ritgerð við háskólann í
Osló. Þrem dögum síðar — hinn
19. maí ’82 — birtist svo öllum á
óvart greinarstúfur eftir umrædd-
an fræðimann, Jón Kristvin Mar-
geirsson fil. lic., þar sem hann
kveðst alls ekki minnast þess að
hafa sent Skírni þennan ritdóm
(Saga mun hafa hafnað honum),
enda hafi Ólafía ekki varið ritgerð
sína í Osló heldur Lundi. Kom þá í
ljós, að grein síra Kolbeins og til-
efnið með var eitt allsherjar
óskiljanlegt frumhlaup í dagblað
með upplýsingar, sem hann hafði
litla hugmynd um, og áttu sér ekki
stoð í veruleikanum.
Vitnið
Mín fyrri kynni af síra Kolbeini
eru svipuð þessu. Þegar ég hélt er-
indi á norrænu fornsagnaþingi í
Reykjavík 3. ágúst 1973, stóð síra
Kolbeinn upp og andmælti. Ég
þekkti ekki síra Kolbein þá, og
botnaði nánast ekkert í efnisatrið-
um máls hans. Hugði ég, að örð-
ugleikar síra Kolbeins í notkun
ensku kæmu í veg fyrir, að hann
gæti gert sig skiljanlegan. Hitt
var þó öllum viðstöddum ljóst, að
síra Kolbeinn hallmælti verkum
mínum kröftuglega, og var það
gert fyrir fullum sal áheyrenda,
sem flestir voru vísindamenn í
germönskum fræðum.
í Morgunblaðinu 29. desember
1976 birtist svo eins og skrattinn
úr sauðarleggnum klausa frá síra
Kolbeini. Þar segir svo orðrétt:
„Það var fyrst eftir fyrirlestur
Einars á fornsagnaþinginu í
Reykjavík 1973, að ég fékk áhuga
á því að kynna mér hin prentuðu
rit Einars."
Þarna lýsir síra Kolbeinn því
beinlínis yfir fyrir alþjóð, að hann
hafi ekki verið búinn að kynna sér
hin prentuðu rit mín — ekki einu
sinni haft áhuga á því að kynna
sér þau — þegar hann stóð upp og
viðhafði um rannsóknir mínar hin
verstu orð frammi fyrir fullum sal
fræðimanna 3. ágúst 1973. Algjör
vanþekking á ritunum hafði ekki
hindrað hann í að standa upp og
úthúða verki, sem hann — AÐ
EIGIN SÖGN - hafði alls ekki
lesið. Fékkst þá loks botn í það,
hvers vegna ég hafði ekki skilið
það sem síra Kolbeinn var að
segja — hann skildi það ekki sjálf-
ur.
Þarna höfum við vinnubrögðin í
hnotskurn: Maður sem gefur yfir-
lýsingar í blöð um hluti sem hann
veit lítið sem ekkert um, maður
sem úthúðar fyrir fullum sal
fræðimanna verki, sem hann hef-
ur alls ekki lesið. Þetta er vitnið,
sem forseti heimspekideildar
leiðir fram og gerir að sjálfri
brjóstvörn háskólans. Eru um-
mæli forsetans um síra Kolbein
þau, að þar fari „ágætur fræð-
imaður og þrautþjálfaður miðald-
afræðingur". Er gleðilegt til þess
að vita, að einhver fær að njóta
sannmælis í heimspekideild.
Níðið og Indverjinn
Úr ritsmíð síra Kolbeins í tíma-
ritinu Sögu les Gunnar Karlsson
síðan klausur, sem eru hið versta
níð um mig: verk mín eru talin
einskis virði og ég sjálfur óhæfur
fræðimaður. Er öll rökleiðsla síra
Kolbeins í framangreindri ritsmíð
raunar svo einkennileg, að venju-
legur maður mun vart fá gripið.
Að vísu þekki ég ekki heilastarf-
semi allra háskólakennara, en ef
það er rétt hjá Gunnari Karlssyni,
að speki síra Kolbeins sé talin
frábær við heimspekideild, þá er
ekki að furða, þótt örðugt sé að
komast í vitrænt samband við þá
félaga. Ég ætla að lesa þetta hægt,
svo að hlustandinn megi átta sig á
þvi: Að sögn síra Kolbeins byggist
gjörvallt ritsafnið Rætur íslenzkrar
menningar á því, að Indverji nokk-
ur misskildi íslenzkt orð fyrir um
80 árum. Indverji þessi misskildi
orðið Eyrbyggja, ergó skrifaði Ein-
ar öll sín rit. Síra Kolbeinn býr sér
m.ö.o. til eitthvert óskiljanlegt
hugarfóstur, sem af eðlilegum
orsökum á sér enga stoð í veru-
leikanum, ræðst svo á þá hugsmíð,
sem hann hefur sjálfur skapað —
og svívirðir síðan blásaklausan
mann fyrir yfirsjónir, sem honum
hafa aldrei orðið á. Þetta telur
forseti heimspekideildar traust-
vekjandi fræðimennsku.
Lausn háskólans
Nú vita bæði útvarpshlustendur
og þeir sem lesið hafa ritsafnið
Rætur íslenzkrar menningar, að
flest meginatriði ritsafnsins hafa
þegar verið staðfest, veigamestu
kenningarnar mega teljast san-
naðar. Er þetta umhugsunarefni
fyrir háskólann, enda opnuð ný
leið í fræðimennsku: Háskólinn
ætti að flytja inn eins og hundrað
Indverja og setja þá í vinnu við að
misskilja íslenzk orð. Þannig losn-
uðu kennarar stofnunarinnar við
miklar áhyggjur af rannsóknum á
krabbameini, eldvirkni fjalla og
hegðan fiskistofna, svo eitthvað sé
nefnt. Indverjarnir mundu vafa-
laust bjarga hverjum vanda með
því að hyggja Grettlu merkja
„grettna frumu", Heimskringlu
merkja „hringlaga gíg“ og Lax-
dælu „laxeldisstöð". Yrði háskóli
Islands þá væntanlega víðfrægur í
veröldinni.
Þögnin
Fróðlegast í þessu sambandi er
þó að veita því athygli, hverju
Gunnar Karlsson sleppir í frásögn
sinni. Minnumst þess, að erindið,
sem hann er að svara, fjallaði um
Þögn sem baráttuaðferð. An þess að
blikna eða blána lýsir hann því nú
yfir, að sér sé „kunnugt um“ að
ritstjórar Sögu hafi „boðið" mér
að svara síra Kolbeini, en að „það
tækifæri" hafi ég „ekki notað
enn“. „Það er komið á sjötta ár
síðan grein Kolbeins birtist, og
ekkert svar er farið að sjást,“ seg-
ir forseti heimspekideildar orð-
rétt.
Þarna hefði einhver notað ann-
að orðalag.
Það voru ekki ritstjórar Sögu
sem „buðu“ mér að svara síra
Kolbeini, það var ég sjálfur, sem
hringdi í Einar Laxness og spurði,
hvort ritstjórn Sögu mundi leyfa
mér að svara grein síra Kolbeins.
Taldi Einar, að mér mundi það
heimilt, ef grein mín yrði ekki of
löng. Að hans hyggju væri þetta
sjálfsagt. Við nánari athugun sá
ég þó, að það mundi gjörsamlega
út í bláinn að svara grein sem
byggð væri á hreinu bulli — vefur
síðan spunninn um bullið — og ég
að lokum svívirtur fyrir syndir
sem ég hef aldrei drýgt. Ef ég ætti
að hefja ritdeilur um það, hvort
þríhyrningur Pýþagórasar væri
fjallið Þríhyrningur í Rangárþingi
— eins og síra Kolbeinn virðist
halda — gæti ég alveg eins labbað
út í búð og tilkynnt, að kjöt væri
fiskur. Hringdi ég því aftur til
Einars Laxness og tilkynnti hon-
um þetta — GAF SEM SAGT
SVAR!
Þagnarlygin
Forseti heimspekideildar lætur
hjá líða að minnast á þetta megin-
atriði. Hann lætur líta svo út sem
ég hafi ekki treyst mér til að svara
hinum þrautþjálfaða miðalda-
fræðingi, og að ef hann notaði nú
samskonar rökleiðslu og ég, væri
ljóst, að ég hefði beitt síra Kolbein
þagnarlygi. Ég væri m.ö.o. sekur
um það sem ég ætlaði öðrum.
Þarna eru ummæli fölsuð. í er-
indinu um Þögnina sagði, að ann-
aðhvort væri sú ritgerð sem þagað
væri yfir fyrir neðan akademíska
virðingu, ellegar, að Þögnin merkti
lygi. Ég lýsti því yfir við ritstjóra
Sögu, að grein síra Kolbeins væri
ósamboðin akademískri rökræðu.
Ef henni væri svarað eins og efni
stæðu til, yrði úr pólemik, ekki
vísindalegt framlag til rannsókna.
Það er þetta, sem forseti heim-
spekideildar lætur sér sæma að
sleppa úr erindi sínu.
Þó er ekki upp talið.
Skýr grein var gerð fyrir þessari
afstöðu minni í formálanum að
Steinkrossi árið 1976. Sá formáli
var meira að segja birtur í Morg-
unblaðinu fyrir alþjóð 18. desem-
ber það ár. Síra Kolbeinn svaraði
29. desember, og ég aftur Kolbeini
6. janúar 1977. Það eru þannig
ekki einasta lesendur ritsafnsins
Rætur íslenzkrar menningar, sem
vita, að síra Kolbeini var að fullu
svarað, heldur gjörvallur lands-
lýður. Og samt segir forseti heim-
spekideildar í útvarpserindi sínu,
að EKKERT svar sé enn farið að
sjást.
Brjóstvörnin
Ekki er valið á brjóstvörn há-
skólans — síra Kolbeini — ómerk-
ara umhugsunarefni. Af orðum
Gunnars Karlssonar mætti ætla,
að heimspekideild hefði engar
upplýsingar getað fengið um rit-
verkið Rætur íslenzkrar menningar
aðrar en þær sem síra Kolbeinn
hefur fram að færa. Þó buðiLtveir
ágætir fræðimenn háskólanum að
votta vísindalegan frágang efnis
þegar árið 1968. Annar þeirra,
Frederik Bredahl-Petersen, er
mannfræðingur, sem hér var til
ráðuneytis um stofnun félagsvís-
indadeildar, hinn, Arthur Gibson,
var um árabil forseti trúarbragða-
rannsóknadeildar háskólans í Tor-
onto. Því var formlega hafnað af
heimspekideild, að þessir menn
vottuðu vísindalegan frágang efn-
is.
Skoðum svo stöðuna: flestum
háskólakennurum, sem um slík
efni hugsa, er kunnugt, að þeim
einstaklingi, sem borinn er svo
þungum sökum af síra Kolbeini og
Gunnari Karlssyni, var boðin
prófessorsstaða við Toronto-
háskóla hinn 8. desember 1969.
Sérstök dómnefnd fjallaði um
hæfni umsækjandans, og er tekið
fram í bréfi forseta St. Michaels-
háskólans, J.K. Kelly, að niður-
staða dómnefndar hafi verið ein-
róma.
Um slík smáatriði er þagað hér
við háskólann.
Þó má ýmsu við auka. Forseti
Rannsóknarstofnunar miðalda-
fræða á vegum Páfastóls í Tor-
onto, L.K. Shook, viðhafði sterk
orð um þær kenningar, sem hér
um ræðir, og kvað þær ekki ein-
asta snerta íslenzka menningu,
heldur menningu alls hins vest-
ræna heims. En sérfræðingur
Miðaldastofnunar Páfastóls í 11.
öldinni — öld hinnar íslenzku
kristnitöku — G.B. Flahiff, sem er
kardináli að tign, veitti þessum
sama manni kardinálabréf til
rannsókna í Vatikaninu, þar sem
segir, að sá sem hjálpi honum,
geri kardinálanum persónulegan
greiða.
Eru þá aðeins rakin viðbrögð ör-
fárra þeirra manna, sem ætla má,
að vitað hafi hvað mest um mið-
aldafræði og trúarbragðasögu
þeirra sem störfuðu að slíku árið
1969. Og er einungis til tínt það
sem fyrir liggur skriflega, og sýna
má hverjum sem er. Að sjálfsögðu
kann öllum þessum mönnum — og
dómnefndinni með — að hafa
skjátlazt. En það mátti spyrja þá.
Og það var látið ógert.
Um þá var þagað.
Vitnisburðurinn
Að sjálfsögðu hefði aldrei verið
á þetta minnzt hér, ef ekki stæði
svo á sem nú. Rektor St. Mich-
aels-háskólans, kanslari Miðalda-
stofnunar Páfastóls, forseti sömu
stofnunar og Flahiff kardináli
nægðu ekki til vitnisburðar um
þær rannsóknir, sem hér eru til
umræðu. Við heimspekideild varð
að fara hærra, allt upp i síra Kol-
bein Þorleifsson, fyrrverandi
sóknarprest á Eskifirði. Lái mér
hver sem vill, þótt mér hafi gengið
treglega að skilja, hversu hátt
skyldi seilzt.
Að endingu aðeins þetta: sá for-
seti heimspekideildar, sem skýlir
sér að baki slíkri brjóstvörn, nefn-
ir mig lítilmenni og ásakar opin-
berlega fyrir rætni, ósannindi og
rógburð. Þau ummæli eru flutt í
útvarp um leið og dómsáfellir
sóknarprestsins fyrrverandi er tí-
undaður. Lýkur þessu útvarpser-
ind því með gátu: Hvað halda
menn, að þeir telji sér óhætt að
segja um verk manna að tjalda-
baki, sem svo afgreiða þau í
áheyrn alþjóðar?
Ég ræddi Þögn sem baráttuað-
ferð. Skyldu þeir vera margir, út-
varpshlustendurnir, sem telja, að
þar hafi heimspekideild verið
ávörpuð án tilefnis?