Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
Um bakdyr SÍS
Erfitt er að lesa úr þeim líkum sem felast í stöðu
samningaviðræðna á líðandi stund. Slitnað hefur upp
úr viðræðum ASÍ og VSÍ, a.m.k. um stundarsakir. Hins
vegar hefur Alþýðusambandið og Vinnumálasamband
samvinnufélaganna setzt við samningaborðið.
Þessi staða þýðir, þegar grannt er gáð, að tveir höfuð-
aðilar ríkisstjórnarsamstarfsins sitja sitt hvoru megin
við samningaborðið. Framsóknarmenn hafa tögl og
hagldir SÍS-megin samningaborðsins og Alþýðubandalag-
ið gerir sig gildandi ASÍ-megin, þó fleiri komi þar við
sögu. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hafa deilt
og drottnað í þeim málaflokkum, sem varða ríkisfjármál,
félagsmál, sjávarutvegsmál og efnahagsmál almennt á
stjórnarheimilinu, og bera stjórnarfarslega ábyrgð á
þróun þeirra og stöðu í dag. Og um hvað ætla svo þessir
tveir meginarmar stjórnarsamstarfsins að semja í kjara-
viðræðunum?
Það eru gömul sannindi og ný, að kaupmáttur almennra
launa ræðst á hverjum tíma af þróun þjóðartekna. Kaup-
taxtar hafa hækkað mörghundruðfalt á sl. 10 árum, í
krónum talið, en kaupmáttur hefur engu að síður haldizt
á sama tíma í hendur við þjóðartekjurnar. Aukning kaup-
máttar hefur aldrei farið fram úr vexti þjóðartekna, enda
eru þessi fyrirbæri tvær hliðar á sama hlutnum. Það, sem
samið hefur verið um umfram aukningu þjóðartekna, hef-
ur komið fram í verðbólgu og eyðst í henni. Verðbólgan
hefur hinsvegar skekkt rekstrarstöðu atvinnuveganna —
og innlendur tilkostnaður, langt umfram verðþróun á
sölumörkuðum útflutningsframleiðslunnar, virðist vera
að sigla ýmsum framleiðslugreinum í þjóðarbúskapnum í
strand, að öllu óbreyttu.
Það fer máski vel á því að þau öfl, sem ábyrgð bera á
efnahagsþróun og rekstrarstöðu í sjávarútvegi í ríkis-
stjórninni, sitji nú jafnfrant í raun beggja megin samn-
ingaborðsins þar sem almennir kjarasamningar kunna að
ráðast. Þessi öfl þurfa síðan að stilla af kompás sinn í
stjórnarráðinu — og gera efnahagsaðgerðir — í samræmi
við niðurstöður almennra kjarasamninga, ef að líkum
lætur. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur í raun
horfið frá viðræðum um frjálsa kjarasamninga á breiðum
grundvelli, a.m.k. í bili, og flutt vanda sinn á borð ríkis-
stjórnarinnar um bakdyr SÍS-valdsins. Hversu klókur sá
leikur er á eftir að ráðast.
Heilsa og hamingja
Þeir sjúkdómar, sem valda okkur þyngstum búsifjum
í dag, eru að verulegu leyti raktir til okkar eigin
lífernis, ekki sízt kyrrsetu, offitu og tóbaks- og áfengis-
neyzlu. Ef árangur á að nást í baráttunni við þessa sjúk-
dóma nægir ekki að eiga kost á góðri heilbrigðisþjónustu.
Það þarf meira til. Með því að auka hreyfingu og ástunda
reglubundna líkamsþjálfun leggjum við okkar skerf af
mörkum til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma.“
Þannig hljóðar hluti af orðsendingu landlæknisemb-
ættisins til almennings í tilefni af svokölluðum „trimm-
degi“ á morgun, sem heilbrigðisráð ÍSÍ gengst fyrir. Mik-
ilvægt er talið að hver heilbrigður maður reyni hæfilega á
blóðrásar- og öndunarkerfi með reglubundinni líkams-
þjálfun. Mjög feitt fólk, fólk með háan blóðþrýsting eða
einkenni frá hjarta eiga hinsvegar að leita ráða hjá lækni
áður en það hefur áreynsluæfingar.
Enginn vafi er á því að hæfileg líkamsþjálfun er hverj-
um manni heilsuvernd. Fyrirbyggjandi aðgerðir af slíku
tagi eru af hinu góða. Þess vegna ber að þakka ÍSÍ frum-
kvæðið að „trimmdegi" og hvetja fólk til að taka þátt í
eigin heilsuvernd þann dag — og síðan reglubundið, eftir
því sem. að&tæður- hvers og eins -segjít t41 tHn.
Nokkrir forráðamanna Pólýfónkórsins og tveir einsöngvaranna. Jón Þorsteinsí
Guöbrandsson.
Fimm tónleik
jafnmörgum b
Syngja í Háskólabíói á þriðj
Spánarferð Pólý-
fónkórsins hefst
á fimmtudaginn:
Um 150 manns taka þátt í
hljómleikaför Pólýfónkórsins
um Spán í byrjun næsta mán-
aðar, en þar flytur kórinn fjöl-
breytta efnisskrá ásamt ein-
söngvurum, hljómsveit og ein-
leikurum undir stjórn Ingólfs
Guðbrandssonar á fimm
hljómleikum víðs vegar um
landið. Á fundi með frétta-
mönnum í gær kynntu forráða-
menn kórsins ferð þessa, en
Islendingum gefst einnig tæki-
færi á að hlýða á efnisskrána á
hljómleikum í Háskólabíói kl.
21.30 nk. þriðjudagskvöld.
Ingólfur Guðbrandsson er sem
fyrr stjórnandi Pólýfónkórsins og
sagði hann ferð þessa kynnta á
Spáni undir nafninu Concierto
Mundiale, heimskonsert, en í tengsl-
um við heimsmeistaramótið í
knattspyrnu og hefðu Spánverjar
lagt áherslu á að fá t.d. tónlistar-
menn í heimsókn. Þannig myndi
m.a. Sinfóníuhljómsveit Lundúna
halda hljómleika í Madrid. Sungið
verður í Malaga, Marbella, Nerja,
Granada og Sevilla.
Efnisskrá er sem hér segir:
Vatnamúsík eftir Handel, kantata
eftir Buxtehude, „Befiel dem Engel
dass Er Komm“, konsert fyrir fiðlu
og hljómsveit eftir Bach, fiðlukon-
sert eftir Tartini og aríur úr Messí-
asi Handels. Eftir hlé eru frum-
fluttir þrír þættir úr verki Jóns
Leifs, Eddu Oratorium, „Ár var
alda“, „Sær“ og „Jörð“. Hljómleik-
arnir enda síðan á verki franska
tónskáldsins Francic Poulencs,
Gloria, en það verk hefur Pólý-
fónkórinn flutt áður og er af mörg-
um talið eitt vinsælasta kórverkið
frá þessari öld.
Einsöngvarar með Pólýfónkórn-
um eru kanadíska sópransöngkonan
Nancy Argenta, Kristinn Sig-
mundsson bassi og Jón Þorsteinsson
tenór. Konsertmeistari er Rut Ing-
ólfsdóttir og einleikarar María Ing-
ólfsdóttir, sem nú hefur tekið sér
listamannsnafnið María Ingolf, og
Þórhallur Birgisson. Jón og Krist-
inn syngja einsöng í verki Jóns
Leifs og Kristinn auk þess í aríun-
um úr Messíasi, Nacy Argenta í
verki Poulencs, Maria Ingolf er ein-
leikari í fiðlukonsert Bachs og Þór-
hallur í fiðlukonsert Tartinis.
— Það hefur verið mjög
skemmtilegt að vinna með öllu
þessu unga hæfileikafólki, sem er að
finna bæði meðal söngvaranna og
hljóðfæraleikaranna, sagði Ingólfur
Guðbrandsson. — í hljómsveitinni
er kjarni yngri kynslóðar hljóð-
færaleikara okkar og einsöngvar-
arnir eru ungir og feta sig örugg-
lega áfram á einsöngvarabrautinni
og eiga eftir að vinna sér frægð,
jafnvel heimsfrægð, en nefna má að
bæði Kristinn og Jón eru fyrrum
meðlimir Pólýfónkórsins, sagði Ing-
ólfur ennfremur. — Einu sinni í
Pólýfón — alltaf í Pólýfónkórnum,
skaut þá Jón Þorsteinsson inní, sem
staddur var einnig á fundinum, en
hann hefur síðustu tvö árin starfað
í Amsterdam. — Já, ég hef sungið
með óperukórnum í Amsterdam, en
sá samningur er laus í sumar, sagði
Jón. — I haust kemst ég síðan að í
óperuakademíunni, var einn valinn
úr hópi yfir 30 umsækjenda, og verð
þar næstu 3 árin, sagði Jón Þor-
steinsson og kvaðst vera þakklátur
fyrir tækifærið, en hann á m.a. að
syngja aðalhlutverk í óperu eftir
Stravinsky.
— Mér finnst mjög gaman að
vera komin hingað, syngja með
Pólýfónkórnum og kynnast landinu,
sem mér líkaði strax vel við, og hér
hefur verið tekið sérlega vel á móti
mér, sagði Nancy Argenta í stuttu
spjalli. — Ég er frá Kanada en
starfa um þessar mundir í London.
Taldi ég nauðsynlegt að komast til
Evrópu í nokkurn tíma, þar hef ég
meiri tækifæri, en ég hef m.a. sung-
ið á Italíu og í Þýskaiandi þar sem
ég m.a. vann með Herði Áskelssyni.
Ég hef ekki viljað starfa að flutn-
ingu óperuverka, hef frekar kosið að
helga mig öðrum söngverkum og ég
myndi vel geta hugsað mér að koma
aftur hingað til lands og vinna með
Minna um eggjasnápa við
- Rætt við Kristínu Sverrisdóttur landvörð við Mývatn
„Það hefur verið minna um utlendinga við Mývatn, sem eru á eftir
sjaldgæfum eggjum, eftir að Belgarnir voru staðnir að verki og
sektaðir háum fjársektum. Gefur þetta vísbendingu um, að þeir
útlendingar, sem stunda kaup eða stuld á eggjum hér á landi hafi
einhvers konar samband sín á milli,“ sagði Kristín Sverrisdóttir
landvörður við Mývatn, er við spurðum hana, hvort landverðir eða
bændur hefðu orðið varir við grunsamlegar ferðir útlendinga að
undanförnu.
Hvernig fer gæslan á varp-
löndunum fram?
„Við reynum að fylgjast vel
með ferðum útlendinga, sem
hingað koma og látum bændur
vita um ferðir þeirra og öfugt.
Ef okkur finnst eitthvað mjög
grunsamlegt, látum við lög-
regluna vita, svo og útlend-
ingaeftirlitið, sem athugar
nánar deili á fólkinu.“
Nú hefur þú starfað sem
landvörður í þrjú ár, finnst þér
orðin einhver breyting á atferli
þessara eggjasnápa?
„Þeir leiðangursmenn, sem
koma núna eru greinlega út-
smognari en áður. Sumt af
þessu fólki virðist hafa komið
hér áður og þekkir staðhætti
orðið vel og hvernig verðirnir
haga störfum sínum. Þeir gæta
þess að fara að öllum reglum
og láta ekki nappa sig, en eru
þó með alla anga úti að ná í
egg, þá bæði með því að stela
þeim úr hreiðrum og kaupa
þau af bændum."
Hvaða egg eru það, sem þeir
sækjast einkum eftir?
' ' .............. ■ ■
„Ásókn útlendinga hefur
einkum beinst að eggjum
fugla, sem eru alfriðaðir og
verpa ekki annars staðar í
Evrópu, eins og egg hrafnsand-
ar, straum- og toppandar og
húsandar og eggjum hávell-
unnar.“
Nú mega bændur ekki taka
egg þeirra fugla, sem eru al-
friðaðir, en þó geta komið upp
tilfelli, að slík egg berast þeim
í hendur, hvernig getur slíkt
atvikast?
„Hrafnsönd og gráönd verpa
stundum í sama hreiðrið til
skiptist. Sú staða getur komið
upp að gráöndin liggi bara á
eggjunum. Þegar bændur
koma að slíkum hreiðrum, þá
taka þeir nokkur gráandaregg,
en þau egg mega þeir nytja, en
standa svo frammi fyrir þeirri