Morgunblaðið - 26.06.1982, Page 33
Japönsk kona, 32 ára, með áhuga á
ferðalögum og tónlist:
Keiko Kanai,
5—15 Nakahata Ogura-cho,
Uji City,
Kyoto-fu,
611 JAPAN
Sextán ára stúlka í Ghana, stund-
ar íþróttir og safnar póstkortum,
frímerkjumm, minjagripum o.fl.:
Delphina Betty Kssien,
c/o P.O. Box 389,
Sekondi,
GHANA
Bandarískur maður, 38 ára, með
fjölbreytt áhugamál. Skrifar á
spænsku auk ensku:
Pedro Pagan,
53 12 Junction Blvd.,
Glmhurst,
New York 11373,
USA
Sextán ára japönsk stúlka með
áhuga á tónlist og teiknun:
Yuri Haseo,
117 Nishimachi 3-chome,
Tottori-shi,
Tottori,
690 JAPAN
Þrettán ára sænsk stúlka með
áhuga á íþróttum, tónlist og dýr-
um:
Carina Pettersson,
Vretasvágen 29b,
S-81800 Valbo,
SWEDEN
Nítján ára piltur í Ghana með
íþróttaáhuga:
Ronald Micah Appiah,
Methodist Church Mission,
P.O. Box 30,
Biriwa,
GHANA
Frá Filippseyjum skrifar 26 ára
karlmaður:
Dong Malubay,
15 Aranga Street,
Proj. 3,
Quezon (’ity,
PHILIPPINES
Sextán ára japönsk skólastúlka
með tónlistaráhuga:
Aki Nagasawa,
233—6 Togasaki 2-chome,
Misato-shi Saitama-ken,
341 JAPAN
Bandarísk kona með mörg áhuga-
mál. Getur ekki um aldur:
Mrs. Bessie Mae Albright,
Rt. 1 Box 168-N,
('hina Grove,
North Carolina 28023,
USA
Sextán ára japönsk skólastúlka
með áhuga á íþróttum og tónlist:
Yuko Kimura,
444—23 Aioi-cho 5-chome,
Kiryu City,
Gunma,
376 JAPAN
Frá Malaysíu barst bréf frá 25 ára
stúlku sem óskar eftir pennavin-
um:
Helen Polin Alfred,
P.O. Box 1960,
Kuching,
Sanawak,
E. MALAYSIA
h’immtán ára japönsk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Kikumi Kobayashi,
1032 Misawa,
Shimobe-cho,
Nishiyatsushino-gun,
Yamanashi,
409-31 JAPAN
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 3 3
Skólameistarafélag íslands:
Lýsir vanþóknun á launagreiðslu-
fyrirkomulagi í framhaldsskólum
„AÐALFUNDUR Skólameistarafélags
íslands, haldinn i Menntaskólanum
við Hamrahlíð fostudaginn 18. júní
1982, lýsir vanþóknun á því launa-
greiðslufyrirkomulagi sem nú tíðkast í
framhaldsskólum og telur það í senn
miklu óhagkvæmara og dýrara en þörf
er á.
Fundurinn telur fráleitt að sam-
þykktar vinnuskýrslur skuli yfir-
farnar í tveim ráðuneytum áður en
til greiðslu kemur og bendir á að
margoft hefur slíkt tafið launa-
greiðslur úr hófi fram.
Fundurinn skorar á rétt stjórn-
völd að koma á þeirri skipan að
greitt verði eftir vinnuskýrslum
skólanna, en þær síðan endurskoðað-
ar ef þörf reynist,14 segir meðal ann-
ars í ályktunum fundarins, sem
Morgunblaðinu hafa borizt.
Á fundinum voru ennfremur eftir-
farandi ályktanir samþykktar:
Aðalfundur Skólameistarafélags
Islands haldinn í Menntaskólanum
við Hamrahlíð 18. júní 1982 skorar á
ráðherra mennta- og fjármála og
hæstvirt Alþingi að hraða sem mest
samþykkt frumvarps til laga um
samræmdan framhaldsskóla og
setningu laga um skiptingu skóla-
kostnaðar milli ríkis og sveitarfé-
laga.
Aðalfundur Skólameistarafélags
íslands telur að brýnt sé að gerð
verði heildaráætlun um fjölda fram-
haldsskóla í landinu, dreifingu
þeirra og umfang þess náms sem
boðið er í hverri skólastofnun.
Aðalfundur Skólameistarafélags
íslands ítrekar fyrri ályktun um
nauðsyn þess að stofnuð verði fram-
haldsskóladeild í menntamálaráðu-
neytinu.
Ennfremur telur fundurinn æski-
legt að ráðuneytinu verði skipt
þannig að sérstakt ráðuneyti fjalli
eingöngu um kennslumál.
I stjórn félagsins sátu sl. ár Ingv-
ar Ásmundsson, form., Kristján
Thorlacius og Sveinn Ingvarsson,
meðstjórnendur. Kristján hefur nú
nýverið tekið við formennsku í Hinu
íslenska kennarafélagi og lét því af
störfum í stjórn Skólameistarafé-
lagsins. í hans stað var kjörinn
Heimir Pálsson, en stjórn að öðru
leyti endurkjörin. Varamenn voru
einnig endurkjörnir, þeir Kristinn
Kristmundsson og Tryggvi Gíslason.
Geturöu ímyndaö
þérmcamm
Þá geturðu eins vel
ímyndað þér allan gang
heimsmálanna eins og
þauleggjasig t.d.ástandið
í Póllandi,síðustu fréttir
af átökum ráðamanna í
austri og vestri um eldflaugar í Evrópu,
stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis-
réttið í Afríku o.s.frv.
ímyndaðu þér líka hvað er að gerast
heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð-
bólgumet, hver er staða frystiiðnaðarins,
hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu
hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í
stjórnmálunum.
Svo skaltu ímynda
þér eitthvað skemmti-
legt: veistu t.d. hvaða
nýjustu kvikmyndir er
verið að sýna, hvaða
sýningar og tónleikar eru væntanleg,
hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi,
hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt
forvitnilega fólkið er að aðhafast....?
Geturðu ímyndað þér morgun eða
jafnvel heilan dag án Moggans?
Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt?
15»
|Ui<>ri0íiTOlíifeíit®»
Meira en þú geturímyndað þér!
1 ..........................................................................................
T1-»l