Morgunblaðið - 26.06.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982
43
Spánverjar fengu
heldur betur á
baukinn gegn írum
- en drattast
Norður-írar gerðu sér lítið fyrir í
gærkvöldi og sigruðu gestgjafa
HM-keppninnar, Spánverja, 1-0 í
Valencia og tryggðu sér þannig
sæti í milliriðlakeppninni. Sigur
þessi er mesta afrek sem norður-
írskt landsliö hefur unnið á
knattspyrnusviðinu fyrr og síðar og
tæplega 50.000 áhorfendur voru
allt annað en hrifnir af leik
spænska liðsins. írar hafa því sigr-
að í 5. riðli, en Spánverjar mörðu
þó 2. sætið á betri markatölu en
Júgóslavía sem verður að halda
heim við svo búið ásamt liði Hond-
úras. Sigur íra var enn merkari
fyrir þær sakir, að Mal Donaghie
var vikið af leikvelli um miðjan
þo i milliriðil
síðari hálfleik og var dómur sá um-
deildur. En tíu Irar höfðu þó í fullu
tré við Spánverja, sem sóttu þó
mjög lokakaflann.
Það var Gerry Armstrong sem
skoraði sigurmark Ira á 47. mín-
útu, Billy Hamilton sendi fyrir
markið og Arconada í marki
Spánar blakaði knettinum til
Armstrong og hann þakkaði
kurteislega fyrir sig með því að
skora. Fyrri hálfleikurinn var
markalaus, en þá var mikið bar-
ist og hlaupið, hraðinn mikill.
Eftir markið mæddi mjög á vörn
Ira, en þeir vörðust snilldarlega
með hinn síunga Pat Jennings
sem besta mann.
IBK sigraði Fram
ÍBK sigraði Fram í 1. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu í
gærkvöldi er liðin mættust á Laug-
ardalsvellinum. Lokatölur leiksins
urðu 2—0 fyrir Keflavík eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 1—0
fyrir sigurliðið. Ólafur Júlíusson
skoraði fyrra mark ÍBK, en í síðari
hálfleik bætti Óli Þór Magnússon
öðru marki við. Fleiri urðu mörkin,
ekki, en nánar verður greint frá
leiknum i Mbl. á þriðjudaginn.
iKnattspyrnal
Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps:
„Ekki bjartsýnn á að við
sýnum úrslitaleikinn beint“
„VIÐ erum að reyna að fá
piáss í gervihnettimim 11.
júlí til aö sýna úrslitaleik
heimsmeistarakeppninnar
beint, en ég held því miður
að ekki sé mikill möguleiki á
að það takist,“ sagði Pétur
Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri sjónvarpsins, er Mbl.
ræddi við hann í gær.
Aðspurður um það, hvort
sjónvarpið myndi sýna ein-
hverja leiki í milliriðlunum
beint, sagði hann að þeir
væru ekki með neitt annað í
sigtinu í júlí en sjálfan
úrslitaleikinn. í sambandi
við leikina, sem leiknir yrðu
snemma í júlí, sagði Pétur að
þeir yrðu sýndir í ágústbyrj-
un.
Pétur sagði að ef svo ólík-
lega færi að leika þyrfti
aukaúrslitaleik, gæti sjón-
varpið örugglega fengið pláss
í gervihnettinum, annað væri
ekki öruggt. — SH
Léttur sigur Englendinga
Englendingar unnu þriðja sigur
sinn í röð í 4. riðli HM i gær er
Kuwait-búar voru lagðir að velli með
einu marki gegn engu. Það var Trev-
or Francis sem skoraöi markið á 24.
mín. Mariner sendi knöttinn fallega
með hælnum til Francis, sem hljóp
áfram eina 10 metra áður en hann
hleypti af. Tarabulsi í marki Kuwait
snerti knöttinn en tókst ekki að
koma í veg fyrir mark.
Englendingar sóttu mjög stíft
fyrstu mínúturnar, hreinlega
tjölduðu á vallarhelmingi Kuwait,
og fengu þeir þrjár hornspyrnur á
fyrstu 12 mínútunum. Francis átti
tvö góð skot áður en hann skoraði
markið, en markvörðurinn varði
það fyrra og síðara skotið fór
naumlega framhjá.
Með þessum sigri tryggðu Eng-
lendingar Frökkum sæti í milli-
riðli. Ef Kuwait hefði sigrað í
leiknum með fjögurra marka mun
hefðu þeir komist áfram á kostnað
Frakka, en þeir gerðu sér grein
fyrir þvi að það var varla mögu-
legt. I fyrri hálfleiknum reyndu
þeir lítið að ógna Englendingum
en léku þess í stað góðan varnar-
leik og léku þeir Englendinga
mjög oft rangstæða í leiknum. í
seinni hálfleik voru Kuwait-búar
heldur virkari en í þeim fyrri og
fengu þeir þrjú ágæt færi. Það
besta var er Abdul Aziz átti gott
skot úr aukaspyrnu sem Shilton
varði vel.
Englendingar áttu einnig sín
færi og var Mariner fremstur í
flokki við að klúðra þeim. Þeir
voru einnig nærri því að skora er
Francis átti ágætan skalla að
marki sem Tarabulsi varði vel.
Sigur Englendinga í leiknum
var mjög auðveldur, og þurftu þeir
aldrei að leika á fullu. Enska liðið
var þannig skipað í leiknum:
Shilton, Neal, Foster, Thomp-
son, Mills (fyrirliði), Coppell,
Hoddle, Wilkins, Rix, Mariner,
Francis.
„Svindl, svindr hrópuðu áhorfendur
- er Þjóðverjar sigruðu Austurríki 1—0
Vestur-Þjóðverjar tryggðu sér sæti
í milliriölum HM-keppninar í gær-
dag er þeir sigruðu Austurríki 1—0 í
Gijon. Leikurinn vakti hneykslan,
því mönnum þótti sýnt að liðin hefðu
ekki hinn minnsta áhuga á öðrum
úrslitum. Þjóðverjarnir skoruðu
snemma í leiknum og eftir það dútl-
uðu leikmenn til og frá og reyndu
vart að bæta mörkum við. 3—0 sigur
Þjóðverja hefði sett Austurríki út úr
keppninni, jafntefli eða tap Þjóð-
verja heföi sett þá út. Hálftíma áður
en leiknum lauk voru áhorfendur
farnir að streyma af leikvelli urrandi
NÚ UM helgina eða nánar tiltekið
dagana 26.-29. júní munu Færey-
ingar sækja okkur heim með
drengjalandslið sitt (14—16 ára) og
leika tvo leiki gegn drengjalandsliði
íslands 14—15 ára sem tekur þátt í
Norðurlandamóti drengjalandsliöa
sem haldið veröur í Finnlandi 26.
júlí til 1. ágúst nk.
Fyrri leikurinn verður á grasvell-
inum á Akranesi sunnudaginn 27.
júní kl. 15.00 og sá seinni á Laugar-
dalsvelli mánudaginn 28. júní kl.
20.00. Þessir tveir leikir eru þáttur í
þeirri samvinnu sem er á milli ís-
lendinga og Færeyinga og munum
við íslendingar endurgjalda þessa
heimsókn á næsta ári.
MÍ15—18 ára
MEISTARAMÓT íslands í frjáls-
íþróttum fyrir 15—18 ára unglinga
verður haldið á Sauöárkróki 10. og
II. júlí næstkomandi. Þátttökutil-
kynningar berist IIMSS, Box 78,
Sauöárkróki, eða Jóhanni Jakobs-
syni s. 95-6119, í síðasta lagi mið-
vikudaginn 7. júlí. Þátttökugjald
krónur 10 fyrir hverja grein, krónur
40 fyrir boðhlaup.
FRf
af reiði. „Svindl, svindl!“ öskraði
skarinn og fjölmiðlamenn sem lýstu
leiknum tóku jafnvel svo djúpt í ár-
inni að um samning milli þjóðanna
hafi verið að ræða.
Sigurmarkið skoruðu Þjóðverj-
arnir strax á 11. mínútu leiksins,
Pierre Littbarski fékk þá knöttinn
á hægri vængnum og sendi fyrir
mark Austurríkis. Miðherjinn
risavaxni, Horst Hrubesch, gnæfði
yfir vörn nágranna sinna og skall-
aði knöttinn í netið. Nokkrum
mínútum síðar fékk Paul Breitner
gott tækifæri, en knötturinn fór af
Eftirtaldir drengir hafa verið
valdir til leikjanna tveggja: Mark-
verðir: Björgvin Pálsson, Þrótti,
Sigurbergur Steinsson, Víking.
Aðrir leikmenn: Frá Fram: Jónas
Björnsson, Bjarni J. Stefánsson,
Eiríkur Björgvinsson og Grétar
Jónsson. Frá Þrótti: Finnur
Pálmason, Karl Karlsson og Theó-
dór Jóhannsson. Frá Fylki: Ey-
steinn Hilmarsson, Guðmundur
Magnússon og Skúli Sverrisson.
Frá ÍA: Guðmundur Þ. Guð-
mundsson og Sigurður Jónsson.
Frá ÍR: Jónas Guðjónsson. Frá
Þór V.: Elías Friðriksson. Frá Val:
Snævar Hreinsson, fyrirliði. Frá
FH: Kristján Gíslason. Frá Vík-
ing: Stefán Steinsen. Þjálfari liðs-
ins er Theódór Guðmundsson.
Eins og kemur fram hér að ofan
er íslenska liðið ári yngra en það
færeyska. Er það vegna nýrra
reglna um NM sem settar voru til
að Norðurlandaþjóðirnar geti leik-
ið með sömu iið í Evrópukeppni
drengjalandsliða (14—16 ára) að
ári. Munu þessi tvö mót verða
haldin sitt árið hvort í framtíð-
inni.
• Hrubesch skoraði eina mark
V-Þjóðverja með skalla eins og hon-
um einum er lagið.
varnarmanni yfir austurríska
markið. Breitner átti einnig skot í
þverslá á þessum fyrstu mínútum,
er Þjóðverjarnir léku eins og
menn. En eftir að markið var
komið, fór leikurinn í tóma vit-
leysu, gutl og göngubolta. Hafði
enginn áhuga á honum er á leið,
hins vegar styttu alsírskir áhorf-
endur sér stundir með því að
brenna þýska fána á áhorfenda-
stæðunum. Og um tíma lá við upp-
þoti er liðið gerði sig líklegt til að
hlaupa inn á völiinn.
Liðin voru þannig skipuð:
Austurríki: Koncilia, Krauss,
Obermayer, Degeorgi, Pezzey,
Hattenberger, Hintermaier, Web-
er, Prohaska, Krankl og Schachn-
er.
Þýskaland: Schumacher, Kaltz,
Stielike, Förster, Briegel, Breitn-
er, Magath, Dremmler, Rumen-
igge (Matthaus), Hrubesch (Fisch-
er) og Littbarski.
Leikinn dæmdi Robert Valent-
ine frá Skotlandi, en áhorfendur
voru 41.000.
Knattspypna 1
HM í
sjónvarpinu
SÝNT verður úr tveimur HM-leikj-
um í sjónvarpinu í dag. Eru það leik-
ir Belgíumanna og Ungverja og Sov-
étmanna og Ný-Sjálendinga. Einnig
verða sýnd mörk úr nokkrum öðrum
leikjum. Hefst útsendingin kl. 17.00.
A morgun verða síðan tveir leikir
sýndir í heild. Fyrst leikur Tékka og
Frakka kl. 17.00 og síðan leikur
Vestur-Þjóðverja og Austurrík-
ismanna kl. 22.10. Á mánudag verða
einnig sýndir tveir leikir í heild, ann-
ars vegar leikur Spánar og Norður-
írlands kl. 18.00 og hins vegar viður-
eign Sovétmanna og Skota. Hefst sá
lcikur kl. 22.10.
Sveinn Björnsson:
Tryggið heilsu ykkar með hóflegri þjálfun
Ágætir landsmenn.
A morgun, sunnudag, hefur
íþróttahreyfingin ákveðið að efna
til sérstaks Trimmdags, ekki að-
eins fyrir íþróttamenn, heldur von-
ast hún til, að sem flestir lands-
menn verði þátttakendur.
Almennur áhugi á líkamsrækt
hefur aukist mjög á síðustu árum
og skilningur fólks á nauðsyn lík-
amsræktar er ríkjandi í dag meðal
alls þorra fólks og margir stunda
reglubundna hreyfingu.
Margar ástæður liggja til þess,
m.a. sú, að nú er almennt viður-
kennt af læknavísindum, að hreyf-
ingarleysi og offita hrjái nú hvað
mest þjóðfélagsþegna í velferðar-
og allsnægtaríkjum. Alltof margir
hafa því orðið bölvaldi kyrrsetunn-
ar að bráð, sem eru hjarta- og æða-
sjúkdómar. Það er að vísu enginn
sem segir, að íþróttir og aukin
hreyfing sé einhlit lausn á þessum
mikla vanda, en það eru allir sam-
mála um, að hreyfingarleysið býð-
ur hættunni heim.
íþróttasambandi íslands finnst
það verðugt verkefni að gera
trimm að þjóðarhreyfingu. Hver
þjóðfélagsþegn ætti að gera trimm
að daglegum þætti í lífi sínu og
stuðla þannig að sinni eigin heilsu-
gæslu. Við lifum e.t.v. ekki lengur,
þótt við trimmum, en öruggiega
lifum við betur á meðan við lifum.
Við þurfum ekki að eignast meist-
ara í trimmi, við eigum aðeins að
kenna okkur sjálfum að standa
vörð um það dýrmætasta, sem við
eigum, gott heilsufar.
Það eru margir, sem trimma, en
þið, sem ekki eruð byrjaðir, því
ekki að b.vrja á morgun?
Allir geta fundið trimm við sitt
hæfi. Við þurfum ekki að þvinga
okkur, heldur eigum við að hafa
það skemmtilegt á meðan við
trimmum og eigum að geta hlakk-
að til hinna daglegu trimmstunda
okkar.
Góðir landsmenn, þið, sem eigið
þess kost að taka þátt í Trimmdeg-
inum með því að synda, skokka,
ganga, hjóla eða með þátttöku í
hverskonar íþróttaæfingum, svo
sem fimleikum, badminton, blaki,
knattspyrnu, handknattleik, körfu-
knattleik o.s.frv., verið þið með,
ekki bara fyrir okkur, heldur ekki
síður fyrir ykkur.
Af öllu því mikilvæga og þýð-
ingarmikla starfi, sem íþrótta-
hreyfingin í landinu hefur með
höndum, er >rimm ef til vill það
mikilvægasta.
Kjörorð til þjóðarinnar er:
-Tryggið heilsu ykkar með hóf-
legri þjálfun íþrótta, aukinni lík-
amsrækt og útiveru."
Tveir landsleikir við
Færeyjar um helgina