Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 + Innilegai þakkir færum við öllum þeim, sem auösýndu okkur vin- áttu og samúö, viö andlát móöur okkar og dóttur, RENÖTU KRISTJÁNSDOTTUR, er lóst hinn 3. júní siöastliöinn. Sórstakar þakkir færum viö starfs- fólki Landspítalans, hjúkrunarkonum og læknum. Þakkarbréf veröa ekki send en andvirði þeirra verður afhent Krabbameinsfélagi íslands. Ragnhildur Blöndal, Krístjana Blöndal, Haraldur Friögeirsson, Úrsúla, Kristján P. Guömundsson. + Faöir okkar og tengdafaðir, FINNUR SIGMUNDSSON, fyrrverandi landsbókavöröur, lést fimmtudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 29. júní kl. 13.30. Erna Finnsdóttir, Geir Hallgrímsson, Birgir Finnsson, Hildur Knútsdóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGUROUR GETSTSSON, listmálari, Aóalsteini, Stokkseyri, lést fimmtudaginn 24. júní í sjúkrahúsi Suðurlands. Jarðarförin veröur auglýst síðar. Guörún Júlía Elíasdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móöir, dóttir og systir, GUDRÚN ERLA ÞORMOÐSDÓTTIR, Rjúpufelli 48, andaöist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 24. júní kl. 20.15. Eiginmaöur, börn, foreldrar og systkini. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, HANS ELÍF JOHANSEN, Furugrund 20, lést í Landspítalanum aöfaranótt 25. júní. Hrafnhildur Tómasdóttir, Örn Johansen, Guörún Johansen, barnaborn og aðrir vandamenn. + Faðir minn, GUÐJÓN ÓSKARJÓNSSON, Vesturgötu 23, andaöist 14. þ.m. að Elliheimilinu Grund. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Fyrir hönd aöstandenda, Björn Ragnar Óskarsson. Móöir okkar. ÞÓRUNN INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Hvassahrauni, lést í Elliheimilinu Grund 13. júní síöastliöinn. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna. Ingvar Bjarnason, Guöríóur Bjarnadóttir, Páll Bjarnason, Ragnheiöur Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason. + Eiginkona mín, móöir okkar, systir, tengdamóöir og amma, GERD J. HLÍOBERG, Garöaflöt 11, Veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. júní kl. 13-30- Stefán Hlíöberg, Þóróur Skarphéóinsson, Jón Skarphéöinsson, Sonja Thorstensen, systkini og barnabörn hinnar látnu. Elín Jóhannsdóttir Poelsterl - Minning Þann 16. nóv. síðastliðinn and- aðist að heimili sínu á Plantation Key í Florida, Elín Jóhannsdóttir Poelsterl. Elín var fædd í Ormskoti undir Eyjafjöllum þann 16. ágúst 1898. Foreldrar hennar voru Jóhann bóndi (d. 1916) Árna- son, Stefánssonar í Gerðakoti, og Elín Jónsdóttir (d. 1925), bónda í Indriðakoti, Jónssonar. Elín ólst upp hjá foreldrum sín- um í Ormskoti, en dvaldi um eins árs skeið við nám í Núpsskóla í Dýrafirði. Rúmlega tvítugt að aldri hélt hún til Vesturheims og nam þar hjúkrunarfræði. Var það ekki lítið áræði hjá ungri stúlku á þeim árum, að leggja ein á báti í slíkt ævintýri ein og óstudd. Næstu 30 árin dvaldist hún óslitið í Chicago-borg og vann þar við hjúkrunarstörf. Árið 1950 leit hún fyrst gamla landið að nýju, en þá kom hún heim til stuttrar dvalar, heilsaði upp á vini og ættingja og heim- sótti sína bernskubyggð undir Fjöllunum. Bræður hennar þrír voru þá allir á lífi: Guðjón, Jósef og Maríus. Nú er Maríus 91 árs gamall, einn á lífi af systkina- hópnum frá Ormskoti, dvelur hann á Hrafnistu í Reykjavik. Þetta sama ár, 1950, giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Otto Poelsterl, sem er þýzkrar ættar. Var hann ekkjumaður með tvo syni á unglingsaldri og gekk Elín þeim í móðurstað. Bjuggu þau fyrst í Chicago, þar sem Elín starfaði áfram að hjúkrun, en fluttust síðan til Florida, þar sem hún bjó til dauðadags. Árið 1975 komu þau hjónin hingað til lands og dvöldu hér nokkurn tíma. Heilsu Elínar var þá tekið að hraka, enda var það í síðasta sinn sem hún leit gamla landið og sveitina þar sem hún átti sín bernskuspor. En í langri vist á erlendri grund var hugurinn oft „heima" og hefur eiginmaður hennar nú fylgt henni hingað heim. Aska hennar verður jarðsett að Skála undir Eyjafjöll- um. Ella er aftur komin í sveitina sína undir Fjöllunum. Elín var að eðlisfari glaðlynd kona og gjafmild með afbrigðum. Það reyndum við hjónin bezt þeg- ar við vorum við nám í Danmörku rétt eftir stríðið, þegar margur pakkinn birtist frá „Ellu frænku" með ýmsum munaðarvörum, sem ekki voru í hvers manns höndum þá í Evrópu, og ógleymanleg er heimsókn okkar til þeirra hjón- anna og sú gestrisni, sem við urð- um aðnjótandi á heimili þeirra. Þó Elín umgengist lítið íslend- inga þarna vestra hélt hún þó ís- lenzkunni furðu vel við, með lestri og bréfaskriftum. Við hjónin þökkum henni tryggð og langa vináttu. í starfi sínu var Elín afar traust og vel liðin af samstarfsmönnum sínum. Við kveðjum Elínu hinztu kveðju, og vottum Otto innilega samúð okkar. Guð blessi hana og minningu hennar. Elín og Ólafur Björn ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Óttinn við hið ókunna Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Lady, stay dead. Leikstjórn og handrit: Terry Bourke. Kvikmyndun: Ray Henman. Tónlist: Bob Young. Sýningarstartur: Stjörnubíó. Hryllingsmyndir eiga ekki ættir að rekja til Hollywood eins og margir virðast álíta heldur Þýska- lands. Að vísu var Frankenstein festur á filmu þegar árið 1908 af Edison en sú mynd markar ekki greinileg spor í kvikmyndasöguna. Það eru myndir á borð við Nosfer- atu, sem Murnau gerði árið 1923, og Herbergi doktors Caligari, sem Robert Weine leikstýrði árið 1919 er leggja hornstein að hryllings- myndum síðari ára. Reyndar er svo komið í dag að hryllingsmynd- ir njóta hvað mestra vinsælda þeirra kvikmynda er streyma frá hinni ötulu verksmiðju Holly- wood. Ekki nema von að menn telji að þar sé að leita upphafsins. Hvað fær annars milljónir manna til að sitja í myrkri fyrir framan hvítt tjald sem fyllt er af ógn og skelfingu? Af hverju borga menn fyrir siíkt þegar á boðstólnum eru notalegar kvikmyndir sem kitla hláturtaugarnar en ekki magann innanverðan? Sennilega fæst ekki viðhlítandi svar við þessum spurn- + Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför ÓLAFS WAAGE frá Bíldudal, sem andaöist 5. þ.m. Ingibjörg Þóröardóttir, Jensína Waage, Gyöa Waage, Jóhann Waage, Markús Waage, Jóhannes Björnsson, Ragnar Jóhannsson, Guörún Björnsdóttir, Guðrún Ulfarsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, kveöjur og blóm viö andlát °g jaröarför ÞORSTEINS ÓLAFSSONAR, Hópi, Grindavík. Guömundur Þorsteinsson.Árný Enoksdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir, Guömundur Kristjónsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Siguröur Konráösson, Óskar Böövarsson, Unnur Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir öllum þeim sem heiöruðu minningu JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Amtmannsstíg 5, meö minningargjöfum, blómum og á annan hátt. F.h. systkina hans og annarra vandamanna, Aóalsteinn Thorarensen. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR, Stekkjum 17, Patreksfírði. Pálína Halldórsdóttir, dætur, tendasonur og barnabörn. ingum, þó er ekki fráleitt að hugsa sér að menneskjan sæki í að upp- lifa hverskyns ógn í þeim tilgangi að kveikja á viðvörunarkerfi lík- amans, ekki ósvipað og þegar hún teygir úr sér til að hressa upp á sogæðakerfið. Hvort undirritaður fór á nýj- ustu kvikmynd Stjörnubíós Gert- veika morðingjann með það í huga að hressa upp á viðvörunarkerfi líkamans skal ósagt látið, en það var ekki bara að starfið kallaði, auglýsing bíósins vakti með mér grun um að hér væri á ferð hressi- leg hryllingsmynd. Grunur minn var staðfestur að nokkru því vissulega er þessi mynd byggð upp sem hryllingsmynd. Vekur ætíð nokkurn ugg í brjósti áhorfandans þegar varnarlaus ung stúlka lok- ast inni í afskekktu húsi við eyði- strönd en allt um kring eigrar blóðþyrstur öfuguggi með vel- brýndan hníf. En það er ekki nóg að koma öllu haganlega fyrir í hryllingsmynd og fylgja forskrift- inni hvað varðar leikhljóð, lýsingu og efnisþráð — ef leikararnir eru ekki gæddir því frumafli sem knýr hin ógnarlegu öfl til lífs — blotnar púðrið og áhorfandinn hlær að myrkraverkunum. Chard Hayward, sem leikur hinn djöfulóða morðingja Gordon Mason, skortir að mínu mati tvennt sem boðlegan hryllings- myndaleikara má ekki skorta: Hljómmikla rödd og mikilúðlegan augnsvip. Það er ekki auðvelt að verða hræddur við mann með ýsu- augu og sem mælir fram textann með kisurödd. Ef Chard Hayward hefði hinsvegar verið gæddur augnaráði Boris Karloff og radd- styrk Christopher Lee er ég viss um að áhorfendur hefðu skolfið í sætum Stjörnubíós frumsýn- ingarkvöldið. Þess í stað hlógu þeir nema í stöku atriði þegar tómatsósan breyttist í blóð. Þess á milli gátu þeir svo skemmt sér við að skoða eitthvert fegursta hús sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Ættu húsbyggendur að flykkjast á Gertveika morrtingjann því þar gefst gott tóm til að skoða smekklegan húsbúnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.