Morgunblaðið - 26.06.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
27
60 ára hjúskaparafmæli:
Guðný Magnúsdóttir og
Guðbjarni Sigmunds-
son frá ívarshúsum
í dag fagna 60 ára hjúskapar-
afmæli sínu merkishjónin Guðný
Magnúsdóttir og Guðbjarni Sig-
mundsson frá ívarshúsum á Akra-
nesi. Jafnframt er minnst annarra
merkra áfanga í lífi þeirra hjóna,
því Guðbjarni varð 85 ára þann 2.
apríl sl. og Guðný verður 80 ára
þann 27. okt. nk. Þau voru gefin
saman í hjónaband á Akranesi af
sr. Þorsteini Briem þann 24. júní
1922. Dagsverk þeirra er orðið
mikið og afkomendahópurinn stór
OK gjörvulegur, sem mun dvelja
með þeim í dag í þakklætis- og
virðingarskyni.
Guðný Magnúsdóttir er fædd á
Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal
þann 27. okt. 1902. Foreldrar
hennar voru hjónin Magnús
Gunnlaugsson og Elísabet Gísla-
dóttir. Börnin á Iðunnarstöðum
voru alls 9 — 7 dætur og 2 synir.
Ung að árum var hún tekin í fóst-
ur að Fossatúni í Andakíl af
Sveinbirni föðurbróður sínum og
konu hans, Guðrúnu Ingimundar-
dóttur. Þar er heimili Guðnýjar,
þar til hún tæplega tvítug að aldri
flytur að ívarshúsum á Akranesi
og giftist Guðbjarna Sigmunds-
syni, sem í nokkur ár hafði búið
þar með móður sinni.
Guðbjarni er fæddur að Arn-
þórsholti í Lundarreykjadal 2.
apríl 1897. Sonur hjónanna Vig-
dísar Jónsdóttur og Sigmundar
Guðbjarnarsonar, en þau hófu
búskap á Akranesi árið 1884, en
fluttu að Arnþórsholti 1897 og
bjuggu þar í 3 ár. Árið 1900 fluttu
þau að Ivarshúsum á Akranesi,
sem var ein af ábýlisjörðunum á
Skipaskaga og eitt sinn í eigu
Brynjólfs biskups, sem stundaði
þar umfangsmikla útgerð, svo sem
kunnugt er. Guðbjarni átti 2 syst-
ur. Faðir hans dó 1914 mjög fyrir
aldur fram. Guðbjarni er næstu
árin fyrirvinna móður sinnar, þar
til hann tekur við búinu 1922. Þar
rekur hann meiri og minni búskap
í 60 ár og er áreiðanlega síðasti
sjálfseignarbóndinn á Skipaskaga.
I landi Ivarshúsa var sements-
verksmiðjan byggð, en hún hóf
rekstur 1958. Eftir það fór að
halla undan fæti með búskapinn í
ívarshúsum, enda þrengdu bygg-
ingar verksmiðjunnar að og vél-
væðing hins nýja tíma haslaði sér
þar völl, ásamt miklum hafnar-
mannvirkjum.
Guðbjarni og Guðný eignuðust
11 börn. Tvö dóu í bernsku, en 9
eru á lífi og hafa öll stofnað heim-
ili. Þau eru þessi talin í aldursröð:
Sveinn, verkamaður á Akranesi,
kvæntur Gyðu Pálsdóttur frá
Siglufirði, Fjóla, húsmóðir á
Akranesi, gift Jóhannesi Guð-
jónssyni skipstjóra, Vigdís, hús-
móðir á Akranesi, gift Jóhanni
Bogasyni rafvirkjameistara, Lilja,
húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni
Hallgrímssyni verkstjóra, Erna,
húsmóðir í Reykjavík, gift Magn-
úsi Ólafssyni deildarstjóra, dr.
Sigmundur, prófessor, kvæntur
Margréti Þorvaldsdóttur frá
Akranesi, Sveinbjörn, banka-
maður í Reykjavík, kvæntur Sig-
ríði Magnúsdóttur frá Hafnar-
firði, Sturla bóndi í Fossatúni í
Borgarfirði, kvæntur Sjöfn Páls-
dóttur af Snæfellsnesi, og Hann-
esína, húsmóðir í Reykjavík, gift
Eggerti Steinþórssyni trésmíða-
meistara.
Auk 9 barna eiga þau hjón á lífi
25 barnabörn og 19 barnabarna-
börn eða alls 53 afkomendur.
Það er eitt af þessum ævintýr-
um að koma upp með myndarbrag
9 börnum á millistríðsárunum,
þegar verðfall á afurðum, atvinnu-
leysi og kreppa voru löngum við-
loðandi. Af frásögnum skilst mér,
að dugnaður hjónanna, ráðdeild
og hagsýni hafi verið svo mikil, að
kreppan hafi nánast farið fram
hjá Ivarshúsum. Á þessu fjöl-
menna heimili var aldrei skortur
og efnahagurinn betri en almennt
var á þeirri tíð. Árið 1930 er byggt
þar stórt og vandað steinhús —
tvær hæðir og ris — nánast þrjár
íbúðir. Var þetta meðal hinna
stærstu íbúðarhúsa á Akranesi.
Guðný er mikilhæf og hagsýn
húsmóðir og Guðbjarni víkingur
til allrar vinnu og lét aldrei verk
úr hendi falla. Auk búskaparins
stundaði hann sjómennsku, fiski-
mat og hvaða vinnu sem fáanleg
var. Hann var hraustmenni hið
mesta fram eftir ævi og lét ekki
deigan síga. Guðbjarni er maður
félagslyndur og í eðli sínu mikill
framfaramaður. Hann var einn af
stofnendum Verkalýðsfélags
Akraness 1924 og átti sæti í stjórn
félagsins og oft í samninganefnd-
um. Þá átti hann um tíma sæti í
stjórn Kaupfélags Suður-Borg-
firðinga. Guðný var en af stofn-
endum Kvenfélags Akraness 1926
og rækti þar vel félagsskyldur sín-
ar og er nú heiðursfélagi þess.
Bæði búa hjónin yfir miklu and-
legu atgervi, sem hefur komið
þeim vel í lífsbaráttunni á langri
og viðburðaríkri ævi. Þau eru víð-
lesin, fróð og stálminnug. Og þrátt
fyrir háan aldur er dýrmætt,
hversu vel þau hafa haldið and-
legri reisn sinni.
Á þessu mikla afmælisári geta
þau með gleði litið yfir liðna tíð og
frábært dagsverk, sem lengi mun
halda nöfnum þeirra á lofti. Þau
hafa átt miklu barnaláni að fagna
og er afkomendahópurinn stór og
mannvænlegur í hinum fjölbreyti-
legustu störfum í þjóðfélaginu,
sem miklar vonir má binda við.
Hjónabandið sem til var stofnað á
jónsmessunni 1922 hefur því
reynst einn af þessum mikilvægu
hornsteinum þjóðfélagsins.
Börn og aðrir afkomendur þess-
ara ágætu hjóna fagna dem-
antsbrúðkaupi þeirra með sam-
kvæmi í Oddfellowhúsinu á Akra-
nesi í eftirmiðdaginn í dag. Þang-
að munu og margir vinir þeirra og
samferðamenn líta.
Ég óska þeim að ævikvöldið
megi verða þeim hlýtt og fagurt,
eins og aftanskinið við Faxaflóa á
liðnum vordögum. Innilegar ham-
ingjuóskir með afmælin þrjú og
bestu þakkir fyrir öll hin góðu
kynni. Ég er þess fullviss að marg-
ir munu undir þetta taka.
Dan. Agústínusson
Um íslenskt hangikjöt og nið-
urstöður Þóris Helgasonar
Eftir Gunnar Pál
Ingólfsson
Það ber að virða það og meta
þegar íslenskir vísindamenn ná
árangri í sínum störfum, ekki síst
þegar niðurstöður þeirra vekja at-
hygli erlendra starfsbræðra
þeirra. Slíkt hlýtur að auka á
vegsemd okkar sem hugsandi
þjóðar.
Og niðurstöður Þóris Helgason-
ar ættu að vera okkur víti til varn-
aðar í hve litlum mæli við leggjum
stund á matvælarannsóknir, ekki
síst þar sem lífsafkoma þjóðarinn-
ar byggist að langmestu leyti á
útflutningi matvæla.
Hvernig staðið var að þeirri
rannsókn, sem hér er fjallað um,
er aftur annað mál, en það er ein-
mitt sá þáttur sem hér verður
fjallað um í þessari stuttu grein.
íslenskt hangikjöt hefur vakið
athygli erlenda ferðamannsins og
oft hefur það borist í tal að hefja
útflutning á þessari vöru. Það sem
helst hefur staðið því fyrir þrifum
er að við reykjum kjötið við sauða-
tað. Þeim þætti má þó auðveldlega
breyta án þess að mikill bragð-
munur verði á. Enda eru dæmi til
um það að íslenskt hangikjöt hafi
eingöngu verið reykt við hrís.
Fyrsta kórvillan sem ég rek
augun í, og það er í fréttum dag-
blaðanna af þessum niðurstöðum,
er að allri athygli er fyrst og
fremst beint að íslensku hangi-
kjöti. I dag er íslenskt hangikjöt
verkað á nákvæmlega sama hátt
fyrir reyk og hjá öðrum matvæla-
framleiðsluþjóðum. Það er spraut-
að með nitrit-saltlegi og látið
liggja í honum ca. einn sólarhring
pr.kg. (lambalæri 3 sólarhr.,
svínslæri 6—7 sólarhr.). Það var
því kostur á að rannsaka fleiri
þætti en íslenskt hangikjöt til að
komast að skaðsemi efna í reyktu
kjöti.
Þegar litið er til þess vanda sem
við eigum við að stríða hvað varð-
ar kindakjötsframleiðslu okkar
hlýtur flestum að verða ljóst hvað
hér er um alvarlegt mál að ræða.
Það ber því tafarlaust að hefja
umræðu um þetta mál.
V er k unaraðferðir
Þegar tekið er tillit til þess að
íslenska þjóðin hefur kynslóð
fram af kynslóð alveg fram á
miðja þess öld svo til eingöngu lif-
að á söltu og reyktu kjöti og jafn-
framt tekin til greina erfðakenn-
ing Þóris Helgasonar ætti þjóðin
að vera meira eða minna sykur-
sjúk og lítið rúm fyrir aðra or-
sakaþætti.
Með þetta tvennt til hliðsjónar
hlýtur athygli okkar að beinast að
verkunaraðferðum fyrri tíma. ís-
lenskt hangikjöt stendur því mið-
ur ekki undir nafni í dag. Nú
hangir kjötið í lengsta lagi 36 tíma
í reykofninum, en hér áður fyrr
gat það skipt vikum sem það hékk
í reykkofa eða rjáfri hlóðareld-
hússins og bar því réttnefnið
hangikjöt.
Þar sem meginþættir rannsókn-
arinnar beinast að söltun, þ.e.
nitrit-innihaldi kjötsins væri ekki
úr vegi að líta aðeins á þá þróun
sem hefur átt sér stað í verkun á
hangikjöti.
Sjálfsagt hafa verið ýmsar að-
ferðir við söltun á kjöti hér áður
fyrr og væri gaman að heyra frá
eldri mönnum um aðferðir sem til-
heyra eldri tímum. En hér verður
aðeins tekið til sem haldbært er.
Söltun 1
Hér áður fyrr þekktist ekki að
nota saltpétur við söltun á kjöti.
Venjulegur saltpækill samanstóð
af 20 1. vatns og 5 kg af salti. Þetta
var soðið og kælt í 24 stundir fyrir
notkun. Þegar saltpétur kemur til
sögunnar var það fyrst og fremst
til þess að fá fagurrauðan lit á
kjötið, en hann kemur þegar salt-
péturinn með aðstoð baktería
breytist í nitrit.
Söltun 2
Þegar hangikjötsframleiðsla á
Islandi breytist í nokkurskonar
iðnað voru teknar danskar söltun-
araðferðir til fyrirmyndar. Var þá
löguð saltblanda sem samanstóð
af smjörsalti, saltpétri og sykri.
Það gat verið nokkuð misjafnt
milli manna hve mikið var af
saltpétri og hvað mikið var af
sykri. Með þessari blöndu var
kjötið þurrsaltað í einn sólar-
hring, síðan var það pæklað og lát-
ið vera í pækli undir fargi í 6—7
sólarhringa eða þar til það var
gegnrautt og fullsaltað.
Söltun 3
Þegar nitrit-saltið kom til sög-
unnar var því tekið opnum örm-
um, því það flýtti verkun kjötsins
um þrjá til fjóra sólarhringa og
var orðið fullsaltað og fagurrautt
eftir þrjá sólarhringa. Rannsóknir
sýndu þó að samfara auknum
hraða verkunar minnkaði
geymsluhæfni vörunnar.
Spurningin er, getur verið að
nitrit-innihald kjötsins sé breyti-
legt eftir verkunaraðferðum? Og í
framhaldi af því, getum við fundið
aðferð við að salta kjötið fyrir
reykingu þar sem nitrit-innihald
væri fyrir innan hættumörk?
Hér er ekki verið að vega að
niðurstöðum rannsókna Þóris
Helgasonar, heldur fyrst og
fremst hvernig að þeim var staðið.
Þessar rannsóknir beinast fyrst og
fremst að nitrit-innihaldi kjötsins
Gunnar Páll Ingólfsson
„Hér er ekki verið að
vega að niðurstöðum
rannsókna Þóris Helga-
sonar heldur fyrst og
fremst hvernig að þeim
var staðið. Þessar rann-
sóknir beinast fyrst og
fremst að nitrit-inni-
haldi kjötsins en ekki
reykaðferðum.“
en ekki reykaðferðum. Það er því
ekki heiðarlegt að beina athygli
umheimsins eingöngu að íslensku
hangikjöti þegar fleiri kostir voru
til staðar. I síðustu frétt af þessu
máli, sem var viðtal við Þóri
Helgason í Morgunblaðinu 20/6,
kom fram að rannsóknin hafi ver-
ið gerð af vanefnum. Það er í
sjálfu sér ekki meðmæli með
rannsókninni, en það eru ekki
heldur meðmæli með íslensku
þjóðinni að standa ekki betur að
baki sínum vísindamönnum og
það í jafn mikilvægum rannsókn-
um sem þessum. Það ætti að
skylda matvælaframleiðendur til
að leggja fram ákveðinn skerf, til
rannsókna sem varða framleiðslu
þeirra, en það verður jafnframt að
gera kröfur til þeirra sem þessar
rannsóknir stunda, að gera þær á
hlutlausan hátt.
Reykjavík 20. júní.
Slökkviliðið i Reykjavík var m.a. kvatt að hitaveituleiðslu í Öskjuhliðinni í fyrradag en þar hafði kviknað í einangrun
er unnið var við leiðslurnar. Skaðinn mun þó ekki hafa verið mikill en hér sést hvar menn eru að reyna að komast
fyrir eldinn. I.jósm. Uunnsr SiglryiíKsson