Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNI 1982
25
ion, Ingólfur Guöbrandsson, Nancy Arqeuta, Friðrik Eiríksson og Guömundur
í
orgum
udagskvöld
Pólýfónkórnum. Ég er svo heppin að
hafa verið valin ein af 12 söngvur-
um víðs vegar að úr heiminum til að
vinna í nokkrar vikur í sumar með
Gerard Souzay að flutningi franskr-
ar tónlistar og það er því ýmislegt
framundan hjá mér, sagði söngkon-
an einnig.
Mikil vinna hefur verið lögð í
undirbúning ferðarinnar að sögn
forráðamanna Pólýfónkórsins, m.a.
í fjáröflun, og hafa ýmis fyrirtæki
verið beðin um fjárstuðning. Ingólf-
ur sagði nokkur þegar hafa brugðist
vel við og kvaðst einnig vona að
fleiri myndu leggja eitthvert fé
fram, þannig að fjárhagslegur
grundvöllur ferðarinnar og frekara
starf kórsins yrði tryggara.
Sem fyrr segir flytja Pólýfónkór-
inn, hljómsveitin, einsöngvarar og
einleikarar, undir stjórn Ingólfs
Meö þessu veggspjaldi Baltasars er
tónleikafcröin kynnt.
Ljósm. KÖE.
Guðbrandssonar, efnisskrá Spánar-
ferðarinnar í Reykjavík næstkom-
andi þriðjudagskvöld 29. júní. Hefj-
ast tónleikarnir kl. 21.30 og eru í
Háskólabíói. Leggur tónlistarfólkið
síðan upp í hina vikulöngu hljóm-
leikaferð um Spán hinn 1. júlí, en að
henni lokinni munu margir þátttak-
endanna ráðgera að láta þreytuna
líða úr sér á sólarströndum í nokkra
daga.
Greinargerð frá Alþýðusambandi íslands:
„Hvað fólst í tilboði VSÍ?“
Morgunblaðinu hefur bor-
izt eftirfarandi greinargerð
frá Alþýðusambandi íslands,
sem ber vfirskriftina: „Hvað
fólst í tilboði VSÍ?“
Talsmenn Vinnuveitendasam-
bands íslands hafa á opinberum
vettvangi látið mjög að því liggja,
að tilboð það sem VSI lagði fram í
samningaviðræðunum 21. júní sl.
hefði tryggt kaupmátt ársins 1981
á komandi samningstímabili.
Hverjar eru staðreyndir þessa
máls? Vinnuveitendasambandið
lagði fram með tilboði sínu út-
reikninga á áætluðum kaupmætti
á samningstímanum. VSI kaus þó
ekki að leggja á borðið áætlun um
meðaltalskaupmátt á öllu samn-
ingstímabilinu. Þess í stað lögðu
þeir fram tölur um áætlaðan
kaupmátt á sex toppdögum, þ.e. á
þeim dögum sem verðbætur koma
til útborgunar. Þetta yfirlit var á
þessa leið:
1. júní 1982 100,0
1. sept. 1982 100,6
1. des. 1982 98,9
1. mars 1983 99,7
1. júní 1983 99,3
1. sept. 1983 97,8
í þessu yfirliti eru allar breyt-
ingar á kjarasamningum að
sjálfsögðu reiknaðar samkvæmt
eigin mati VSÍ. Þá er spurningin:
er þetta ekki einstakt kostaboð?
Það segir auðvitað strax sína
sögu, að VSI taldi sig þurfa að
reikna kaupmátt toppdaga samn-
ingstímans, en forðaðist hins veg-
ar að nefna aðrar tölur. VSI mið-
aði útreikninga sína að auki við,
að ekki kæmi til frádráttar vegna
viðskiptakjaraskerðingar og að
ekki yrði um frádrátt að ræða
vegna samdráttar í sjávarafla. Er
þetta þeim mun einkennilegra
vegna þess að VSI gerði þennan
nýja skerðingarpóst að úrslitaatr-
iði í viðræðum sínum við ASI.
Verður því að álykta, að VSÍ-
menn hafi talið meira en líklegt að
þetta nýja skerðingarákvæði vísi-
tölunnar kæmi til framkvæmda á
samningstímanum. Hefði því ver-
ið eðlilegra að tillit hefði verið
tekið til þessa í útreikningum
þeirra.
Ástæðan fyrir þessum skollaleik
er einfaldlega sú, að VSÍ vill fela
staðreyndir. Það reynir að gylla
tilboð sitt og slá ryki í augu fólks.
Það er auðvitað hverjum manni
ljóst, að kaupmáttur fellur veru-
lega á milli greiðsludaga verðbóta.
Á síðasta ári var kaupmáttur
toppdaganna 1. mars, 1. sept. og 1.
des. 3 Vá % hærri en meðalkaup-
máttur ársins. Ef tekið er tillit til
þess að verðbólga fer nú fremur
vaxandi en minnkandi, og þegar
þar við bætist, að auknar starfs-
aldurshækkanir áttu að koma
fram 1. mars og 1. júní á næsta
árí, má telja líklegt, að toppdag-
arnir í dæmi VSÍ hefðu orðið um
4% hærri en meðaltal samnings-
tímans. Samkvæmt þessu hefði
kaupmáttur á samningstímanum
orðið um 95 til 96 stig að meðal-
tali. Er þá miðað við sama grunn
og VSÍ notar, þ.e. 1. júní 1982 =
100. Samkvæmt þessum grunni
reiknast meðaltalskaupmáttur
1981 hafa verið 97,4 stig. Eftir eigin
tölum VSÍ vantaöi því 1,5—2,5% á
aö kaupmáttur samningstímans
næði meðaltalskaupmætti 1981.
Ef tekið er tillit til líklegra
skerðingaráhrifa sjávarafurðafrá-
dráttar hefði kaupmáttur á sama
hátt orðið um 5% lakari en að
meðaltali 1981. Þetta er „tilboð"
VSI. Þetta eru þau kostakaup sem
Þorsteinn Pálsson furðar sig á að
Alþýðusambandið vilji ekki gera
við Vinnuveitendasambandið.
Framkoma Vinnuveitendasam-
bands Islands á síðustu dögum
samningaviðræðnanna telst til
tíðinda í samanlagðri sögu samn-
ingaviðræðna. Vinnuveitenda-
sambandið hefur á undanförnum
árum ítrekað lýst hneykslan sinn
á því, að kröfur komi seint fram
og að verið sé að breyta kröfum
eftir að viðræður eru farnar af
stað. Nú gerist það að 21. júní er
grundvöllur VSI fyrir viðræðum
við Alþýðusambandið orðinn allt
annar en hann var 18. júní, þegar
almennt var álitið að tiltölulega
skammt bil væri óbrúað milli
samningsaðila. Nú gerist það að
Kristján Ragnarsson verður
felmtri sleginn þegar forstöðu-
maður Þjóðhagsstofnunar segir
honum að afli hafi dregist saman.
Ætla mætti að þetta sé annar
Kristján en sá sem reglulega fær á
borð sitt á skrifstofu LIU upplýs-
ingar um afla togara í hverri
veiðiferð og að þetta sé ekki sá
Kristján sem situr í yfirnefnd
Verðlagsráðs sjávarútvegsins og
hefur sem slíkur aðgang að öllum
fáanlegum upplýsingum um afla
og afkomu fiskiskipa. Það mætti
líka ætla að Hjalti Einarsson, sá
sem sæti á í samningaráði VSI og
er varaformaður þess, sé annar
Hjalti en sá sem er framkvæmda-
stjóri SH og hefur sem slíkur yfir-
sýn yfir afkomu meirihluta frysti-
húsa í landinu.
En Kristján er Kristján og
Hjalti er Hjalti rétt eins og Þor-
steinn er Þorsteinn og Páll er Páll.
Forstöðumaður Þjóðhagsstofnun-
ar færði mönnum engar nýjar
fréttir í samningaviðræðunum.
hann sagði Kristjáni, Hjalta,
Þorsteini og Páli og filögum
þeirra frá því sem þeir vissu þegar
áður en grundvöllur var fundinn
að viðræðum aðila. Vinnuveit-
endasambandið hefur það hins
vegar að yfirskini, að það hafi
ekkert vitað og að forsendur hafi
gjörbreyst á einni nóttu. Trúi hver
sem trúa vill og trúað getur.
Forysta Vinnuveitendasam-
bands Islands hefur lýst þeirri
skoðun sinni, að með því að hafna
nú sjálfvirkri skerðingu launa
vegna samdráttar í sjávarafla hafi
Alþýðusambandið afsalað sér
samningsrétti. Þessi skoðun
þeirra VSÍ-manna er ofur eðlileg.
Kaupskerðing er ráð við vanda
hverjum er mottóið á VSI- heimil-
inu, þegar eitthvað bjátar á í þjóð-
arbúskapnum. Skoðun þeirra nú
er því rökrétt framhald fyrri af-
stöðu.
Alþýðusambandið er einfald-
lega ekki sömu skoðunar. Það eru
til fleiri bjargráð en kjaraskerð-
ing. Það er að mati ASÍ aldeilis
ekki sjálfgefið að skerða skuli
kaup hverju sinni sem illa gefur á
sjó eða LÍÚ lætur binda togara.
Alþýðusambandið gerir þá
kröfu til stjórnvalda, að aðrar
leiðir verði þrautreyndar áður en
til þess úrræðis er gripið að skerða
laun verkafólks. Með því að sam-
þykkja sjálfvirkni af því tagi sem
VSÍ gerði að úrslitaatriði í við-
ræðum sínum við Alþýðusam-
bandið hefði ASÍ einmitt verið að
afsala sér samningsrétti. Þetta
vildi og vill viðræðunefnd Alþýðu-
sambandsins ekki gangast undir.
Því var á hinn bóginn aldrei hafnað
af viðræðunefndinni að kaupliðir
gætu verið til endurskoðunar ef
þjóðhagslegar forsendur breyttust
verulega. Það getur svo farið að
óáran til lands og sjávar skammti
okkur naumari kjör en við búum
nú við. Ef til þess kemur er þá til
of mikils mælst að rætt sé við
verkalýðshreyfinguna? Forysta
VSÍ er greinilega þeirrar skoðun-
ar. Hún sveipar um sig fjölmiðla-
hjúp föðurlegrar umhyggju fyrir
hag allra landsins barna. Við
samningaborðið fellur gríman. Þó
að þar hafi oft verið naumt
skammtað vill VSÍ nú enn á ný
freista þess að minnka, skera og
skammta naumar en nokkru sinni
fyrr.
Hrafnsttnd að hefja slg til flugs. Straumönd með unga sina.
spurningu, hvað þeir eigi að
gera við hrafnsandareggin, því
gráöndin verpir fyrr en
hrafnsöndin og ungar því fyrr
út og hvað verður þá um
hrafnsandareggin? Eiga bænd-
ur að henda þessum eggjum
Hávellan er ein þeirra fuglategunda.
sem er alfriðuð við Mývatn.
eða hafa af þeim skattfrjálsar
tekjur?
Hingað til hafa bændur ekki
verið upplýstir nógu vel um
hvernig friðunarlögin eru og
því hafa komið upp mál eins og
þau, sem undan eru gengin."
Ekki eru allir útlendingar,
sem eru að líta eftir eggjum, að
gera það með hagnaðarsjón-
armið í huga?
„Nei, það kemur fyrir að fólk
taki fágæt egg til handargagns
í algjöru vammleysi. Um dag-
inn gengum við fram á fólk,
sem var að sjóða fjögur
straumandaregg sér til matar.
Þau gerðu sér ekki grein fyrir,
hvað þau voru með í höndun-
um. Það eru margir útlend-
ingar, sem hingað koma, sem
halda að hér sé allt svo frjálst
og sjálfsagt og telja sig geta
gert hvað sem er.“
Eru ekki upplýsingar við
Mývatn um hvernig umgang-
ast eigi varplöndin?
„Við erum með kort, þar sem
fólk er frætt um hin alfriðuðu
varplönd. Varplöndin eru líka
afmörkuð með skiltum þannig
að það á ekki að fara fram hjá
neinum, hvað um er að ræða.“
Telur þú að gera mætti betur
i því að upplýsa bæði íslend-
inga og útlendinga um fuglalíf-
ið við Mývatn?
„Það tel ég hiklaust og þyrfti
að koma upp almennri upplýs-
ingarmiðstöð á svæðinu, þar
sem meðal annars væru veittar
upplýsingar um fuglalífið.“
Hvað með gæsluna sjálfa á
varplöndunum, telur þú að
þ.vrfti að auka hana frá því sen
nú er?
„Það sýnir sig að egg eru
tekin úr hreiðrunum og það
þýðir að varplandanna er ekki
nógu vel gætt, það þyrfti því að
auka gæsluna að nóttu sem
degi. En hér er um stórt svæði
að ræða og erfitt er að vakta
það allt í einu, nema að til
komi mjög aukinn mannafli,
og þá er spurning, hvort að yf-
irvöld telji slíkt svara kostn-
aði?