Morgunblaðið - 26.06.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
41
Hrein torg
fögur borg
Bergþóra hringdi: „í útvarpinu
fyrir skömmu kom frétt frá bæjar-
stjórnarfundi þar sem skýrt var frá
því, að mikil aðsókn væri í það að fá
leyfi til verslunarreksturs á úti-
markaðinum í Austurstræti. Eg vil
benda bæjarfulltrúum á það, hvort
þeir vilji ekki endurskoða þessa
starfsemi sem þar fer fram, því það
er álit margra, sem um þessa fallegu
kvos fara og er eina göngugatan í
borginni, að þar sé stundum nokkuð
sóðalegt, svo ekki sé meira sagt. Það
vantar mikið á að þarna sé gætt
fyllsta hreinlætis. Austurstræti er
nokkuð þröng gata og falleg, en þolir
tæpast allt þetta söluálag, sem þar
fer fram. Gerum Austurstræti að
þeim fagra reit, sem hann upphaf-
lega var hugsaður. Tökum undir
kjörorðið, hrein torg, fögur borg.
Sagnfræðileg
villa
Gestur Steingrímsson hringdi
vegna leiðara sem birtist 21. júní í
Dagblaðinu og Vísi og fjallaði um
heimsókn Ingiríðar fyrrum Dana-
drottningar hingað til lands. „Þessi
leiðari er svo sem ágætur, en þó er
þar ein sagnfræðileg villa, sem mig
langar til að leiðrétta. Þar segir orð-
rétt: „Það varð íslendingum einnig
til bjargar, að oft á tíðum komust til
valda í Danmörku þjóðhöfðingjar og
stjórnmálamenn, sem gerðu sér far
um að skilja Islendinga, sinna þeirra
málum og greiða götu þeirra. Einn
þessara þjóðhöfðingja var Friðrik
Danakonungur, sem var síðasti kon-
ungur íslendinga. Hann var kvæntur
Ingiríði, sem er í heimsókn hér á
lanid". Þetta er ekki rétt. Kristján
tíundi, faðir Friðriks níunda, var
Lonungur íslands i 32 ir.
ristján liuncU var konungur í
Is i 32 ár og kom fjórum sinn-
hingaö til lands. Meö ljuf-
insku sinni ivann hann ser ein-
t vináttu íslenzku þjóðarinnar.
eymanlcgust aUra hinna löngu
iskinta .Kristjáns konungs ti-
la og islenzku þjóOannnar eru
llaóskirnar, sem hann sendiis-
zka lýðveldinu á stofndegi þess,
I
júní 1944. Sú vinarhönd, cr ^
in rctti þá yfir hafifi, var<5 til
s, adraga mætti til heilla sátta
gagnkvænis skilnings milli
ria og íslcndinga
Vil minnast þings Þjóðræknis-
félags Vestur-íslendinga
Velvakandi!
Ég minnist þess ekki að hafa séð
þess getið í Mbl. að haldið hafi
verið 63. þing Þjóðræknisfélags
Vestur-Islendinga, en það fór
fram vestur í Kanada í vor. Ég hef
séð sagt frá þinginu í vestur-
íslenska blaðinu Lögbergi-
Heimskringlu. Segir þar frá því að
komið hafi fram á þinginu þakk-
læti til þeirra aðila hér á íslandi,
sem staðið hafa fyrir útgáfu á
„Vestur-íslenskum æviskrám".
Eins hafði komið fram þakklæti
til ísl. stjórnvalda fyrir marghátt-
aðan stuðning við blaðið Lögberg-
Heimskringlu og við félagið (Þjóð-
ræknisfélagið). Loks er þess getið í
þessari frásögn Lögbergs-
Heimskringlu að á þinginu hafi
verið rætt um fyrirhugað 200 ára
kaupstaðarafmæli Reykjavíkur og
hvað íslendingar hygðust gera til
þess að minnast þessa merkisaf-
mælis. Um það lágu ekki fyrir
neinar haidgóðar upplýsingar á
þinginu. Þess er getið í blaðinu að
fulltrúi frá íslandi hafi að þessu
sinni verið Magnús M. Sigurjóns-
son (fyrrum starfsmaður Raf-
magnsv. Reykjavíkur). Ég leyfi
mér, Velvakandi, að koma þessu á
framfæri við þig, í þeirri von að þú
segir frá þessu.
N.N. í Reykjavík.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir hermdu eftir hver öðrum.
Rétt væri: Þeir hermdu hver eftir öðrum.
læiðréttum börn sem flaska á þessu!
konungur íslands og Danmerkur
þegar lýðveldi var stofnað 17. júní
1944 og var þar með síðasti konung-
ur Islands.
Hávaðinn ætlar
að æra mann
Kona nokkur hringdi og vildi
koma fram þeirri spurningu til
réttra aðila, hvort einhverjar breyt-
ingar hafi orðið á lögum um hljóð-
deyfa á ökutæki. „Þurfa bílar og
mótorhjól ekki lengur að hafa hljóð-
kúta. Mér finnst það orðið allt of
algengt að ökutæki skorti umræddan
hlut. Hljóðkútslaus ökutæki valda
óskaplegum hávaða og ætla mann
alveg að æra.“
Tískusýningin
í tilefni
Listahátíðar
Gerður Hjörleifsdóttir frá ís-
lenskum heimilisiðnaði hringdi
vegna fyrirspurnar um tískusýn-
ingu, sem var á útitaflinu við Lækj-
argötu þann 11. júní. „Tískusýningin
var frá Islenskum heimilisiðnaði í
tilefni Listahátíðar. Það voru stúlk-
ur úr Módelsamtökunum sem sýndu.
Sýndir voru silfurskartgripir frá
Jens Guðjónssyni og handofnir kjól-
ar frá Guðrúnu Vigfúsdóttur. Þá
voru sýndir batik-kjólar frá Katrínu
Agústsdóttur."
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesend-
ur til að skrifa þættinum um
hvaðeina sem þeim liggur á
hjarta — eða hringja milli kl.
10 og 12 mánudaga til föstu-
daga. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð. Þeir sem ekki koma
því við að skrifa slá þá bara á
þráðinn og Velvakandi kem-
ur orðum þeirra áleiðis.
Nöfn, nafnnúmer og heimil-
isföng þurfa að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höf-
undar þess óski nafnleyndar.
Ráðstefna um þróun landbún-
aðar í Miðgarði í Skagafirði
RÁÐSTEFNA um þróun landbúnað-
ar í tilefni aldarafmælis búnaðar-
fræðslu á Hólum í Hjaltadal var
haldin á vegum strjálbýlis- og vega-
málanefndar Fjórðungssambands
Norðlendinga föstudaginn 11. júní
síðastliðinn. Hún var haldin í félags-
heimilinu Miðgarði í Skagafirði.
I framsöguerindum landbúnað-
arráðherra, Pálma Jónssonar, og
formanns Stéttarsambands
bænda, Inga Tryggvasonar, kom
m.a. fram, að nú hefur, a.m.k. í
bili, þrengst um markaði fyrir af-
uriHr landbúnaðarins, sérstaklega
sauðfjár. Því er nauðsynlegt að
efla sölustarfsemina, ekki síst inn-
anlands, en þar hefur að mörgu
leyti vel tekist til við sölu mjólk-
urafurða, en síður að því er kjöt-
framleiðsluna varðar. Þó var
gífurleg sala á lambakjöti í maí-
mánuði síðastliðnum, og því
nokkrar líkur á að heildarsalan á
verðlagsárinu verði yfir meðallagi.
Fram kom, að á síðasta Alþingi
var lögð fram tillaga til þings-
ályktunar um stefnumörkun í
landbúnaði. Er þar að finna til-
lögu um meginmarkmið íslensks
landbúnaðar og raktar helstu leið-
ir til að ná þeim. Þar er m.a. kveð-
ið á um að vinnustöðvar landbún-
aðarins greiði bændum 90% af
andvirði afurða við innlegg, en
óskert grundvallarverð við upp-
gjör. Ennfremur að þess verði
gætt að breytingar á framleiðslu
og atvinnuháttum í landbúnaði
valdi sem minnstri búseturöskun.
Að auki töluðu Jónas Jónsson,
búnaðarmálastjóri, Björn Sigur-
björnsson, forstjóri Rannsókn-
arstofnunar landbúnaðarins, Jón
Bjarnason, skólastjóri á Hólum,
og Jón Árnason, tilraunastjóri á
Möðruvöllum, um búnaðarfræðslu
og tækniþjónustu í landbúnaði.
í lok ráðstefnunnar var megin-
efni hennar dregið saman af
Sveini Jónssyni, formanni Búnað-
arsambands Eyjafjarðar, Stefáni
Skaftasyni ráðunaut og Aðalbirni
Benediktssyni ráðunaut.
Ónæmisaðgerðir
gegn mænuveiki
Breyttur tími.
Framvegis fara ónæmísaögeröir gegn mænuveiki
fram á þriðjudögum kl. 16.30—17.30.
Heilsuverndarstöö Reykjavíkur.
ALLTAF A LAUGARDÖGUM
NJOSNARINN
RAYMOND
hundeltur af Gestapó, handtekinn,
pyntaöur, en kjaftaöi aldrei frá.
ÚTILEGUMANNA-
HREYSI
VIÐ SNJÓÖLDU
VIÐTAL VIÐ GÍSLA
SIGURBJÖRNSSON
ÁGRUND
KÚLUHÚS RÍSA
Á ÍSLANDI
Vönduð og menningarleg helgarlesning