Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
35
Trefjaefni
Diverticular(B)
Ristill með pokum (diverticular).
Eftir dr. Jón Óttar
Ragnarsson dósent
Talið er að ekki séu nema um
10.000 ár síðan maðurinn komst
upp á lag með að rækta korn og
varð að taka upp fasta búsetu.
Var sú breyting forsenda borga-
myndunar og ... siðmenningar.
Kornið var malað í heilu lagi.
Var fljótlega farið að búa úr því
eins konar brauð. Voru öll brauð
heilkornsbrauð þar til á 19. öld að
hvíta hveitið kom til sögunnar.
Hvítt hveiti var framleitt í
stórvirkum myllum þar sem hýði
og kím hveitikornsins var skilið
frá kjarnanum. Var þetta hvíta
hveiti í fyrstu dýrt og varð því
fljótlega stöðutákn.
A 20. öld leiddi vaxandi þekk-
ing á næringarfræði og efna-
fræði í ljós að við mölunina
hverfur mikill hluti bætiefnanna
og getur það stuðlað að
hörgulsjúkdómum.
Jafnframt var vitað að í hýð-
inu voru efni sem ekki nýttust við
meltinguna. Var lítið hugsað um
það framan af, en smám saman
fóru fleiri að benda á hugsanleg-
ar afleiðingar.
Trefjaefnakenningin var svo
loks formlega fram sett í kring-
um 1970. Samkvæmt henni hefur
brottnám hýðisins úr hvíta
hveitinu haft víðtækar afleið-
ingar fyrir heilsufar jarðarbúa.
Trefjaefnakenningin
Það var breskur faraldurs-
fræðingur, Denis Burkitt að
nafni, sem kom fram með trefja-
efnakenninguna um 1970, en
hann hafði m.a. starfað sem
læknir í sveitum Afríku.
Hann veitti því athygli að
krabbamein í ristli var margfalt
algengari sjúkdómur á Vestur-
löndum en í Afríku. Svipaða
sögu var að segja um marga aðra
meltingarsjúkdóma.
Trefjaefnakenningin gerir ráð
fyrir því að i fæðunni séu efni —
svonefnd trefjaefni — sem séu
nauðsynleg fyrir heilbrigði melt-
ingarfæranna og vörn gegn ýmsum
mcltingarsjúkdómum.
Nú er almennt talið að besta
leiðin til þess að fyrirbyggja
hægðatruflanir sé að borða trefja-
ríkt fæði. Jafnframt er oftast hægt
að lækna harðlífi með trefjagjöf.
Hvað eru trefjaefni?
Orðið „trefjar" hefur verið
notað um mörg og ólík fyrirbæri.
í fyrsta lagi eiga trefjaefni
ekkert skylt við vöðvatrefjar eða
trefjar í plasti, heldur er um að
ræða sérstök efni (þ. á m. sellu-
losu) sem finnast einkum í veggj-
um plöntufruma.
Trefjaefni eru flest kolvetni —
eins og t.d. sykur og sterkja — en
eru þeim eiginleika gædd að melt-
ingarvökvar mannsins, og efnin
sem í þeim eru, vinna ekki á þeim.
Afleiðingin verður sú að
trefjaefnin berast ósködduð
niður í ristilinn. Þar verða þau
(ásamt ýmsum úrgangsefnum og
örverum) að burðarefnum hægð-
anna.
Því meira sem er af trefjaefnum
í matnum, þeim mun mýkri og
meiri verða hægðirnar. Er þetta
talin besta tryggingin fyrir lang-
tímaheilbrigði meltingarfæranna.
Mörgum kemur það á óvart að
trefjaefni eru einkum í harðmeti
(grófmeti) og að hörð fæða skuli
stuðla að mjúkum hægðum og
mjúk fæða að hörðum hægðum.
Hvaöan koma trefjaefni?
Trefjaefni koma úr grófmeti
úr jurtaríki, þ.e. úr tveimur af
fjórum grunnflokkum fæðunnar,
kornmat og garðávöxtum.
Trefjaefni úr grófu korni hafa
mest áhrif á hægðir. Eru bestu
uppspretturnar hveitiklíð, heilt
hveiti og annað heilkorn, gróf
brauð og unnar hýðisvörur á borð
við All-Bran.
Trefjaefni í garðávöxtum eru
einnig mikilvæg. Eru bestu upp-
sprettur hnetur og möndlur, baun-
ir og belgjurtir, rætur og hnýði (t.d.
gulrætur og kartöflur) og græn-
meti.
Trefjaefni
og sjúkdómar
Meltingarfæri okkar eru eins
og árfarvegur sem liggur í gegn-
Heilbrigður ristill (normal).
um líkamann. Kemur fæðan inn
um annan enda hans og úrgang-
ur út um hinn. Fer meltingin
einkum fram i munni, maga og
smáþörmum.
í munni og maga og smáþörm-
um eru meltingarvökvar sem leysa
fæðuna upp og brjóta næringarefn-
in niður svo þau geti sogast út í
blóðið. Trefjaefnin eru hins var
óhult.
Trefjar og úrgangur halda
áfram niður í ristil. Ef nóg er af
trefjaefnum verða hægðirnar
mjúkar. Ef ekki verða þær harð-
ar og þarf oft mikinn þrýsting til
að koma þeim út.
Við langvarandi harðlífi getur
slímhúðin í ristlinum og enda-
þarminum orðið sár. Jafnframt
álíta margir að of mikill þrýstingur
í ristli sé ein helsta orsök poka-
myndunar (sjá mynd).
Það er m.a. af þessum ástæðum
sem ýmsir álíta að margir melt-
ingarsjúkdómar geti stafað af
trefjaefnaskorti, þ. á m. ristilpok-
ar, botnlangabólga, gyllinæð og
jafnvel ristilkrabbamein.
Hvað er hæfi-
legur skammtur?
Trefjaefnaþörf virðist mjög
einstaklingsbundin auk þess sem
hún getur aukist með aldrinum.
Jafnframt fer neysla trefjaefna
auðvitað algerlega eftir fæðu-
valinu.
Neyslurannsókn Manneldisráðs
íslands 1979—’80 sýndi að meðal-
neysla íslendinga á trefjaefnum er
12—19 grötnm á dag að jafnaði. Er
álitið að 30—40 g á dag sé hæfi-
legur skammtur.
Samkvæmt þessu þyrfti trefja-
neyslan að aukast um rösklega
helming að jafnaði. Er óhætt að
miða við 20 gramma aukningu á
dag, en þá yrði meðalneysla
32—39 grömm að öðru jöfnu.
En hvað jafngilda 20 grömm
af trefjaefnum mörgum kúffull-
um matskeiðum (skammstafað
krask) af klíði? Svarið er: 10, þ.e.
í 10 kmsk af hveitiklíöi eða All-
Bran og svipuðum hýðismat eru 20
g-
En hvað með brauö? I einni
sneið af brauði eru 0,5—1,5
grönn af trefjaefnum (um 0,5 g í
franskbrauði, en 1,5 g í grófustu
gerðum brauðs). Er því erfitt að
fullnægja þörfinni með einu
saman brauði.
Sem betur fer er nú til sívax-
andi úrval af hýðisríku og trefja-
ríku morgunkorni. Má þar nefna
musl (gróft korn + netur + þurrk-
aðir ávextir) og hýðisbætt (bran-
bætt) morgunkorn.
Lokaorö
Allt bendir til þess að íslend-
ingar fái of lítið af trefjaefnum í
fæði. Er neyslan nú að jafnaði
12—19 grömm á dag, en margir
álíta að heppilegri skammtur sé
30—40 grömm á dag.
Til þess að auka neyslu á trefja-
efnum kjósa án efa flestir að auka
neyslu á grófmeti, þ. á m. grófum
brauðum. grófu morgunkorni og
ferskum garðávöxtum (grænmeti
og ávöxtum).
Öðrum hentar betur að nota
frekar hveitiklíð eða annan hýð-
ismat og strá því t.d. út á skyr,
súrmjólk, jógúrt eða morgunkorn
þegar morgunverður er snæddur.
Ekkí er ráð
nema
i tíma sé tekið
Væntanlega hefði sumarhýran
enst betur með
skynsamlegri varðveislu.
Pjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum
stendur öllum viðskipamönnum hans til boða,
og hún veitist þeim ókeypis.
Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans.
I m k ii#u ik «
u i w MwnMnmnn
Einmitt bankinn fyrir þig.