Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1982 3 1
VÖTN
Á HIMNI
m
Kristinn Pétursson
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Framlag Listasafns alþýðu til
listahátíðar er kynning á verk-
um Kristins heitins Péturssonar,
en hann lést fyrsta september sl.
ár, nær 85 ára gamall.
Með Kristni Péturssyni hvarf
af sjónarsviðinu aldinn og sér-
kennilegur persónuleiki, sem
setti svip á borgarlífið enda
maðurinn mikill vexti og skar
sig úr fjöldanum. Hann var mik-
ið á ferli en sérsinna og ómann-
blendinn að mér virtist svo að
fæstir vissu hvern mann hann
hafði að ge.vma fyrr en nú eftir
andlát hans og skoðun kynn-
ingarsýningarinnar.
Fram kemur, að hér var um
misskilinn listamann að ræða
með miklar náttúrugáfur, sem
honum tókst þó ekki að rækta til
fulls og mun ástæðan í senn vera
skapgerð hans og svo mun hann
ekki hafa notið æskilegrar upp-
örvunar og því dregið sig inn í
skel sína.
Allt eru þetta getgátur mínar
því að ég þekkti manninn næsta
lítið þótt við værum góðkunn-
ingjar í fjarlægð og heilsuðumst
með vinsemd á götum úti og á
mannamótum. En aldrei komst
ég nær honum því að við áttum
erfitt með að hefja viðræður inn-
byrðis og þó sátum við alloft í
næsta nágrenni á Mokkakaffi á
árum áður.
Til eru fleiri dæmi um slíka
öfugþróun í íslenzkri myndlist-
arsögu, viðkvæmar sálir hafa
ekki þolað andstreymi né harða
listpólitíkina hér heima og hafa
því gengið í gegnum lífið sem
hreggbarðar sálir, sem aldrei
náðu að minnast við dýpstu
strengi listgáfu sinnar. Þá hefur
mér verið sagt að Kristinn hafi
fengið mjög slæma listrýni í
sambandi við sýningu er hann
hélt í Listamannaskálanum
gamla eftir stríð, og viðtökurnar
voru víst ekki betri hjá almenn-
ingi. Þá skal þess getið að Krist-
inn hafði orðið að ganga í gegn-
um illkynjaða berklaveiki á
unglingsárum sínum og slíkt
gerir marga viðkvæmari gagn-
vart veraldlegu andstreymi.
Þetta er eitt dæmið um það, að
farsælla er að lyfta undir ný-
gróðurinn og hlúa að honum en
að troða hann niður og þá er það
einkum sýnu verst er slíkt er
gert í eiginhagsmunaskyni, svo
sem stundum á sér stað.
Ég minnist þess, að svo langt
gekk misskilningurinn og van-
þekkingin á þessum hægláta
manni, að ungir fullhugar og
sjálfskipaðir brimbrjótar og
frelsarar íslenzkrar myndlistar
áttu það til, að senda manninum
glósur á Mokka er honum voru
veitt listamannalaun. Svo ríkt
getur siðleysið verið hjá landan-
um og einkum hjá þeim er halda
margt en vita lítið.
Væri farsælla að enginn
dæmdi náungann fyrr en hann
hefur kynnst honum og verkum
hans persónulega og taka hverj-
um neikvæðum framslætti um
menn og málefni með varúð
þekki þeir ekki til hlutanna. —
Sjálfsagt þykir mér, að allt þetta
komi hiklaust fram í þessu skrifi
mínu því að öll sýningin í Lista-
safni alþýðu staðfestir hve miklu
merkari listamaður Kristinn
Pétursson var en flestir héldu.
Hann var mjög fjölhæfur í list
sinni, var málari, myndhöggvari,
teiknari og vann að auki í grafík
á tímabili. Þá gerði hann sér-
kennilega tréskúlptúra er hann
málaði gjarna í sterkum litum
og minna dálítið á tilraunir kon-
strúktívistanna í gamla daga og
nýlistamanna seinni tíma. Þess-
ir skúlptúrar, sem hefðu máski
haldið nafni hans lengst á lofti
voru því miður eyðilagðir og veit
enginn hvað kom til en þó er ætl-
að að Kristinn sjálfur hafi viljað
varðveita þá.
Hann hafði einnig taugar til
nútímamálverksins en þar mun
öðru fremur hafa háð honum, að
hann kom myndum sínum ekki á
framfæri til samanburðar og
lærdóms.
Miðað við afköst Kristins voru
sýningar hans alltof fáar og því
vissu sárafáir hvað hann aðhafð-
ist og héldu margir hann iðju-
leysingja er gerði sér það helst
til dundurs, að ráfa um götur
borgarinnar og fá sér kaffibolla
á veitingahúsum og þá aðallega
Mokka. Hann hefur líkast til
sótt þangað vegna þess að hann
hefur kunnað sig í návist ann-
arra listamanna.
Ekki má gleyma því, að
berklaveikin tók sig upp aftur
árið 1931 og hann leið einnig af
ilikynjuðum gigtarköstum og
varð það til þess, að hann fluttist
til Hveragerðis haustið 1940 og
leitaði sér þar lækninga, auk
þess sem hann byggði sér hús og
ílentist þar um árabil.
Máski hafa þessi veikindi hans
ýtt undir það, að hann tók að
skrifa niður hitt og þetta og eru
til í handriti hugleiðingar um
list og mannlíf. Eins konar
sjálfskrufning. Er hann dvelst
heilt ár á Akureyri, kynnist
hann ýmsum bókum fagurfræði-
legs efnis um fræðikenningar í
myndlist, t.d. hinni frægu bók
Kandinskys. Hafði sú kynning
mikil áhrif á Kristin og sýn hans
á myndlist almennt. Ævistiklur
Kristins Þorgeirs tvinnast þann-
ig í fáum dráttum, að hann
fæddist á Bakka í Dýrafirði
þann 17. nóvember 1896, sonur
Guðmundu Jónsdóttur og Péturs
Benediktssonar sjómanns. Nam
á Núpi í Dýrafirði, Flensborg-
arskólanum og Kennaraskólan-
um þar sem hann lauk kennara-
prófi vorið 1919, þá 22 ára gam-
all.
Veturinn 1921 sótti hann
teikniskóla Guðmundar Thor-
steinssonar. Hélt seinna utan og
nam við listaháskólann í Osló og
var það umtalsvert afrek að fá
inngöngu í þann skóla eftir ekki
meira undirbúningsnám. Seinna
hélt hann til Kaupmannahafnar
og síðan til Parísar þar sem
hann innritaðist um skeið í Aca-
demie de la Grande Chaumiere.
Þetta sýnir að Kristinn hefur
verið ágætlega skólaður og bæta
má við að hann ferðaðist mikið á
þessum árum og hélt þeim sið
alla ævi er hann kom því við, fór
í langferðir á slóðirnar í Land-
inu helga, að pýramídunum, til
Rómar og Pompei, til Leipzig og
Dónár fögru borgar og á bakka
Signu.
Allar ofangreindar upplýs-
ingar um æviferil hans eru tekn-
ar úr ágætum formála Björns
Th. Björnssonar í sýningarskrá.
í niðurlaginu segir Björn: „En
einnig því slotaði og yngri
Reykvíkingar munu nú helst
kannast við Kristin Pétursson á
gangi ofan úr Guðlastinu, þar
sem hann bjó, eða þangað heim,
með sítt, grátt skegg, einfari,
nafnlaus í samtíðinni."
Sýningin á Listasafni alþýðu
gefur ekki tæmandi hugmynd
um ævistarf Kristins — til þess
hefði þurft stærra húsnæði og
svo vantar margt, m.a. gips-
myndir, sem voru raunar svo illa
farnar, að það þótti skynsam-
legra að láta gera við þær. Þær
hefðu þó átt að vera með í núver-
andi formi að mínum dómi, svo
að fólk sjái hvernig verk sumra
listamanna eru látin grotna
niður í hirðuleysi. Þá hefðu og
mátt vera fleiri grafík-myndir.
A sýningunni eru ágæt verk,
einkum þau er voru gerð fyrir
stríð, á stríðsárunum og árin þar
á eftir — yfir þeim er persónu-
legur blær. Seinni tíma myndir
virðast sundurleitari, en margar
pastelmyndir hans eru verðar
allrar athygli. Myndin „Leitir“
(34) frá 1932 stingur mjög í stúf
við margt annað á sýningunni og
minnir á ýmislegt er seinna var
gert af öðrum listamönnum.
Já, hæfileika hafði Kristinn
Pétursson til margra átta og er
tímar líða munu verk hans fá
verðugan sess i íslenzkri mynd-
list. Að lokum skál mönnum
bent á það, að sýningin stendur
aðeins fram að næstu helgi og
eru því síðustu forvöð að kynna
sér list hins misskilda öðlings —
og ég álít að það margborgi sig.
Bragi Asgeirsson
Yfirlitssýning á verkum
Kristins Péturssonar
ÚTGERÐARMENN, SKIPSTJÓRAR, VÉLSTJÓRAR
KYNNUM OG SÝMUM NOTKUN OLÍUNÝTNIMÆLA, í DAG OG Á
MORGUN
Reykjavík, laugardag, 26. júní kl. 9—17 í Kaffivagninum á Grandagarði.
Þorlákshöfn, sunnudag 27. júní kl. 14—17 í veitingstaðnum „MESSANUM“.
Tæknibúnaður HF, Skúlagötu 51. Símar: 28588 og 28480.