Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
Carl-Gunnar Ahlen í Svenska dagbladet:
Silkitromman — frumflutn-
ingur sem markar tímamót
Tónlistargagnrýnandi Svenska
dagbladet, ('arl-Gunnar Ahlcn, var
viðstaddur frumsýningu á Silki-
trommunni, óperu Atla Heimis
Sveinssonar, í Þjóðleikhúsinu hinn
5. júni sl., og birtist gagnrýni hans
um verkið í blaðinu 12. júní. Greinin
fer hér á eftir:
Islenzk ópera er enn svo ung að
hún er ekki búin að slíta barns-
skónum. I annálum hennar eru
nokkrar barnaóperur frá sjöunda
áratugnum og Þrymskviða Jóns
Asgeirssonar frá 1974, en þessi
verk urðu því miður ekki til að
hvetja önnur tónskáld til að fylgja
fast á eftir með fleiri verk.
Þegar þess er gætt að fyrsta
óperusýning á Islandi fór fram
1905 er eftirtektarvert að Þjóð-
leikhúsið skuli hafa sett upp hátt í
fimmtíu óperur og söngleiki, al-
gjörlega með aðfengnum hljóð-
færaleikurum og söngkröftum.
Það var ekki fyrr en í vetur að
fyrsta söngleikahúsið var innrétt-
að og það var að þakka örlátum
arfleiðanda sem gerði kleift að
breyta gömlu kvikmyndahúsi í
slíkt hús. Það gerði nokkrum full-
hugum mögulegt að fylla húsið af
fólki sem vildi sjá Sígaunabarón-
inn. Slíkt verkefnaval veitir að
sjálfsögðu ekki möguleika á
endurnýjun, fremur þvert á móti,
en á hinn bóginn hefur Þjóðleik-
húsið á að skipa þjálfuðum kröft-
um sem koma til góða í framtíð-
inni.
Þau skilyrði sem framtíð ís-
lenzkrar óperu eru búin leiða hug-
ann að íslenzkri kvikmyndagerð
sem einnig er vöknuð úr dái og er
í listrænni viðbragðsstöðu. Það
hefur komið ánægjulega á óvart æ
ofan í æ síðustu tíu árin hversu
góðum árangri samræmt átak í
innlendri dramatík hefur skilað,
og þetta hefur einnig orðið til að
auka sjálfstraustið.
Þannig er sem sé í stórum drátt-
um grundvöllur þeirra tímamóta
sem frumflutningur óperunnar
„Silkitrommunnar“ eftir Atla
Heimi Sveinsson á laugardags-
kvöldið markar, en Atli fékk
reyndar tónskáldaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir
flautukonsert sinn. Með honum
hafa Islendingar nú eignast sinn
fyrsta tónlistardramatíker, sem
beinast liggur við að líkja við Sví-
ana Werle og Edlund eða Finnana
Sallinen og Kokkonen. Þetta er
meistaraprófraun hans — sönnun-
in fyrir hæfni hans til að velja
lífvænlegt efni og skapa fólk og
umhverfi sem stimplast inn í vit-
und hlustandans.
Sjálfsvitund íslendinga tengist
ekki einungis fornsögum og hinni
gömlu norrænu ljóðlist. Frásagn-
argleðin er líka íslenzkur eigin-
leiki, rétt eins og viðurstyggðin á
úrkynjaðri ríkismenningu. Hvort
tveggja sameinast í japanska no-
leikritinu frá fjórtándu öld, sem
fært er yfir í skrumskælda nútíð:
tízkuhús fyrir viðrini.
Eina raunverulega manneskjan
meðal þeirra afskræmdu og ást-
lausu vera, sem fram koma í óper-
unni er gamall gluggafæginga-
maður, sem lætur sig dreyma fyrir
framan sýningargluggann og þann
varning sem þar er að finna og
stendur honum ekki til boða.
Þrá hans er bundin við fremstu
sýningarstúlku tízkuhússins og til
hennar skrifar hann eldheit ást-
arbréf og úr hátölurum berast
okkur glefsur úr þeim. Eitt þeirra
hrifsar tízkuhússtýran sem hæðist
óspart að því. Tilheyrendur henn-
ar eru þrír karlar sem snúast í
kringum hina fögru stúlku án þess
að gera annað en að misnota hana
peningalega og kynferðislega.
Þeim kemur saman um að gera at
í manninum. Honum er fengin
silkitromma sem hann á að berja
úr sönnun þess að stúlkan endur-
gjaldi tilfinningar hans.
Það er óhugnanlegt að horfa
upp á gamla manninn verða að
engu af skömm á meðan hann
hamast á hinni þöglu trommu.
Hann fellur fyrir eigin hendi og sá
atburður skilar sér vegna
einstæðrar hæfni í leikstjórn
Sveins Einarssonar. Við verðum
vitni að dauðastundinni sem sýnd
er með kvikmynd á nettjaldi —
nærmynd af brostnu auga, nær-
mynd af hnífnum og blóðinu sem
sóðalegum ádrepum frá mér. Hitt
grunar mig frekar að hér hafi
Rögnvaldur tekið „tempóið of hratt
og komið inn einum takti of
snemma", eins og sagt er á „tónlist-
armáli".
Miklu efni hefur Rögnvaldur ver-
spýtist, þannig að atriðið líkt og
drukknar í blóði. Tónlistin í þessu
atriði hefur reyndar djúpa pers-
ónulega þýðingu fyrir tónskáldið
sem skrifaði hana fyrir útför ná-
ins vinar.
Eitt af verkum hans sem orðin
eru sígild er tónsetning „Landsins
sem er ekki“ eftir Edit Södergran.
Óperan hafnar líka í þvílíku landi
— í ríki dauðans þar sem hljómur-
inn verður framandi og söngurinn
bylgjast án þyngdarlögmáls.
Lokadúett stúlkunnar og hins
látna manns, sem ná ekki einu
sinni saman í söngnum, er yfir-
skilvitlega fagur. Hlutverki stúlk-
unnar hefur verið skipt á milli
tveggja leikara — dansara og
Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur,
sópransöngkonu, sem syngur með
fögrum perlandi tón. Guðmundur
Jónsson er raunverulegur braut-
ryðjandi í íslenzkri óperu, — segja
má að hann hafi verið með í næst-
um öllum sýningum frá upphafi.
Ég get ekki gert mér í hugarlund
göfugri og verðugri túlkun á hlut-
verki gluggapússarans en þá sem
hann skapaði, og heldur ekki
snilldarlegri frammistöðu Rutar
Magnússon — hinnar ókrýndu
drottningar íslenzkrar sönglistar
— í hlutverki hinnar tilgerðarlegu
tízkuhússtýru.
Hið manneskjulega andspænis
hinu ómanneskjulega er
andstæðustef sem er ekki einungis
komið á framfæri með tónlist
heldur auðvitað einnig með svið-
setningu sem er svo hugmyndarík
að hún slær flest met. Búningar
Helgu Björnsson eru ævintýralega
djarfir í sniðum og útfærslu og
skapa skörp skil við svart-hvítan
bakgrunn sviðsins.
Sem hugmynd um íslenzka nú-
tímalist er Silkitromman mótsögn
þegar maður hefur kynnzt því
hvernig verkið megnar að kalla á
viðbrögð við minnstu hreyfingu.
Þessi stórkostlegi óperuviðburður
mun án nokkurs vafa kalla á
bergmál, einnig utan íslands.
ið búinn á löngum tíma að safna til
að dengja yfir mig og er nú heldur
óþrifalegt yfir að líta í garði mín-
um. Ekki mun ég reyna að skila
honum þessu skrítna dóti hans aft-
ur, heldur fyrirkoma því í skarn-
eyðingu gleymskunnar.
Að bekkjast við
fyrstabekking
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Nú er á og svona fer fyrir þeim
er ekki haslar sér völl með greini-
legum hætti. Höggi er ætlað for-
manni og framkvæmdastjóra en þá
hleypur varaformaður undir og æj-
ar hátt. Vandræði mikil gætu af
því hlotist, ef fleiri vildu undir
högg mín sækja og þá er hætta á að
ég yrði orðinn margfaldur lygari er
yfir lyki og færi þá ærudulan fyrir
lítið sem var orðin bæði skrautlítil,
þvæld og slitin.
Lygari vil ég ekki heita og auk
þess hef ég reynt að vera hrein-
skiptin og vil því biðja Rögnvald
um að segja hreint út, hvað hann
meini með eftirfarandi setningu
... „enda fer maður ekki í grafgöt-
ur með það að þessi skrif eru öll til
komin af einhverjum annarlegum
(leturbr. mín) hvötum ...“
Ráðleggingum Rögnvaldar til
ritstjórnar Morgunblaðsins get ég
ekki svarað og um samskipti fram-
kvæmdastjóra listahátíðar og
starfsmanna Kjarvalsstaða get ég
heldur ekki fjallað.
Hvert félag á sinn fulltrúa í
listahátíðarnefnd og Rögnvaldur
Sigurjónsson er fulltrúi Félags ís-
lenskra tónlistarmanna (FÍT), sem
í eru einleikarar, en ekki annarra
tónlistarmanna. íslenska óperan,
SATT, Sinfóníuhljómsveitin og
Tónskáldafélagið eiga svo sína full-
trúa. Ef skipan tónlistarmála lista-
hátíðar er sérstakt meðferðarmál
Rögnvaldar, án afskipta formanns
eða framkvæmdastjóra, get ég skil-
ið viðkvæmni hans, er hann alls
saklaus hyggur sig standa undir
Fyrstuhekkingar við misheppnaða setningu Listahátíðar.
Hér sést yfir hinn nýja sýningarsal
bílasölu Ingvars Helgasonar.
Bílasala Ingvars Helgasonar opnar nýjan sýningarsal:
Býöur 15-20% lækkun
á Datsun-bifreiðum
Ingvar Helgason hf. hefur opnað
nýjan 360 mz sýningarsal að Mela-
völlum við Kauðagerði, og að sogn
Ingvars Helgasonar mun það vera
stærsti bílasýningarsalur sinnar teg-
undar hérlendis. Ingvar sagði enn-
fremur að þar yrðu til sölu og sýnis
bílar af gerðunum Datsun, Wartburg,
Trabant og Subaru.
Júlíus Vífill, starfsmaður bíla-
sölunnar, kynnti blaðamönnum
nýtt sölufyrirkomulag sem tekið
hefur verið upp hjá fyrirtækinu, en
það er í því fólgið að viðskiptavin-
um bílasölunnar er boðið til borðs í
sýningarsalnum og þar er fólki
boðið upp á kaffi.
Ingvar sagði ennfremur að vegna
hagstæðra samninga sem fyrirtæk-
ið hefði náð við Datsun-verksmiðj-
urnar í Japan gæti fyrirtækið nú
boðið viðskiptavinum sínum upp á
15—20% lægra verð heldur en það
gat áður meðan Datsun-bifreiðir
voru fluttar hingað til lands gegn-
um Datsun-umboðið í Danmörku.
Fyrsta sendingin frá Japan væri nú
komin til landsins. Ingvar sagði
ennfremur að varahlutir í Datsun-
bifreiðirnar myndu einnig lækka
um 15—20% og kæmi það út í
lækkuðum viðhaldskostnaði bif-
reiðanna.